Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 13
MINNZT SÉRA BRANDS TÓMASSONAR í ÁSUM - EFTIR SÉRA CÍSLA BRYNJÓLFSSON Enda þótt sögusviffið í þessari grein breiðist alllangt út fyrir sjónhring Jóns Sverrissonar meðan hann var að alast upr í Meðallandi, má skoða hana sem einskonar framhld af frásögnum hans — Myndum úr Meðallandi — sem birtust í 16. tölublaði Lesbókar. Við þá grein skal gerð eftirfarandi leiðrérting: f myndatexta var Sigurbergur Einarsson í Fjósakoti nefndur Sigurfinnur. Sömuleiðis fór fram guðsþjónustugjörð að Reyni miðvikudag 10. þ. mán., margt fclk, þó óveður. Miðvikud. 17. þ. mán.: Guðsþjónustu- gjörð að Dyrhólum — full kirkja af fólki. Þessi messuskýrsla sýnir hvernig sr. Brandur þjónaði Guði og söfnuðum hans í Skaftárþinigi austan og vestan Mýrdals sands. — Auk þess sem greinir í skýrsl- unni, segist sr. Brandur hafa leyft sér „að messa á þrettándanum, sem þó er aftekinn með lögum sem messudagur, en þareð verkahringur minn nú er svo afar-víðlendur og kirkjurnar 7, sem ég Kirkjugarðurinn í Ásum. þjóna, og í annan stað þareð þetta var samkomulag prests og safnaðar og Dyr- hólakirkja áminnstan dag full af fólki, vona ég að herra biskupinn líti á ástæð- urnar og sjái um að ég ekki verði vítt- ur fyrir þetta fyrirtæki". M ifJ. annfagnaðurinn, sem getið er um í messuskýrslunni að valdið hafi messuíalli í Ásum á 20. sunnudegi eftir trinitatis, er eflaust brúðkaup þeirra Hallfríðar prestsdóttur og Magnúsar Sigurðssonar, sem þá var vinnumaður í Ásum. Þau voru foreldrar Guðbrands Kirkjugarðurinn á Búiandi. Séra Brandur Tómasson. vínsölustjóra. En sjálfsagt hefur hinn fátæka Ásaklerk ekki órað fyrir því að dóttursonur hans yrði æðsta ráð yfir öilu áíengi íslands. — önnur messuföll í skýrslunni eru flest óviðráðanleg af völdum óveðra og ófærðar, sem hindrar söfnuðinn í að koma þrátt fyrir mikla og almenna kirkjurækni. Sjálfur lætur klerkur sig ekki vanta. Ailir, sem nokkuð þekkja til staðhátta austur þar, geta ráðið í hvert þrekvirki það hefur verið að rækja prestsþjónustu í Skaftárþingi á þessum tima, með þeim hætti sem skýrslan ber með sér. Eitt dæmi um það, hvern vaskleik sr. Brand- ur sýndi í starfi sínu, nefnir sr. Þór- hallur Bjarnarson í Kirkjublaði sínu, er hann minntist hans látins: Maður í Ása- sókn bað prest að jarða fyrir sig á laug- ardegi, en messa var boðuð daginn eftir á Sólheimum. Sr. Brandur brást vel við beiðni mannsins, jarðsöng, skírði barn á eftir annarsstaðar og lagði síðan á Mýrdalssand í náttmyrkri og vonzku- veðrL Náði hann að Sólheimum til messu gerðar í tæka tið. Þetta var á þorra. Taiið var að þetta hefði verið gert a£ glettni við prest og til að gera honum ei fiðara með að rækja þjónustuna í Mýr. dalnum. En hvað sem um það er, kunnu sókn- arbörn sr. Brands vel að meta kosti hans og báru til hans óblandna hlýju sakir hjartagæzku hans og ljúfmennsku. Og svo mikið er víst að hjálpsamir reynd- ust þeir honum og freistuðu að rétta við hag hans, þótt lítt stoðaði. Skúií fræðimaður Helgason segist hafa heyrt frá því sagt, að eitt sinn sem oftar voru Skaftfellingar í kaupstaðar- ferð úti á Eyrarbakka. Gekk þá einn þeirra í búðina og mælti stundarhátt: „Hvað skuldar Brandur prestur hér?“ Höfðu bændur samtök um að greiða skuld hans, svo að hann fengi úttekt eins og aðrir. c íra Brandur Tómasson varð ekki gamall. Hann andaðist 54 ára á miðju sumri 1891. Það var á sunnudegi og messa boðuð í Ásum en varð eigi af. Prestur bað að lesið yrði úr Vídalín, ef fólk kæmi til kirkju. Þetta var 8. helgi eftir trinitatis, guðspjallið: Mattheus 7. Um falsspámenn: Gætið yðar fyrir fals- spámönnum, sem koma til yðar í sauðar- klæðum en eru hið innra glefsandi varg- ar . . . Ekki er nú vitað hvort nokkur varð til þess að lesa Tungumönnum Jóns- bókarlesturinn þennan eftirminnilega sunnudag, svo að það er með öllu óvíst að þeir hafi fengið að heyra útleggingu Meistara Jóns á því hversu „hræsnin gjörir alla Guðs þjónkan ónýta í hans augliti“. Hins vegar þurftu sóknarbörn Ásaprestakalls ekki að fara í neinar grafgötur með það, að ekkert hafði stað. ið fjær skapi þeirra látna sálnahirðis en breiða gæru yfirdrepsskaparins yfir mannlegan breyskleika. Séð inn eftir kirkjugólfinu. Á myndinni að neðan eru munkamir við söng. Suðausturhlið kirkjunnar og gluggar hliðaikapellunnar. Grunnflötur kirkjunnar. Sumstaðar úti í löndum virðast menn efins um að til sé hin EINA SANNA AÐFERÐ í kirkjubyggingum. Sumir ágætir arki- tektar bafa haldið þeirri skoðun fram, að í kirkjubyggingum gef- ist þeim miklu meira svigrúm til frjálsnar sköpunar og þess að láta hugmyndaflugið fá að njóta sín. Það er af ýmsum ástæð* um nokkuð bundið, hvernig íbúðarhús verður að vera, sömu- leiðis verzlunarhúsnæði, eða skóli. En um kirkjubyggingu gegnir öðru máli. Þá kemur tU álita, hvort kirkjan á einungis að vera Ihús fyrir söfnuðinn, þar sem hann kemur saman tU guðsþjón- ustu, eða hvort hún á að vera annað og meira: Listaverk, sem vekur lotningu, eða jafnvel minnismerki um einhverja látna trúarhetju. Allt um það, sýnist þarna vera mikið svigrúm fyrir byggingarlistina, eins og sagan raunar sannar. A meðfylgjandi myndum sést ný kirkja, sem byggð hefur verið í Sviss, og höfund- ernir eru nokkriir arkitektar frá Ziirich. Þarna er um leið byggt yfir klausturskóla og á kirkjan í senn að rúma starfsemi skólans 6VO og guðsþjónustur. Hér eru aUar línur bognar; meginskip kirkjunnax er sporöskjulagað og þó óreglulegt í lögun eins og grunnmyndin sýnir. Að innan er kirkjan úr ljósri eik, en anrnars er hún hlaðin úr steinum og múru? með mjög grófri áferð. Veggimir eru þannig gerðir, að þeir þynnast eftir þvi sem þeir hækka. Hvernig væri að byggja eins og eina 4. júni 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.