Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 5
af etta var í febrúar og stýrið á bílnum var kalt. Öhreinn og fótumtroðinn snjór þakti göturnar, og hann ók hratt og reyndi að gleyma öllu nema akstrinum. í Ijósrákinni frá bílnum birtust svartar mannverur og hann ýmist hemlaði eða sveigði til hliðar. Það var gott að vera á heimleið fannst honum og það var gott að bjarga mannslífum og honum fannst hann vera góðmenni þrátt fyrir allt. í framsætinu lá eintak af dagblaði. Þar var þessi fyrirsögn: „Þeir sem telja rétt fram til skatts í ár, fá uppgefnar gamlar sakir.“ Hann hafði séð þessa klausu strax í morgun og hún hafði verið að bögglast fyrir honum í ailan dag. Hann hélt áfram ferð sinni og sú hugmynd að gerast heiðarlegur maður, hvítþvo samvizkuna, sótti æ fastar á hann. Þegar hann stanzaði fyrir framan bílskúrinn, var hún enn að gerjast í honum. Hann fór út og renndi upþ hurðinni, en einmitt á því augna- bliki varð sprengingin. Hann hafði tekið ákvörðun. Hér eftir ætlaði hann að telja rétt fram. Þega-r hann setti bílinn inn, fann hann til vellíðunar, sem hann kannaðiist ekki við, og í bílskúrnum heyrðist ekki þetta þrusk, sem er svo algengt í myrkri eumra manna. Hann gekk upp tröppurnar og opnaði dyrnar. Fyrir innan stappaði hann niður fótum og snjór hrundi á mottuna. Þegar hann leit upp, birtist honum þetta gamal- kunna umhverfi í nýstárlegu ljósi. Allt var gjörbreytt, litla eikarkommóðan undir speglinum, þykkt teppið í holinu, allt. Jafnvel herðatréð, sem hann hengdi frakkann sinn á, var ekki eins og það átti að sér. Eiginkonan var líka breytt og krakkagrisilingarnir, sem höfðu pirrað hann til þessa, vöktu nú með honum þokkalegustu tilfinningar. „En hvað þú ert í fallegum kjól,“ sagði hann við konu sína, „er hann nýr?“ „Hefurðu verið að drekka?" spurði hún og leit rannsakandi á hann. „Hva, ég?“ sagði hann og hrökk í sjálfsvörn. „Ja, þú ert þá blindur, sérðu ekki, að þetta er drusla, sem ég er búin að eiga í mörg ár?“ „Ja, ja, ljósið mitt,“ sagði hann og hafði ekki fleiri orð um það. E ftir matinn lokaði hann sig inni á kontór og tók fram ýmis skjöl. Seinna sótti hann skattskýrsluna og breiddi úr henni fyrir framan sig. Þyngslalegur al- vörusvipur settist að í andliti hans og siðvæðing flóði um hann allan. Það var eins og góður andi hefði tekið sér bólfestu í honum. Hann byrjaði að fylla út skýrsluna og skrifaði hratt en læsilega. Eitthvert nýtilkomið samræmi var í öllu, engin togstreita í skriftinni. Hann lá lengi yfir þessu, gerði mörg uppköist, til þess að fá sem bezta áferð. Setninguna „Það vottast hér með, að viðlögðum drengskap, að skýrsla þessi er gefin eftir beztu vitund“ las hann aftur og aftur, og þegar hann loksins skrifaði nafnið sitt, var hann hinn hróðugasti. Aður hafði hann krass- að undir skýrsluna í einhverju fáti og verið bæði þrúgaður og sveittur. En nú var hann afslappaður og eitthvað, sem hann hélt helzt að væri frelsi, smaug um hann allan. Hann stóð upp og opnaði fram í stofu. Konan hans sat þar og var að lesa í dönsku blaði. Hann gekk til hennar. „Ja, ja, ljúfan,“ sagði hann og ræskti sig, „þá er ég orðinn heiðarlegur maður.“ Hún leit undrandi á hann. „Hvað áttu við?“ spurði hún. „Bara það sem ég segi, heiðarlegur maður, nytsamur borgari." „Og í hverju er þessi óvænta heiðvirða þín fólgin, ef ég má vera svo djörf að spyrja?" „Það er ástæðulaust að vera með þennan tón,“ sagði hann hálfmóðgaður. „Ætli ég megi ekki fylgjast með þeim hugarfarsbreytingum, sem verða á mínu eigin heimili,“ sagði hún. Hann tók að ganga um gólf, en stanzaði svo fyrir fram- an hana. „Ég er hættur að svíkja undan skatti,“ sagði hann með þungri áherzlu, Hún lagði frá sér blaðið, andaði djúpt og þandist út, eins og selskapspáfagaukur um það bil að hefja söng. „Ertur orðinn alveg ga-ga?“ sagði hún svo. „Síðast í fyrra hélztu því blákalt fram, að ef þú svilrir ekki undan skatti, þyrftum við að bræða snjó út á fiskinn." „Vertu ekki svona æst,“ sagði hann. „Og á hverju ári hefurðu komið hér heim og gortað yfir því, hvað þú værir flinkur með tölur,“ hélt hún áfram. „Við skulum ræða þetta í ró og næði,“ sagði hann. „Það þarf ekkert að ræða það, þvi ég skrifa ekki undir rétta skýrslu." Hún sótti þjöl í litla handtösku og byrjaði að sverfa á sér neglurnar. Það var eins og skriðjökull hefði komizt upp á milli þeirra, og sargið fyllti stofuna af kvíð- Vænlegum hávaða. Hann leit á konuna sína og sem snöggvast fannst honum þetta vera bláókunnug manneskja. Hvar var sú kona, sem hafði gert hann svo hamingjusaman, þegar hann var ungur maður? Þetta hugsaði hann og það rifjuð- ust upp fyrir honum þeir gömlu og góðu dagar, er þau höfðu búið í tveggja her- bergja íbúð inni á Grettisgötu. Hann hafði verið með vörulagerinn í eldhús- skápunum og hún hafði aðstoðað hann á alla lund. Oft höfðu þau setið langt fram á mótt og talað um peninga. En fyrst og fremst höfðu þau elskað hvort annað og verið ung og hlegið saman. Hann leit nú í kringum sig í stofunni og við honum blasti ríkidæmi, sem sprengdi utan af sér hömlulausustu æskudrauma, en samt var hann óánægður. Hann gekk yfir til konunnar. „Við þurfum ekki að afsala okkur svo miklu,“ sagði hann og ætlaði að strjúka Kanaríeyjar og skattsvik Eftir Örn H. B/'arnason henni um hárið, „bara að láta af þessum gegndarlausa lúxus.“ Hún ýtti honum snúðugt frá sér. „Skilurðu ekki, að mig langar til þess að vera haiðarlegur maður?“ hélt hann áfram, „Ég held, að þú ættir að láta rannsaka í þér sálina,“ sagði hún snefsin og tók fram blaðið á ný. „Blandaðu mér heldur þunnan whiskýsjúss en að vera að þessu fjasí,“ bætti hún við og hann hlýddi eins og rakki. „Skál fyrir hreinni samvizku,“ sagði hann og rétti henni glas. „Ég skála ekki fyrir neinni bölvaðri vitleysu,“ sagði hún og rak tunguna í vínið. „Þú skilur þetta ekki. Þeir eru að gefa manni þetta síðasta tækifæri. Ef ég tel rétt fram núna, verður strikað yfir allar gamlar syndir.“ „Því getur þú ekki borið þínar syndir eins og annað fólk?“ sagði hún og leit Framhald á bls. 6 18. júní 1967 ------------------------------------------------------- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.