Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 6
KANARÍEYJAR OC SKATTSVIK Fra-mhald af bls. 5 fiyrirlitlega á hann. Hann fann nú til þreytu og vínið gerði sitt og hann nennti ekki -að rífast við hana. Hann fékk sér aðra blöndu og við það mildaðist tilveran heldur. Eftir þriðja glas sá hann hilla undir Miðjarðarhafið í bláum augum konunnar. Sólhvítir dagar á austurströnd Spánar rifjuðust upp fyrir honum. Þau höfðu buslað í ylvolgum sjónum eða setið undir sólhlíf og drukkið Camparisóda úr taerum kristalsglösum. Sandurinn undir fótum þeirra hafði verið heitur og skammdegisþreytan morknað úr þeim á fáeinum sólskinsdögum. Einn morguninn höfðu þau keypt sér rauðvíns- Ibelg, gengið um á sandölum og drukkið vínið yfir öxl sér eins og innfæddir. A kvöldin höfðu þau oftast setið úti fyrir hótelinu og notið kyrrðarinnar. Þetta hugs- aði hann og svo fór hann að hugsa um skattsvik. Það var nú eiginlega ekki hægt að telja þau til glæpa. „Flinkur með tölur,“ hafði hún sagt. Það vantaði svo sem ekki, að hún gerði gy>s að honum, en auk þess var þetta alveg satt. Hann var flinkur með tölur. Hann fann nú, hvernig vínáhrifin juku á friðarviljann og hann langaði snemma í iháttinn. Aftur sá hann Miðjarðarhafið fyrir sér og hvítan fjörusand og svo var það •whiskýmildaður svipurinn á andliti konunnar. Löngunin til að hvítþvo samvizk- una var að fjara út. „Veiztu, Gugga,“ sagði hann hálf þvöglumæltur, „veiztu, að ef ég legg mig allan fram, þá er einn á móti milljón, að þeim takist að hanka mig.“ „Hvað ertu nú að fara?“ „Hvað?“ sagði hann og varð æstur. „Bara það, að ég er hættur við að telja rétt fram.“ Hann leit á hana og sá, að hún átti erfitt með að leyna gleði sinni. „Nú kannast ég við tóninn, gamli refur,“ sagði hún. „Ég hólt, að ég væri orðin eitthvað verri. Mér sýndist Hjálpræðisherskerling vera að valsa hér um íbúðina áðan.“ Hún stóð upp og gekk til hans. Hann hló tröllslega og andlit hans varð einn (munnur. Það gat ekki farið fram hjá henni, að hann var hið mesta karlmennL „Þér fór það ekki að þykjast vera heilagur,“ sagði hún og strauk honum um hnakkann. Hann var með whiskýglasið í annarri hendi, en dró hana til sín með hinni. í svip hans var agnarlítill einræðisherra, en um leið tvísikinnungslegur tryll- •Jngur. „Þú ert indæl,“ sagði hann hálfstjarfur og sló í bossann á ihenni. S vo fór hann inn á kontór og lokaði að sér. Hann byrjaði á nýrri skýrslu, Bkrifaði hratt og gætti þess, að efinn kæmist ekki að. Þegar hann hafði lokið við að fylla hana út, fór hann aftur fram. „Ja, ja, þá komumst við í siglingu í vor,“ sagði hann. „Heyrðu, elskan mín,“ sagði konan hans alvarleg í bragði, „ef þú endilega vilt telja rétt fram, ætla ég ekki að standa í veginum.“ „Svona, svona,“ sagði hann borginmannlega, „skrifaðu undir.“ Hún gerði eins og hann bauð. Falleg og lífsglöð hönd hennar var algjör and- stæða við krassið hans. Hann tók við skýrslunni, fór með hana inn á kontór og lagði hana þar á borðið innan um önnur plögg. „Hvar er Jónsi?“ kallaði hann. „Uppi í herbergi hjá sér að læra.“ „Ég ætla að biðja hann að skutla mér niður eftir. Skýrslan þarf víst að hafa borizt fyrir tólf á miðnætti." kúgaðist og maginn í honum var galtómur og hann hefði helzt viljað deyja. Gugga ætlaði að skella þvottapokanum á hann enn einu sinni, en hann ýtti henni frá sér og skreiddist fram úr. „Ég ætla að fá mér frískt loft,“ sagði hann og byrjaði að klæða sig. Þegar hann kom út, beit kuldinn hann í eyrun. Snjóbirtan rann saman við angist hans, og hann sá allavega litar stjörnur. Það var eins og heilt sólkerfi væri að hringsnúast inni í höfðinu á honum. Hann gekk lengi, lengi og rankaði ekki við sér fyrr en ofan í miðbæ. Timbur- mennirnir voru hávaðasamir og hann hugsaði með sér, að kannski myndi einn lítill inni á Borg heldur þagga niður í þeim. Hann rölti því út í Pósthússtræti og inn um suðurdyr hótelsins. . Mr egar hann kom inn á barinn, sá hann naumast handarbreidd frá sér, en vínþefurinn og skvaldrið leyndi sér ekki. Hann vandist rökkrinu þó fljótt og gekk yfir að barborðinu. „Bloody Mary,“ sagði hann við þjóninn. Allt í kring voru menn að rabba sam- an, andlit við andlit, hulin myrkum hlátri. Þegar komið var með vínblönduna, borgaði hann, en gaf auk þess þjóninum 25 krónur. Skælt bros myndaðist fyrir framan hann, en hvarf svo í hringiðuna. Seinna birtist það aftur og þá innar á barn- um. Þetta bros var eins og flassbirta inni í dimmu herbergi. Klikk og svo myrkur, klikk-myrkur. Hann dreypti á víninu, og þykkur, kaldur drykkurinn fékk hann. til þess að gleyma leiðindum sínum um stund. En það var ekki lengi. „Það svíkja allir,“ byrjaði hann að tauta við sjálfan sig. Þetta var orðin eins konar þráhyggja. Góðkunningi hans úr viðskiptalífinu kom nú aðvífandi. Hann var með útlenzkt blað i handarkrikanum og bindið stóð greifalega út í loftið. „Sjaldséðir hvítir hrafnar,“ sagði hann. Þeir tókust í hendur og maðurinn hélt áfram að tala. „Vörupartí ...... peningaleysi .... það eru stjórnvöldin,“ heyrði hann mann- iinn segja, en hann náði ekki samhenginu. Hann fann að hann hafði ekki eirð í sér til þess að vera þarna lengur. Og þegar hann var búinn úr glasinu, kvaddi hann og fór. Dómkirkj'uklukkan sló eitt og frostið var að herða. Göturnar umhverfis Auistur- völl voru skítugar og fótumtroðnar, og styttan af Jóni Sigurðssyni gnæfði upp úr gróðurlausri auðninni. Þessi upplitsdjarfa, gamla þjóðhetja fór í taugarnar á- hon- um, og hann var feginn að komast beint í leigubíl, sem var þarna við gangstéttina. Þungur skrokkur hans seig ofan í aftursætið. Við honum blasti rauðbólginn svírL en auk þess svitarönd á derhúfu. „Þetta er áréiðanlega skattsvikari," hugsaði hann. mt egar hann kom í dyrnar heima, barst hávaði að innan. Gugga kom æðandi á móti honum og var með eitthvert plagg í hendinni. „Hvernig stendur á nafninu mínu hér?“ spurði hún. „Hér hvar?“ sagði hann viðutan. „Á þassari skýrslu." „Hvaða skýrsla er þetta?“ „Nú, en sú falsaða, sem þú ætlaðir að skila í gærkvöldi.“ Hann varð alveg högg* dofa, en smátt og smátt áttaði hann sig. Það var augljóst, skýrslurnar höfðu víxl- azt. „Gugga, Gugga,“ öskraði hann, „ég hef þá skilað þeirri réttu.“ „Guð minn góður,“ sagði hún. „Ég er heiðarlegur maður,“ sagði hann og byrjaði að danisa í kringum hana. Það var líkast því sem andlit hennar hefði verið sementskústað, þannig var það, grátt og harðneskjulegt. „Þú ert fífl,“ hreytti hún út úr sér. „Hér hafa æðri máttarvöld komið mér til hjálpar,“ sagði hann. „Þú gerðir þetta áreiðanlega viljandi.“ „Nei, það sver ég,“ sagði hann. „Ja, þá er það þessi heimsfræga undirmeðvitund enn einu sinni að verki,“ sagðl hún. Hann lét sig falla í stól og krampakenndur hlátur lagði undir sig allan líkamann. „Elsku litla undirmeðvitund,“ sagði hann milli hláturshviðanna, „ég vildi, að að ég gæti náð til þín og kjassað þig.“ Gugga stóð yfir honum, óárennileg eins og eyðimerkurkaktus, og augu hennar skutu gneistum. En á þessari stundu óttaðist hann ekkert í víðri veröld, ekki einu sinni konuna sína. A. leiðinni í bílnum kjaftaði á honum hver tuska. „Ertu nokkuð skotinn núna?“ spurði hann Jónsa. „Láttu ekki svona, pabbi,“ svaraði strákurinn. „Svindlið þið á prófum, eins og við gerðum í gamla daga?“ hélt hann áfram, en missti af svarinu. Svo sterkt lifði hann sig inn í hlutverkið, góður og víðsýnn pabbi. Þeir námu staðar hjá anddyri Alþýðuhússins. Hann flýtti sér úr bílnum og smeygði skýrslunni inn um til þess gerða póstrifu. Þar fyrir innan var gríðarstór kassi. Það var ekki fyrr en har.n sneri frá, að hann áttaði sig á því, hvað þessi kassi var hryllilega lokaður. Sem snöggvast va-r hann eins og límdur við gangistéttina. „Það svíkja allir undan skatti," hugsaði hann, en samt var hann kaldsveittur og fætur hans voru kaldir og hann fylltist ógnvekjandi tómleika. Siginaxla og nán- ast eins og gamalmenni dróst hann í bílinn. Þegar hann kom heim, tók hann upp nýja flösku, og þau hjónin fengu sér nokkra sjússa í viðbót. Undir miðnætti skreið hann svo sjóðdrukkinn í bælið. 1\ æsta morgun var hann hörmulega á sig kominn. Það var eins og höfuðið Væri að klofna og veggirnir á svefnherberginu voru á fleygiferð. Gugga stumraði yfir honum og setti ýmist heitan eða kaldan þvottapoka á enni hans, en þess í milli gubbaði hann í þvottaskál. „Það svíkja allir,“ hugsaði hann, en veggirnir héldu áfram að hreyfast. Hann 6 LESBÖK lORGUNBLAÐSINS 18. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.