Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 10
limil! STVRIÁ BMW 2000 OG 1600 NÝLEGA var sagt frá því hér í blaðinu, að amerískt tímarit •um bíla hefði kjörið BMW einn aí 7 bezt gerðu bílum í heimi, toeira að segja einn af 5 bezt gerðu. Réttmæti þesskon- ar dómsuppkvaðningar verður alltaf umdeilanlegt, en þegar tsetzt er upp í BMW af hvað“a gerð sem er, kemur í Ijós, svo ekki verður um villzt, að þar er á ferðinni framúrskarandi vel gerður bíll. Ég hef áður prófað BMW 1800 og líkaði að flestu leyti vel við hann, nema ég gat ekki fellt við mig, hvað tfjöðrunin var stíf og gætti jafnvel líka titrings á stýri, sem er afskaplega hvimleitt. Um BMW 2000 er það að segja, að hann er nákvæmlega jafn stór og BMW 1800 gerðin, eða 4,50 á lengd og 1,71 á breidd. Hann ér svo til alveg eins bæði að ytra og innra út- liti, en þar með endar samlík- ingin. Ég get ekki sagt að ég yrði hrifinn af að aka BMW 1800 en aftur á móti finnst mér ég geta haldið því fram með góðri samvizku, að ég hafi aldrei ekið bíl sem tekur fram BMW 2000. Kostir hans fram yfir 1800-gerðina eru fyrst og fremst þeir, að fjöðrunin er öll önnur. Hann er hjólastfærri og é allan hátt miklu mýkri. Sér- staklega kemur þetta fram á holóttum vegum og malarveg- um; þar er BMW 2000 rétt mátulega stinnur, en aldrei harður. Og það kemur heldur ekki fyrir að stýrið hreyfist. Annað sem mér finnst mikill kostur er aukið véíarafl. Þessi vél frá BMW er 4 stfrokka meistarastykki, sem skilar 113 hestöflum við 5800 snúninga á móti 90 hestöflum í BMW 1800. Viðbragðið og vinnslan er meiri en í sumum þeim bílum sem kallaðir eru sportbílar. Og tfyrir þá sem hatfa gaman af gæðingum á fjórum hjólum get- ur fátt ánægiulegra en að aka þessum bíl. Hann er það sem Bretar kalla „a real driver’s Car“. — Svo framúrskarandi á- nægjulega eiginleika hefur hann, að jafnvel sá sem dauð- ur er úr öllum æðum og er sama um allt meðan það snýst, hlyti að finna hvað þarna er góður gripur á ferð. BMW 1800, sem ég nefndi Ifyrr, kostar 302.000, en sá sem hér um ræðir, BMW 2000, kost- ar 329.000 kr. Verðmismunur- inn er 27.000 og það er þó nokkuð þegar haft er í huga, að stærðarmismunur er enginn og báðir eru jafnvandaðir. Hins vegar er svo mikið ánægju- legra að aka BMW 2000, að mér finnst þessi verðmunur vel réttlætanlegur. Auk þess er til BMW 2000 TI með nokkuð sterkari vél og aukinni vinnslu. Hann kostar 347.000 kr. En BMW 2000 með sjálfskiptingu er dýrastur, kostar 370.000. f útlendum umsögnum um bíla er BMW 2000 jatfnað við Rover 2000, en báðir þessir bíl- ar eru í senn vandaðir og hafa frábæra aksturshæfni. Ég verð að játa, að ég féll ekki í stafi yfir útlitinu á BMW yfirleitt; finnst það óþarflega varfærnis- legt og hversdagslegt fyrir svo skemmtilegan og sportlegan bíl. Jaguar og Rover, sem að mörgu leyti eru sambærilegir bílar, ihafa sérkennilegri og sterkari „karakter", og sportútgátfurnar af amerísku bílunum, Mustang, Cougar Camaro og Barracuda, hafa allar að mínum dómi skemmtilegra útlit en BMW. En það er þegar til þess kemur að nota hlutinn, sem maður finnur, hvað allt er vel og réttilega gert, og þá fyrirgefur maður varfærnina í útlitinu. Sætin eru fyrsta flokks, en ekki í úrvalsflokki. Þau veita góðan stuðning, en körfusætin svonefndu, með hærra baki og lengri setu. eru ennþá réttilegar sköpuð. Mælaborðið er hreint dáindi; mæiarnir eru kringlótt- ir og liggja vel við og þar er hægt að hafa snúningshraða- mæli, sem að mörgu leyti er æskilegt að hafa í bíl eins og. þessum. Hurðirnar falla hljóð- laust og mjúkt að stöfum, og staðsetningin á handfanginu innan í þeim er framúrskar- andi. Aftursætið er rúmgott fyrir þrjá og svo er teppi út í hvert horn. Ekkert atriði er svo smátt innan í þessum þíl, að þar hafi ekki verið lögð við sérstök alúð. Einhver skyld- leiki við Mercedes-Benz leynir sér ekki; manni gæti jafnvel virzt, að þetta væri einhvers konar Benz. en yngri i anda en sá gamli. Og fjöðrunin fannst mér líka minna mig eitthvað á Benz-inn. Gírkassinn er frá Porsche ef ég man rétt og bvk- ir ekki völ á öðru betra. Hins vegar er hreyfingin á gírstöng- inni nokkuð löng fram á við og gæti e.t.v. verið til óþæginda' fyrir handleggjastutta menn. Hámarkshraðinn er 168 km á klst. og viðbragðið úr kyrr- stöðu í 100 km hraða er 12,4 sek. Bílinn virðist aldrei skorta afl á hvaða hraða sem' er; það er alltaf, ef með þarf, hægt að slá í og fá hann til að taka svo hratt viðbragð, að ökumaður og farþegar neglast aftur í sætin. Og það er mikil öryggistiifinning að aka þess- um bíl. Hann er stöðugur 1 beygjum og í góðu jafnvægi á hverju sem er. Bremsurnar eru góðar, diskabremsur að framan og borðabremsur að aftan og ástigið á pedalan er afskaplega létt og fyrirhafnarlaust. Maður situr hátt í þessum bíl og sér vel til, póstarnir eru grannir, jaifnvel póstarnir aftan við aft- urhurðirnar eru fyrirferðarlitl- ir. Að sjá utan frá, virðist BMW 2000 ekki vera stór, jafn- vel frekar í smærra lagi, en hann gefur tilfinningu fyrir miklu meira rými og miklu meiri fyrirferð þegar inn er komið. Mér fannst hann miðlungi stór þegar ég ók hon- um. Yfirleitt er BMW 2000 hljóður, en það er jafnvel til- vinnandj að aka honum greitt í lággírum til þess eins að hlusta á hljóðið í gírkassanum, svo fallegt er það. Að vísu hafa margir beztu bílar heimsins aldrei verið fluttir til íslands, en af þeim, sem hingað flytjast ei'tthvað að marki, h.ef ég prófað flesta og verð þá að segja að erfitt er að finna nokkurn til jafns við BMW 2000, að því ,er snertir bíl, sem lítið er hægt að finna að. Þótt ég feginn viidi, get ég ekki bent á, að ég hafi fundið neina galla eða ókosti. Þeir koma að minnsta kosti ekki í Ijós í akstri. Margar tegundir eru nú einu sinni þannig, að gallarnir verða miklu fyrir- ferðarmeiri í upptalningu en kostirnir, svo þet'ta er nokkuð mikið sagt. Ég veit að visu ekki hvernig BMW 2000 mundi vera í mjög löngum akstri; hvort hann mundi þreyta öku- mann og farþega. Mér finnst það ekki líklegt, þar sem sæt- in eru svo góð og fjöðrunin þýð. Hins vegar er hann mjög snarpur og snúningalipur í borgarumferð og hlýðir um- svifalaust því, sem ökumaður- inn kretfst af honum. BMW 1600 BMW 1600 er nokkuð minni bíll, 4,23 m á lengd og 1,59 á breidd. Þyngdin er aðeins 970 kg og þegar þess er gætt, að hann er búinn 96 hesta vél, er ekki að undra þótt krafturinn sé mikill, enda er hann kröft- ugur. Vélin er 4 strokka, en samt eru aðeins þrír 6 strokka bílar í öllum heiminum, sem ná skarpara viðbragði en BMW 1600. Bandaríska blaðið Car and Driver sló því föstu ný- lega að BMW 1600 væri án alls efa langbezti bíll, sem fá- anlegur væri í heiminum fyrir 2.500 dollara. Það verð sam- svarar 245.000 ísl. krónum og eftir að hafa prófað þennan bíl, hygg ég að slá megi því föstu, að enginn bíll, sem kostar und- ir 300 þúsund kr. geti talizt sambærilegur við hann. Ég tek hann langt fram yfir BMW 1800 hvað aksturshæfni snertir en borið saman við BMW 2000, get ég aðeins sagt, að þar er ákveðinn mismunur: BMW 2000 er hjólastærri, aðeins mýkri á holóttum vegi og að- eins rýmri að innan, en annað 'hefur hann ekki fram yfi-r. Efni og frágangur virðist allt vera í þeim sama háa gæða- flokki, sem einkennir þessa bíla yfirleitt, og það er nánast furðulegt í bíl í þessum verð- flokki, að mælaborð, hurðir, sæti og. hvaðeina í innrétting- unni skuli hvað vandaðan frá- gang snertir helzt sambærilegt við hinar dýrari gerðir af Mercedes-Benz. Það skemmtilegasta við BMW 1600 er vitaskuld vinnslan. Við- bragðið frá kyrrstöðu í 100 km hraða er 11.4 sekúndur. Hann leynir hraðanum jafnvel meira en BMW 2000, og á svo auð- velt með 100 km hraða t. d., að undrum sætir, enda notar bíll- inn aðeins 40% af orkunni á þeim hraða. Þrátt fyrir þennan skemmtilega kraft er bíllinn mjög sparneytinn og eyðir oft- ast undir 10 1 á 100 km. Sætin eru aðeins sportlegri en í BMW 2000, og raunar fannst mér þau' betri. Gírstöngin er nákvæm- lega eins, en mælaborðið tals- vert ólíkt. Samt er það á eng- an hátt síðra. BMW 1600 liggur með afbrigðum vel í beygj- um og stýrið er einstaklega skemmtilegt. Hann er í stinn- ara lagi á holóttum vegi, án þess þó að vera hastur. En það er hins vegar greinilegur mun- ur á því hvað BMW 2000 fer betur á holóttum vegi. Að ytra útliti er BMW 1600 laus við króm og skraut, en líkt og með allar gerðirnar af þessum bíl, finnst mér að hann ætti frum- legra og betur teiknað útlit skilið. En slíkt er auðvitað smekksatriði. BMW 1600 er hreinnæktaður sportbíll án þess að útlitið bendi sérstaklega fil þess. Hins vegar hefur hann það fram yf- ir flesta sportbila, hvað aftur- sætið er rúmgott, breiddin að vísu ekki gífurleg en dýptin á sætinu er eins og bezt verður á bosið. Farangursrými í skatti er eins og við er að búast í bíi af þessari stærð. Ég býst viðl að BMW 1600 sé betri innan- bæ.iarbíll en til langferðalaga og ha.fi maður gaman af því að aka góðum bíl og líti á þaðl ekki ósvipað hestamennsku og þeirri ánægju seim í því felst að eiga gæðing, þá er hiklausH hægt að mæla með hvorumi þessara fveggja bíla sem er> BMW 2000 fyrir þann sem tek- ur lúxus og virðuleik fram yfir, en BMW 1600 fyrir þann, sem metur meira aflið oa hina sportlegu eiginleika. — G. BÍLAR 10 lesbók morgunblaðsins 4. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.