Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 4
* að er bjart vorkvöld í Nor- egi. Við erum sein fyrir og kom- um í leigubíl, sem nemur staðar við tröppurnar á húsi Borgen-hjón- anna við Akersborgs Terasse í Osló. Johan Borgen stendur úti og bíður okkar, grannur og liðlegur á fæti. Hann breiðir út faðminn til að fagna okkur, áður en við erum kom- in til hans. „Blessað vorið!“ segir hann innilega og bendir okkur vingjamlega að ganga í bæinn. „Það gerir mig alltaf svo ang- urværan," segir ihann í kvörtunarrómi um leið og hann hengir upp yfirhafnir okkar. Er haustið ekki dapurlegra? Hann fyllist ákafa: „Nei, nei, á haustin þegar dimma tekur, er hægt að draga sdg inn í sjálfan sig, setjast að sínu. Vorinu fylgir rótleysi. Ég man eftir vorkvöldi ... Ég kom til dóttur rninnar, fjórtán ára, sem sat inni í herberginu sínu og grét. Þegar ég spurði, hvað væri að henni, snökti hún bara: Það er svo bjart, það er svo bjart!“ Orðin komu syngjandi, næstum í falsettu. Inni í dagstofunni stendur frú Anne- marta Borgen og heldur af öllu afli í hálsbandið á stórum airedaleterrier- hundi, svo að hann rjúki ekki á gestina. Hann er svo fram úr öllu hófi „mann- elsbuT", að við verðum að sjá í gegn- um fingur við hann það sem eftir er kvöldsins, ef tilfinningarnar skyldu bera hann ofurliði. Við tökum okkur sæti í gömlum norskum „alþýðustólum" og finnum strax, að í þessu húsi er nota- legt að vera. Innréttingin er frjálsleg og þægileg, með mörgum útskotum og skemmtilegUTn krókum. í lítifli útistofu hefur frú Annemarta smíðað og sett upp mjóar tréhillur og sfcreytt með ýmsum steintegundum úr norskum fjöllum. Hún er jarðfræðingur og leggur stund á rúss- nesku í háskólanum. Vinur þeirra, Tarjei Vesaas, lagði til nokkur kíló af steinum í safnið frá heimabyggð sinni, Yttre Vinje. „Hann sendi ofckur þetta í pósti einn daginn. Reglulega elsku- legt af honum.“ * v T ið sitjum við langt ódúkað tré- borð og snæðum Stroganoffbuff, sem er svo sterkt, að það brennur og logar nið- ur eftir hálsinum. Yfir höfðum okkar er sperra, útkrotuð rússneskum bók- stöfum, skrifuðum með hvítri krít — kvæði eftir Lermontov, sem á að veita húsmóðurinni daglega tungumálaþjálf- un. Við hliðina á matarfötumun stend- ur fuglabúr með páfagaukum. Johan Borgen segist vona, að þeir valdi okkur ekki ónæði, og kveður það vera alveg makalaust, hvað þessir fuglar geti talað, þ. e. a. s. sé maður kominn upp á lag með að skilja þá. „Þó að fugl meini reyndar ekki það sem hann segir. Það er stundum alveg óþolandi." Johan Borgen, magur og svolítið ótút- legur, minnir sjálfur á fugl. Hálsinn er grannuir og skorpinn, höfuðhreyfingarn- ar eru snöggar og augun skær og vökul. Ennið verður ótrúlega hrukkótt, þegar > johan Borgen fyrir framan stóra málverkið á heimili sínu. hann dregur hugleiðingar sínar saman í meitlaðar likingar. (Dæmi þessa, sem kom fram seinna um kvöldið: „Kran- arnir á hafnargarðinum minntu á trön- ur, sem eru í þann veginn að hetfja sig til flugs.“) Fuglar hafa gegnt ákveðnu hlutverki — oftast ógnvekjandi — í skáldskap hans, þar sem þeir hcifa ráð- izt á varnarlaust fólk. Við vekjum máls á þessu fremur óvenjulega yrkisefni, og hann svarar með því að segja frá atviki, sem kom fyrir hann í æsku og hafði mikil áhrif á hann. „Ég hafði gengið niður að strönd, þar sem ekkert var um mannaferðir, til að geta baðað mig nakinn. Ég var með gleraugu vegna nærsýni og lagði þau frá mér á jörðina. Skyndilega styggði ég nokkrar kríur, sem urðu hræddar og réðust á mig margar í hóp. Ég æeyndi að slá frá mér til að halda þeim frá höfðinu á mér og fálmaði eftir gleraugunum milli stein- anna. Vegna æsfcu minnar og feimni þorði ég ekki að kalla á hjálp, af því að ég var nakinn, og skjögraði þarna um í næstum klukkutíma, ofsóttur af kríunum. Það var viðurstyggilegt." V ið finnum, hvernig Johan Bor- gen fyllist ákafa, þegar ‘hann talar um það að verða ráðvilltur. Hann hefur oftsinnis skrifað um þetta. Það getur staðið í tengslum við eitt helzta stefið í ritverkum hans, leitina að sjálfum sér og hættuna á því að glata sjálfum sér. Hann er sonur lögfræðings, og fyrir sex áratugum ólst hann upp í vesturbænum, „vestkanten" í Osló, sem var hveTfi betri borgara. Hann snerist gegn yfir- stéttaranda æskuheimilisins, sameinað- ist öreigunum og lifði við sult og seyru næstu tíu árin, oftast í Kaiupmanna- höfn, sem er í hans augum „hörð“ borg. — „The Gay Twenties voru mér ströng og enfið ár,“ segir hann. Síðar kom hann þó aftur til Kaupmannahafnar og bjó þar við allt aðrar aðstæður, var frétta- ritari og skrifaði um menningarmál. Meðan á stríðinu stóð, var hann land- flótta og dvaldist lengstum í Stokk- hólmi, þar sem hann skrifaði allmik- ið, en einnig var hann um tíma í Lon- don og París. „Ég var blaðamaður af lífi og sál í ellefu ár,“ segir Borgen með nokkru stolti. f upphafi sneri hann sér að blaðamennskunni vegna þess, að honum fannst sér hafa mistekizt sem ritlhöf- undi, Hann hóf rithöfundarferil sinn 23 ára að aldri og var þá hrósað fyrir góða hæfileika, en þótti líka óþrosfcaður og tilgerðarlegur — svo mjög, að einn gagnirýnandinn „komst í ömurlegt skap“ við að lesa bók hans. Hann hlaut ekki æeglulega viðurkenningu fyrr en 1934 með safni bráðsnjallra blaðagreina, sem exu eius konar hugleiðingar um ýmis málefni, undir dulnefninu Mumle Gás- egg. Á fyrstu árum þýzka hernámsliðs- ins náði hann framúrskarandi leikni í að skrifa undir rós, þannig að jafn- mikið eða meira yrði lesið milli lin- anna, þar til hann var dæmdur til hálfs árs vistar á Grini fyrir „gæsar- eggin“ sín, sem ekki voru öll þar sem þau voru séð. Vegna hinna sér- stöku hæfileika sinna til þesis að ná ýmsum blæbrigðum, sem voru hverf- ul og viðkvæm, varð Johan Borgen smám saman frábær smásagnahöfund- ur, sem skrifaði mjög fallegar barna- lýsingar og lýsti tilfinningasveiflum ástarinnar á nærfærinn hátt. Mest færð- ist hann í fang sem rithöfundur með skáldverkinu Lillelord, sem út kom í þremur bindum um tíu árum eftir stríð. Sagan er áhrifamikil sem persónuleg þroskasaga — hæfileikamaður, sem er algjör einstæðingur, reynir að finna sjálfan sig — og sígild sem norsk þjóð- lífslýsing á tímabili tveggja styrjalda. F jölhæfni og margvísleg áhuga- mál Johans Borgens eiga mikinn þátt í því, hve hann er heillandi i viðkynn- ingu og sem rithöfundur, kannski sér- staklega vegna þess að þetta hefur í för með sér hleypidómaleysi, sem er mjög geðfellt. Hann segir til skýringar á 'hinum fjölbreyttu viðfangsefnum sín- um —• hann hefur einnig sfcrifað út- varpsleikrit, leikþætti fyrir svið, kvik- myndahanörit og verið leikstjóri; „Ég er víst efcki lauis við að vera dálítið eirðarlaus. Allt er skemmtilegt á sinn Framhald á bls. 6 l 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.