Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 7
Bertrand Russell um aldamót. u, I m þessar mundir, eða 1895, halda þau hjón sig í Berlín og Bertrand les hagfræði þar við háskólann, og nú kemst hann í kynni við jafnaðarmenn, en þeir voru taldir vondir menn á þessum árum. „Frú Ermyntrude Malet, kona amb- assadorsins, var frænka mín og þess vegna vorum við hjón boðin til sendi- ráðsins. Þar tóku okkur allir af mik- illi vinsemd, og sendiráðsstarfsmenn- irnir höfðu allir við orð að heimsækja okkur. En tíminn leið og það kom enginn þeirra, og þegar við ætluðum þá að heimsækja vinafólk okkar í sendi- ráðið, þá reyndist enginn heima á þeim bæ. Það leið langur tími áður en við gerð- um okkur ljóst, að það væri í rauninni nokkuð óeðlilegt við þetta, en loks komumst við að því, að ástæðan fyrir þessu óllu var sú, að Alys hafði látið orð falla um það við ambassadorinn, að við hefðum verið á fundi með jafn- aðarmönnum. Frú ambassadorsins hafði skrifað ömmu minni þetta, en þrátt fyr- ir hleypidóma ömmu minnar í garð Alys, þá tók hún þarna málstað hennar. Þetta var efni, sem varðaði almenning, og það mátti treysta því, að bæði amma og Agatha frænka sýndu frjálslyndi, þegar um almennar stjórnmálaskoðanir væri að ræða. Um þetta leyti var að myndast með mér þörf til andlegra afreka. Ég ákvað að leggja ekki fyrir mig embættisstörf heldur helga mig algerlega ritmennsku. Mér er í fersku minni kaldur, bjartur dagur snemma vors. Ég reikaði einn um Tiergarten og ráðgerði með sjálfum mér framtíðarverkefni mín. Eg hugsaði mér að skrifa flokk bóka um heimspeki vís- indanna sem spannaði allt frá hreinni tstærðfræði til lífeðlisfræði og síðan ann- an bókaflokk um félagsleg viðfangs- efni og ég var að vona, að þessir tveir bókaflokkar gætu mætzt að lokum í sameiginlegri skilgreininu, sem bæði væri vísindaleg og nytsöm." Þrátt fyrir þessar göfugu fyrirætlanir sínar eyðir nú Bertrand enn lífinu um stund við ljúfari leik. Hin nýgiftu hjón bregða sér um vorið til ítalíu og leita sér þar uppi fáfarna baðströnd og baða sig þar kviknakin, og líður svo vorið og fram á sumarið, en þá kallar alvara lífsins aftur að. Bertrand þarf að fara að hugsa um háskólastyrk sinn og rit- gerð, sem hann þurfti að skila háskól- anum. Kaflar úr nýrri sjálfsœvhögu — lUðurlag „Ég tel að hátindur míns andlega lífs hafi verið í septem- ber árið 1900. Þá tautaði ég við sjálfan mig að nú hefði ég loks unnið undravert verk." E: í kki lagðist þetta verkefni þó þungt á hann, og á þessum fyrstu hjóna- bandsárum sínum lifði hann fyllra lífi .: andlega og líkamlega en nokkru sinni •fyrr eða síðar: : J* „Með fyrsta kvonfangi mínu hófst þaS timabil í liíí mínu, sem var hamingju- ríkara og skilaði meiri árangri í verki en nokkurt annað tímabil lífs míns. Þar sem ég var nú ekki haldinn neinum hrellandi vangaveltum á tilfinningasvið- inu, leitaði öll orka min að andlegum viðfangsefnum. Fyrstu hjúskaparárin las ég mikið bæði af heimspekiritum og stærðfræði. Einnig auðnaðist mér að vinna nokkurt höfundarstarf og leggja grunn að síðari verkum. Ég ferðaðist mikið utanlands og las einnig mikið af grundvallarfræðum, eins og sögu. í andlegum efnum var þetta þannig blómlegasta skeið ævi. minnar, og ég stend enn í þabklætisskuld við fyrstu konu mina fyrir að gera mér þetta mögulegt. Ég hafði unnið bindindisheit til að þóknast konu minni, og ég drakk ekki fyrr en kóngurinn gekk í bindindi í fyrra heimsstríðinu. Honum gekk það til að auðvelda okkur að drepa Þjóð- verja, og þá virtist eins og það hlyti að vera eitthvert samband á milli friðar- stefnu og vínanda." Bertrand segir nú lítið eitt frá "White- head, prófessornum sem var hans fyrsti kennari og vann síðar að Prin- cipia Mathematica með honum, og varð vinur hans náinn, en það dró í sundur með þeim í heimspekilegum efnum, og sérstaklega þó vegna afstöðu Bertrands til stríðsins, og segir Bertrand, að þessi vinslit hafi þó fremur verið sín sök en Whiteheads. Bertrand segir eftirfarandi sögu, sem dæmi um þá einbeitingu, sem einkenndi vin hans: „Einbeitingarhæfileiki Whiteheads var óvenjulegur. Það var að sumarlagi, er ég dvaldi hjá honum í Grantchester, að vinur okkar, Crompton Davies, kom í heimsókn og ég leiddi hann fyrir gest- gjafa okkar. Whitehead sat úti í garði og ritaði stærðfræði. Við staðnæmdumst fyrir framan hann og stóðum varla nema eins og metra frá honum og horfðum á hann þekja síðu eftir síðu með stærð- fræðitáknum. Hann sá okkur aldrei, og að nokkrum tíma liðnum gengum við í burtu aftur fullir lotningar." A árunum 1898 til 1902 yar það venja þeirra Russells-hjónanna að dvelja um stund árlega í Cambridge. Bertrand var á þessum árum að losa sig undan þýzkri hugsjónastefnu, sem hafði fest rætur með honum vegna áhrifa frá McTaggart og Stout. Það varð honum enn ný reynsla að koma úr háloftum hugsjónastefnunnar niður á jörðina á ný „eftir að hafa lit- ið á þá veröld, er ég skynjaði, sem óraunverulega, og verða nú þess um- kominn að trúa því, að í rauninni væru til hlutir eins og borð og stólar. Það vakti mér gleði að skynja samband hlutanna sem raunveruleika, og jafn- BERTRAND RUSSELL framt vakti það áhuga minn að upp- götva, hversu hörmuleg áhrif þessi skilningur minn hafði á þá trúarhug- hyggju, að sannanir þurfi að nást eftir leiðum huglægrar rökhyggju." Þarna er sem sé á þessum árum að myndast með Bertrand sú skoðun, að heimspekinni beri að leita stuðnings í táknum stærðfræðinnar, sem séu raun- veruleg, fremur en í loftkenndri rok- byggju, og líður nú ekki á löngu, þar til alger stefnubreyting verður enn í lífi hans. Árið 1900 gefur hann út bók, sem bar nafnið „Heimspeki Leibniz", og „þar fékk ég tækifæri til að láta í ljós hinar nýju skoðanir mínar í rökfræði. Þetta sama ár, eða í júlí 1900, var haldið Alþjóðamót heimspekinga í París í sambandi við heimssýninguna þar það sama ár. Við Whitehead héldum á þetta mót báðir .... og þetta þing markaði tímamót í andlegu lífi mínu, vegna þess að þar hitti ég Peano (Giuseppe Peano, ítalski stærðfræðingurinn og rökfræð- ingurinn, dó 1932). Ég þekkti hann með nafni og hafði kynnzt einhverju af verkum hans, en ekki lagt það á mig að kryfja til mergj- ar kenningar hans. Þegar menn tóku að raeðast við þarna á þingunum, veitti ég því athygli, að hann var allra manna nákvæmastur og hafði ævinlega betur í öllum rökræðum. E I ftir því sem dagarnir liðu, varð ég sannfærðari um, að þessir yfirburð- ir hans væru að þakka stærðfræðilegri rökvísi. Ég bað hann því að láta mig hafa öll verk sín, og strax og þinginu var lokið, fór ég til Fernhurst til þess að glíma þar í kyrrð og næði við hvert orð, sem hann og lærisveinar hans höfðu ritað. Mér varð það ljóst, að skoðanir hans lögðu mönnum í hendur tæki búið til úr sundurgreinandi rökfræði, sem var samskonar og það, sem ég hafði verið að leitast við að búa mér til um árabil. Með því að kryfja skoðanir og aðferðir þessa manns til mergjar var ég að heyja mér áhrifamikla tækniþekk- ingu, sem myndi koma mér að haldi við væntanlegt verk mitt. í enduðum ágúst hafði ég náð að kynnast verkum hans til fulls, og síðan eyddi ég septembermánuði við að færa út aðferðir hans til notkunar við tengslakerfið." (Logic of Relation: Ef öll A eru B og X er A, þá er X einnig B o. s. frv. o. s. frv. Þó að Bertrand Rus- isell finnist táknmál stærðfræðinnar fallegt mál, þá finnst mér Einar Ben. hafa orðað hugsunina í þessari frægu ályktun og þar með alla tengslakenn- inguna af mun meiri glæsibrag en stærðfræðingarnir. f hverju strái er himingróður — í hverjum dropa regin- sjór.Þýð.) t3 vo mikla ánægju hafði Bertrand af glimu sinni við stærðfræðilega heim- speki sína þetta sumar, að þegar hann minnist þessa tima, þá finnst honum enn, „að hver dagur hafi verið sólbjart- ur og hlýr." „Þessi tími var eitt allsherjar andlegt ölæði. Mér var ekki ósvipað farið og manni, sem hefur klifið í þoku hátt f jall, og þegar hann loks stendur á tind- inum er skellibjart og sér of heima alla. Árum saman hafði ég barizt við að skilgreina frumatriði stærðfræðinnar eins og rað- og frumtölurnar. Síðan er það, að á nokkrum vikum auðnast mér að finna lausn á heilabrotum mínum og um leið að kynna stærðfræðilega tækni- nýjung á því sviði, sem áður var háð óljósri skilgreiningu heimspekinganna, en ég hafði nú komið nákvæmari skikk- an á MT essi septembermánuður árið 1900 var hátindur andlegs lífs míns um æv- ina. Ég gekk um kring og tautaði við sjálfan mig, að nú hefði ég loks unnið umtalsvert verk og þess vert, að það væri unnið, og nú yrði ég að gæta mín að verða ekki fyrir ökutæki áður en ég fengi fest það sómasamlega á pappír. Ég hóf síðan strax í byrjuðum október að rita „Grundvallaratriði stærðfræð- innar", en á þeirri bók hafði ég nokkr- um sinnum byrjað, en fyrri tilraunir runnið út í sandinn. Ég ritaði þetta haust III. kaflann, IV., V. og VI., eins og þeir voru síðar prentaðir. Ég skrifaði einnig I. kaflann, II. kaflann og VIL kaflann í þessari lotu, en varð að endur- skrifa þá síðar svo að bókin varð ekki til í sínu lokaformi fyrr en í maí 1902. Á hverjum degi, allan október, nóv- ember og desember, skrifaði ég 10 síð- ur á dag og lauk við handritið sdðasta dag aldarinnar. Whitehead-hjónin dvöldust hjá okkur í Fernhurst á þessu skeiði, og frú Whitehead hrakaði stöðugt og var vön að þjást skelfilega af hjartasjúkdómi. Það var einn dag, að þjáningar hennar urðu svo yfirþyrmandi, að hún virtist hafa misst allt samband við umheim- inn og lokazt innan veggja þjáningar sinnar, þá varð mér skyndilega ljóst, hve einmana manneskjan er í raun og veru. Alltaf síðan ég kvæntist, hafði verið kyrrt yfir tilfinningalifi mínu og það verið yfirboxðskennt. Ailar dýpri tilfinningar höfðu gleymzt mér og ég látið nægja léttúðug hyggindi. Allt í einu var eins og jörðinni væri kippt burtu undan fótum mér, og mér fannst ég lentur á öðru vitundarsviði. Á fimm mínútum liðu um huga mér hugsanir sem þessar: — einmanaleiki mannlegrar sálar er meiri en svo, að hún fái undir honum risið, og það er enginn fær um að rjúfa þann vegg, nema eftir leiðum þeirrar ofurástar, sem trúarpostular hafa boðað, og allar aðgerðir til þess eftir öðrum leiðum eru til skaða, eða þegar bezt lætur gagnslausar; það leiðir af þessari ályktun, að það er rangt að heyja styrj- aldir, og að kennsla almennra skóla er viðbjóðsleg, aflbeitingu ber að forðast og í mannlegum yiðskiptum skyldu menn reyna að nálgast hverjir aðra með því að rjúfa einmanaleikahjúp hverrar persónu og tala til hennar á þeim for- sendum einum. Þegar þessar fimm minútur voru liðn- ar, var ég orðinn allt annar maður en ég hafði verið. Um skeið var ég haldinn einskonar dularfullri skynvillu. Mér fannst ég þekkja innstu hugarhræring- ar hverrar manneskju, sem ég mætti á götunni, og enda þótt þetta væri vafa- laust blekking, þá var það staðreynd, að ég var kominn í nánara samband en áður hafði verið við alla vini mína og marga af kunningjum mínum. Ég hafði verið heimsveldissinni en á þess- um fimm mínútum snerist ég með Bú- unum og varð friðarsinni. Þar sem ég hafði árum saman aðeins hirt um nákvæmni og skilgreiningar, þá Framhald á bls. 13 18. júni 1967 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.