Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 13
rússneska, eru langt frá því að vera full- komnar, en þær gegna samt sínu hlut- verki. Leit að fullkomleika og auðveldleika er til tjóns fyrir alþjóðatungumálið, en greiðir ekki götu þess. Hún er það sem höggið hefur stór skörð í raðir þeirra, er gefið hafa alvarlegan gaum að vandamálinu, og klofið þær í stríð- andi hópa, sem unnið hafa að verkefn- um sínum hver í bág við annan. Það sem heimurinn þarfnast er ekki full- komið eða auðvelt heimsmál, það er að- eins eitt heimsmál. RUSSELL Framhald af bls. 7. fann ég nú hvernig dulkynjuð fegurðar- tilfinning greip mig áisamt einlægum áhuga á börnum. Þetta dulkynjaða innsæi, sem mér fannst sjálfum ég búa yfir, hefur síðan löngu horfið mér og skilgreiningarþörf- in hefur tekið sér bólfestu með mér á ný, en sumt af því, sem mér fannst ég skynja eða sjá á þessari stundu, hefur síðan fylgt mér alla tíð, og orsakaði af- stöðu mína til fyrra heimsstríðsins; einnig hefur haldizt áhugi minn fyrir börnum og áhugaleysi mitt gagnvart minniháttar ógæfu ýmiskonar, og af- staða mín til mannanna hefur aldrei orðið söm og áður.“ B ertrand tekur nú aftur til við stærðfræðilegar ályktanir sínar sem seinna leiddu til bókar, er hét „Principia Mathematica“, sem Bertrand gaf út í félagi við vin sinn og fyrrum kennara, Whitehead, og tók Bertrand til við þessa bók, þegar hann taldi sig hafa lokið við „Grundvallaratriði stærð- fræðinnar", en hann hafði ekki aldeil-, is bitið úr nálinni. „Ég hélt að verkinu væri svo gott sem lokið, en í maí varð ég fyrir and- legu áfalli, ekki ósvipuðu hinu fyrra þetta ár á tilfinningasviðinu. Cantor sannaði, að það væri ekki um neina stærstu tölu að ræða, en mér skildist, að summa allra hluta í veröldinni hlyti að vera stærsta hugsanlega talan. í fyrstu fannst mér, að ég myndi fljótlega ráða niðurlögum þeirrar mót- setningar, sem þarna vaknaði upp, hér væri kannski aðeins um smávægilega rökvillu að ræða. Það rann samt smám saman upp fyrir mér, að svo var ekki. Burial-Forti hafði þegar uppgötvað álíka mótsögn og slíka mótsögn er hægt að mynda t. d. með því að fá manni blað, þar sem á er ritað: „Fullyrðingin hinum megin á þessu blaði er röng“. Maðurinn snýr síðan blaðinu við og þar er þá einnig ritað: „Fullyrðingin hinum megin á þessu blaði er röng“. Nú gæti það virzt, sem það sæmdi ekki fullorðnum manni að glíma við jafn algengar mótsagnir og þessa, en hvað átti ég að gera; hér var ekki allt eins og það átti að vera, fyrst menn hlutu að hnjóta um slíkar mótsagnir með því að beita venjulegum for- sendum. Það skipti því ekki máli, hvort um algengt eða óalgengt fyrirbæri værí að ræða; þetta var hólmgöngu- áskorun. Ég hélt lengst af árinu 1901, að lausnin væri auðfundin, en við lok þess árs var ég kominn á þá skoðun, að hún væri mikið verk. Ég ákvað því að Ijúka við „Grundvallaratriði stærðfræð- innar“ og láta lausnina á þessu eiga sig í bili. Um haustið fórum við hjónin til Cambridge og þar hélt ég fyrirlestra, sem að efni til byggðust á „Principia Mathematica", en hafði þá ekki fundið neina aðferð til að eyða mótsögninni. Af gömltun blöðmn l\feðal farþeganna með Skálholti 1907 var Jóhannes Jósepsson glímu- kappi frá Akureyri, og einnig Jón Helgason fimleikamaður, síðar íþrótta- kennari í Rússlandi og heildsali í Kaup-' mannahöfn. Jóhannes leit ekki á okkur strákana frekar en við værum hundar, mér fannst hann hrokalegur, og hefir alltaf verið illa við hann síðan. Þó fór ég í Iðnó og hortfði á Jóhannes glíma grísk-rómverska glímu við Óskar Flaaten, heljar mikinn norskan bolta, sem sýndi hér með A. Hammer fim- leikamanni, kattliðugum ápaketti, sem gerði alls konar kúnstir. Og Jóhannes stóð sig vel, því verður ekki neitað, og það var gott vegna okkar göfugu þjóð- ar, sem er af konungum komin, en ekki vegna Jóhannesar. Eftir sýninguna sagði kona, að sér fyndist dónaskapur af Jó- hannesi Jósepssyni að ganga berlærað- ur til rómversk-katólskrar glímu, sem þótti vel sagt. En mikið var ég feginn er ég frétti síðar, að Jóhannes hefði legið í konungsglímunni á Þingvöllum. Honum var það mátulegt. Jón Helgason var eftir því ljúfmenni, sem Jóhannes var hrokalegur. Ég bar mikla virðingu fyrir honum, og hefir alltaf þótt vænt um hann. Eftir 1920 kom hann hingað örsnauður farandsali. Þá keypti ég af honum ómerkilegt skran fyrir um 8 þúsund danskar krónur. Ég hefði ekki keypt af Jóhannesi, en þá var ég mattadór. Og svo var það 1912, er ég var tvítug- ur. Ég var þá ríkur, átti 5 krónur og keypti flösku af brennivíni, beztu tegund hjá Bensa Þór. E g bauð pabba inn á Norðurpól- inn, þar seldi gamli Ásgeir kaffi og gaf snafs, eins og á vertshúsinu á Hvammstanga. Þetta var á sunnudags- morgni og talsvert margir viðskiptavin- ir að drekka kaffi. En þeir voru allir með húfuna fyrir andlitinu, svo þeir þekktust ekki. Okkur langaði ekki í kaffi, en hvísluðum, að við vildum viskí, og var þá boðið inn í stofu. Ás- geir gamli var bezti karl, þó hann hefði sína galla, ég er viss um að ég hitti hann hjá sankti Pétri. Þá sá ég fyrst blessaðan forsetann, og leizt strax illa á hann. Hann var þá stúdent, og leit á mig með ógnar fyrirlitningu, rétt eins og ég væri einhver ómerkileg persóna. Ég segi það satt, að mér hefir alltaf verið illa við hann síðan, þó hann hafi aldrei gert mér neitt illt. En góðum mönnum man ég líka eftir, sem litu þóknanlega á smæð mína. Og þá man ég fyrstan Odd Hermannsson skrifstofustjóra. Við höfðum fengið tals- vert af lakkris innfluttum frá London, gæðavöru, sem stóð til að tollafgreiða sem brjóstsykur. En þá var verðið alltof hátt, og því var ég sendur með reikn- ingana og átti að skýra málið. Ég hitti Odd Hermannsson og var hræddur við hann, og svo var um fleiri. En hann hlustaði kurteis á skýringar mínar og reyndi að skilja þær, að hátollaður lakkrís væri ekki seljanlegur, þetta væri frekar matur en sælgæti. En þá ruddist helvízkur heildsali fram hjá mér, og krafðist með frekju tollafgreiðslu vafa- samrar vöru. Oddur svaraði honum fyrst kurteislega, en hinn espaðist því meir. Þá reigðist Oddur við, hvessti á hann augun og sagði: „Þér skuluð ekki vera að koma og gera kröfur, yðar málstaður er ekki svo góður.“ En ólukkans heild- salinn fór tvöfaldur út. Ég skalf af hræðslu, hélt að heiftin myndi bitna á mér, en Oddur sneri sér að mér brosandi, og hélt áfram að hlusta á mig. Og mínar skýringar sigruðu, enda voru þær gáfulegar. Mér hefir alltaf þótt vænt um Odd síðan, hann var ein- stakt ljúfmenni þar sem annars vegar var smæð, og fákænir áttu í hlut. En hann var drembilegur á velli, og gat orðið byrstur á brúnina. Hannes Jónsson. Nú verður uuðvelt uð komust í gott skup M, . annkynið stendur á tíma- mótum. Á næstunni mun hin lækn- isfrœðilega rannsóknarnefnd birta niðurstöður sínar varðandi fimm ára svæðistilraunir með EMC — Electroencephalographic Mood Controller ( eða rafeindageðstjórn- artœkið á vanmáttugri islenzku). Niðurstöðurnar eru nánast sagt geigvœnlegar í öllu sínu veldi. Læknisfrœðin hefur náð ótrú- legum árangri í meðferð hjarta- sjúkdóma, geðklofa, bronchitis auk hins almenna kvefs. Hjarta, lungu, lifur, nýru og adrenalinkirtla er öll hœgt að endurnýja. Dánartalan hefur lœkkað óðfluga, sumpart vegna þessara framfara en einnig vegna nýrra lyfja sem tefja fram- gang ellinnar: Aldrei hefur fólk verið betur varið fyrir líkamlegum sjúkdómum. Samt eru alltaf ein- hverjir kvillar á ferðinni Sjúkrahús og hjúkrunarheimili eru troðfull af sjúklingum. Þar að auki úir og grúir af sálsjúku og taugaveikluðu fólki. Það eru fórn- arlömb hins mikla allsherjarkvilla nútímans: leiðindanna. Meginþorri fólks er hundleiður á lífi sínu; það skortir þá örvun og spenning sem því er nauðsynlegt til að halda andlegri heilsu. » ið vitum að frá sjónarmiði taugasjúkdómafræðinnar byggist hamingja einstaklingsins á jafn- vœgi í sameining gerhvata á viss- um svœðum undir heiláberkinum. Sú sameining á sér ýmsar orsakir og eru örvandi áhrif frá umhverf- inu sú helzta þeirra. Andlegt þol- gœði byggist á erfðaeigindum og er einstaklingsbundið. Of mikil eða lítil taugaáreynsla raskar jafnvæg- inu og afleiðingin gerir vart við sig sem þunglyndi, kvíði, sljóleiki eða almennur leiði og óánœgja. EMC vinnur á mjög einfaldan hátt. Smágert transistortæki tekur upp og greinir heilabylgjur og sýn- ir jafnvægisástand gerhvatanna. Síðan er ekkert auðveldara en að skipta frá móttöku til sendingar og örva með rafmagni þau svæði, sem skortir gerhvata. Hver sá sem ber EMC tæki getur hvenær sem er mœlt sálrænt ástand sitt og um- breytt tilfinningum sínum og geðs- lagi eftir þörfum með því að snúa skífunni. Sé einhver í slæmu skapi getur hann ger.t sjálfan sig kátan á fáeinum mínútum. Á hinn bóginn er hœgt að bœla niður kátínuna og gera úr henni svartasta drunga. EMC er ekki stærra en arm- bandsúr og afar auðvelt í meðför- um. Meðan á tilraununum stóð voru 10.000 manns, sem allir bjuggu á sömu slóðum, fengin EMC tœki sem þeir báru á sér allt frá einu ári upp í fimm ár. Þegar fólkið hafði vanizt tœkinu, varð það hamingjusamara en það hafði nokkru sinni verið áður. Það varð glaðlynt og bjart- sýnt, fullt af óþrjótandi starfsorku og þurfti aðeins þriðja hluta þess svefns sem áður nœgði. Einn hópur manna sem tœkið hefur sérstaklega komið að gagni er sá, sem áður var skilgreindur sem „ónógur sjálfum sér“. Og svo kann að fara að EMC útrými eitur- lyfjanotkuninni, sem alltaf virðist fara í vöxt, einkum meðal ung- linga. 1 œðingalœknirinn Dr. Owen Smith vakti athygli á heilbrigði barna þeirra kvenna sem báru EMC tœki. Við fœðingu virtust þau hafa andlegan þroska á við þriggja mán- aða gömul börn. Þetta er í sam- rœmi við ríkjandi hugmyndir um áhrif hins andlega ástands mæðr- anna á þroska hinna ófœddu barna. Svo sem áður er sagt er hœgt að framleiða þunglyndi með því að snúa skífu tœkisins í öfuga átt. Þetta hefur reynzt lögreglunni á tilraunasvœðinu mjög gagnlegt við yfirheyrslur afbrotamanna. Ekki þarf að fjölyrða um hœttur þær sem i þessu eru fólgnar fyrir ein- staklinginn i þjóðfélagi með síauk- in opinber afskipti. Hafa verður í huga þá staðreynd að sérhver upp- finning sem gerð er til aukins vel- farnaðar hefur jafnhliða notagildi til illverka. Þetta er sá Gordions- hnútur sem læknavísindin munu aldrei geta leyst. 18. júní 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.