Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 6
HJÁ JOHAN BORCEN FramhaJd af bls. 4 hátt. Og hvaða vit er í því að láta eitt- hvert tjáningarform liggja ónotað? Ég hef fundið þörf hjá mér til þess að láta í ljós skoðanir og hugmyndir á ýms- ium ólíkum sviðum. Tveir beztu vinir mínir, Kjeld Abell, sem nú er látinn, og H. C. Branner, ræddu oft við mig um þetta; þeim fannst ég of fjölhaefur. Þeir vitnuðu báðir í skósmiðinn, sem er hollast að halda sig við leistinn sinn. Það var þeim líka fyrir beztu, en það byggðist á því, að þeir voru betri rit- höfundar en ég. Ég vil ekki sitja í þröngu búri og þjást, vera atvinnuskrif- finnur og ástunda táknmyndir og allt það ...“ „í upphafi hélt ég víst, að rithöfundur hlyti að tapa á því að vera blaðamað- ur um leið, en það geri ég ekki lengur. í blaðamennskunni er maður tilneydd- ur að fylgjast með því, sem er að ger- * 7/7 Öræfa Eftir Eymund Jónsson Dilknesi i Hornafirði Öræfi er öfugt nafn á þér sveitin fríða. Þú átt fágætt fjallasafn og frjóvar lendur víða. Þú átt hafsins ærna auð út af fjörusandi, við Ingóifshöfða björg og brauð berast mun að landi. Þú átt feikna fjörugnótt fyrir þínum löndum. Þangað oft er auðlegð sótt atorku með höndum. Einnig fugla áttu val í Ingólfshöfða björgum, sem að gleður hrund og hal og hungur sefar mörgum. Þú átt skrúðgrænt skógaval, Skeiðarár hjá sandi, inni í frjóvum fjalladal, fríðustum á landi. Þú átt græn og grösug tún og góðar slægju-lendur, Undir fríðri fjallabrún fögur byggðin stendur. Þú átt líka læki til, sem lítið ennþá vinna, en leiða síðar ljós og yl og líf til barna þinna. Vilji bændur blessun fá og búsæld afargóða — lækina þeir láta þá lýsa, hita og sjóða. Þú átt fágæt byggða ból, er blómgast vel í næði. Þú átt fegurð, þú átt skjól, þú átt ótal gæði. Þú átt bezta bændatal og bing af fróðum konum, yngismeyja áttu val og auð í góðum sonum. Þú átt góða gáfumenn, er göfga þig og prýða. Gestrisnina áttu enn, æðsta hnossið lýða. Ég hef engum öfgum lýst, eflist framför lengur, í þínum lendum, það er víst, þrífast hveitistengur. Akrar munu, engi og tún, í einum faðmi mætast. Þetta er spá — en þó mun hún á þér um síðir rætast. Er aldahjólið áfram snýst áratugi fleiri, þú átt framtíð fyrir víst flestum sveitum meiri. Þótt um þig lyki allt í kring eyðisanda múgi og frá jökla hæsta hring hrynji vatna grúi — þú munt standast þetta allt og þínar lendur fríðar aldrei bera höfuð hallt, hvorki fyrr né síðar. Hljóttu blessun, hvar sem er af himni, jörð og græði, aldrei grandi eldar þér eða jökulflæði. Meðan sólskin sveipar fjöll og særinn kyssir strendur, blessist þú og börn þín öll byggðin meðan stendur. Hjá þér fyrstu ár ég ól af ævi minnar dögum, þáði fæði, föt og skjól fyrir veðraslögum. Öræfum ég unni heitt alla mína daga. Þótt æska sé í elli breytt er það gömul saga. Elli fjörið af mér sleit — ekki í tökum vægin. Ykkur kveð ég, æskusveit, efsta lokadaginn. Eyðist kvæðamáttur mér, mærðar smíða stöku. Leiðist ræða þessi þér þulin hálfa vöku. Dilknesi í Homafirði 31. des. 1917. ast í kringum okkur, og það vinnur á móti óbeit á heiminum, sem rithöf- undur má ekki hafa.“ Þessi vorkvöldsstund hjá Johan Bor- gen minnir lítið á viðtal. Þegar við víkjum að fyrirmyndum og einstökum atriðum í ritverkum hans, fer hann undan í flæmingi og víkur talinu fim- lega að öðrum og veigameiri efnum. Þá er hann fljótur að tala sig heitan og kallar gjarna ritstörfin „smámuni" og „dund í hjáverkum“ í 'hita samræðn- anna. Það er aðeins rétt sem snöggvaist, að 'hann fæst til að viðurkenna, að þau skipti hann næstum alltof miklu máli, meðan hann vinnur að þeim. f þess stað eigum við við hann samræður, sem eru nánast ævintýralegar. Við fylgjumst með víðfeðmum hugsanagangi ‘hans og fáum hugmynd um, hvað getur komið honum í uppnám eða hrifið hann sem tilfinninganæman og hugsandi mann og orðið honum innblástur sem listamanni. M argir hafa litið á söguna um Lillelord, laglega yfirstéttarunglinginn eirðarlausa, sem er gæddur bæði góð- um og slæmum eiginleikum í ríkum mæli, sem dulbúna sjálfsævisögu. „Mér geðjast ákaflega illa að því viðlhorfi til bókmennta að líta á þær sem speg- ilmynd höfundarins,“ segir Johan Bor- gen, sem í æsku var nefndur gælunafn- inu Bums. „Það á að líta á verkið sjálft. Mér er engin launung á því, að það koma fyrir sjálfsævisöguleg atriði í fyrsta hlutanum, en varla annars stað- ar. T. d. átti ég frænda, sem hét René, en hann gat ekki einu sinni þe-kkt sig sjálfur í lýsingu minni á honum.“ Hér skýtur frú Annemarta inn í dæmi um, hvernig bæk-ur eru lesnar með skökku hugarfari. Náinn vinur fjölskyldunna-r heimsótti þau, þegar hann hafði nýlok- ið við að lesa Lillelord. Það var spjall-að um allt mögulegt annað en Lillelord, þangað til gesturinn gat ekki leng-ur á sér setið, heldur sneri sér beint að Bor- gen og spurði: „En Bums, hvernig gaztu skrifað svona um 'hana móður þína?“ „f rauninni er ómögul-egt að svara ■ spurningunni um það, hvort maður hafi skrifað sjálfsævisögu," heldur Jolhan Borgen áfram. „Hvað veit maður um sjálfan s-ig? Allt, sem skrifað er, er sjáM- sa-gt táknræn f-elulíking, ómeðvituð sjálfsævisaga. Sá skilningur að líta á listamanninn sem naflaskoðara á senni- lega nok-kurn rétt á sér. Við erum na-fla- skoðarar, og mér er spurn, hvern skoll- ann ætturn við að skoða ef ekki okka-r eigin nafla? Við verðum að taka af sjálfum okkur. Það, sem við skrifum, hlýtur að koma frá naflanum. Já, og sumir kjósa að halda, að uppspr-ettan sé ennþá neðar. Ég h-eld fyrir mitt leyti, að hún sé í heilanum," hann slær lófanum á ennið, „eða í brjóstin-u,“ hann leggur höndina á hjartastað. „Skáldið er hvati, getum við sagt, verkfæri. Þess v-egna er hann nauða- ómerkilegur sem manneskja og einstakl- ingur. Hann hefur tekið sér stöðu álengdar. H-ann hefur upphafið eigin persónu í þágu listarinnar. Élestir rit- höfundar eru heldur ekki nærri því eins spennandi og söguhetj-ur þeirra." Érú Borgen hefur s-taðið í dyrun-um nokkra stund og spurt: „Brauð eða kex? Brauð eða kex?“ Nú lítur hann upp, alveg utan við sig, og svara-r: „Ja, hvað veit ég?“ „f -hvert sinn sem ég sit við skriftir finn ég s-terkt til þess, að í rauninni komi þetta al-lt sa-man ekki frá sjálf- um mér. Ég er eins kona-r miðill. Hend- ur mínar slá á leturborð ritvélarinnar, orðin flæða yfir pappírinn, en ég sit og hef það á tilfinningunni, að þetta \ 6 LESBÓK morgunblaðsins sé s-krifað af einhverjum öðrum ...“ Grannir fingur hans leika látbragðs- leik á ósýnilegt leturborð. Það er heilmi-kið leikaraeðli í Johan Borgen. Hann lætur ýmiss konar fjörleg hljóð fylgja til blæbrigða í tali sínu, slettir í góm, púa-r hressilega eða slær krepptum hnefanum á gagnaugað, svo sm-ellur í. Geðbrigðin eru snögg; hann getur kannski f einu vetfangi verið orðinn angurvær. Nú langar hann til þess að tala um það, sem hann er að fást við um þessar mundir, en það er sjónvarpsleikþáttur. „Asskotans ári sk-emmtileg listgrein! Þegar ég hef set- ið við að skrifa nokkra stund og les svo yfir á eftir, uppgötva ég e.t.v. allt í einu langa kla-usu, sem ekk-ert líf er í.“ Það verður furðulega mikið líf í leik- þættinum í loftinu milli greipa hans. „Þá er náttúrlega hægt að segja við sjáMan sig, að þessu sé hægt að br-eyta, en það er ekki hægt. Það, sem er dautt, er dautt.“ „Það er undarlegt,“ heldur hann áfram hugleiðingum sínum, „hvernig endanleg notkun þeirra peninga, sem ég vinn mér inn með ritstörfum, g-etur sett -svip sinn á það, sem ég er að fást við. Viti ég t. d., að hiuti þeirra fari í ska-tt, sem svo er notaður til framleiðslu á atómsprengjum, getur það orðið til þess, að ég horfi á fingur mína og hugsi sem svo, að með því að þeir ýti á stafina á ritvéiinni, séu þeir að búa til atmóspnengju.“ T alið berst aftur að Lillelord. I sögunni kemur fram kona, sem virðist verða Johan Bor-gen eins kona-r imynd mannlegs fullkomleika. Það er gyðinga- konan og fiðluleikarinn Miriam, sem fær nú þess-a torræðu athugasemd í sinn hl-ut: „Hún er mér allt.“ Mál gyðinga hafa orðið Borgen mikið umhugsunar- efni, og í hans augum varð meðf-erð Norðmanna á norskum gyðingum í heimsstyrjöldinni þeim til mi-killar minnkunar. „Framlag gyðinga hefur auðgað menningu ok-kar. En 1943 vom allir hræddir. Við hefðum getað hjálp- að gyðingunum okkar, en við þorðum það ekki. Af eitt þúsund norskum gyð- ingum voru n-íu hundmð drepnir. A sama tima tókst Dönum að mestu leyti -að 1-eysa gyðingavandamál sitt.“ Pulluir g-remju ræðir hann um það, þegar tek- in var afstaða g-egn því, að gyðinga- lælknar flyttust til Noregs eftir að -stríð- inu lauk. „Það kom fram ályktun um óréttmæta samkeppni. Alyktun sem var undirskrifuð -af fjölda þekktra Norð- manna, sem margir hverjir höfðu tekið virkan þátt í baráttunni gegn Þjóð- verj-um." Fyrir þrjátíu árum hlaut Johan Bor- gen læknismeðferð við taugasjúkdómi hjá gyðingalækni, sem sýndi glöggan og fljótan skilning á vand-amálum hans. Þessi meðferð varð fyrir Johan Borgen barátta fyrir lífinu, og honum finnst að í henni hafi hann unnið sigur. Með þeim sigri var ráðin bót á sál-rænum erfiðleikum, sem höfðu haft áhrif á líkamsheilsu hans. Við fáu-m nú skýringu á næ-rveru bundsins mannelska. Börnin þrjú í fjöl- skyldunni haf-a öll átt hvert sinn hund. Annemarta Borgen átti hugmyndina að því, að það væri þroskandi fy-rir þau að bera ábyrgð á einhver-ri lifandi veru. Eldri börnin tvö og hundair þeirra eru löngu flogin úr hreiðrinu, en yngsti sonurinn slasaðist a-lvarlgga í bifreiða- árekstri fyrir nokkru-m mrum. Hann lá meðvitundarlaus í fjórar vikur, og var tvísýnt um líf hans. Fy-rstu viðbrögð hans, þegar hann kom til meðvitundar, voru þau, að hann teiknaði — hann gat Framhald á bls. 14 11. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.