Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Síða 9
AMERÍKU-FARGANIÐ - ÞÆTTIR ÚR SÖGU REYKJAVÍKUR - EFTIR ÁRNA ÓLA Illa dmiskar súrmjólkursídir segir Jón Ólafsson, ritsfjóri, að íslendingar hafi. Hann ritaði bœkling um Alaska, en þar vildi hann stofna islenzka nýlendu T alið er, að Vesturheimsferðir Is- leíndinga hefjist árið 1870. Fóru þá nokkrir ungir menn vestur um haf, til þess að leita þar þeirrar gsefu, er þeir þóttust aldrei mmidu hreppa hér á landi, því að mikil harðindaár höfðu þá verið að undanförnu, fiskleysi og bágt ástand víða. Ástæðum Reykvík- inga er svo lýst árið 1869, að þar hafi ríkt „mjög tilfinnanlegur bjargræðis- skortur meðal tómthúsmanna, vegna þess hve haustvertíðin árið áður hafði brugðizt". Og sem talandi tákn um hve mjög svarf þá að mönnum, var það, að tómthúsmenn og bændur í Reykja- vík og á Seltjarnarnesi tóku sig sam- an og auglýstu í (Þjóðólfi, að upp frá þessu hýsi þeir enga ferðamenn né veiti þeim annan beina, nema fyrir borgun „eftir því sem um semur“. Þá var ekk- ert gistihús til í bænum, því að Scandi- navia hafði verið gerð að sjúkrahúsi, og ferðamenn því orðið að leita á náðir búandi manna. Hér ríkti þá hin al- kunna íslenzka gestriini og engum var úthýst. En á þessum mikla harðinda- tíma urðu menn að snúast til sjálfsvarn- ar, hversu þungt sem þeim hefir fall- ið það. Þessum ungu mönnum, sem vestur fóru, mun hafa litizt vel á sig þar og skrifað hingað eggjunarorð til vina og frænda að koma á eftir sér. Engar skýrslur eru til um hve margir fluttust vestur næstu tvö árin, en í Landshags- skýrslum, sem Indriði Einarsson samdi og lét fylgja Stjórnartíðind-um, er skrá um útflytjendur 1873—1880, og er hún á þes-sa leið: 1873 fóru héðan 291 389 1874 1875 1876 1877 1878 1879 1880 35 1415 44 432 341 66 Alls eru þetta 2713 sálir; þar af voru 811 börn yngri en 10 ára, 601 milli tví- tugs og þrítugs, en 165 yfir fimmtugt. Höfundurinn gizkar á, að fargjöld þessa fólks hafi numið 460 þús. k-rónum, eða 163 kr. á mann að meðaltali, en þar við bætist svo aukakostnaður á að gizka 70 kr. á mann. Þá er talið að öll þjóð- areign íslendinga muni nema um 30 millj. króna. F lestir af þessum útflytjendum fó-ru til Kanada, því að þar stóðu opnar inngöngudyr, en í Bandaríkjunum var haft nobkurt eftirlit með innflytj-end- um. Kana-da var þá ebki hálfnumið land og stjórninni var mikill hugur á að draga þangað landnema. Mönnum var heitið bújörðum og hjálp til að reisa bú. Auk þess samdi stjórnin við brezk skipafélög um að flytja la-ndnámsmenn yfir hafið fyri-r hálft gjald, en bætti svo félögunum upp skakkann. Þess v-egna var svo ódýrt að ferðast til Kanada á þeim árum. Gufuskipafélögin kepptust um að fá sem flest-a farþega, og þess vegna höfðu þau umboðsmenn eða út- flutningsstjóra í hverju landi, en auk þess mun stjórnin hafa haft einn aðal- -umboðsmann fy-rir hvert land, og átti hann að sjá um að landar s-ínir væru hvattir, m-eð öllum ráðum, til þess að flytjast vestur. Fyrsti umboðsmaður hér í Reykjavík mun hafa verið Guðmundur Lambert- sen kaupmaður, sem átti heima í Skraddarahúsinu við Aust-urstræti, þar sem ísafold er nú. Hann hafði svo sína umboðsmenn á öllum útflutningshöfn- um úti um land. Hann var umboðs- maður Allan-skipafélagsinis. f skýrslu, sem hann hefir samið um Vesturheims- ferðir 1873, s-egir ha-nn að á sínum veg- um hafi 268 farið, þar af 166 frá Akur- eyri. Úr Reykjavík, Gullbringu- og Kjósarsýslu segir hann að fa-rið hafi 42 (27 fullorðnir og 15 börn). Meðal þeirra va-r Þorvaldur Stephensen verzl- unarstjó-ri og bæjarfulltrúi með konu og 4 börn. Hér varð hið sama ofan á eins og alltaf síða-n, að tiltölulega fluttust langfæstir til Ameríku frá Reykj-avík og Suðurlandi. Mikill áróður var þegar ha-finn hér á landi að spana menn til að flytjast vestur. Var þá mikið hamrað á því, að ísland væri óbyggilegt, hér væri ekki annað en kuldi og kröm, og hér ætti æskan -enga framtíð fyrir sér, en í Amerík-u væri gull og grænir skógar, og hverjum dugandi manni vís velgengni og auður. Þessi áróður gróf um sig, eins og -eðlilegt var eftir langan harðinda- kafla. Hundruðum saman hugðu m-enn á að „flýja“ la-nd — ekki vegna sjálfra sín, heldur vegna framtíðar barnanna sinna. Þeir v-íluðu ekki fyrir sér að koma tómhentir og blásnauðir til hins fyrirheitna lands. Þegar svo var komið fannst góðgjörn- um og athugulum mönnum sem hér væri um feigðarfla-n að ræða. Menn æddu héðan fyrirhyggj ula-ust, og eng- in von var til þess að þeir gætu kom- izt h-eim aftur, til þess höfðu þeir ekki fé, enda kostaði fargjaldið heim aftur rúmlega helmingi meira en fargja-ldið vestur um haf. Og svo ofurseldu þeir s-ig geðþótta „a-genta“ og skipafélaga hvernig með þá væri farið. Þótti því nauðsyn til bera, að reyna að tryggja öryggi þeirra eftir því -sem við yrði komið. Voru þá sett „Lög um tilsjón með flutningum á þeim mönnum, sem flytja sig úr landi í aðrar heimsálfur“ (14. jan. 1876). Helztu ákvæði þeirra laga voru þessi: •— Enginn má koma fram sem útflutn- ingsstjóri, nema þegar -hann hefir feng- ið sérstakt leyfi til þess. Leyfi v-erður aðeins veitt mönnum sem hafa óflekkað mannorð, eru fulltíða og búsettir á fs- landi. Sé leyfið vanbrúkað, einkanlega ti-1 þess að tæla menn til útflutnings með ósönnum fortölum, getur yfirva-ld það, sem hefir veitt leyfið, tekið það aftur, hv-enær sem vera skal. — Lands- höfðingi emn getur veitt 1-eyfi til þess að flytja útfara frá íslandi í aðra-r heimsálfur. Áður en leyfi er veitt, getur hann heimtað það veð, sem ha-nn telur na-uðsynlegt til tryggingar útför- unum. Veðið sé 6000 krónur og -allt að 20 þús. krónum. — Án skriflegs sam- þykkis lögregl-ustjóra á hverj-um stað, má eigi afgreiða útflytjendaskip til út- siglingar. Svo koma ákvæði um meðferð á fólki á leiðinni: Rúm það, er hv-erj- um farþega er ætlað á skipi, má eigi vera minna en 12 f-erfet uppi, en 30 ferfet niðri í skipi. Sérstök sv-efnher- bergi séu höfð fyrir ógiftar konur og önnur fy-rir ókvænta menn, og skal það ekki ha-ft saman. — Útflutningsstjóri skal gera skriflegan samning við hvern útflytjanda, og sé þar skýrt frá burt- fararstað, hvert hann skuli fluttur og fyrir hvaða gjald, hvenær hann eigi að 1-eggja á stað o. s. frv. IV ú vildu ýmsir gerast löggiltir útflutningsstjóxar, því að það var orðinn gróðavegur. Sigmundur Guðmundsson prentari gerðist umboðsmaður Anchor- skipafélagsins og félagið setti 16.000 kr. tryggingu í Landmandsbank-en í Kaup- manna-höfn. Egill Egilsson borgari gerð- ist umboðsmaður Hend-erson Brothers útflutningsfélags í Glasgow. Sigfús Ey- mundsson náði undir sig umboði Allan- skipafélagsins. W. G. Spence Paterson í Hafnarfirði gerðist umboðsmaður Thomsons-skipafélagsins. Þorgrímur Guðmundsson kenn-ari og fylgdarmaður mun s-einastur hafa fengið viðurkenn- ingu sem útflutningsstjóri. Fleiri kunna þeir að hafa verið. Eftir að lögin komu, gerðu útflutn- ingsstjórar skriflegan samning við hv-ern vesturfara, og má hér geta þess, að í Þjóðskjalas-afni er geymdur stór bunki af þéssum samningum, en þeir ha-fa aldrei verið skrás-ettir, og þyrfti það þó að gerast. 1 samningi Allan-fé- lagsins stendur, að farþegum sé ætlað „þriðja pláss á gufuskipi og sama pláss á járnbraut. Flutningu-r á dóti 10 ten- ingsfet fyrir hvern fullorðinn, hálfu minna fyrir barn. Farþegar fæði sig sjálfir frá ísla-ndi til Englands; heitt vatn og aðgangur að eldi veitist ef þarf; eftir komu til Englands og með- an þar er tafið, veitist hæfilegt fæði og herbergi; gott og nægilegt fæði, svo soðið sem ósoðið, á leiðinni frá Eng- la-ndi til lendingarhafnar, og eins með- ul og læknishjálp án borgunar." (Farið kostaði 90 kr. fyrir fullorðinn karl- mann til Quebec, en 130 kr. til Winni- peg). Sjálfsagt hafa útflutningslögin orðið v-esturförum að nokkru gagni, þeir hafa sætt betri meðferð en áður var á leið- inni vestuir. Og einu sinni var að minnsta kosti gripið til veðsins, sem Allan-skipa-félagið hafði la-gt inn í Pri- vatbank-en í Kaupmannahöfn. Er sú sa-ga til þess: Sumarið 1887 söfnuðust um 300 vest- urfarar saman á Borðeyri, en þangað hafði þeim verið stefnt á ákveðnum degi, er skip skyldi kom-a að sækja þá- En skipkoman d-róst í 7 vikur, og all- an þenna tíma urðu þeir að dveljast þarna húsnæðislausir, félausir, og ekki með annan ma-t en nestið, sem átti að endast þeim yfir hafið til Englands. Að sjálfsögðu kom upp allmikill kurr í liðinu út af þessari meðf-erð. Kröfð- uist þeir þess að fá einhverjar miska- bætur. Sigfús Eymundsson borgaði þeim þá 10 krónur hverjum, en þeir vildu fá eigi minna en eina krónu hver fyrir hvern dag, sem þeir urðu að bíða. Þeir sneru sér nú til landshöfðingja, en var bent á, að þeir yrðu að senda kæruna til næsta konsúls Danakonungs (og þá í Leith) sa-mkvæmt útflutningslögun- um. Þeir skrifuðu nú konsúlmun og fó-r bréfið á undan þeim, svo að þeir áttu von á honum um borð í skipið í Leith. En svo er að sjá, sem skipafélagið ha-fi fengið veður af þessu og viljað losna við nuddið í þeim, því að þegar er til Leith kom, voru þeir reknir frá borði upp í járnbrautarlest, sem fór með þá til Gla-sgow, og er þangað kom, lá þar skip ferðbúið og þei-r voru reknir út I það, svo að þeir gátu ekki náð í konsúl- Samtals fóru 2713 tslendingar vestur á sjö árum, frá 1873 til 1880. Það var ekkl frá miklu að hverfa um þetta leyti og „agentarnir“ gylltu mjög fyrir mönnum möguleikana vestra. Hér er íslenzkt sveitafólk í kaupstaðarferð um þetta leytL 25. júní 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.