Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 13
þriðjung af því sem selst. Hún er þarna við afgreiðslu og sér um að halda seln- um 'hreinum. Ég veit ekki hvort svona fyrirtæki mundi ganga hér í Reykjavík en þarna fyrir vestan verður það að vera með þessu sniði. Það er fátítt, að málarair selji heima hjá sér. I stórri borg veit enginn, hvar þeir eiga heima.“ H ún skrifar R. Jónsdóttir undir myndirnar. >að er sérkennilegra en Ream og auk þess eiga Bandaríkjamenn ekki vont með að segja Jónsdóttir. Hún er orðin nokkuð vel þekkt listakona í Washington og upp á síðkastið hafa myndir hennar að jafnaði selzt vel. Hún segir: „Ég hef þann hátt á að mála þrjá daga í viku. Ég hef bílinn tvo daga í viku og fer þá til útréttinga, á sýningar eða í heimsóknir o. s. frv. Og þá daga mála ég ekki. En þegar ég er heima, þá byrja ég strax klukkan níu að morgni og mála til hádegis. Svo tek ég aðra rispu eftir hádegi, fram undir kl. þrjú. Eftir tvo til þrjá tíma í lotu er ég orðin þreytt.“ Ragnheiður er alveg viss um, að ís- lenzkt landslag hefur orðið henni meiri aflvaki en það landslag, sem hún hefur séð fyrir vestan, en þó hefur hún líka séð landslag þa-r sem hreif hana, til dæmis í Maryland. Hún segir: „Tré hafa aldrei hrifið mig, en aftur á móti eru klettar óendanlegt viðfangsefni fyr- ir mig. Klettamyndirnar á sýningunni voru allar úr Almannagjá." „Ekki tók ég beinlínis eftir því,“ sagði ég. „Notarðu yfirleitt alveg ákveðnar fyrirmyndir? “ „Nei, alls ekki. Ég nota eitt héðan og annað þaðan. Hræri þessu öllu saman og ég veit kannski ekki alltaf fyrir víst, hvaða áhrif eru íslenzk og hvaða áhrif eru amerísk." „En hraun ....?“ „Mér finnst alltaf, að það komi bara Kjarval út úr því, ef ég fer að mála hraun. Hann er svo sterku-r málari. En ég held, að ég eigi eftir að reyna við tré; það væri góð ögun. Þá mundi ég helzt mála þau ber, án 1-aufskrúðs. Til þess að fá fram ,,strúktúrinn“.“ Ameríka og einkum þó New York, það er staðurinn, þar sem stefn- urna-r fæðast og deyja nú til dags. New York hefur tekið við því hlutverki, sem París hafði fyrr á árum, að vera þýð- inga-rmesta áhrifamiðstöð í myndlist- inni. En hvað er helzt við lýði núna; hvers eðlis er það helzt, sem upp er hengt þessa stundina? Er það Op eða Pop? Ragnheiður segir: „Abstrakt express- jónismi er enn við lýði vestra, en minna ber á honuri. Líka eru listastefnur eins og Op og Pop á undanhaldi, en mest ber á þvi, sem kall-að er „Hard Edge“, og „Color Painting". Raunar er „Color Painting“ það nýjasta og á upptök sín í Washington. Höfundar þeirrar stefnu vildu losna undan myndbyggingunni og byggja eingöngu á litaáhrifum. En það er líka talsvert af súrrea-lisma á ferð- inni og geometriskri abstraktkúnst. Það eru jafnvel til málarar vestra, sem fást við impressjónisma. Sumir mála mynd- ir, sem ná yfir heila veggi, og svo er talað um „Minimal“-list. Það er það allra minnsta mögulega í myndlist; við skulum segja einn einasti punktur, eða ein svört líya niðureftir auðum strig- anum.“ „Er hægt að segja, að allur almenn- ingur sæki sýningar í Washington?“ „Já, það er einmitt þessi svokallaði almenningur, sem sækir sýningar, og það eru ekki eingöngu safnarar, sem kaupa myndi-r, heldur ofur venjulegt fólk af öllum stigum, ekki sízt ungt fól-k. Verð á myndum getur naumast talizt hærra þar en hér; ég var til dæmis með svipað verð á þessum myndum, sem ég sýndi í Bogasalnum, og ég hefði haft fyrir vestan." „Þú ert búin að skjóta rótum í Wash- ington ......?“ „Mér finnst ég eiga tvö föðurlönd og bæði eru mér jafn kær. Ég tala um að fara heim til íslands. Og þega-r ég er hér, þá fer ég heim til Bandarikjanna. Það er margt í fari Bandaríkjanna, sem ég kann mjög vel við, og Washington er yndisleg borg. Að vísu er náttúrufeg- urðin á annan máta; byggist meira á gróðrinum en hér, en það landslag er naumast til í veröldinni, að það verði ekki einhversstaðar fundið í Bandaríkj- unum.“ „Varstu ekki haldin heimþrá fyrstu árin?“ „Það kom kannski yfir mig einstaka sinnum, að mig langaði heim. En það breytir miklu, að ég hef alltaf komið heim á hverju ári. Og þá reyni ég að fara austur á Þingvöll til þess að skoða gjárnar og klettana mína góðu. Þú manst eftir teikningunum, sem ég sýndi í Bogasalnum. Þær voru allar af hamravegg Almannagjár.“ „Þið lifið náttúrlega eins og blómi í eggi,“ ska-ut ég inn í. „Já, ég held að það megi til sanns vegar færa.“ „En þú hefur gefið tónlistina upp á bátinn.“ „Ég er hætt að spila sjálf. Þó gæti ég það núna vegna þess að það er enginn annar í húsinu. En við höfum bæði mik- ið yndi af tónlist. Við eigum gott plötu- safn og förum oft á hljómleika á vet- urna. Við hrósuðum happi yfir að geta hlustað á Askenazy hérna, því hann hef- ur aldrei ha-ldið hljómleika í Washing- ton. Við teljum hann fremstan í hópi þeirra píanista af hans kynslóð, sem við höfum heyrt leika, en þeir eru margir og Van Cliburn líklega sá fræg- asti.“ „Það er merkilegt, að Askenazy skuli aldrei hafa haldið hljómleika í Wash- ington. Kannski það sé auðveldara fyrir Grímseyinga að fá hann. En segðu mér annað: Donald er írskt nafn. Er mað- urinn þinn af írskum ættum?“ „Nei, Dorvld er af þýzkum og frönsk- um ættum. Forfaðir hans fluttist til Bandaríkjanna seint á 18. öld og settist þa:r að s-em nú heitir Reamstown í Pennsylvaníu. Borgin heitir í höfuðið á honum. Niðjar hans eru nú tvístraðir út um öll Bandaríkin, en þeir hafa með sér fjölskyldufélag og hittast í Reams- town í ágústmánuði á ári hverju. Tengdafaðir minn hefur geysilega mik- inn áhuga á ættfræði og eyðir flestum sínum tómstundum við að g-rúska í gömlum skjölum og kirkjubókum á rík- isskjalasafninu í Washington." „Jæja, ég 'hélt, að fslendingar væru einir um þann kvilla. En við minntumst áðan á alla þá, sem hafa atvinnu af myndlistinni í Washington. Nú er stund- um talað um „professional“ málara, eða atvinnumálara. Hvernig ber að skil- greina slíkt, hver er atvinnumálari og hver ekki?“ „Ég held að það hafi reynzt mjög erfitt að finna nokkra skilgreiningu á því.“ „En góður málari, sem verður af fjár- hagsástæðum að stunda einhverja at- vinnu, og málar þar af leiðandi aðeins í frístundum, er hann atvinnumaður eða ekki?“ „Já, í mínum augum er hann það.“ „En hvað segír þú þá um fúskara, sem hefur aðstöðu til að gefa sig einn og óskiptur að myndsköpun?“ „Ég veit ekki, það er mjög erfitt að segja um þetta. En mér finnst alúðin og alvaran, sem liggur á bak við ástund- unarsemina, hafa mikið að segja, þegar maður talar um hver er prófessional og hver ekki.“ „Er mikil samheldni meðal mynd- listarmanna í Washington?" „Nei, ekki get ég sagt það. Það nenn- ir enginn að leggja neitt af mörkum fyrir heildina eða einhverskonar félags- starf. Myndlistarmenn eru miklir ein- staklingshyggjumenn allsstaðar. Þeir Framhald á bls. 14 Uppáhalds- matur eigin mannsins Frú Kristín Ingimarsdóttir Thom- sen, eiginkona Sigurd Ebbe Thomsen, svarar spurningunni. ■■ ■ Það var ekki til þess að fá upp- skriftir að matarréttum, sem eru á hvers manns borði, að ég lagði spurningu þáttarins fyrir Kristínu Ingimarsdóttur Thomsen, unga konu í Vesturbænum. Maður henn- ar, Ebbe Thomsen, er Fœreyingur, og þótt við teljum Fœreyinga ná- frœndur okkar, er ekki þar með sagt, að mataræði þeirra komi með öllu kunnuglega fyrir sjónir. En skyldleika má þó sjá, enda eru aðalhráefnin, fiskurinn og lamba- kjötið, þau sömu. — Ja, það má nú ekki búast við alltof miklu af mér í matar- frœðunum, segir Kristín. — Það er ekki svo langt síðan ég gifti mig, að ég er eiginlega hálfgerður viðvan- ingur ennþá. Og þjóðarrétt Fær- eyinga, skerpukjötið, sem Ebbe þykir auðvitað mesta hnossgœti, get ég ekki haft á borðum hérna. Ég hef reynt það, hengdi upp læri af nýslátruðu í hjalli nálægt sjó, en það vantaði eitthvað upp á þetta rétta, fœreyska bragð. Þegar skerpukjötið er búið að hanga í 3—4 mánuði, eða frá slát- urtíð og fram að jólum, er það til- búið á borðið. Það er þá ýmist borðað með heitum kartöflum eða sneitt niður á brauð. Kristín er furðufróð um fœr- eyska matargerð, enda hefur hún dvalið í Fœreyjum, og á eftir að lœra meira, því að þau hjónin eru í þann veginn að flytjast til Skopun á Sandey, heimabyggðar Ebbe. Þar er gott til fanga og sem dœmi sögðu þau mér, Kristín og Ebbe, að þeg- ar þau voru í Skopun, hefðu þau farið á ufsaveiðar eitt kvöldið og veitt hundrað ufsa af klettasnös skammt frá bœnum. Það er held- ur ekki langt að fara á rituveiðar, en hana veiða Fœreyingar mikið til matar og sjóða af henni súpu. Og ekki má gleyma grindinni, þegar talað er um matarœði Færeyinga. Grindakjötið er borðað nýtt, og eru þá soðin stykki af kjöti og spiki saman í potti. Það er líka saltað eða þurrkað, eins og skerpu- kjötið, og þá borðað með söltuðu spiki og kartöflum. Færeyingar súrsa ekki spikið, eins og við ís- lendingar, og eru yfirleitt ekki gefnir fyrir súrmat. Eina súrmetið er „mjólkurstopp“, sem þeir búa til á sumrin með því að láta ný- mjólk standa í íláti, þar til hún er hlaupin. Kristín segir, að Ebbe þyki ís- lenzkur matur prýðilegur, m. a. s. kœst skata og hrossakjöt, sem ekki er borðað í Færeyjum. En þrátt fyrir ágœti íslenzks matar, er hann þó aldrei ánægðari en þegar Krist- ín býr til handa honum Knetti. Efnið er: þorskhakk, hveiti, kartöflumjöl, mjólk, salt og pipar, brytjaður mör Lagað fiskfars á venjulegan hátt, en haft nokkuð þykkt og hrært mjög lengi. Knettirnir eru búnir til á þann hátt, að smáskammtur af deiginu er tekinn í lófann, mör lagður í miðjuna og deigið hnoðað saman í kúlu utan um mörinn. Sett í pott og soðið í 20—30 mín., eftir stærð knettanna. Borðað með soðn- um kartöflum og sterku sinnepi — og stundum rabarbarasultu. Úr soðinu er búin til knettasúpa, sem er löguð eins og venjuleg fiskisúpa. Knettirnir eru líka góðir kaldir, eru þá sneiddir niður sem álegg á brauð. Leiðrétting: f síðasta þætti féll niður nafn eiginmannsins, þegar frú Ebba Jónsdóttir svaraði spurningunni. Það er rétt að svipta hér með hul- unni af eiginmanninum; hann heit- ir Engilbert Guðmundsson og er tannlœknir. 11. júni 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.