Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 12
rl' RUSSELL 1 a 6 e TEKNJSKA FDRENINGENS-I FINLAND FDRHANDL1NGAR ; Tíotalsmeíor djupa lager ov kisolgur í - tömningar ov kiselalger (Diatomoe) \ — wndor sjön Myvotn pó Island *kall v nw wivinnas i índusfríell $kala> skriver dipl.ing. KAI FINELl. I Kieselgur anvands bi. a. som á isolationsmedel, vid tillvorkning av v dynamit samt i pappers-, glas- och ■\ fcirgindustrin. KÍSILGÚRIÐNAÐUR Á ÍSLANDI Það er alkunnugt, að auðveld- ara er að sjá hluti í réttu Ijósi og dæma um mál og málefni, ef staðið er utan við hring atburða- rásarinnar. í Ijósi þess eru þessar glefsur úr grein finnsks verkfræðings, dipl. ing. Kai Finells, þýddar og birtar, en greinin birtist í finnska tæknitímaritinu „Teknisk For- um“ og heitir „Kisilgurindustri pá Island“ — „Kísilgúriðnaður á íslandi: „Flestir vita, að íslendingar haja hingaö til að mestu lifað á Jiski. Það er e.t.v. ekki eins kunnugt, að þjóðin hejur skilið, að útjlutning- ur á óunnum jiski er ekki það arðbœrasta. Núna t. d. jer 80% aj síldinni í íslenzkar verksmiðjur. Ýmis hraðjrystihús eiga jlökunar- vélar, sem ajkasta allt upp í 1500 tonn jlaka á sólarhring. Það er aðeins lítill hluti jisksins, sem saltaður, jrystur eða þurrkaður jlyzt í hráejnajormi út. Þegar þetta œtti að kenna okk- ur að líta ekki á hinn norræna litla bróður sem strákhnokka, sem maður klappar aðeins á kollinn. Alþjóðlegar hagjræðiskýrslur um hvað hver einstáklingur framleiðir „per capita“ sýna að sjálfsögðu, að U.S.A. jramleiðir mest, 3000 dali á íbúa. Nœst þar á eftir kemur — sumpart lítið fyrir því hajt — olíu- landið Kuwait, en hið þriðja í röð- inni er hin krajtmikla „maura- þúja“ Svíþjóð. En í jjórða sœti — einnig í 3000 dala jlokknum er þsland langt á undan Frakklandi, Sviss og hinum þrem norrœnu löndum, þrátt jyrir þáð, að hin einu virkilega mikil- vægu náttúruauðœji íslands, vatnsajlið, er aðeins virkjað að mjög litlu leyti. Vegna tœknilegrar hagrœðingar þarfnast jiskveiðarnar ekki eins mikils aj jólki og áður. Landbún- aðinum hefur vissulega einnig vax- ið fiskur um hrygg og traktorarn- ir haja alveg yjirtekið hlutverk hestanna. Hinir snotru, smávöxnu, íslenzku „faxar“ eru þess vegna núna aðeins notaðir sem reiðhest- ar á erjiðum vegum — og til að skemmta túristum. Eins og alls staðar í heiminum, hefur snöggur flótti úr sveitun- um til borga orðið og gert kleift, að marghliða smáiðnaður hefur ris- ið upp, sem að sjálfsögðu hejur að mestu orðið að jramleiða jyrir inn- lendan markað. Fyrsta flokks húsgögn, vinnuföt jyrir svalt loftslag ásamt ullar- og skinnvöru eru góð útjlutnings- vara, sem bœði með tilliti til verðs og sérstáklega gæða stendur sig vel, austan og vestan hajs. Þungaiðnaður byggist í dag að tálsverðu leyti á stálskipasmíði jyrir eigin þarjir. Stærsta skip, sem hingað til hejur verið byggt á ils- landi, er jyrsta jlokks stálskip, 384 brúttótonn. Álverksmiðjuna, sem nú er verið að hefja byggingu á á Suður-íslandi, hef ég áður minnzt á í greinarkornum mínum, en 13. ágúst s.l. steig ísland ennþá eitt skrej í átt til meiri þungaiðnaðar. Það var í sambandi við námuiðnað á Norðurlandi, aðeins 80 km frá heimskautsbaug og 45 km frá næsta hajnarbæ, Húsavík. hlenzka ríkisstjórnin gerði nefnilega samn- ing við eitt stærsta jyrirtæki heims í kísilgúrframleiðslu — John- Manville Corporation í U.S.A. — vegna úrvinnslu og sölu kísilgúrs í stórum stíl frá námunum í Mý- vatni, sem er aðeins 50 km jyrir austan næst stœrsta bæ íslands, Akureyri. Það hejir þegar í marga mánuði verið unnið að jramkvœmdunum í Mývatnssveitinni, og sömuleiðis að virkjunarframkvœmdum við Búrjell vegna Álverksmiðjunnar. Það eru einnig til áætlanir um aðra álverksmiðju, og munu því burðarviðir íslenzks atvinnulífs þola stórt álag í nánustu framtíð.“ Þessi grein hins jinnska verk- jræðings birtist í Finnlandi í nóv- ember s.l. Framhald af bls. 7 árin dvaldi hann þrjá mánuði á surnri hverju hjá frænda sdnum, Rollo, og gekk þá jafnan heim til þessara vina sinna en vegalengdin var rúmir sex kílómetrar. Hann mætti þar í morgun- verð og dvaldi til kvöldverðar, en eftir kvöldverðinn voru kyntir eldax í skóg- inum og sungnir negrasöngvar, sem á þessum tíma voru óþekktir í Englandi. „ . . . með hverju ári sem leið varð ég hændari að Alys ....... í mínum augum bjó hún yfir einlægum góðleik, sem ég sjálfur bar í brjósti, en var laus við mont og hleypidóma .... Ég velti fyrir mér, hvort hún myndi haldast ógefin, þar til ég sjálfur yrði fuJlveðja en hún var fimm árum eldri en ég. Mér fannst það ekki líklegt, en ég varð sífellt ákveðnari í að ef hún biði, skyldi ég biðja hennar. • E g varð fullveðja í maí 1893 og frá þeirri stundu breyttist samband mitt við 'hana og varð eittihvað annað og meira en fjarlæg aðdáun. 1 júní tók ég stærðfræðipróf með láði .... Ég eyddi ekki lengur sumrunum í Haslemere, vegna þess að Agatha frænka kom ekki skapi við seinni konu Rollos frænda, en þann 13. sept. hélt ég til Föstudagshæðar og hugðist dvelja þar í tvo daga. Það var hlýtt í veðri og sólgylltur dagur, stafalogn og í morg- unsárið lá mistur yfir dalnum. Við Alys komum okkur saman um að taka okkur morgungöngu áður en etinn væri morgunverður. Við héldum af stað og hvíldum okkur á bekk í beykiskógi á hæðinni, og staðurinn bjó yfir óvenjulegii. fegurð með út- sýn til allra átta milli trjánna. Dögg var enn á og morgunloftið tært og ég fór að hugsa um, að máski væri hamingju að finna í mannlegu lífi. Feimnin hindraði mig samt sem áður í að tjá tilfinn- ingar mínar þama sem við sátum í skóginum. >að var síðan fyrst að lokn- um morgunverði, að ég lét til skarar skríða að bera fram bónorðið, eins og venja var á þessum árum. Mér var ekki rótt í sinni og var vandræðalegur fram úr hófi. Mér var hvorki játað né neit- að. Mér hugkvæmdist ekki að taka hönd 'hennar og kyssa hana. Við ákváðum að halda áfram að hittast og skrifast ó en láta síðan tímann leysa það, hvernig málin skipuðust. Bónorðið fór fram utan dyra, en þeg- ar við loks fórum inn til að borða há- degisverð, beið hennar bréf .... þar sem henni var boðið að koma til heims- sýningarinnar í Chicago og taka þátt í að prédika bindindi, en það var talið að Bandaríkjamenn ættu ekki nóg af þeirri dyggð í þá daga. Alys hafði tekið að erfðum frá móður sinni ákafa trú á algert bindindi og varð mjög á lofti yfir þesisu boði. Hún las boðsbréfið sigrihrós- andi og ákvað ljómandi af áhuga að þiggja það, en mér fannst ég minnka allur meðan á þessu stóð, þar sem þetta þýddi nokkurra mánaða fjarveru og máski var þetta upphaf sfcemmtilegs lífsstarfs. Þegar ég >om heim, sagði ég fólkinu mínu, hvað 'í bígerð væri, og það brást við samkvæmt viðurkenndum spilaregl- um. Það sagði, að konan væri engin „dama“, barnaræningi, lægri stéttar ævintýrakona, brögðótt kvendi, sem notaði sér reynsluleysi mitt, manneskja sem bæri. engar göfugar tilfinningar í brjósti og myndi ruddaskapur hennar valda mér skömm. Ég hafði erft 20 þúsund sterlingspund eftir föður minn, og gaf engan gaium að því, sem fjölskylda min sagði. Sam- band mitt og fjölskyldu minnar varð mjög þvingað og héizt þannig, þar til ég var kvæntur. Þegar ég hafði að fullu lokið stærðfræðinámi mínu við háskól- ann, gaf Alys formlegt jáyrði sitt til giftingarinnar. Fjölskylda mín hafði aldrei lagt árar í bát við að hindra giftingu okkar, en nú fannst henni, að það dygði ekki lengur andófið eitt. Hún. hafði ekkert bolmagn til að hindra gerð- ir mínar, og áhrif hennar á Alys voru vitaskuld engin. Samt sem áður fann fjölskylda mín vopn, sem nærri hafði dugað henni til sigurs.“ G amli heimilislæknirinn, alvar- lega þenkjandi Skoti með kjálkaskegg, tók til að segja Bertrand frá ýmsu um fjölskyldu hans, en margt af því hafði Bertrand haft óljósar sagnir um, eins og það, að William frændi hans hefði verið vitskertur, að það hefði orðið að slíta trúlofun Agötu frænfcu vegna geð- veilu, og faðir hans hefði þjáðst af flogaveiki („sem ég dreg nú í efa að hafi verið rétt sjúkdómsgreining") Alys átti einnig frænda, sem var dá- lítið undarlegur, og nú var hamrað á því, að hjónaband Bertrands og Alys væri algert ógæfufyrirtæki og það kæmi ekfci til greina, að þau gætu af sér böm. Sú röksemd, að þeim mætti ekki fæðast böm, kom ilia við Bertrand, því að hann langaði einmitt til að eign- ast börn. Hann vildi því slíta trúlofun- inni, en Alys var á annarri skoðun og taldi þetta síður en svo ókost; hún óskaði ekki eftir börnum. Þau lýstu því þá yfir, að þau hygð- ust giftast, en myndu forðast barneign- ir. Það fyllti fjölskylduna mikilli skelf- ingu. Getnaðarvarnir voru í augum fjöl- skyldunnar hræðileg tæki og læknirinn sagði Bertrand að verjur væru stór- hættulegar og yllu imdantekningarlaust skemmdum á líffærum. Hér fór sem oftar, að góð meining litla gerir stoð, og er skemmst af því að segja, að allar tilraunir fjölskyld- unnar komu fyrir ekki, og þau áttust Bertrand pg Alys. Alys hafði verið al- in upp við þá skoðun, „eins og flestar amerískar konur á þessum tima, að líta á kynlífið sem dýrslega 'hvöt, sem allaæ konur ættu að hafa skömm á, og þessi ruddalega fýsn mannsins væri megin- orsök misheppnaðra hjónabanda. Hún leit því þannig á, að samfarir hjóna væru því aðeins réttlætanlegar, að þau hygðust eignast börn. Þar sem við höfð- um nú ákveðið að eignast ekki börn saman, varð hún að endunskoða af- stöðu sína á þessu efni.....“ Þó að þau hjón hefðu hvorugt nokkra reynslu í þeim þætti hjónalífsins, sem gerist í svefnherberginu, segir Bertrand að það hafi ekki valdið þeim vandræð- um, eins og oft er talað um að hendi reynslulítil brúðhjón. Þau skopuðust að fyrstu mistökunum. Hins vegar segir Bertrand frá þeirri reynslu sinni, að eitt sinn , þrem vikum eftir giftingu þeirra hjóna, þegar hann lá þreyttur við hlið konu sinnar eftir að hafa kennt hennar, þá fannst honum hann hata hana og hann undraðist, að hann skyldi hafa kvænzt henni. Þessi tilfinning átti sér þó ekki lengri aldur en sem nam ferð- inni milli Amsterdam og Berlínar og ásótti hann aldrei síðan. Niðurlag í næsta blaði. MYNDLIST Framhald af bls. 9 Englendinga, og George Washington hafði oft bækistöðvar sínar þar. Bærinn er indæll með gömlum húsum og sum- ar múrsteinsgötumar hafa verið látnar halda sér. Hann er líka listamannabær; þar eru bæði vinnustofur listamanna og sýningasalir. í götunni okkar em þrír salir, næstum hlið við hlið. Við höf- um stöðugar sýningar í þessu húsnæðL Þar er sýnt eftir einn félagsmann í einu og svo höfum við eina eða tvær sam- sýningar á ári. Við réðum konu til að sjá um salinn; hún fær efckert kaup, en 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.