Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 7
EITT TUNGUMÁL FYRIR ALLAN HEIMINN Eftir dr. Mario A. Pei, prófessor í rómönskum málum v/ð Columbia University í N.Y. Þorsteinn Þorsteinsson þýddi Sll. FramtíðarBausniJi 1. Hálf lausn eða heildarlausn? (Frh.) Heimstungumálið ætti að vera tungumál fyrir allan heiminn. Það ætti ekki að vera einskorðað við neina þjóð eða hóp af þjóðum né heldur stétt eða menntun. Það ætti ekki að vera tæki til að lesa visinda- og fræðirit- gerðir, sem erftt er fyrir áheyrendur með mörg tungumál að lesa og skilja, heldur vanalegt tungumál, sem jafnauð- velt er fyrir hvern mann að tala og rita eins og það er fyrir meginþorra þjóðarinnar í 'hverju menningarlandi að taia og rita sitt eigið tungumál. Það ætti með engu móti að nota það til æfinga í skólabekkjum af því tagi, sem vér höfum kynnzt í vorum skólum. Það ætti ekki að vera lítils háttar leyni- tungumál, talað og ritað af fáum inn- vlgðum til þess að villa um fyrir þeim sem utan við eru, heldur tæki til þess að láta í ljós hugsanir sínar, jafn að- gengilegt öllum sem enska í Bandaríkj- unum eða rússneska í Sovétsamband- inu.. Einungis með því móti getur al- þjóðamálið gegnt hlutverki sínu, að skapa skilyrði fyrir hindrunarlausum hugmyndaskiptum með öllum þjóðum heims, án nokkurrar hliðsjónar til stéttar eða stöðu manna. Er unnt að kopa á slíku tungumáli? Á því er enginn vafi. Er það unnt með því að fara að eins og gert var við Volapiik forðum og við Baisic English, Esperanto og Interlingua nú á dögum? Nei, því að með því móti verður það um allan aldur einkaeign og forréttindi nokkurra hugsjónarmanna, en meir en 99% af íbúum heimsins fara á mis við það. Verður því komið á með því að taka það sömu tökum sem gert er við erlendar tungur í framhaldsskólum (high schools and colleges) hér í Banda- ríkjunum, eða jafnvel eins og gert er í þeim löndum í Evrópu, sem framar- lega standa um tungumálafræðslu? Nei, því að það er hin þyrnum stráðasta lærdómsbraut tungumála, er aðeins fá- ir úrvalsmenn geta fetað sér að fullu gagni. * Ef gera á alþjóðatungumálið að veru- leika, verður að styðjast við þessar tvær kennisetningar, sem vér höfum lært af sárri reynslu gegnum aldirnar: 1. Öll tungumál má læra jafnauð- veldlega ef nógu snemma er byrjað og lærdómnum haldið við. 2. Það getur ekkert komið í stað þvingunar ofan frá um hvað læra skuli. 2. Tvær stórblekkingar: rökvísi og auðveldleiki. Descartes og þeir sem fetuðu í fót- spor hans. — Leitin að rökvísi — Leitin að auðveldleika — Sjónar misst á sönnu eðli tungumála — Öll tungumál eru auðveld sínum eigin mælendum — Tvítyn-gi og marg-tyngi. H ð mikla viðfangsefni „a priori“- stefnunnar varðandi alþjóðatungumál (Descartes og fl.) var að skapa tungu- mál, sem færi eftir „rökvisri“ flokkun hugsjóna og hugmynda. Þetta reyndist ekki annað en hrævareldur og lágu til þess tvær ástæður. í fyrsta lagi eru ailskonar flokkanir á hugmyndum mögulegar, og það sem einum manni finnst rökvíst hólf fyrir einhverja hug- mynd finnst öðrum alls ekki réttur stað- ur fyrir hana. Söguleg rangnefni í tuga- tali fræða oss um, að það sem einu sinni þótti hæfileg flokkun og lýsing reyndist síðar rangt. Þrjú dæmi má nefna? „Indíáni" (sem þýddi Indverji) um innfæddan Ameríkumann, „atóm“ sem þýðir ódeili, um það sem síðar reyndist klúfanlegt, og „oxygen“ eða það sem myndar sýrur, þar sem það er í rauninni vetni, er á þátt í öllum sýrumyndunum. Á seytjándu öldinni og næstu öldum á undan hugðust menn hafa öðlazt full- komna þekkingu á alheiminum og þar af leiðandi getu til fullkominnar grein- ingar og ,flokkun.ar hugsana og hug- mynda. En það beið tuttugustu aldar- innar með sínum uppgötvunum að komast að raun um, að þekking manns- ins á alheiminum er hörmulega ófull- komin. En auk þessarar höfuðvillu heim- spekinganna, varð þeim á önnur slæm yfirsjón, er þeir reyndu að fjalla um tungumál sem rökvísan veruleika, þar sem það er í eðli sínu órökvíst. Málið er byggt á viðurkenndum táknum, en tákn eru ekki raunsönn og því ekki rökvís. Það var af öðrum rökum að ménn misstu trúna á þennan „rökvísa" mála- tilbúnað. Jafnvel þó unnt væri að finna rökvíst tungumál, mundi það valda hverjum meðalmanni geysimiklum erfiðleikum og óþolandi áreynslu á minni og hugartengsl. Mönnum létti því stórum, er þeir sneru sér frá þeim kerfum, sem ekki áttu neitt skylt við þau fyrirbæri, er þeir höfðu vanizt við að tengja við málið, og að þeim kerf- um, sem höfðu nokkra líkingu við þekkt töluð mál. etta leiddi aftur á móti til ann- at-rar hamslausrar leitar að mestum auðveldleika fyrir mestan fjölda manna. „Það tungumál er bezt, sem auðveldast er fyrir meiri hlutann" var orðið að orðtaki jafnvel áður en .Tesp- ersen t) gerði það að kennisetningu. Það er þessi leit að auðveldleika, sem mestan svip setur á hugsanir vorar nú um alþjóðlegt tungumál. Esperantistar hampa hinni afar einföldu málfræði 1) Otto Jespersen prófessor í Kaup- mannahöfn. sinni, sem er svo lítið flókin, að hver rnaður getur lært hana á hálfri klukkustund. Interlingvistar fara eld- heitum orðum um hinn alþjóðlega orða forða sinn, er sérhver (það er hver sem alizt hefur upp við ensku eða róm- anskt mál) kannast við á auga-bragði. Þegar minnzt er á líkur þjóðtungnanna til alþjóðamáls, þá er bent á að ein þeirra sé auðveldari af því að hljóð hennar séu einfaldari, önnur af því að í henni séu fáar undantekningar frá málfræðireglunum, þriðja af því að orðaforði hennar sé þegar alþjóðlegur. Ilins vegar er sumum hafnað af því að þær séu „erfiðar” að því er kemur til hljóða, málfræði eða orðaforða. Erfiðar fyrir hvern? Auðvitað fyrir útlendinga, sem eiga að læra þær. Það fara engar sögur af því að talað mál hafi þótt erfitt eigin mælendum þess. Hverjum þeim, sem lærir málið frá barnæsku við eðlilega og sjálfkrafa eftirlikingu og endurtekningu, er sér- hvert mál í heiminum auðvelt. Sú stað- reynd þarfnast engrar sönnunar, að sexx ára gamalt kínverskt og rússneskt barn talar og skilur kínversku eða rússnesku eins greiðlega og amerískt barn á sama aldri talar og skilur ensku. Eftir bernskuárin, þegar tal- og skiln- ingsviðbrögð hafa náð fullri festu, þá verður allt annað upp á teningnum, því að þá verður tungumálalærdómur með- vitaður, en ekki ósjálfráð viðbrögð. Vitsmunirnir koma þá til sögu og verða starfandi fremur en látbragð og eftir- líking, og alls konar hugartengsl hafa þá myndazt svo að nýtt tungumál er talið létt eða erfitt að sama skapi sem það er í samræmi eða fer í bága við áður myndaða málvenju. Tveggja ára gömlu amerísku barni væri jafnauðvelt að læra að tala kínversku eins og að iæra að tala ensku, en sama barni 12 ára mundi finnast kínverska ákaflega erfið og mundi miklu fremur kjósa mál eins og þýzku eða frönsku, sem það get- ur tengt við móðurmál sitt, ensku, vegna líkingar í hljóðum, orðaröð eða orðaforða. Þetta hafa menn ætíð vitað, en sú vitneskja hefur verið mjög óljós og þokukennd. Það hefur lengi verið tízka, að börn hefðarfólks í Evrópu hafa verið alin upp af erlendum kennslukonum er aðeins töluðu við þau á sínu erlenda máli, og það hefur reynzt óbrigðult að börn, sem fengið hafa slíkt uppeldi, töluðú auðveldlega og reip- rennandi, eðliiega og án nokkurs ann- ariegs keims í framburði, þrjú, fjög- ur eða fimm frábrugðin tungumál. En því var líka trúað að svipuðum árangri mætti ná með því að setja eldra barn í skóla og láta það fá þar ræki- lega kennslu í málfræði, orðaforða og bókmenntum erlends tungumáls. í ör- fáum tilfellum hefur þetta tekizt, en oftast hefur árangurinn orðið sá, að nemandinn 'hefur að loknu námi verið búinn málfræðilegri þekkingu og fær um að lesa og stundum jafnvel að skrifa hið erlenda tungumál, en með- ferð hans á töluðu máli töluvert meira áfátt heldur en æskilegt væri. ]\ýiega hefur verið gerð uppgötv- on sem er jafnaugljós eins og egg Kól- umbusar. Ef menn vilja láta börn læra erlent tungumál þannig að þau geti tal- að það og skilið eins og innbornir menn, þá verður að láta þau byrja ung — því yngri, þeim mun betra. Hinir framsæknari úr hópi þeirra manna er starfa að uppeldismálum eru nú að vinna að því að koma þessari kenn- ingu í framkvæmd, koma erlendum tungumálum inn í leikskóla og barna- skóla, þar sem þau eiga heima, ef óskað er eftir viðræðukunnáttu í málinu. Árangurinn hlýtur að verða fullnægj- andi. Meginreglan sem í þessu felst er að öll þau tungumál séu ..uðveld fyrir þá sem læra þau frá barnæsku. Þessi regla á þó aðeins við um talmálið en ekki ritmálið. Ritmálið er auðvelt eða erfitt eftir því hvort það er í meira eða minna samræmi við talmálið. Það er auðvelt að læra að lesa og rita mál sem er alveg ritað eftir framburði, en það er þegar hvert hljóð málsins er ná- kvæmlega aðgreint og er sýnt hvert með sínu tákni. Þegar stafsetningin sýnir ekki nákvæmlega hljóðin, eins og í ensku, þá er erfitt að læra að lesa og rita málið, jafnvel þó menn tali og skilji það fullkomlega. Þetta gildir auð- vitað í enn ríkara mæli, ef ekkert sam- band er milli hinna rituðu tákna og hljóða málsins, eins og í kínversku. Kínversku táknin eru líkt og $ merki vort, sem líkist ekkert orðinu „dollar." Þau tákna hugmyndir, en ekki hljóð. Þar sem þessu er þannig varið þarf alþjóðamálið ekki að vera sérstaklega „auðvelt" fyrir neinn, né heldur þarf það að vera tengt þekktum tungumál- um. Ef það er lært sem talmál á réttu aldursskeiði, eða barnsaldri, þá finnst nemandanum það jafnauðvelt (eða jafnerfitt, ef rnenn vilja heldur taka svo til orða) eins og hvert það tungumál, sem þau læra við móður kné. Sá eini auðveldleiki, sem ástæða er til að sækj- ast eftir, er að málið sé ritað eftir framburði, með sérstökum táknum, er hvert fyrir sig svari til sérstaks hljóðs í talmálinu og aðeins til þess hljóðs Við þessar aðstæður verður það hrein fjarstæða að æt'la að gera alþjóða- tunguna sem auðveldasta fyrir mestan fjölda manna. Sérhvert tungumál, hvort lieidur þjóðtunga eða gervimál, verður lært jafn vel af nemendum á barnsaldrL Ef stafsetningin fer alveg eftir fram- burði lærist málið fljótt, nákvæmlega og auðveldlega í rituðu formi, þegar tími er kominn til þess að kenna barn- inu að lesa og skrifa. Framhald. Bláa flaskan Þegar Kolbeinn (faðir Þorleifs á Há- eyri), var á Kalastöðum, átti hann einn fágætan grip, sem honum þótti mjög vænt um. Það var flaska ein, er af sjó hafði rekið, áttstrend að lögun og tók rúman patt. Hún var græn að lit með glertappa, fóðruðum korki, og var hann skrúfaðúr í flöskustútinn. Flösku þessa var Kolbeinn vanur að senda Þorleifi syni sínum nokkrum sinnum á ári og fekk hana aftur fulla af brennivíni, sem hann dreypti í við og víð eða lét ut í kaffið sitt á morgriana á helgidög- um ög hátíðum. En einu sinni kom flaskan tóm aftur frá Þorleifi. Kolbein setti hljóðan við og sendi ekki flösík- una síðan. Þegar Kolbeinn var dáinn, fannst flaskan í dóti hans og lenti hún hjá Þorleifi. Daginn, sem Kolbeinn var grafinn, vildi Þorleifur gæða líkmönn- um á brennivíni og þótti þá vel við eiga að skenkja þeim það úr hinni fáséðu flösku Kolbeins. Þorleifur tekur því flöskuna, fe • fram í búð hjá sér, fyllir hana af brennivíni, kemur með hana og setur hana hægt á borðið, sem lík- mennirnir sátu við. En í sömu svifum klofnar flaskan að endilöngu, svo að enginn dropi var eftir í henni, en vín- ið flóði allt út um gólfið. — Þorleifi brá svo við, að hann hvítnaði í fram- an, stóð þegjandi um stund og hórfði til skiptis á flöskuna og vínflóðið á gólf- inu. Loks sagði hann eins og við sjálf- an sig, en þó svo hátt að líkmennirnir heyrðu: „Svona var að senda flöskuna tóma“. 4. júní 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.