Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 14
MYNDLIST Framhald af bls. 13 eru ekkert öðruvísi þarna fyrir vestan.“ „Og nú áttu vafalaust von á því að komast í öldudal eftir sýninguna, eða er það ekki lögmál?“ „Jú, það er eins og þú þekkir, að það skiptast á velgengnistímabil og öldudalir í þessari listgrein. Eftir hverja sýningu myndast eitthvert tómarúm innra með manni sjálfum. Það er eins og ákveðnu uppgjöri sé lokið. Ég held, að þetta sé svona hjá öllum góðum lista- mönnum; ef það væri ekki, fyndist mér árangurinn vera meira í ætt við ein- hverskonar framleiðslu en listsköpun.“ S ýning Ragnheiðar í Bogasalnum er fimmta sjálfstæða sýning hennar og hún hefur tekið þátt í fleiri samsýn- ingum en svo að hún muni tölu þeirra. Þýðingarmest sýninga hennar er án efa sú, sem Baltimore Museum of Art efndi til fyrir tveim árum, vegna þess að Ragnheiður hafði orðið hlut- skörpust í samkeppni málara úr Mary- landríki. Hér á íslandi hefur hún aftur á móti verið óþekkt til þessa. Tvímæla- laust var mikill fengur að fá sýningu (hennar til landsins; það var eins og ferskur andvari vestan yfir hafið og kenndi okkur að sjá ýmislegt í nýju ljósi. Gísli Sigurðsson. UPPELDI Framhald af bls. 2 anlegu máh um tómleika, sem vill fyll- ast láta. Sé það ekki gert, ganga sumar manneskjur berserksgang. Dæmi mun vera óþarft að nefna. Ég veit einnig á þessu sviði er lífvörður tilbúinn til að veita lið og verja. Blindni þeirra skil ég ekki. Veit ég vel, að í æsku minni voru líka til „villidýr", en ég veit líka að nokkuð var að gert til að halda þeim í skefjum. Og ég er alveg sannfærður um að borgarar, sem á þeim tíma fóru sinna ferða í löglegum erindum á götum og vegum, voru í verulega miklu minni hættu um líf og limi en menn eru nú á dögum. Mér þykir mjög fyrir því að þessi tómleiki skuli vera til, því að ég held, að hann búi að baki öllum þeim sál- rænu villuvegum, sem liggja að baki þeim framferðisformum, sem ég hefi hér brugðið upp myndum af. Það þver- stæðukennda er hér að raunveruleg lífs- fylling, sem getur haldið manneskju á réttri braut, gerir einmitt ráð fyrir tóm- leika, en hér skal aðgát hafa: Tómleika hvað snertir tröllatrú á sjálfan mig og minn rétt til að gera kröfur til lífs- ins. Annan þátt, sem ég vil benda á sem villugötu i uppeldinu, út frá rangstæðúi skoðun á lífi og manneskju, gæti ég ef til vill með nokkrum nýyrðiskeim nefnt samræmingartilhneigingar samtímans. Hér með hefi ég í huga alla þá til- hneigingu í uppeldinu og samfélagskerf- inu, sem hefir það markmið að gjöra oss að samræmdum manneskjum. Hér tala ég ekki í þröngri merkingu um skóla, börn og unglinga, heldur um upp- eldislegt andrúmsloft samfélagsins í heild. í umfangsmikilli leiðbeiningu um starf barnaskóla, er út kom fyrir fám érum, segir m. a.: „Það er markmiff skólans ... aff efla alla möguleika á því, aff börnin geti vaxiff upp sem samræmd- ar, hamingjusamar og góffar manneskj- ur“. A. uk þess að maður getur — svo sem ég hefi þegar sagt — rökrætt aftur og fram hvað í því felst að vera góffur, má líka leggja mjög ólíkar matsreglur á hugtakið hamingju. Er það hamingja að fram ganga alla sína daga í meðlæti og sólskini, að fá uppfylltar allar sínar velferðaróskir? Eða býr ef til vill gæf- an mesta að baki mótlæti og baráttu, söknuði og sjálfsafneitun? Einnig orðið samræmdur (harmonisk) er túlkun háð. Ég hefi að vísu ekki neitt á móti þessu skilgreinda markmiði, ef ég fæ aðeins að skilja það í þeirri merkingu að vér eigum, í daglegu lífi skólans, að reyna að koma því til vegar að börnin búi við sanngjörn kjör, svo að þau uni sér vel. Skólinn í gamla daga hafði ekki sérlega mikinn skilning á því. En markmiðsorðin liggur beinast við að skilja á þá lund að bent sé á víð- tækara svið, mannleg lífskjör almennt talað. Þá eru þau þegar fremur grun- samleg. Þá verða þau stefnuskrá, sem er húmanistisk og þróunarbjartsýn, og a. m. k. ég trúi því að hún sé sá leiðsögumaður, sem tilvalinn er til að leiða menn inn á villugötur. Einn fremsti menningarpersónuleiki Danmerkur í nútímanum, próf. P. G. Lindlhardt, hefir aftur og aftur í ræðu og riti deilt á það markmið, sem vitnað var til, einmitt út frá þeim skilningi að hér væri ekki um að ræða andrúms- loft í skólanum, við öryggi og vellíðan, heldur um lífsskoðun í víðara skilningi, sem hann getur ekki aðhyllzt, fremur en ég, blátt áfram af því að okkur báðum finnst hún fölsk og þar með af- vegaleiðandi fyrir allt uppeldi. Hún gyllir fyrir mönnum lífsform, sem eru í andstöðu við þau skilyrði, sem lífið sjálft setur. Annar í tölu fremstu menningarleið- toga Danmerkur, próf. Hal Koch, sem andaðist fyrir fám árum, alltof fljótt, fannst oss, komst skýrt og einfaldlega þannig að orði: „Lífiff er gott, eins og þaff er, nema aff svo miklu leyti sem manneskjan vill gera þaff aff einhverju sjálfstæffu, stilla því upp á milli sín og skapara síns, til aff byggja sér ör- uggt hús aff búa í, leyst undan þeim skilyrffum, sem sköpuffum verum hafa einu sinni veriff sett“. Og þessi skilyrði eru, út frá raun- særri og biblíulegri lífsskoðun, átök, barátta, skólaganga, en alls ekki frið- ur, samræmi og frjáls lífst'jáning. Hverfum aftur að því, sem ég áðan nefndi samræmistilhneigingar aldarinn- ar. Hugsið yður hve mikið er að finna af einstaklingum og stofnunum með því markmiði að gera oss að samræmdum manneskjum: Geðlæknar, sálfræðingar, uppeldisfræðingar, félagsráðgjafar, fjöl- skylduráðgjafar og margir aðrir. Það er ágætt að hafa alla þessa við- leitni, ef henni er aðeins haldið innan sinna vébanda. En að svo miklu leyti sem ég fæ skilið, myndast hér hætta, af því að þessar aðgerðir byggjast alltof oft á þeirri trú, þeirri skoðun á lífi og manneskju, að vér get- um á þennan hátt leyst árekstravanda- mál einstaklingsins og þar með sam- félagsins í heild, það er að segja, menn byggja. á afneitun þess að lífið í eðli sínu er og verffur ósamræmi. Vér leik- um sjónhverfingar frammi fyrir mönn- um með þeirri lífsskoðun, sem allt vill samræma. Og þess vegna veldur. líf- ið manneskju nútímans vonbrigðum. Lífið verður meiningarvana, ósann- gjarnt, skrípaleikur, skopstæling. Þá gengur manneskjan berserksgang á einn eða annan hátt. S ennilega hefir aldrei verið rætt svo mikið um uppeldi til lýðræðis sem á síðustu árum. Því miður vaða margir í þeirri villu að lýðræði verði til sjálf- krafa, ef vér aðeins innleiðum og hag- nýtum allan þess ytri ramma: Frjálsar, þjóðkjörnar samkundur, allt frá þjóð- þinginu niður til nemendaráðsins í minnsta skólanum. En það fær ekki staðizt. Lýðræði er bezta hugsanlegt form, er menn hafa fundið samfélagslífi, ef til vill svo ágætt (idealt) að því verður hvergi (utopi) náð. Þaff er- hiff sam- ræmda mannfélag. En í því sambandi vil ég hætta á að setja fram þá þver- stæðúkenndu staðhæfingu að samræmt mannfélag verffi affeins skapaff af ósam- ræmdum einstaklingum, í þeim skilningi að sérhver borgari verður að standa í stríði viff sjálfan sig og gegn sjálf- um sér, heildarinnar vegna. Það er ekki hlutverk uppeidisins að útiloka þessa baráttu og árekstra, þetta ósamræmi í einstaklingunum, heldur að fá einstakl- ingnum þau vopn í hendur, sem duga til að heyja þessa baráttu, að lifa í þessu ósamræmi óvissunnar. Danski rithöfundurinn Martin A. Han- sen, sem því miður andaðist lika allt- of fljótt samkvæmt mannlegu mati, seg- ir í „Lygaranum“: „Lífiff er vígvöllur, þar sem tvenn máttarvöld berjast og einskismannsland er hvergi til“. Vér erum á þessum vigvelli, hvort sem oss er ljúft eða leitt, og fáum ekki hjá bar- daga komizt. Sérhver tilraun til flótta- hyggju er lífsafneitun. Hvaða vopnum verðum vér að beita í þessari óumflýjanlegu baráttu? Að minnsta kosti ekki afneitandi útskýring- um á raunveruleika lífsins, ekki held- ur velviljuðum huggunarorðum á þá leið að allt muni einhvern veginn bjarg- ast. Vera má að ég geti gefið mönnum hug- mynd um hvaða vopnum vér þurfum á að halda í harðri baráttu lífsins, með því að minna á lífsreynslu, sem vér eigum öll frá bernsku. Munið þér að veröldin var grá og dapurleg þegar vér höfðum aðhafzt eitthvað rangt, sem Mamma og Pabbi höfðu ekki heyrt neitt um, en sat þó fast eins og fleinn í vorum eigin huga? Og munið þér hve björt og fögur tilveran varð þegar loks var búið að gera þessi mál upp og mað- ur hafði fengið þá fyrirgefningu, sem nauðsynleg var til að geta haldið áfram að lifa? í fyrirgefningunni, í kærleik- anum var fólgin sú hughreysting, sem gerði oss kleift að halda áfram, þrátt fyrir öll vandræði. í einum af sálm- um sínum lætur Grundtvig þetta í ljós með eftirfarandi orðum: „O kærlighed selv! du rolige kilde for kræfternes elv!“ Hér segir einfaldlega að kærleik- urinn verði að vera uppspretta nýrra krafta. En svo litla trú sem ég hefi á miklum þroskamöguleikum til handa manninum út frá siðferðilegum mögu- leikum, sem í honum sjálfum búa, svo litla trú hefi ég einnig á því að mögu- legt sé út frá sjálfum sér að finna þann kærleika, þá fyrirgefningu, sem veitir manni djörfung til að lifa í þeirri bar- áttu, sem lífið sjálft setur sem skilyrði. Manneskjan verður að fara út fyrir ■sjálfa sig til að finna þá orku, sem til þarf. Samkvæmt minni —• huglægu — sannfæringu er hana aðeins á einum stað að finna: í þeirri kristnu trú, sem er ófrávísanlegur hluti af lýðræðis- legri erfðageymd menningar vorrar, en sem athafnasamur nútímamaður hef- ir svo ósegjanlega lítinn áhuga á. Kirkj- an er sjálf ekki án saka í þessu. En það hlýtur að vera mögulegt að endurnýja boðskap hennar, svo að manneskja sam- tíðarinnar komi auga á raunsæi hans. Hvað sjálfan mig snertir, hafa einfald- ar hendingair danska sálmaskáldsins Kingos haft afar mikið að segja fyrir alla mína skoðun á lífi og manneskju. Þær hafa komið mér í skilning um, hvernig það er mögulegt að lifa mitt í barátt- unni: „hvern morgun mér í skaut Guffs miskunn ríkust flaut, án þess aff þrjóta“. (sbr. ísl. sálmab. 525). Jóhann Hannesson þýddi og endursagði. HJÁ JOHAN BORCEN Framhald af bls. 6 ekki talað — mynd af hundinum sín- um. Upp frá þessu hefur hundurinn orðið drengnum tákn lífsins og annað og meira en venjulegur hundur í vitund foreldranna. Hinir ungu félagar sonarins á tauga- sjúkrahúsinu, þar sem hann dvelur, eru ávallt velkomnir á heimili Borgen-hjón- anna, og Jöhan Borgen hefur verið boð- ið að flytja þar erindi. Slys sonarins varð til þesis, að hann tók að kynna sér heilann og starfsemi hans. „Ég er farinn að slaga hátt upp í hómópata eftir tveggja ára grúsk," segir hann stoltur. „Þessar örlitlu, ósýnilegu blæðingar inn á heilann hafa mér t. d. þótt sérstak- lega merkilegaf. Að slikt skuli geta stafað frá óverulegu höggi fyrir fimmt- án, tuttugu árum ...“ Hann skýrir frá þeirri lærdómsríku reynslu, sem það 'hafi orðið sér, að umgangast ungling- ana af sjúkralhúsinu. „1 fyrstu hætti þeim til sjálfsmeðaumkunar, en ég sagði þeim, að hér leyfðist ekki sjálfslækn- ing, heldur bara vina-lækning. Við höf- um átt mÖTg þroskandi samtöl og rætt um ýmis málefni. Þá býð ég þeim stund- um upp á glas af rauðvíni og er vanur að segja við þau: „Nú skuluð þið segja frá því á sjúkrahúsinu, að þið hafið fengið eitt rauðvínsglas.“ Bjóði ég þeim tvisvar í glas, segi ég: „Segið frá því, að þið hafið fengið tvö.“ En ef þau verða þrjú, eiga þau að segja, að þau hafi bara fengið tvö. Svona smávegis léttúð ihefur mjög góð áhrif á þau.“ U mgengnin við unga fólkið er Borgen-hjónunum mikils virði. Frú Annemarta hefur einnig laðað æsku- fólk að heimilinu með því að bjóða fá- tækum námsfélögum sínum úr báskól- anum heim með sér í mat. „Æskufólk nú á dögum er heima í kínverskri ljóða- gerð og getur romsað upp úr sér nöfn- um þjóðhöfðingja í Suður-Ameríku, en það veit ekkert um sinn eigin liíkama,“ segir Johan Borgen með hneykslun. „T. d. hvonum megin lifrin er. Nema maður hafi bara eina lifur hvorum meg- in? Eða landafræðikunnáttan? Það hljómar einkennilega í miínum eyrum, sem alltaf hef gengið eftir korti, að heyra börnin mín tala um götuna, sem liggur hægra megin við gula húsið á horninu við hliðina á tóbaksverzluninni beint á móti grillbairnum ...“ En kona hans tekur upp hanzkann fyrir börnin: „Þau hafa þó alltaf vitað, hvað höfuð- borgin í Tíbet heitir; það lærðu þau á sögutímabilinu mínu.“ Þegar rússneska tímabilinu lýkur, sem hófst upplhaflega vegna þess að hún ætlaði í Rússlands- leiðangur, hefur frú Borgen á prjónun- um áætlun um kínverskt tímabil. Hún ge-fur eftirfarandi skýringu á hinni stöð- ugiu lærdómsilöngun sinni: „Ég hef allt- af óiskað mér vizku.“ Við göngum upp á efri hæðina til þess að dr.ekka kaffið. Þair hangir stórt málverk eftir Krogh yngra af tudda að kelfa kú, svo stórt að taka varð það inn uim glugga á efri hæðinni, öðruvísi komst það ekiki inn í húsið. (Síðar var tekin mynd af Johan Borgen með klaufirnar í baksýn.) Ein bezta minn- ing hinna listelsku Borgen-ihjóna úr Svíþjóðarvist sinni er áköf rödd „X-ins“ í símanum, þegar þau voru nýflutt inn í tóma íbúð í Stokklhólmi: „Þið megið til með að hafa málverk á veggjunum. Ég sendi flutningabíl til ykkar.“ B orgen náði fljótt tökum á sænsk- unni. Hann skrifaði undir dulnefninu Helge Lind, og síðasta styrj aldarárið gaf hann út skáldsöguna „Ingen sommar“, sem gerist meðal andspyrnuflokkai menntamanna í Oisló. Rúmlega tíu árum síðar gerði hann afstöðu einstafclingsins gagnvairt stríðinu fyllri og víðtækari skil í þriðja hluta skáldverksins Lille- lord. Málið var ekki alveg svo einfalt, að valið væri um að taka góðan koist eða slæman. „Stríðið hafði úrslitaáhrif á þroska minn. En nú er það ©kki leng- ur neinn raunveiruleiki í vitund minni. Það, sem við í Noregi héldum þá að 14 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 11. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.