Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 10
EITT TUNGUMÁL FYRIR ALLAN HEIMINN Eftir dr. Mario A. Pei, prófessor í rómönskum málum við Columbia University í N.Y. Þorsteinn Þorsteinsson þýddi 113. Ficmtíðarlausnin 2. Tvær stórblekkingar: rökvísi og auðveldleiki (frh.). D r. Wilder Penfield, forstöðumað- ur taugalækningastofnunarinnar í Montreal kallar tungumálalærdóm „fyrsta kraftaverk mannlegs heila.“ Hann heldur því fram, að með skil- yrðisbundnum viðbrögðum geti barn fyrirhafnarlaust lært tvö eða þrjú tungumál. Hann gerir líka þann fyrir- vara- að eftir aldursskeiðið tíu til fjór- tán ára „hrörni heilinn að því er varð- ar tungumálalærdóm." Það hefur aldrei verið gerð tilraun til þess að sanna, hve langt einn einstakl- ingur getur komizt í málalærdómi. Hve mörg tungumál, sem öllum er byrjað á í bernsku, getur maður drukkið í sig, lært og skilið, og að hve miklu leyti getur hann haft þau á valdi sínu síðar í lifinu? Hæsta tala af slíku tagi, sem mér sjálfum er kunnugt um, er þrjú tungu- mál, en ég hef heyrt sagt að þau geti vel verið fjögur, fimim eða jafnvel sex. Ég ítreka, og legg áherzlu á, að það sem ég á við, er mál talað reiprenn- sndi með fullkomnum hreim innbor- inna mælenda, en ekki mál, sem bor- ið er fram með erlendum hreim, þó smávægilegur sé, og hikandi á orðum cg setningum þótt annars sé greiðlega mælt. Fjöltungumálamenn (polyglots), menn sem geta talað, skilið, lesið og ritað á einn eða annan veg eitthvað frá tveim málum og upp í heilan tug eða meir, eru töluvert margir, en hér er ekki rætt um þá. Hinsvegar er miklu fátíðara að menn tali tvö eða þrjú erlend tungu- mál fullkomlega auðveldlega og ná- kvæmlega, með engu meiri vanköntum en þeim sem finna má hjá innbornum mælendum málsins. Við nánari eftir- grennslan kemur nær ævinlega í Ijós, að þeir byrjuðu að læra þessi mál, ekki í gagnfræðaskóla eða menntaskóla, ekki í Berlitzskóla eða öðrum slíkum málaskólum, heldur mjög snemma á barnsaldri. Mjög nýlega átti ég kost á að gefa gætur að fjögra ára stúlku, sem átti amerískan föður en franska móður. Með þeim takmörkunum, sem gera má ráð fyrir um fjögra ára gamalt barn, var framburður hennar bæði á frönsku og ensku gallalaus. Það var undrunarvert, að franska hennar hafði ekki orðið fyr- ir neinum áhrifum af þvi, að faðir hennar, sem talaði frönsku greiðlega, ráði þó ekki alveg framburði innfæddra, og heldur hafði ekki enska hennar orð- ið fyrir áhrifum af því, að móðir henn- ar bar hana fram með sterkum frönsk- um keim. Þetta er óskýranlegt undur og eins er um öll svipuð fyrirbæri. Franskur starfsbróðir minn og frönsk kona hans tala ensku málfræðilega rétt, en með greinilegum frönskum hreim. Þau hafa alið upp fjögur börn og eru bæði franska þeirra og enska eins full- komin og nokkurt móðurmál getur ver- ið. Hér hlýtur hið undursamlega sjötta skilningarvit hins vaxandi barns að hafa leiðbeint þeim, svo að þau líktu út í yztu æsar eftir frönsku foreldra sinna, en vöruðust jafnframt að líkja eftir ensku þeirra og tóku fram yfir hana ensku kennara sinna og skólafélaga. J[ . P. McEvoy, umferðaritstjóri tíma ritsins Readers Digest, sem sjálfur er mikill tungumálamaður, hefur gert hina víðtækustu og árangursríkustu tilraun á þessu sviði sem ég hef fengið beina vitneskju um. Er hann dvaldist um hríð til skiptis í París, í Havana á Kúbu og í Bandaríkjunum, réð hann innbornar kennslukonur til þess að kenna tveim dætrum sínum frönsku, spænsku og ensku. Pat og Peggy tala frönsku eins og Parísardömur, spænsku eins og heldri kúbanskar „senoritas“ og ensku eins og menntaðir New York-búar, án minnsta hiks eða samblöndunar. Þær eru mín beztu lifandi vitni þess, að kenna má ungum börnum ekki aðeins tvö, heldur að minnsta kosti þrjú tungumál með ágætum árangri. Tilvist þeirra er líka alger afsönnun þeirrar kenningar, sem oft hefur verið haldið fram af vissum frömuðum uppeldismála, að kunnátta tveggja eða margra tungumála hefði miður góð áhrif á sálar- og vitsmuna- þroska barna, því að þær eru sálar- lega heilbrigðar og að vitsmunum eru þær að minnsta kosti jafnokar annarra ungra stúlkna á þeirra aldri. Þær eru nú, innan við tvítugt, að læra rússnesku, og ég held að mér sé óhætt að spá þvi, að rússneska þeirra, hversu vel og ræki- lega sem þær læra hana, muni aldrei fyllilega jafnast á við þá ensku, frönsku og spænsku, er þær lærðu í barnæsku; Það er ennþá vafamál, hve mörg tungumál megi kenna börnum innan tíu ára aldurs með fullkomnum árangri. En það sem ég vil leggja áherzlu á, er að tvær tungur að minnsta kosti má læra jafnauðveldlega og greiðlega á fyrsta áratug hvers einstaklings, og á það hafa verið færðar sönnur, svo að á því leikur ekki hinn minnsti vafi. Ef annað þessara mála væri þjóðtunga hvers lands en hin alþjóðatungumál, sem auðvelda ætti samskipti manna um allan heim, þá gæti ekki vafi leikið á því, að þetta annað tungumál mundi vera talað og skilið jafnvel og móður- málið. 3. Vandamál núverandi kynslóðar. Bkki auðvelt fyrir fullorðna nemandann — Hann á um tvennt að velja — Alþjóðatungumálið verður að rita eftir framburði — Leiðrétting á meginvillum — Nýja kynslóðin andspænis hinni gömlu. Allt sem sagt var í síðasta kapi- tula var mjög gott fyrir börnin, þau sem voru fædd þegar það var ritað eða ófædd. Vandamál þeirra vegna sam- skipta heims leysast auðveldlega og sársaukalaust. En hvað um núverandi kynslóð, þá sem komin er í tölu full- orðinna og lokið hefur skyldunámi? Þetta er það sker, sem allar tilraun- ir á fyrri tíð til þess að koma á heims- tungumáli hafa strandað á. Á hverri öld, frá hinni seytjándu til núverandi aldar, hafa hinir fullorðnu hverrar kyn- slóðar hegðað sér eins og vandamálið varðaði þá sjáifa, og aðeins þá. Þeir hafa algerlega neitað að líta á það í ljósi verðandi sögu framtíðarinnar. Hvenær sem töfraorðið „auðveldleiki" hefur verið nefnt, hefur það verið íklætt ákaflega viðkvæmri merkingu. Hver ræðumaður sem hefur nefnt það, hver hlustandi sem hefur heyrt það og hver lesandi sem hefur lesið það, hefur tekið það í merkingunni „það sem er auðvelt fyrir mig og fyrir mig einan“. Hver sá, sem velt hefur fyrir sér ráðagerðum um heimstungumál, hefur hugsað sér það sem eitthvað auðlært og auðmeltanlegt fyrir hann sjálfan og aðra á hans aldri. Fullorðnu fólki, sem aiið er upp við enskar eða rómanskar erfðavenjur og talar ensku eða eitthvert rómanskt mál, finnst það tiltölulega auðvelt, sem byggt er á latínu, grísku, ensku og rómönskum málum, af því að það kemur heim við þær tungumála- venjur, sem því hafa verið innrættar, við málið sem það talar, og þau mál sem það líklega hefur lært á skólagöngu sinni. Allt annað er hinsvegar erfitt. E n auk þessa hefur fullorðna fólk- ið, þó leitt sé að verða að játa það, vanizt við að læra tungumál með erfið- ismunum. Sá sem gengið hefur í gagn- fræðaskóla og valið hefur sér sem eina af námsgreinum sínum frönsku, spænsku, latínu, þýzku eða eitthvert annað mál, hefur vanizt við að skoða tungumála- lærdóm í því fólginn að æfa sig í kunnáttu málfræðireglna, að leggja einstök orð á minnið og þýða af því máli sem hann kann á málið sem hann er að reyna að læra. Það þarf ekki um það að spyrja, að þetta mótar alla hans hugsun um tungumál og málalærdóm. Það er erfitt fyrir hann að líta á al- þjóðamálið öðruvísi en sem skólanáms- grein, með kröfu um nám að yfirlögðu ráði og erfiða þjálfun. En ef alþjóðamálið á að ná fullum árangri verður það að lærast frá fyrstu bernsku á algerlega eðlilegan hátt — með því að heyra, tala og endurtaka — í stuttu máli, nákvæmlega með sömu að- ferð sem menn læra móðurmál sitt. Yfirleitt tekst aðeins börnum það full- komlega. Þeir fullorðnu, er líta á alþjóðamálið sem sérstaklega ætlað fyrir þá sjálfa, sætta sig ekki við þá einföldu lausn, sem á að vera fullkomlega örugg fyrir komandi kynslóðir heims, en hætt er við að skilji þá eftir utangarðs, sem komnir eru af barnsaldri. Hin alkunna gamla önuglyndisspurning „En hvað um mig?“ kveður við hvaðanæva þegar minnzt er á slíka lausn. Þeir fullorðnu leita lausnar sem sé auðveld fyrir þá sjálfa, tungumáls sem sé auðvelt að læra með hinum gamalkunnu lærdóms- aðferðum og komi sem allra mest heim við tungumólsvenjur þeirra. Þeir sækj- ast því eftir auðveldri málfræði, en gleyma því, að öll málfræði er auð- veld fyrir þá, sem læra frá barnæsku hvernig hún er notuð, og alþjóðlegum orðaforða, en gleyma því, að í heimi, þar sem eru svo mörg ósamkynja tungu- mál, getur enginn orðaforði verið al- þjóðlega kunnur öllum. í þessari þrotlausu leit að því, sem er auðvelt og alþjóðlegt, koma kynslóð- irnar hver á fætur annarri, en ekkert kemst í framkvæmd. Alþjóðamálið er ævinlega hilling, næstum í seilingar fjarlægð. að sem er kunnugt er auðveit". En það sem er kunnugt einum, þarf ekki endilega að vera kunnugt öðrum. Það er furðulegt, hversu slík miðun við sjálfan sig í hugsun er almenn, jafn- vel á meðal tungumálafræðimanna. Frægur maður á sviði rómanskrar tungumálaþróunar segir til dæmis, að það sé óhugsanlegt, að ólæsir rómversk- ir hermenn og galliskir bændur hafi getað talað latínu með fallendingum og sagnorðaendingum hennar. Hinn lærði starfsbróðir minn heldur að af því að það kostaði hann erfiðleika að læra latnesku nafnorða- og sagnbeyg- íngarnar, þegar hann kom fyrst í menntaskóla, þá hafi hermenn og bænd- ur á fyrstu öldum kristninnar átt við sömu erfiðieika að stríða. Hann gleym- ir því, að í heiminum eru nú á dögum þjóðir, sem til skamms tíma voru að miklu leyti ólæsar, svo sem í Rúss- landi og Litavíu, en mæla á tungur með alveg eins margbrotnum fallend- ingum og sagnendingum (fyrir oss vest- urlandabúa) eins og í latínu. Mergur- inn málsins er, að hinir ólæsu Róm- verjar og Gallar lærðu ekki þessar beygingar sem beygingadæmi í mál- fræði, heldur lærðu þeir þær við móð- urkné í ákveðnu samhengi og notuðu þær siðan ósjálfrátt í sama samhengi. Ólæs rússneskur bóndi (ef nokkur slík- ur er eftir á þessum upplýsingartímum) mun leiðrétta útlending, sem notar skakka fallendingu, þó hann geti alls ekki sagt honum hina málfræðilegu ástæðu fyrir því eða sagt honum nafn- ið á fallinu sem hann ætti að nota. En hann segir bara við hann: „Svona á að segja það af því að svona hefur það alltaf verið sagt hér“. ★ E f einhverntíma verður litið á al- þjóðamálið, eins og vera ber, sem mál einkanlega ætlað komandi kynslóðum, hvert verður þá hlutskipti þeirra, sem nú eru komnir af barnsaldri? Þegar þeim hefur brugðizt ósk sín um, að þeirra venjur verði látnar sitja í fyrirrúmi, þá eiga þeir um tvo kosti að velja. þeir geta annaðhvort lært alþjóðamálið á þann eina hátt er þeim sem fullorðnum er auðið — á gamla mátann með málfræði, orðalærdómi og þýðingum, reyndar með aðstoð nýjustu aðferða, sem nú þekkjast, þar sem áherzla er lögð á talað mál og við- ræðuform tungunnar, eða þeir geta lifað lífinu í alsælu afskiptaleysi einnar tungu, þar sem þjóðtungurnar munu haldast í notkun um allan heim um ár og aldir, langt fram yfir lífslíkur nokk- urs manns sem nú lifir. Ef þeir velja fyrri kostinn, geta þeir sótt nýtízkunámskeið fyrir fulloröna, þar sem alþjóðamálið verður kennt, alveg eins og fullorðnir sækja nú nám- skeið í frönsku, þýzku eða rússnesku eða einhverju öðru máli. Þeir munu ekki læra hina nýju tungu jafnauð- veldlega eða þrautalaust eins og börn þeirra, sem læra hana í leikskóla eða barnaskóla, en þeir munu læra hana eins vel og þeir geta lært nokkurt mál á fullorðins aldrL Ef þeir vilja engin afskipti hafa af alþjóðamálinu, þá er ekkert við því að segja. Það munu líða áratugir áður en. alþjóðamálið er farið að hafa veruleg áhrif á þjóðtungurinar, og á þeim tíma munu margir af núverandi kynslóð falla frá. En jafnóðum og þeir sem ekki hafa lært alþjóðamálið hverfa af sviðinu, verður rúm þeirra skipað þeirra eigin börnum, sem tala reiprennandi, auð- veldlega og eðlilega, ekki aðeins sitt eigið móðurmál, heldur líka tungu sam- eiginlega fyrir allt mannkyn. ★ E r þetta þá svo að skilja, að alls ekkert þurfi að hirða um neinn auð- veldleika í sambandi við alþjóðamálið? Eins og áður hefur verið bent á, er ekki um neinn áskapaðan auðveldleika eða erfiðleika að ræða í mæltu máli tungumálahna, en aftur á móti er eðli- Framhald á bls. 12 10 VESBÖK MORGUNBLAÐSINS 18. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.