Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 6
TVENNSKONAR VIÐHORF Framhald af bls. 4 hann með sér heim. Hann vefur kaðl- inum þétt utan um sig til þess að forða honum frá könnun, en þegar heim kem- ur, er hann orðinn svo veikur, að það verður að skera kaðalinn utan af hon- um. Á hinni erfiðu lestarferð heyrir hann fjöldann allan af skemmtilegum og hótfyndnum skrítlum úr hernum, svo að aðstæður allar eru jafn fárán- legar og þetta uppátæki hans að smygla kaðlinum heim. Með þessum heimsku- legu skrítlum bregður höfundurinn ljósi á viðfangsefni sitt — fáránleika styrjalda — frá fleiri hliðum. „Styrjöld er verk mannsins og hún leysir úr læð- ingi eiginleika og möguleika, sem hann býr einnig yfir á friðartímum, en koma aðeins í stríði fram svo almennt og greinilega, að minningin um þá verður óafmáanleg og óútskýranleg", skrifar Meri í eftirmála að norsku þýðing- unni á skáldsögu sinni. Þetta á einnig með réttu við ritverk hans. í þeim koma fyrir ýmis atvik, sem eru ógleym- anleg og — stundum — er erfitt að skýra. Eitt af því, sem hann minnist gleggst, segir Meri í sömu grein, var hve lífshættir voru maxgbreytilegir og fjarri því að vera reglubundnir, þegar hann ólst upp. í stað þess að líf hans rynni eftir ákveðnum meginfarvegi, eins og hann hafði búizt við, var það fullt af alls konar sundurleitum smá- atvikum, tilviljunum og öryggisleysi. Auðvitað hefur Linna einnig reynt þennan rislitla veruleika að baki hug- sjónanna, en honum verður hann hvöt til gagnrýni, þegar Meri sér allt í fárán- legu skopstælingarljósL Nýjasta skáldsaga Meris, sem út fcom síðastliðið haust, ber einnig vitni um það, hve frumlegur listamaður hann er. Heiti hennar Sujut má þýða „Jafnt á komið“. Aðalpersónan er finnskur hermaður, Ojala liðþjálfi, sem er skilinn eftir einn og yfirgefinn hand- an við stórt fljót í ákafri sókn Rússa á Karelska nesinu sumarið 1944, og þegar hann kemur aftur, munar minnstu, að hann sé skotinn niður af finnskum varðmanni. „Nú er jafnt á komið“, hugsar hann, fullur beizkju i garð hersins og gerist liðhlaupi. Síð- ar, við aðstæður sem eru einkennandi fyrir Meri, verður hann að grafa sjálf- um sér gröf, en er þó að lokum látinn laus og sendur aftur til gömlu herdeild- arinnar sinnar. Það fyrsta, sem hann heyrir þar, er ræða herforingja, sem brýnir það fyrir mönnum með mörgum fögrum orðum að fara betur með birgðir hersins og gæta þess að týna ekki skófl- unum sínum. Sem sagt, allt er við sama heygarðshornið. Velkominn heim af hafi hæi'tvirtur Guðmundur Kamban ötull í skrifi og sfcrafi skýrmáll um listargamban, Fjölmargir fyrðar drógu fyrrum um ystu miðin útlönd með yndi nógu ættlands að finna griðin. Von er þótt fuglinn fleygi tframist og utan fari, allmargur eftir þreyi ahdans hjá kertisskarL Engin né von né vissa veg þann er skapar neinum á nokkuð allt að missa, en sigra ef vini reynum. Verndáður vígðu máli vitur um fagrar borgir •brynjaður bragastáli blíður við snilid og sorgir. Úti um hraðans hæðir hefurðu fijálsum mundum vandléga ríkt sem ræðir, ritmikill öllumi stundum. Kjarval vill ekki, að þe t’ta kvæði tápist eða týnist. Þetta mun vera ort á Þingvöllum líklegast kringum 1935. En er núna nýlega fundið og er gulnað blað. Með þökk fyrir bir.tinguna í Les- bók Morguhblaðsins. I Velkominn heim úr veri, veglúinn, kæri gestur, aldrei þó aftur sneri einhver, sem var þar sestur* Ritverk Linnas eru mikilvæg, vegna þess að þau endurskoða og leiðrétta hugmyndir finnskrar þjóðfélags- sögu. Ritverk Meris eru mikilvæg, vegna þess að þau sýna einstæð- ingsskap mannsins í heimi, þar sem ekkert er óhagganlegt og engu er hægt að treysta. Þrátt fyrir þetta mark- ast viðhorf Meris ekki að svartsýni. Maðurinn er ekki góður eða vondur, hann er skopleg brúðupersóna með skyssum sínum og uppátækjum. En samt lifir hann af þennan napra styrjaldarleik. (Samið haustið 1963). RABB Framhald af bls. 16 nánast búið að fyrirbyggja þátttöku fjölda manna, sem áhuga hefðu haft á golfíþróttinni, og allt er það fyr- ir fordild og hégómaskap. Mér er sagt, að lánveiting til skátans úr félagsheimilasjóði hafi engin orðið — og vegna hvers? Jú, það hafði verið leitað hófanna hjá veitinga- mönnum um að taka að sér rekst- urinn þegar þar að kœmi og einn var raunar búinn að taka hann að sér. En hann hafði lœrt það af reynslunni, að slikur rekstur án vínveitinga væri tómt mál. Margir telja, að hann hafi rétt fyrir sér í því. Nema auðvitað þeir, sem ráða fyrir félagsheimilasjóði. 1 fullu samræmi við alla þá ómenningu, sem rikir í brennivínsmálunum, veitir félagsheimilasjóður ekki krónu í það hús, sem opinberlega hefur vín. Brennivín á nefnilega að hafa undir borðum. Það eru sem sagt ýmsar hliðar á íslenzkri menningu, sem stuðla að því, að golfið á erf- itt uppdráttar þarna við Grafar- holt. Gísli Sigurðsson. g LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.