Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 12
ÍSLENZKT SKÁLD Framhald af bls. 2 það djúpstætt táknmál, sem tjáir hina algildu merk- ingu þess er gerist í leiknum. Þannig er það, að í Hringnum, sem þegar hefir verið vikið að, er sjón- arsviðið í greniskógi úti í óbyggðum. Þetta er um miðjan vetur. Alls staðar er kafasnjór, sem hlaðizt hefir á trjágreinarnar og sveigir þær til jarðar. Faðir með tveim drengjum sínum hefir villzt í skóginum og þeir feðgar hafa engin tæki til þesis að geta kveikt upp eld. Þeir eru örmagna af þreytu og gegnum- kaldir og liggja í snjónum, þegar Móðirin finnur þá. Hún hefir farið úr hlýjunni í bjálkakofanum og frá yngri börnum sínum til þess að leita þeirra í skóg- inum. Öll fjögur fara þau nú að leitast við að finna leiðina heim, og ganga út af leiksviðinu til vinstri. Gert er ráð fyrir, að um það bil klukkustund líði enn, og úlfar fara yfir leiksviðið frá hægri til vinstri og fylgi hungraðir slóð villuráfandi fólksins. Svo líður önnur klukkustund og ekkert heyrist nema brakið í frosnum snjónum og niðurinn í trjágrein- unum. Þá koma foreldrarnir og drengirnir aftur inn á sviðið, nú frá hægri hlið, og eru yfir sig fegin að finna í snjónum það sem þau telja að sé manna- slóð og hunda, er muni vera að leita þeirra. „Þev mega ekki fara langt á undan okkur. Við skulum xekja sporin," segir móðirin. Ahorfendurnir skilja, hve raunalega er ástatt um þau. „Hringur" þeirra eigin slóðar hefir lokazt og um þau er öll von úti. Stormurinn æsist, og þegaT tjaldið fellur, heyrist ógreinilega til þeirra, þar sem þau eru aS kallast á-í hamslausri hríðinni. Sjónleikur þessi segir á dapurlega miskunnarlaus- an hátt frá því endalausa hringsóli er svo þráfaldlega virðist einkenna mannlífið. Möguleikarnir til fram- fara eru harkalega sýndir í slóðum úlfanna í snjón- um, en allt í kring og yfirgnæfandi aillt annað er hvít, köld og óumflýjanleg nálægð dauðans. Ekki er óhugnaðurinn minni í Skugganum, en markmiðið er hér augljósara. Gamall maður, ungur maður og blindur maður híma á götuhorni. Bæjar- menn þjóta fram hjá þeim á leið í leikhúsið til þess að sjá gamanleik, sem „hefir aldrei verið leikinn hér og verður ef til vill aldrei leikinn framar". Kyn- legur sjómaður, bræðrungur þess Ancient Mariner's sem Coleridge yrkir um, gengur yfir leiksviðið og hrópar: „Dauðinn fer hér um í nótt". Bæjarmenn hyggja hann ölvaðan, en kunningjarnir þrír eru á annarri skoðun og bíða til þess. að sjá hverju fram vindi. Drengur nokkur segir við þá: „Ég sá þennan mann niðri á bryggju. Hann var að koma af stóra svarta skipinu, sem lenti um sólarlagið". Ekkja ein kemur og staðnæmist hjá þeim. Hún er að bíða eftir börnum sínum, sem eru í leikhúsinu. Nú verður löng og áhyggjufull bið. Öldungurinn merkir undar- legan kuldagust nálgast meir og meir, en sá blindi þykist merkja sívaxandi hita úr áttinni frá leik- húsinu. Þar yfir frá hefir glumið sífelldur hlátur og fagnaðaróp, en nú verður þar skyndilega uppnám með ópum, sem gefa til kynna eldsvoða og hræði- legt slys. Smámsaman dregur úr ópunum, eftir því sem bálið vex. Sjómaðurinn kynlegi gengur yfir sviðið að baki þeim þremur sem bíða og varpar trölls- lega miklum skugga þar sem hann gengur. Leiknum lýkur með þessu samtali: Öldungurinn: Ég sá skugga dauðans á veggnum. Sá blindi: Ég fann skugga dauðans hvíla á mér. Öldungurinn: Dauðinn fer einatt bak við okkur. Við sjáum bara skuggann. Sá blinrli: Það er ljós hinumegin við dauðann, annars sæist ekki skugginn. Nýjasta leikrit haras er Blæjan, sem kom í Oðni 1936. Þetta er seiðandi hugleiðing um sálfræðilega tvíhyggju í huga konu einnar, tvíhyggju, sem í leikn- nm er sýnrd með aðgreindum persónum, gamalli konu og ungri konu. Þær búa saman og báðar elska þær tiltekinn ungan mann. Fyrir ungu konunni horfir vænlega, en gjaroa mundi hún kjósa að sjá gömlu konuna dauða. En sú gamla heldur sig þrákelknis- lega hjá henni sýknt og heilagt og krefst þess, að maðurinn taki þær báðar. Hann heimsækir þær og stjakar hinni eldri frá sér kurteislega, en kyssir hina yngri. Þegar þau bæði, þessi ungu, fara inn í svefn- herbergi við hliðina á stofunni, fylgir gamla konan þeim eftir og læsir herberginu innan frá. Innan skamms koma þau öll þrjú út. Maðurinn er bálreiður og hótar að yfirgefa ungu konuna nema hún rjúfi sambandið við þá gömlu, en þess er enginn kosturw Gamla konan talar í þvsrsögnum: „Ég mætti segja það mér til afsökunar og mínu framferði, að heit- mey þín er þrjátíu árum eldri en ég og náttúrlegá unglegri, en þar sem ég er nú svona miklu yngri,- geri ég kröfu til, að ungir karhnenn gangi mig ekkil á bí eða forsmái mig — að ég ekki segi — láti sér bjóða við mér. Það er nú líklega ekki að nefna, að þeir fái ást á mér — eða ekki lítur út fyrir það." Ungi maðurinn hverfur á brott fyrir fullt og allt. Unga konan deyr af sorg, og — hlæjandi kuldahlátur — sveipar gamla konan hana í brúðarkjól hennar; sem líkblæju. Þessi þrjú leikrit Guttorms gefa almenna hugmynd um hin. Ritdómarar á íslandi hafa talið þau sem heyrandi til stefnu expressjónismans, þeirri bók- menntastefnu í Evrópu, sem þannig er lýst, að hún láti sér annara um hin innri áhrifaöfl heldur eni hitt, hvernig lífið er á ytra borðinu. Guttormur viður- kennir skilgreininguna, en neitar hinu, að hann sé á meðal lærisveinanna. Afstöðu sína skýrir hann þannig: Framhald á bls. 14 Söngur morgunroðans og þú Prósaljóð eftir Jón Pálsson Þegar rödd þín hljómar gegnum símastrenginn þá finnst mér sem morgunroðinn syngi. Fyrst syngur hann í rauðum, þá gylltum, bláum og síðast í mjalla- hvítum tón. En þá er reyndar kominn dagur og allir eiga að hefja störfin. Þannig líkist þú morgninum, að hafi ég talað við þig dálitla stund, þá fyllist brjóst mitt löngun til starfa á einhverju sviði. Veiztu af hverju söngur morgunroðans heyrist ekki með eyrunum? — Það eru álög. Einu sinni voru allir menn á jörðinni góðir; þá söng morgunroðinn svo hátt að fólkið vaknaði við hans unaðs- legu tóna, vaknaði til að vera gott hvert við annað. Síðan kom dagurinn sem knúði mennina til dáða, en að lokum raulaði kvöld- roðinn þá í svefn. Myrkrið þekktu mennirnir ekki, því þá sváfu þeir. En svo var það einn morgun að mennirnir- gleymdu að vera góðir. Þá reiddist morgunroðinn og sagði: „Það er auðvitað, að nú eruð þið búnir að kynnast myrkrinu. Héðan í frá skal enginn heyra söng minn með eyrunum. Héðan í frá syng ég aðeins fyrir þá sem heyra söng minn með hjartanu. Af því að þú ert skyld morgninum og ég skil rödd þina betur með hjartanu en eyrunum, þá áttu að tala meira við míg en alla aðra menn á jörðinni, hjala við mig á morgnana svo augu mín opnist, tala skærum rómi á daginn svo brjóst mitt fyllist orku, syngja lágt við sœng mína á kvöldin þar til sál mín flýgur inn í draumalandið. Á draumalandinu mun ég biða þín þar til þú sjálf ert sofnuð. Þegar sálir okkar mætast þar mun ég leggja lárviðarsveig um enni þitt, skreyta kjól þinn fegurstu rósum, prýða skó þína ný- fallinni morgundögg sem glitrar eins og heimsins skœrustu dem- antar í Ijósi eilífra stjarna. Og þú munt kyssa mig kossi sem varir í þúsund ár, því á landi draumanna er hœgt að lifa þúsund ár á einni nótt. Ó, þú dóttir morgunroðans, hjalaðu svo augu mín opnist, talaðu svo brjóst mitt fyllist orku, syngdu mig inn á draumalandíð og kysstu mig í þúsund ár. '(3.6. 1966) ERKASTALI Fyrir neðan Túngötuna er Her- kastalinn, sem lengi hefir verið ódýr- asta gistihús Reykjavíkur, sæluhús smælingjanna. Þangað hefir margt rek- aldið reikað, sem hraktist á fúafjörum mannlífsins, í leit að æti, hlýju, hjúkrun og huggun. Og öllum var tekið með hjartahlýju eins og þar væru systkin komin, sönn Guðsbörn. Á hersamkomurnar fjölmenntu smæl- ingjar í snjáðum fötum, fátækir á fé og fátækir í anda, og fundu til nálægðar Guðs. Það voru einu sælustundirnar í lífi þeirra. Þeir ljómuðu af fögnuði, er þeir komu af samkomunum og sögðu mér frá dýrð Guðs og Himnaríkissælu. Lífið var þeim sæla í smæð þeirra. Já, Guð er líka í lægðinni. Það var sannarlega tilkomumikið, þegar herganga var frá Kastalanum nið- ur á Lækjartorgið. Það small í fánan- um, tromman dunaði, en lúðrar, cons- ertínur og gítarar tónuðu göngulög. Það kom varla fyrir að slíkar hergöngur væru áreittar, þær voru slík skemmtun og tilbreyting. Annars var skopazt að Hernum, og illa siðaðir ruddar héldu að þeir væru að sýna manndóm með því að áreita herfólkið. Enginn skopaðist þó eins að Hjálpræðishernum og skrattinn hann Þórbergur. Það var svo neyðar- legt. Þórbergur fær að finna það þegar hann er dauður, þá pínir einhver draug- urinn hann. — Nú er álitið á Hernum breytt, menn þakka honum og viður- kenna verkin. Vafalaust er ofstækistrúin á eilífa útskúfun að einhverju röng. En mér hefir alltaf fundizt, að Jesú' Kristi mundi líka vel við Hjálpræðisherinn. Þeir eru binddndissamir, hófsamir og miskunn- isamir. Þeir umgangast bersynduga og smælingja eins og bræður og systur. Það er fagur kristindómur. Mér hefir alltaf fundizt Laekjartorgið helgidómur engu síður en kirkjurnar, þó þær séu skrautlegri. Það eru margir fleiri en Herinn, sem hafa prédikað þar af barnslegri einlægni, og haft þar sínar trúariðkanir. Það hafa ekki verið lærð- ir menn, en sagt sannleikann eins og þeir vissu hann beztan. Og þeir hafa talað mál, sem alþýðan skildi. Þó það væri hlegið að þeim hafa orðin, semi þeir sögðu, geymzt í hugskoti manna^. og kannski komið mörgum að liði, er; imikils þurfti við. Er prestarnir kvarta yfir tómumi kirkjum dettur mér oft í hug: „Far þúl lúður á Lækjartorg og prédika þar orðV sem fólkið skilur. Guð er þar líka". Þaðl er ekki lærdómur og vísindi, sem boðav rétta trú, heldur barnsleg einlægni ogi löngun til að enduróma kenningar Jesú' Krists. Hann var leiðsögumaðurinn, góði hirðirinn, og fyrir það lét hann lífið. En blóð hans frelsar engan nema þann* sem vill snúa á rétta braut og taka sinnaskiptum. Ég var svo heppinn, að presturinn sem fermdi mig fyrir 60 árum var góð- ur maður og góður leiðbeinandi. Fyriri það hefi ég enn haldið barnatrúnnu Hún hefir hjálpað mér og þá mest, er! ég átti erfiðast. Hannes Jónsson. TUNGUMÁLIN Framhald af bls. 10 legur auðveldleiki fólginn í því, að ritað mál sé í fullu samræmi við mælt mál. Af því leiðir, að hvaða mál sem valið er, hvort heldur þjóðtunga eða gervimál, verður það að vera stafsett eftir fram- burði. Gervitungur eru það vanalega, en þjóðtungurnar vanalega ekki. Af þessui leiðir, að ef þjóðtunga verður fyrir val- inu, svo sem enska eða franska, verður hún óhjákvæmilega að taka upp staf- setningu samkvæmt framburði til al- þjóðlegra nota. Að öðru leyti er ekki að ræða um neina eftirsókn í auðveldleika, heldur er spurning um almenna hylli. Ef full- trúar meiri hluta íbúa heims aðhyllast sérstakt tungumál eða sérstaka tegund tungumála, þá er engin ástæða til að ef- ast um að aflstetða þeirra mundi ráða hinu endanlega vali. Fullkomleiki hef- ur aldrei verið auðkenni neins tungu- máls og það er unnið fyrir gýg að leita hans. Þjóðtungur, svo sem enska eða 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. júní 196-7.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.