Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 8
að hefur verið fjör í mynd- 'listinni þetta vorið. Blöðin skýrðu frá því, að eitt sinn voru ellefu sýningar samitímis, og þeir, sem gera sér far um að fylgjasit með á þessum vettvangi, höfðu sannarlega nóg að gera. Þessi mikla þátttaka sýnir, að fleiri og fleiri gera sig ekki ánægða með það eitt að horfa á mynd- ir; þeir krefjast hlutdeildar í þeirri sköpunargleði, sem mynd- listin sjálf leiðir af sér, hvort heldur getan er meiri eða minni. Og hvort þetta er æskileg þróun, skal ég ekki hætta mér útí að dæma um. Sumir amast að minnsta kosti við henni og tala með söknuði um löngu liðna daga, þegar árvíst var, að Ás- grímur einn héldi sýningu um páskana. Þá var hægara að fylgj- ast með. Sú staðreynd, að bankamenn, refaskyttur og húsfrúr hengja jafnofit upp myndir til sýnis og gamalgrónir málarar, held ég að bendi eindregið til grósku í myndlistinni, sem hlýtur frekar að koma henni til góða. Áhug- inn er ótrúlega almennur og birtist meðal annars í því, að næstum allir selja slangur af myndum á sýningum. K agnheiður Jónsdóttir Ream sýndi í Bogasalnum um það leyti, er flestar sýningar voru á ferð- inni. Það var sagt í fréttum, að hún væri búsett vestur í Wash- ington, og mér flaug í hug að óat- huguðu máli, að þarna væri ein- hver húsfrú með kvöldnámskeið í farangrinum og mundi nú ætla að „slá í gegn“ á gamla Fróni. Mér fannst, að það mundi varla ómaksins vert að fara á þessa sýningu, en svo las ég gagnrýni í Morgunblaðinu eftir Valtý Pét- ursson, þar sem hann fór mikl- um viðurkenningarorðum um listákonuna. Svona getur það verið að dæma eftir líkum og sníða sér skoðanir að lítt athug- uðu máli. Ég fór auðvitað á sýn- ingu Ragnheiðar og hreifst á sömu stundu og ég kom inn úr dyrunum. Það leyndi sér ekki, að þarna var mjög sterkur mál- ari á ferðinni. Ameríski skól- inn, sem sprottið hefur uppúr abstrakt expressjónismanum eft- ir heimsstyrjöldina síðari, kom að vísu greinilega í ljós þama, en mér fannst það ekki ókostur. Ég hef alltaf haft mætur á þessum abstrakt expressjónisma að vest- an, og hann er afar aðlaðandi í þeirri útsetningu, sem Ragnheið- ur Jónsdóttir hefur tamið sér. Myndimar voru frá talsvert löngu tímabili, 1959—66. Samt var merkilega sterbur heildar- svipur á sýningunni, sem gefur til kynna að málarimn sé búinn að finna sjálfan sig og stíllinn breytist ekki til muna, þótt nokk- ur ár líði. Mótívið var yfirleitt grjót og meira grjót, heiðar og víðlendi, allt greinilega af ís- lenzkum ættum. Mér þótti gam- an að sjá, hvernig Ragnheiður beitti sinni aðferð við mótív sem þessi; þarna sá maður landslags- málverkið í lítið eitt annarri út- setningu en við eigum að venj- ast. Mr egar ég hitti Ragnheiði var sýn- ingu hennar lokið. Hún var þá heixna hjá foreldrum sínum á Hólavallagöt- unni, Jóni Halldórssyni fyrrum söng- stjóra og skrifstofustjóra í Landsbank- anum og konu hans, Sigríði Bogadóttur frá Búðardal. Þarna héngu uppi nokkur þeirra verka, sem verið höfðu á sýn- ingunni, svo og eldri málverk eftir Ragnheiði. Út um gluggana sáum við strákana sparka fótbolta á Landakots- túninu; upprennandi Vesturbæinga með alla þá rómantík, sem þar er sjálfsögð. Hvergi er göfugra að hafa sparkað bolta en á þessu túni; það munu þessir drengir vita síðar meir. Síðdegissólin hellti geislum sínum inn í stofuna og lýsti upp málverk það, sem Ragnheiður fékk á sínum tíma verð- laun fyrir, það var svokallað „Museum Prize“, sem Baltimore Museum of Art veitti. Það er mjög hrífandi mynd og mjög íslenzk. „Ég hef gaman af öllu þessu grjóti hjá þér,“ sagði ég. „Fátt er eins hrífandi og grjót. En þessar myndir eru yfir- leitt mjög flatar í fletinum. Gerir þú það vísvitandi að útrýma fjárvíddinni?“ „Nei, ekki lengur“, segir hún. „Það var uppi kenning um þetta eins og þú hefur kannski heyrt; allt átti að vera flatt í fletinum, standa hvað á móti öðru án tilfinningar fyrir þeirri dýpt, sem verður af perspektívi. Ég er hætt að hugsa um þetta núna og sumar mynda minna hafa línur, sem gefa til kynna perspektív eða fjarvídd, eins og það heitir á íslenzku. Þegar mótívið er klettar eða raunar klettaveggur, þá leið- ir af sjálfu sér, að myndin verður flöt í fletinum. Fyrirmyndin er þess eðlis.“ I. annig er það með reglur og for- múlur; þær koma og fara, ganga sér til húðar, þykja sjádfsagðar og jafnvel nauðsynlegar á einhverju tímaskeiði. Og svo ef til vill algjörlega óþarfar í næstu andrá, Þannig er listin: Ný sann- indi sem opinberast, gegna hlutverki sínu og hverfa að eirihverju leyti. Góð- ur málari hefur formúlurnar í handrað- anum, en lætur þær aldrei ráða yfir sér. Að minnsta kosti ekki eftir að hann hefur fundið sjálfan sig. En ég var að tala við Ragnheiði. Af hverju yfirgaf hún Vesturbæinn til þess að ílendast í Washington, þar sem hitinn verður 40 stig á sumrin, og ekk- ert grjót er til utan það sem tilhöggvið er í húsveggjum? Jú, hún fór á sín- um tíma vestur til að vinna í íslenzka sendiráðinu. Það var þegar Thor Thors var sendiherra þar. Hún hafði orðið stúdent vorið 1936, og einn vetur stund- aði hún nám í Heimspekideild Háskól- ans. Þar á eftir var hún á skrifstofu hjá Hallgrími Benediktssyni, stórkaup- manni, og þess ber að minnast, að þetta var í byrjun stríðsins. Þeir, sem á annað borð fóru utan á þeim tíma, fóru til Ameriku. Þangað hafði frændi hennar, Halldór Pétursson, farið til list- náms. Ragnheiður varð gripin útþrá eins og títt er um ungar stúlkur og í Ilagnheiður í vinnustofu sinni. Viðtal við Ragnheiði Jónsdóttur Ream listmálara E kki svo að sikilja að ekkert hefði gerzt. Ragnheiður hafði þá kynnzt manninum sínum tilvonandi, og þau giftu sig í október 1945. Hann heitir Doniald Forest Ream. Hann er eðlisfræð- ingur og vinnur fyrir sjóherinn í Wash- ington. Brúðkaupsmyndin af þeim stendur að sjálfsögðu á virðulegum stað í stofunni á Hólavallagötunm. f Wasihington eru strætin breiðairi en í öðrum borgum vestra og minniis- merkin hærri. Þar er Hvíta húsið og Pentagon, Potomac-áin og Arlington- kirkjugarðurinn. Borgin stendur á hæð- um; það er fagurt þar og þegar l'itið er yfir borgina, ber víða meira á trjá- gróðri en húsum. Þau Donald og Ragn- ársbyrjun 1943 tók hún sér fari með Dettifossi ásamt Rögnu Fossberg, sem þá var að fara utan til náms. Samferða þeim á skipinu var Louisa Matthías- dóttir, sem nú er vel þekkt listakona í New York. Nú, þegar Evrópa var lokuð, hélt einnig hún vestur til náms. „En myndlistin, hvar kemur hún inn í þessa sögu?“ „Löngu seinna; það var fjarri mér að hugsa um myndlist um þessar mund- ir. En ég hafði lært að spila á píanó heima og var búin að vera í söngtím- um. Það var einungis mér sjálfri til skemmtunar. Nei, ég vann bara í sendi- ráðinu til hausts 1944. Þá fór ég heim aftur.“ 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. júní 19S7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.