Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Page 1
24. tbl. — 25. júní 1967. — 42. árg. Að neffan til vinstri: Dag Hammarskjöld í Kon- gó sumarið 1960. Til vinstri: Trygve Lie, fyrsti fram- kvæmdastjóri Sameinuffu þjóffanna. A3 neffan til hægri: U Thant ræffir viff Gold- berg (t. h.), fastafulltrúa Bandaríkjanna, en t. v. er Fedorenko, fastafulltrúi Sovétríkjanna. ar að er bæði vanþakklátt starf og erfitt að veia framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Þar reynir til hins ýtrasta á samningslipurð og hæfileika til þess að umgangast og reyna að skilja hina ólík- ustu þjóðflokka. Oft heyrist sú skoðun, að Sam- einuðu þjóðirnar séu til harla lítils og fái engu áorkað, þegar mikið liggur við. Sú skoðun er samt fljótfærnisleg, og enginn skyldi vanmeta það sem komið er í kring bak við tjöldin. Þegar vanþroska stjórnmálamenn eru með hótunum sínum búnir að koma í veg fyrir að aftur verði snúið og þegnarnir hafa verið mataðir á einhliða áróðri og mettaðir hatri, þá lítur allur heimurinn til framkvæmdastjór- ans í von um, að ef til vill takist honum að afstýra ófriðarbáli. Það er erfitt fyrir einhvern þjóðhöfð- ingja að taka að sér starf sáttasemjara í millirikja- deilum, en framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur allt aðra aðstöðu. Síðasta raun framkvæmdastjórans var í sambandi við deilu Araba og ísraela. Margir eru þeirrar skoð- unar, að Nasser hafi þrátt fyrir allt aldrei ætlazt til þess að U Thant flytti á brott herinn af Gaza- svæðinu. En framkvæmdastjórinn taldi ekki annað fært, þar sem Egyptaland er frjálst og fullvalda riki og forseti landsins krafðist brottflutnings. Þarna hefur U Thant staðiið frammi fyrir erfiðri og örlaga- ríkri ákvörðun, sem gat haft ófyrirsjáanlegar og örlagaríkar afleiðingar, hvorn kostinn sem hann tók. Hvernig er framkvæmdastjórinn kosinn? f reglu- gerðinni segir, að íramkvæmdastjórinn skuli kosinn af Allsherjarþinginu að fengnum meðmælum frá Or- yggisráðinu. Þetta virðist mjög einfalt en er langt frá því að vera það í reyndinni, því meðmæli Or- yggisráðsins (sem þarfnast 9 atkvæða frá þeim 15 fulltrúum sem í ráðinu eru) er hægt að gera að engu, ef einhverjir fastafulltrúanna — frá Banda- ríkjunum, Ráðstjórnarríkjunum, Bretlandá, Frakk- landi og Kína — beita neitunarvaldi sínu. Það tákn- ar því að ekki er hægt að kjósa þann, sem mælt hefur verið með, nema allir fastafulltrúarnir séu samþykk- ir honum. Það gengur því eiginlega kraftaverki næst, þegar tekið er tillit til spennu þeirrar í alþjóða- málum, sem ríkir bæði nú og fyrr, að slík eining skuli nást. SÁTTASEMJARI HEIMSIAS Fáar stöður eru erfiðari og jiýðingamieisi en staða \ framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna — Þegar deiBurnar bBossa og gripið er tiB vopna, þá er hann: Eftir Francis Plimpton Hinn dugmikli norski verkalýðsleiðtogi og stjórn- málamaður Trygve Lie var samþykktur af öllum fastafulltrúunum. Eiinlægur stuðningur hans við að- gerðir Sameinuðu þjóðanna (og Bandaríkjanna) gegn árá's kommúnista á Suður-Kóreu olli honum mikl- um óvinsældum meðal Rússa og varð þess valdandi, að Öryggisráðið mælti ekki með honum 1951. En Allsherjarþingið lét hann sitja áfram í framkvæmda- stjórastólnum í þrjú ár enn, án þess að nokkur laga- leg heimáld væri fyrir því, en Rússar neituðu að vinna með honum, svo að hann sagði að lokum af sér árið 1953. Næstur í röð framkvæmdastjóranna var Dag Ham- marskjöld, sænskur embættismaður og hagfræðing- ur að mennt. Hann var kosinn til fimm ára, endur- kosinn 1958, og var framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þar til hann lézt í hinu hörmulega flug- slysi í september 1961. Hann var þá á leiðinni til Kongó til friðarumleitana þar. Um líkt leyti var Hammarskjöld kominn í and- stöðu við fulltrúa Rússa vegna skoðana sinna á Kongómálunum og árangursins af starfi sínu þar, en til þess ha-fði hann heimild allra meðlima Oryggis- ráðsins að hinum rússneska meðtöldum. Fulltrúar kommúnista kröfðust þess, að framvegis skyldu fram- kvæmdastjórar Sameinuðu þjóðanna vera þrír, einn frá kommúnistalöndum, einn frá Vesturlöndum og einn hlutlaus. Áttu þeir að vera sammála i einu og öllu. Auk þess sem þetta rússneska þríeykd var gagnstætt ákvæðum Stofnskrárinnar var því aug- sýnilega ætlað að færa neitunarvald Rússa inn í sjálfa Skrifstofuna og hneppa samtökin í heild í kommúníska spennitreyju. Þessi augsýnilega valdagræðgi fékk engan stuðn- ing nema frá fulltrúum kommúnistalandanna. Flest ef ekki öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru mót- fallin neitunarvaldinu í Öryggisráðinu, og enginn fulltrúi utan kommúnistafulltrúanna vildi þröngva því upp á Skrifstofuna. Ráðstjórnarríkin stungu þvi upp á annars konar þríeykisstjórn. í henni áttu að vera þrír varafram- kvæmdastjórar, einn frá kommúnistum, einn frá Vesturlöndum og einn hlutlaus, en þeir skyldu all- ir taka við fyrirskipunum frá aðalframkvæmda- stjóranum og vera sammála í mikilvægum fram- kvæmdum. Þessi lítt dulda neitunarvaldsgræðgi fékk engan stuðning nema hjá kommúnistafulltrúunum. Að lokum eftir mikla og erfiða bið, sem ævinlega var samfara samningsumleitunum við Rússa (sem aldrei gefast upp fyrr en þeir eru sannfærðir um að geta ekki komið fram vilja sínum), féllust þedr á útnefningu U Thants skilmálalaust, að því undan- teknu að honum bæri að ráðfæra sig við aðalráð- gjafa sína, sem hann gerði hvort eð var. Sameinuðu þjóðirnar voru heppnar í vali sínu á U Thant. Sem Asíubúi er hann mjö'g vinsæll hjá full- trúum frá Asíu og Afríku, sem eru í meirihluta og kunna allir að meta þægilegt viðmót hans og austur- lenzkt jafnaðargeð. Þó voru undantekningar á þessu; þekktur sendiherra frá Evrópu átti að hafa sagt stuttur í spuna: ,,Ilann kemur ekki til greina, hann getur ekki talað frönsku.“ á ættii að vera komið nóg um, hvernig fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er valinn í stöðu sína, og mál til komið að skyggnast aðeins inn í starf hans. í 97. grein Stofnskrárinnar stendur: „f Skrifstof- unni skulu vinna framkvæmdastjórinn og það starfs- lið, er samtökin þarfnast“, og í framhaldi af því stendur, að framkvæmdastjórinn „hafi aðalstjórn. samtakanna með höndum“. Og undir hans stjórn vinna mjög margir, svo sem 3900 manna hópur er starfar í Aðalstöðvunum á eystri bakka Hudson-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.