Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 5
J. eldhús'inu í litlu timburhúsi með tveimur gluggum þorpsgötumegin og fiskispyrðum undir bíslagi situr gamall maður á hvalbeini hjá konu sinni, sem hellir upp á, þegar lotinn karl birtist í gættinni, réttir fram skjálfandi hönd, segir: „Ekki vænti ég þið eigið ögn af Ijósmeti á lampann minn? Mér þykir svo gott að horfa í ljósið í skammdeginu.“ „Viltu ekki tylla þér hérna hjá okkur, Samúel minn? Ég skal svo sem ná í olíu- dreitil handa þér.“ „Nei, ég er ekki að þvi. Ég er ekki að taka upp á því.“ „Láttu mig sjá Iampann.“ Hann tvísté í moldbrúnu rökkrinu við gættina, „'Hann fer dálaglega að okkur veturinn núna.“ „Já, það er heift í honum. H,ann þekkir sinn tíma.“ „Þú ert alltaf í grjótinu, er það ekki?“ „Maður hjöktir þetta,“ „Ertu eitthvað dapur, karlinn?" (Alltaf skulu það vera þessar ekkisen spurningar.) „Æ, hann fer í mann þessi bölvaður andskotans rosi.“ „Jæja, nú er ég víst að fara.“ ,jÉg er að hella upp á, Samúel. Viltu ekki kaffitár með okkur?“ „Ég er ekkert að því núna.“ (Nú fer það að tala um mig.) Hann fór, „Hraglandalegur að vanda, garmurinn.“ Vindurinn flautaði í bárujárninu á þakinu. Gamla koman skammaði hann, þegar hann sló niður í eldavélina hjá henni. Karlinn á hvalbeininu flétti fingrum um kaffikrúsina til þess að hlýja sér. „Hann á víst fáa að,“ sagði konan við sjálfa sig. Karl þagði. „Það þekkja vist fáir hann Samúel,“ sagði konan hærra. „Hann er einrænn." „Það væsir ekki um hann hér.“ „Þau eru orðin mörg árin.“ „Já, það þekkja fáir hann Samúel." „Hvað eru þau orðin mörg?“ „Hver?“ „Árin síðan hann kom í þorpið?“ „Þau eru orðin ,mörg.“ „Maður var ungur þá, hafði annan skrokk.“ „Það var löngu fyrir kreppuna.“ „Hann ku hafa haft skoðanir.“ „Bolsévikka kölluðu þeir hann.“ „Usis, gáðu að guði, kona.“ „Ég skildi það nú aldrei vel.“ „Náðirðu í skóna í dag, góða mín?“ „Ég var nú ekki að fara út í þetta veður að nauðsynjalausu. Þú slítur ekki skónum meðan þeir standa uppi á hillu hjá honum iHermansen.“ „Ekki hefur hann sézt í kirkju, hann Samúel,“ sagði konan. „Nei, það er nú svo og svo með trúna hans Samúels. Það gekk ekki svo lít'ið á fyrir þeim hér um árið, þegar þeir ætluðu að berja skrattann úr honum niður í henni Bjarnastaðafjöru.“ „Aldrei varst þú í flokki með honum.“ „Nei, nei, nei, en .... Dáindi þykir mér það. Fasmikill var hann og settlegt augnaráðið. Ég man glöggt daginn, sem hann kom, þegar hann skálmaði upp bryggjuna heimsmaður að sunnan.“ „Já, hvort ég man!“ „Hvað kallaði hann það nú aftur? Hvað var það nú aftur kallað?“ „Boðandi nýrra hugsjóna." „Já, það var enginn smákalli þar á ferð.“ „Svo boðaði hann til fundar í Snjóku.“ „Hún var ekki til á þeim 1ima, góða mín. Það var í Unnsteinsbúð, sem hann hélt fyrsta fundinn. „Og við fóru-m, heillin, ung og ástfangin.“ „Já, það voru tírnar." „Og einihverjir hleyptu upp fundinum." „Sveitungar hans, þeir mundu tímana tvenna, hvað hann snerti. Og fleiri; Bjarni sálugi og sonur sýslumannsins — hvern skrattann, sem hann hét nú — þeir hrópuðu hann niður. Strákarnir, sem komu með honum að sunnan, tíndust svo burtu, eftir (því sem ferðir féllu, unz hann var einn eftir. — Ojá.“ „Mikill funamælskumaður var 'hann." „Hann var ógæfumaður að vera að grufla þetta út í trúmál." „Hann gliðnaði fljótt í sundur flokkurinn hans.“ „Já, þeir gengu úr skaftinu hver af öðru-m, unz hann var einn eftir.“ „En aldrei fékk hann þó eins slæmt orð á sig og eftir að hann var setztur að i hreysinu út við Granda." „Römm er forneskjan, ojá, ojá.“ „Mörgu var logið á hann.“ „Enginn veit um sannindin í þeim efnum, góða min.“ • „Einn og umhyggjulaus, ef mér leyfist að segja það.“ „Ekki er ég dómbær á það. En hitt er víst, að lygilega fiskinn var hann.“ „Og þegar Hafliði fórst.“ „Það var að minnsta kosti ekki einleikið með veikindin hans Samúels." ‘ „Veikindi.?“ „Já, þú 'hefur víst verið óviti um það leyti, gæzka. Það var vegna þeirra, að hann flosnaði upp og fór suður.“ „Það var kölluð tilfyndni, man ég vaT.“ „Ojá, það var ekki allt á ljósu með það.“ „Hvað var þá að honum?“ „Brjósthroði og andarteppa, var sagt. Hann var aldrei verri en heima að Arseli, þar sem bann bjó þessi ár, sem honum hélzt á konunni. Sem ég skil nú reyndar ekkert í, eins og hún hlúði þó að honum á allan 'hátt, Enda var látið liggja að því, að hann gerði sér þetta upp til að komast á flakk. Og flakka gerði hann. Ég man eftir honum hér í þorpinu að drollast um heyskapartímann.“ „Hann hefur verið lítill búmaður." „Usi3.“ „Og svo eftir að Hafliði fórst, fékk ég hann hingað í hornið til okkar.“ „Við fáum þó þessa hungurlús frá hreppnum." „Að þú getir talað um það, eins og þið fóruð með hann.“ „Æ, kona, farðu ekki að tala um það.“ „Þið dróguð hann niður í fjöru og börðuð hann eins og fisk.“ „Ég man nú ekki betur en þið konurnar eggjuðuð o-kkur til þess. Við vissum ekki, hvað við gerðum. Við vorum frávita af að berjast við veðrið og horfa á bátinn sökkva í brimgarðinum. Kenndum honum um. Hann átti sökótt við Bja-rna, og Bjarni drukknaði. — Svo fór nú að vænkast fyrir honum eftir það.“ „Ef til vill hefur þetta verið ráðstöfun drottins.“ „Vegir guðs eru órannsakanlegir." Gamla konan skolaði úr kaffiílátun- um og faldi eldinn. Karlinn stóð upp, og það brakaði í liðamótum hans. „Aldrei bar á þessum kvilla hans, eft- lr að hann var setztur að hér í þorp- inu,“ sagði konan. t „Það er og,“ karlinn teygði sig, „ætli maður fari ekki að koma sér tii kojs. Gott er að vera svangur og fá að borða. Gott er að vera þreyttur og fá að hvíla sig: Það segi ég.“ „Kannski þeir hafi læknað hann fyr- ir sunnan.“ „Já, svo sagði Samúel sjálfur — hon- um Vcir eitthvað strítt með þessu fyrst, eftir að hann kom að sunnan — hann kallaði það ofnæmi og sagðist hafa haft ofnæmi fycrir ull. Hann frelsaðist vist í vitlausa átt karlanginn." 11. júní 1967 LESBÓK MORGUNBL AÐ SINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.