Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 14
BÓKAMARKAÐUR Framhald af bls. 16 Höfundurinn reynir í þessari bók að gera grein fyrir aðstöðu rithöfunda og listamanna í kommúnískum löndum. Hann ræðir við viðkomandi listamenn, sumir þeirra unnu í náð stjórn- arvalda, aðrir ekki, þannig lýs- ir hann ástandinu í Póllandi, Tékkóslóvakíu og Ungverja- landi. Þvingun listamanna er ekki kommúnískt fyrirbæri, slíkt kemur fram í viðtölum, sem höfundur á við bandaríska höfunda og listamenn þar í landi, en þvingunin er annars eðl- is og þaðan er mönnum frjálst að fara. Þetta er eftirtektarverð bók. Efni hennar birtist fyrst í „Third Program" brezka útvarps- ins og er hér gefið út svo til óbreytt. Saga: English Mediaeval Pilgrimage. D. J. Hall. Routledge & Kegan Paul. 1966. 35/—. Eitt einkenni miðalda voru hópar fólks syngjandi sálma og berandi krossa og kerti, píla- grímarnir. Stundum fóru þeir í fjölmennum hópum, stundum fá- ir saman og sumstaðar mátti rekast á einfara á leið til ein- hvers helgs staðar. í þessu riti ræðir höfundur þessi ferðalög á Englandi. Hann lýsir nokkrum stöðum, þar sem allir gátu feng- ið að þukla á ginnheilögum leifum helgra manna eða snerta skrín, sem geymdu flísar úr krossi Krists. Þessir ferðamenn voru oftlega sjúklingar í heilsu- leit, haltir, lamaðir og blindir voru færðir til þeirra blessuðu skrína' og ekki er manni grun- laust um, að sumir hafi tekið sér ferð á hendur ekki aðeins í trúarlegum tilgangi, heldur til þess að leita sér tilbreytingar frá daglegu tilbreytingarleysi. Ástæðurnar voru margvíslegar. en sú helzta var að gera yfirbót og öðlast náðina. Höfundur styðst við samtímaheimildir og gerir sér far um að skilja fyrirbrigðið pílagrímsferðir skilningi manna á miðöldum. Athugagreinar og registur fylgir. Auflösung der Kolonialreiche. Franz Ansprenger. dtv-Weltges- chichte des 20. Jahrhunderts. Band 13. Deutsche Taschenbuch Verlag 1966. DM 4.80. Mesta nýlenduveldi nú á dög- um er Portúgal, 1914 var það Bretland. Landsvæði það sem ný- lenduveldin réðu í lok fyrri heimsstyrjaldar taldist um 72 milljónir ferkílómetra, nú er þetta svæði um 5 milljónir fer- kílómetra. Bretar, Frakkar, Belg- ar og Hollendingar hafa afsalað sér stórmiklum svæðum og ástæðurnr hafa verið mefial annarra, þjóðernisvakning ný- lendubúa, efnahagslegar breyt- ingar í heimalöndunum og ný viðhorf til stjórnmála. f þessari bók er rakin saga ný- lenduafsalsins, sem hefur orðið átakalítið og farið fram án mikilla blóðsúthellinga. Aftur á móti hafa hin nýfrjálsu ríki átt í ýmsum erfiðleikum inn á við, sem' er engan veginn óeðlilegt. Fyrirmynd flestra þessara rikja í stjórngæzlu og um réttarfar er sótt til fyrrverandi yfirráða- þjóðar, og evrópsk menning hefur enn meiri áhrif á þessar þjóðir eftir afsalið en fyrir. í bókarauka eru athugagreinar, bókaskrá og registur. ÍSLENZKT SKÁLD Framhald af bls. 12 „ F yrsta leikritið sem ég samdi var Hinir höltu. Ég veit fyrir víst, að það skrifaði ég án þess að hafa í huga nokkurn „skóla“ eða nokkra „stefnu". Þá hafði ég ekki hugmynd um að til væri nokkuð sem nefndist „expressjónismi.“ Ég skrifaði beint „eins og andinn inngaf mér“. Stíllinn var mér eðlilegur og í fyllsta skilningi frumlegur. Hvert og eitt leikrita minna (en af þeim hefi ég samið fimmtán alls, flest þeirra lítils virði), hefi ég endurskoðað frá þrem upp í átta sinnum. Við hverja endurskoðun stytti ég þau. Og síðasta gerðin nálgaðist mest mína fyrstu dramatísku hugmynd. Hið raunsæja drama og drama algerlega kaldrar skynsemi eru mér miður að skapi heldur en hið rómantíska. í rómantíska sjónleiknum má auðveldlega láta það í ljós á táknrænan hátt, sem ekki verður sagt með orðum. Táknin hafa það sem orðin skortir. Rómantíski sjónleikurinn hefir þannig augljóslega miklu meira að segja heldur en sá raunsæi (eða realistiski), sem ekki nær lengra en til yfirborðsins. Rómantíkin er fyrst og fremst mál hinnar andlegu varurðar. Heimur andans er stærri en sá heimur, sem við sjáum með okkar ytri augum, og leyfir ímyndun og sköpunargáfu mannsins stærra svið. í sjónleikum mínum leitast ég við að sýna atburði hversdagslífsins í nýju ljósi. Þegar mál- ari málar mynd, sem kemur okkur ókunnuglega fyrir sjónir, mynd af einhverjum hversdagslegum hlut, þá treystum við því, að þannig hafi hann séð hann. Þetta átti uppruna sinn í hans sjónarmiði. Þeg- ar maður flýgur yfir lognsléttan vatnsflöt, verður hann að fljúga í tiltekinni hæð til þess að sjá fisk- ana í vatninu og steinana í botninum. Ef hann flýg- ur mjög hátt, sér hann ekki hvað er í djúpinu,- né heldur hvernig vatnsfletinum er háttað. Fari hann of lágt, sér hann ekki annað en sjálfan sig í spegli“. I slenzkar bókmenntir í Kanada eru líklegar til að reynast stundarfyrirbæri, nema þá að þeim verði haldið við með stöðugum innflutningi fólks heiman frá Íslandi. Þeir menn, sem lagt hafa skerf til kana- diskra bókmennta á íslenzku, hafa, með alls einni undantekningu, verið fæddir á íslandi. Undantekn- ingin er Guttormur Guttormsson. Enda þótt hinir aðr- ir, sem fæddir voru í Kanada, hafi algerlega samlag- azt heimi enskunnar fyrir áhrif skólanna, hefir hon- um — máske vegna þess, að honum hlotnaðist ekki kanadisk skólamenntun — tekizt að halda algeru og stórkostlegu valdi yfir íslenzkri tungu. Margt það, sem hann hefir til bókmenntanna lagt, vitnar óum- flýjanlega um óbeizlaðan huga, en þar sem honum tekst bezt, þar hefir hans sterki frumleiki, nærður á góðum bókmenntum, sem féllu saman við hans eigin hugðarefni, skapað þau verk, sem eru með miklum ágætum — verk, sem áunnið hafa honum þá viður- kenningu, að hann sé eitt hinna fremstu skálda ís- lenzkra, sem nú eru uppi. Kanadamenn af enskumæl- andi uppruna geta með réttu verið stoltir af afrek- um þessa meðborgara síns. Snæbjörn Jónsson þýddi. Framkv.stj.: Siglús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík 14 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 18. júni 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.