Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 8
Hugrekki hans var viðbrugðið Myndir og greSn um IdtSnn heSðursmann . : x: : : : Konrad Adenauer í rósagarðinum sínum í Rhöndorf, að var í sexstrendu garðhúsi með gluggum úr gleri, sem Konrad Adenauer sat við skriftir og samdí þriðja bindi af endiurminningum sínum. í þessu sama húsi sátum við að tala saman þegar hann lítur upp og segir: „Getið þér gizkað á það hvílíka hugdirfsku þarf til að semja þessar endurminningar og að segja ætíð það sem sannast er, þrátt fyrir allt?“ Honum hafði fundizt, að hann mundi ekki framar eiga að lifa komu vorsins, en allt um það varð hon- um að ósk sinni — hann lifði fram á vor. Blóm spruttu úti, hvert í kapp við annað, og lengra frá gat að líta Rínar- gljúfur, þessa skáldlegu sýn. Maðurinn sem mótaði sambandslýð- veldið er nú allur, hann hné undir byrði sem orðin var of þung: ótta sín- um við að gert yrði samband milli Austursins og Vestursins á kostnað I»ýzkalands. Hann óttaðist líka, að gerð- ur yrði sá samningur um bann gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna, sem honum þótti jafngilda Versalasamningnum, en þriðja áhyggjuefni hans var vantrú á það, að hin nýja skólaskipun kæmi að fullum notum. Nú vex upp í Þýzkalandi ný kynslóð, sem er langt frá því að vera jafn vel upp frædd og sama kyn- slóð í Frakklandi. Auk þess var honum mikið í mun að geta lokið þessu þriðja ibindi. Það er sárt að hljóta að deyja frá þvílíkum verkefnum óleystum. Frönsk kona gaf honum he'iffursimerki manns aíns, som barizt hafffi í styrjöldinini 1914—1918. Adenauer áleit að bezta ráðið til að tryggja þeim þjóðum öryggi, sem eru nágrannar Þýzkalands að vestan, væri að stofna Bandaríki Evrópulanda. Hann var, í sannleika sagt, einn hinna fremstu af þeim sem stofna vilja til varanlegs samkomulags með þjóðum Evrópu, hvatamaður þess að álfan gengi í banda- lag. Hann var líka framúrskarandi verk- maður. „Ég lagði mér á minni“, segir hann, „ráðið sem faðir minn gaf mér einu sinni: „Þegar þú ert að vinna“, sagði hann, „skaltu aldrei líta upp, og ekki þó að byssukúla þjóti þér um eyr- un‘.“ 18. apríl 1951 var undirritaður með hátíðlegri athöfn í Klukkusalnum í ut- lanríkiismálaráðuneyti Frakklands sátt- málinn um kola- og stálsamsteypuna. Er Adenauer kom heim í hótel sitt frá þessum fundi, fann hann á borðinu bréf og í því heiðursmerki fransks hermanns sem barizt hafði í stríðinu 1‘914—1918. Sendandinn var ungur kvenstúdent í París. Bréfið, sem þesisu fylgdi, var svo- hljóðandi: „Faðir minn dó þegar lokið var þessari miklu styrjöld, sem hann barðist í frá upphafi til enda. Mig lang- ar til að biðja yður, herra kanslari, að þiggja af mér þetta heiðursmerki, sem verið hefur í eigu franisks hermanns . . . Með þessu vil ég iáta í ljós þá von, að takast megi sættir milli þessara tveggja þjóða, sem á liðnum öldum hafa orðið að þola svo margt illt hvor af annarri". Adenauer varð meira en undrandi. En alla tíð eftir það þótti honum sem þetta boðaði einlægan vilja Frakka til sátta og samkom.ulags við Þýzkaland. „Þetta þykir mér vænzt um af því öllu“, sagði hann við mig eitt kvöld, þegar hann var að minnast ýmislegs af því sem á dagana hafði drifið. □ H eimilislæknir kanslarans, sem lengi hafði stundað hann, Ella Bebber Buch, vildi að hann færi á spítala sein- ast, en Adenauer, sem alltaf hafði verið einþykkur, afsagði að fara að heiman, því hann þóttist finna það á sér, að ef hann færi, kæmi hann aldrei aftur. Hann vildi vera kyrr í Rhöndorf og deyja þar innan um rósirnar sínar, ef guð vildi unna honum þess. Það var í Rhöndorf, sem hann fékk hæli, eftir að nazistar höfðu hrakið hann frá ættborg hans, Köln. Þeim nægði ekki að svipta hann stöðu sinni — hann var borgar- stjóri í Köln — heldur var honum bann- að að láta sjá sig í lögsagnarumdæmi hennar í 16 ár — frá 1917 til 1933 hafði hann haft æðstu völd í þessari miklu borg. Nú brá honum öðruvísi. Múgurinn gerði að honum óp ef hann sást á götu. SS-menn tónuðu um leið og þeir lömdu járnvörðum hælunum niður í grjótið á spásséringunni: „Einn eyri fyrir Ad- enauer". Og borgarstjórinn, sem kosinn hafði verið í stað hans, skrifaði honum 21. marz svolátandi: „Þér eruð glæpa- maður, herra Adenauer". — „Það er ekki auðvelt að komast hjá því að fyllast við- bjóði og fyrirlitning.u á sumum mönn- um við að kynnast þeim“, segir Aden- auer að lokum. mt að sem honum sárnaði mest var að vita konu sína verða fyrir ókurteisi og árásum. Á þeim nóvem-berdegi er þau voru gripin af Gestapo, skildist Aden- auer hve hlálega herfileg ýmis tildrög geta orðið. „Gerið nú enga skömm af yður“, sagði útsendari Gestapo um leið og hann lokaði að honum fangelsisklef- anum. „Þér sem eruð orðinn 68 ára, ættuð að vera búinn að læra“. Það voru tekin af honum axlaböndin, reim- arnar úr skónum, og hnífurinn hans. Nú virtist fokið í öll skjól, öll sund lokuð. Og meðan á þessari ömurlegu fangelsisvist stóð, áttu þau hjónin silf- urbrúðkaup. En svo kom að því að fang- elsisdyrnar opnuðust. „Bíðið þér dálítið við“, sagði sá sem opnaði, „afgreiðslu- maðurinn er ekki viðistaddur“. „Eftir •hverju á ég að bíða?“ spurði Adenauer. „Við ætlum að skila axlaböndunum“. „Það skuluð þið ekki gera“, svaraði hann. Þar stóð hann sem þvara frammi fyrir nautheimsku Gestapo-lögreglunn- ar. •: að má með sanni kalla þetta óvenjulegan æviferil. Við lok hinnar síðari heimsstyrjaldar bað yfirmaður bandaríska setuliðsins í Köln, Hyles undirofursti, Adenauer að koma aftur til Köln og gerast borgarstjóri. Borgin var þá auð að mönnum og öll í rústum. Hann gegndi þessu kalli, að taka við þessum líka þokkalega arfi Hitlers, þessari háborg Gestapo, sem nú var yfirgefin af þeim, „þessu ræningjabæli“, sem hann kallaði borgina. Borgarskrif- stofurnar voru auðar og tómar, skjöl dreifð um allt eða fokin út í veður og vind, rottur nöguðu það sem eftir var af stöflunum. Á borði sem háttsett- ur embættismaður hafði haft, sá Aden- auer kertastjaka úr eir. Hvar hafði honum verið stolið? Adenauer tók hann og fór með hann heim til sín, í R'hön- dorf. „Ég vil hafa hann fyrir augum á hverjum degi, svo hann minni mig á rangindi og kvalir hins liðna“. Kona Adenauers dó. Hún hafði ekki þolað misþyrmingarnar í fangelsinu í Brauweller. Við þekktum hana nóg til þess að vita hve viðkvæm hún var og Isftirlætisútsýni hans: Niffur eftir Rín. Adenauer a fcrmingaraldri. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.