Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 11
Hvar ertu Mjöll? Eftir Stefán Rafn Hvar ertu Mjöll, mærin fagra? sem mínu hjarta rændir friði. Þá ek fyrir átján árum unga leit þig fyrsta sinni. Hindin litla úr Hulduskógi, Hjartablómið í draumum mínum veldur mér sviða á vegferð lífsins, vonir um sælu rætast eigi. 'Systir Mjaðveigar Mánadóttur. Mjöll in fagra, þik ek trega. Andi minn flýgur yfir fjöll, ekki finn ég stúlkuna Mjöll. Kannske hafa tekið þig tröll. Til þín streymir þrá mín öll. Nú ertu mér horfin sem aprílmjöll, en ástin til þín hún lifir. Ástin í brjósti mér alltaf til þín lifir. Og þegar að lokum af foldu fer, úr furðu veröld um brim og sker, himnanna Guð þá hjálpi mér að hafi ég bústað loks með þér. Hann einn bæði veit og sér, að elska ég hindina hvítu. Fagra Mjöll, ég elska hindina hvítu. Þú varst draumurinn fyrsti í friðvana sál. Fegursti draumur oft reynist tál. Og síðasti draumur, er sígur mín brá, því sælu finn ég þér einni hjá. Hvar ertu Mjöll? (p.t. Hveragerði, — Á sumardaginn fyrsta 1967.) w — - - - ■ . — . - — ....- — i ■ ... landi var stofnaður f Reyðarfirði 1886, gerðist séra Lárus prestur hans og gegndi því starfi fram til 1899. Þá flutt- ist hann til Reykjavíkur og var með um stofnun fríkirkjusafnaðarins og varð prestur hans. En þá átti söfnuðurinn ekki neina kirkju. Fékk hann inni í ■Góðtemplarahúsinu fyrir guðsþjónustur sínar fyrst í stað, en öllum var ljóst að það gat ekki orðið til frambúðar. Var þá keypt lóð hjá Tjörninni og hafin kirkjubygging þar, En áður en kirkjan Tisi af grunni, slitnaði upp úr samvinnu prests og safnaðar. Ólafur Ólafsson var næsti prestur frí- kirkjusafnaðarins. Hann var fæddur 1855, sonur ólafs bæjarfulltrúa Ólafs- Sonar í Reykjavík og fyrri konu hans, Ragnheiðar Þorkelsdóttur. Fór í Reykja- Víkurskóla 1871 og varð stúdent 1877 með 1. einkunn. Lauk guðfræðiprófi 1880, einnig með 1. einkunn. Hann fékk Selvogsþing 1880, Holtaþing 1884 og Arnarbæli í Ölfusi 1893. En á ferðalagi Veturinn 1901—1902 kól hann á fótum, og eftir það treysti hann sér ekki til erfiðra ferðalaga 1 stóru prestakalli. Fluttist hann þá til Reykjavíkur og gerð- ist ritstjóri „Fjallkonunnar" 1902. En er •hann hafði gegnt því starfi í tvo mánuði, komu fríkirkjumenn til hans og báðu !hann að gerast prest hjá sér. Var þá kirkjusmíðinni að verða lokið. Séra Ól- 'afur varð við óskum þeirra og gerðist nú prestur þeirra manna, er ákveðnast höfðu viljað fá hann fyrir dómkirkju- prest árið 1899. Smíði kirkjunnar var lokið eftir áramótin og vígði séra Ólafur Ihana 22. febrúar 1903. Séra Ólafur var fluggáfaður og mikill mælskumaður. Varð það fríkirkjusöfn- uðinum hið mesta happ að fá hann fyrir prest, því að hann dró svo fólk að söfn- Uðinum að eftir eitt ár var kirkjan orðin Of lítil og varð að lengja hana um nær ’helming. Var hér um trúarvakningu að Tæða, er mönnum þótti harla nýstárleg, og munu Reykvíkingar búa að henni enn í dag. Að lokum má hér geta þess, að af sóknarprestum Reykvíkinga hafa fimm Orðið biskupar: Árni Þórarinsson, Geir Vídalín, Árni Helgason (heiðursbiskup), Helgi G. Thordersen og Hallgrímur 'Sveinsson. En af prestum, er þjónað hafa Reykjavíkursókn um stundarsakir, hafa þrír orðið biskupar: Pétur Péturs- son, Þórhallur Bjarnarson og Jón Helga- son. Úr hinu forna biskupsskjalasafnr í bréfum til Skálholtsbiskups úr Skaftafellssýslu er þetta bréf, frá árinu 1795: Háæruverðuge Hálærðe Hr Biskup, Hátigne náðuge Herra. Orsökin hvar fyrer eg mæðe ýðar Háæruverðught með lýnum þessum er sú að so sem þar er mier Hugur til Hiónabands millum mýn og ænuprýddr- ar Inigisstúlku ólöfar Páls Dóttur á Hunkuböckum, hvar uppá ég hefi leit- að aðgjörða Sóknarprests mýns Sr. Bergs Jónssonr sem sig telur undan því þegna þess að móðer nefndar stúlku Margrét Ingemunds Dótter, lætur merkio óvilia sinn til þess Ráðahags, án þess þó að færa mier nokkuð til Saka. So innflý ég her með í diúpustu auðmýkt til yðar Háæruverðughta náðugra úrræða og úrlausnar að Hiónabands Samfarer mættu í Drott- ens Nafne fá framgang millum mýn og fyrgreindrar Stúlku so framarlega sem yðar Hæruverðugheit finna það ej mótstrýða Guðs eður manna lögum. Eg fortolýf í diúpustu undergefne Yðar Háæruverðugheita auðmiúkaste Þienare Einar Pálsson. Hunkuböckum d. 4da 8br 1795. Biskup svarar bréfi þessu þegar hinn 25. s.m. á 'þessa leið: Til Einars Pálssonar á Húnkuböckum. Til ansvars uppá bréf yðar af 4. þ.m. þénar að viðkomandi Prófastr og Sýslu- maðr eiga úr því að skera hvört Mar- grét Ingimundsdóttir móðir Ólafar Pálsdóttur hafi lögmætar örsakir eða ecki til að standa á móti Hiónabandi yðar og nefndnar Olafar. Þeir mier til- sendu Vitnisburðir fylgja hier inn- lagðer tilbaka. — Því miður fyrir Einar Pálsson var Jón prófastur Steingrímsson látinn fyrir fjórum árum, því hann hefði áreiðan- lega ger.t sitt til þess að rétta hér hjálparhönd, enda skildi hann af eig- in raun nauðþurftir sinna sóknarbarna í kvennamálum ekki síður en öðrum. En þó var bót í máli að Lýður sýslu- maður Guðmundsson var enn í fullu fjöri til þess að snúa niður hina mann- ýgu tilvondandi tengdamóður Einars. Lýður var m.a. frægur fyrir það, að ganga í bindindi í heila viku, þar til sm'alamaður hans fann fulla ámu rekna á hans fjörur. í gróandanum sumarið eftir, hinn 19. júní, voru þau hjónaleysin gefin sam- an. Með þeim var gert helmingafjár- lag og morgungjöf var 14 Rd Croner. Árið 1801 búa þau á Hólmi og eiga tvo sonu, en þegar manntalið 1816 er tekið, búa þau hjón í Hörgsdal, og eru börn þeirra þar talin: Einar 22 ára, Ás- grímur 17, Ólafur 9 og Ólöf 7. Vandalítið væri að rekja niðja þeirra hjóna, og ekki er ólíklegt, að ráðsnilld og þrautsegju megi í því kyni finna, því ekki svo litla dirfsku hefir á þeim tímum þurft, fyrir einn bóndadreng, að leita til hans Háæruverðugheita, sjálfs ’biskupsins, náðugra úrræða og úrlausnar, að hans hjónabands samfar- ir mættu í Drottins nafni fá framgang, eins og hann orðar það í bréfi sínu. Skozkur sóknarprestur segir frá: Sumum prestum er gjarnt á að bera fram spurningar af prédikunarstólnum til þess að halda söfnuðinum betur vak- andi. Einum vina minna varð hált á þess'U. Hann hafði haldið langa ræðu um synd og fordæmingu, iðrun og náð. Loks nam hann staðar og spurði út yfir söfnuðinn: „Já, og hvað get ég svo sagt meira?“ „Amen“, kvað við rödd svo heyrðist um alla kirkjuna. ★ Annar prestur .hafði haldið ræðu um dómsdag og hans óvænta tíma. Loks spurði hann: „Hvaða dagur er á morg- un?“ „Gjalddagi“, svaraði maður utar- lega í kirkjunni, en því miður var prest- urinn ekki nógu snarráður að henda þetta á lofti, að þetta hefði hann ein- mitt átt við, að gjalddaginn mikli gæti hæglega verið á morgun. ★ I flestum kirkjum er samskotabauk- ur borinn um meðal kirkjuges.ta, kirkjustarfseminni til styrktar. Prestur einn sagði í ræðu sinni: „Þegar ég lít yfir þennan söfnuð, spyr ég sjálfan mig: Hvar eru hinir fátæku? En þeg- ar ég lít niður í samskotabaukinn, þá spyr ég aftur á móti: Hvar eru hinir ríku?“ ★ Annar prestur hóf ræðu sína á þess- lim orðum: „Ég reyni að hvetja þá fá- tæku í þessari sókn til þess að sækja kirkju, en þegar ég lít yfir samskotin, þá dreg ég þá ályktun, að mér hafi tekizt það“. ★ Harðasta prédikunin var á þessa leið: „Það tillag, sem þér gefið, mínir elsk- anlegu, myndi ekki nægja konunni mlnni fyrir hatti eða mér fyrir nef- tóbaki“. ★ Prestur einn bauð stórbónda heim til sín eftir messu. Þeir fengu sér í glas og tóku veðmál. Presturinn tapaði og greiddi veðmálið, þrjú penný. „Þessu hafið þér nælt úr samskotabauknum", sagði bóndi og leit á peninginn. „Já, þetta var heimskulega gert af mér“, svaraði prestur, „eins og þér hefðuð ekki þekkt aftur yðar eigið tillag". ★ Samskotabaukurinn hafði verið borinn um kirkjuna og síðan afhentur prestinum. Mjóróma barnsrödd hróp- aði: „Pabbi, haltu nú einhverju eftir fyrir sinkusinn á morgun". Tvö skipströnd Ekki er vogrekaheppnin enn búin að yfirgefa Austurland. í nóvember rak í Suður-Álftafirði fregatskip, sem menn meina engelskt, hlaðið með_ timbri, eik, greni og nokkuð af aski. Á þilfar- inu fundust 4 menn dauðir, allir nakt- k-, en ekki er getið um sýnilega áverka á þeim. Sá 5. fannst niðri í skipinu @1- og velklæddur og á honum nokkuð af gull- og silfurpeningum, en hvorki fundust þar vistir, kistiur eða klæði. Eru menn því að geta til, að Tyrkjar eða insurgentar munu rænt hafa það. Ann- að skip rak nokkru síðar á Hnappa- vallafjöru reka í Öræfum, og svo hlað- ið með timibur. Það var briggskip, mastralaust. Enginn var maður á því og ekki heldur matur, eldsgögn, kistur eða föt. Þetta skip fór út aftur, þegar búið var að bjarga svo sem hálfum farmi og hefur síðan rekið töluvert af trjáviði austan með. Þannig segist Geir Vidalín frá í bréfi í m.arz 1818. Og Þorsteinn Tól minnt- ist þessara at'burða í Ársminningu 1817 á þessa leið: Með hálfyrði máls við fum minnast virði í hendingum í Álftafirði og Öræfum upp sló byrðing haffærum. Mastra-brokkar mundu þer með tréstokkum hlaðnir tveir, ítaflokkur fann ei meir fémætt nokkuð gnaps við leir. Enginn maður víst hér var vetki staður næringar, en fatnaður ýmsvegar eins og þvaður hér og þar. Eystra fundust fimm dauðir fjórir mundu klæðlausir rétt í sundur rotnaðir, rífleg undur þykja mér. Gátur ynkja menn á mis, margt 'hvað styrkir smávegis það muni Tyrkja magnað slys mest illvirkja frá Túnis. 11. júni 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.