Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Qupperneq 4
P. C. Jersild er einn þeirra ungu höfunda, sem sænskir bók-
menntaunnendur fylgjast með af athygli. Hann er fæddur ár-
ið 1935, læknir að mennt og starfi. Fyrsta bók hans kom út ár-
ið 1960, en verulega viðurkenningu hlaut hann fyrir þriðju bók
sína, Ledig Lördag, sem komút hjá Bonniers árið 1963. í
þessari grein er fjallað um tvær síðustu bækur Jersilds,
Calvinols Kesa genom Várlden (Bonniers 1965) og Prins Val-
iant och Konsum (Bonniers 1966).
JEVINIÝRID OG
VERULEIKINN
EFTIR SVÖVU JAKOBSDÓTT UR
„Fleygið landabréfum og sjónaukum.
Það er kominn tími til að byrja að sjá“.
Þannig hljóða einkunnarorð sögunnar
' Príns Valiant och Konsum eftir P. C.
Jersild, sem kom út hjá Bonniers á síð-
astliðnu hausti.
Mér finnst eðlilegt að taka mið af
þessum einkunnarorðum og líta á sög-
una sem tilraun höfundar til að prófa
sannleiksgildi þess veruleika sem við
okkur blasir, setja hið raunsanna á
oddinn og sjá hver útkoman verður.
Sem slík er hún ein af mýmörgum
skáldsögum nýstefnumanna í bókmennt-
um, sem glíma við þetta sama vanda-
mál: hvað er raunveruleiki, er í raun-
inni nokkuð sem sýnist? Jersild setur
veruleika þessarar sögu nokkuð þröngar
skorður, hann takmarkast af skynjun
og skilningi stúlkunnar Lenu Swedin;
þetta er því fyrst og fremst saga henn-
ar; hins vegar er Lena að mörgu leyti
óvenjuleg stúlka og lýsing hennar nokk-
uð frábrugðin þeim kvenlýsingum sem
við eigum að venjast í bókmenntum.
Reynsla hennar bregður því birtu á
marga þætti sænsks þjóðlífs og um-
hverfis.
Sagan er ekki sögð í óslitnu sam-
hengi. Hún skiptist í þrjá kafla, sem
gerast árið 1944, 1950 og 1966. í upp-
hafi sögunnar, árið 1944, er Lena Swe-
, din 10 eða 11 ára og foringi fyrir stráka-
íhóp, sem á í erjum við flokk nágranna-
, barna. Vígvöllurinn er skógurinn í nám-
i unda við íbúðarhverfið; þessi leikur eða
i dægrastytting barnanna er raunveru-
í legt stríð, háð af kappi og alvöru, hætt-
I an leynist í hverju spori. f þessum kafla
[ sögunnar er í rauninni ekkert sem leiðir
I hugann að hversdagslífi hins almenna
i borgara nema Konsumverzlun í útjaðri
i í»kógarins. Konsum svarar til hins ís-
lenzka Kron; þetta eru verzlanir sam-
vinnuhreyfingarinnar og jafnaðarmanna
og gefa raunverulega arð á áramótum.
i Stríð barnanna er aðalviðfangsefni höf-
undar í þessum kafla, en Konsumverzl-
unin, tákn velferðarríkisins, sem veitir
öllum þegnum hlutdeild í gæðum sín-
um, er ætíð á baksviði.
En er Lena raunverulega foringinn?
Sjálf segist hún fá fyrirmæli sin frá
prins Valiant og í skóginum á hún fundi
við hann og ber hinum boð hans. Hann
kemur ríðandi á hvítum hesti með sverð
í hendi, hjálm á höfði og brynjuvarinn.
í frásögninni eru ævintýri og raun-
veruleiki samofin; Lena og lesandinn
sjá prins Valiant koma stæltan og stolt-
an á hvítum hesti sínum, en meðlimir
flokksins fá aldrei að sjá hann; þegar
þeir bera brigður á tilveru hans, svar-
ar Lena: Við verðum að trúa. Og
kannski er þetta ekki síður saga um
prins Valiant, riddarann sem allt á að
sigra og öllu að bjarga; Lena geymir
mynd hans í hjarta sínu og mætir hon-
um við önnur tækifæri síðar á lífsleið-
inni. En prinsinum hnignar samtímis
því sem ævintýrið eða draumurinn af-
hjúpast og fjarlægist æ meir raunveru-
leikann: einu sinni kemur í Ijós, að
sá sem hún hugði vera prinsinn, var
aðeins grímuklæddur þátttakandi í stúd-
entahátíðahöldum og í bókarlok sér
hún prinsinn borinn út af hóteli veikan,
dauðadruiíkinn eða jafnvel dauðan;
þetta er gráhærður eldri maður, sem
klæðist grímubúningi á miðju sumri
og sóðar út hótelherbergi með spýju
sinni. Öllu sómasamlegu fólki býður
við honum. Hann hlýtur að vera orð-
inn 56 ára, hugsar Lena og horfir á
eftir honum inn í sjúkrabílinn.
Þetta verður vart skilið nema á þann
eina veg, að draumurinn eða ævintýr-
ið hafi lotið í lægra haldi, hvort sem
við kjósum að skoða þann draum sem
einkadraum Lenu eða reynum að skipa
■ honum í stærra samhengi; sjá söguna
sem uppgjör við sænskt velferðarríki
eftirstríðsáranna.
Og hvernig er þá veruleiki þessarar
sögu eins og hann blasir við Lenu
Swedin? Frásögnin er ekki samfelld;
hún er byggð upp af smáatvikum sem
öðlast í rauninni ekki gildi sitt nema í
samhengi sögunnar í heild. Mörg þess-
ara atvika virðast ósköp sakleysísleg,
jafnvel hversdagleg, en flest eiga þau
það sameiginlegt, að þau sýna brot af
veruleika eða afskræming veruleika. Og
Lena er í rauninni frekar áhorfandi en
þátttakandi; hún er haldin þeirri áráttu
að elta bláókunnugt fólk á götu og gefa
hátterni þess gaum; hún liggur á glugg-
um; afskipti hennar af fólki eru oft
óbein. Milli hennar og hins raunsanna
hversdagsleika er ætíð nokkur fjar-
lægð. Atvik og fólk séð inn um glugga
vekja óhug, þegar forsendur verknað-
arins vantar; háttemi fólks verður und-
arlegt og það sem við skiljum ekki, ótt-
umst við. Smáatriði verða óeðlilega
skýr, yfirlýst; slitið úr samhengi stærri
heildar, verður hið smáa óeðlilega stórt
og öðlast oft næstum yfirnáttúrulegt
vald. Þegar mörgum slíkum þáttum er
skipað saman, verða heildaráhrifin
næsta óhugnanleg.
Þú ert sjáandi, er finnskur stúdent
látinn segja við Lenu á einum stað í
bókinni. Og: Það er kominn tími til að
byrja að sjá, segir í einkunnarorðun-
um, sem tilfærð eru hér að framan.
Virðist því Lena í þessu tilliti vera mál-
pípa höíundar; hann vill sýna okkur
hætturnar, sem leynast í hversdagslífi
hins almenna borgara, uppgjöfina und-
ir áferðarfallegu yfirborði. Það eT eftir-
tektarvert, að margt af því fólki, sem á
leið Lenu verður, hefur „sætt sig við“
öryggi hversdagsleikans og gefið draum
sinn upp á bátinn.
Ég hygg, að Jersild hafi tekizt að sýna
okkur óhugnað þess þjóðfélags, sem
gengur af ævintýrinu dauðu.
Calvinols resa genom Várlden, sem
kom út hjá Bonniers árið 1965, er öllu
stærri í sniðum og djarfari smíð. Fyrir
þá bók hlaut Jersild verðlaun tímarits-
ins Bonniers Litterara Magasin. Þau
verðlaun eru veitt árlega og eru það
lesendur tímaritsins, sem velja verð-
launabókina með atkvæðagreiðslu.
Bókin er safn sjálfstæðra furðusagna,
þar sem höfundur sýnir í spéspegli ýmsa
þætti samtímans. Þeir gerast víðs vegar
í heiminum og á ýmsum tímum mann-
kynssögunnar. Calvinol er söguhetjan
í þeim öllum og þó er Calvinol nokkurs
konar þjóðsagnapersóna; þrjár sagnir
eru til um fæðingu hans og í marg-
vísleg ævintýri ratar hann, þegar hann
fer út í heiminn. Hann tekur þátt í
barnakrossferðinni á því herrans ári
1212; reyndar yfirgefur hann félaga
sína á miðri leið og þótt hann haldi
að vísu áfram ferðinni, stefnir hann
ekki lengur á Jerúsalem. Hann tekur
þátt í fomleifagreftri í Þýzkalandi; leið-
angurinn, sem er í rauninni mannlegt
samfélag í smækkaðri mynd, byrjar ör-
ugglega og samkvæmt áætlun; allt er
skipulagt út í æsar og stéttaskipting er
ströng. Calvinol fær að fara með fyrir
sérstaka náð sem kokkur og ekill. Að
vísu er hann hálærður fornleifafræðing-
ur, en skortir háskólagráðuna, hins veg-
ar hefur hann enga þekkingu á elda-
mennsku eða ekilsstörfum. En skipu-
lagning og áætlanir dugðu ekki til, leið-
angurinn rennur út í sandinn og endar
í fullkominni niðurlægingu og tilgangs-
leysi. Árangur verður enginn.
í styrjöldinni milli Svía og Þjóð-
verja á öndverðri 17. öld er Calvinol
orðinn skottulæknir, sem vinnur það
sér til ágætis að blása upp þornað lík-
ið af sænska kónginum; þetta upp-
blásna lík er síðan sett á hest og látið
riða í fararbroddi í öllum árásum; þann-
ig dylst mönnum fall konungs í nærri
tvö ár. f einni sögunni er Calvinol tízku-
læknir í Genf. Sjúklingar hans eru all-
ir helztu þjóðhöfðingjar heims og
krankleika þeirra sinnir hann bréflega;
aftur birtist Calvinol sem rektor magni-
fikus og heiðursdoktor við háskólann i
París; þar gerir hann stundum hátíða-
uppskurði með rektorshattinn á höfðinu
meðan myndavélar sjónvarpsins suða og
áhorfendur klappa.
Þarflaust er að telja upp fleiri ævin-
týri Calvinols í heiminum, þótt af nógu
sé að taka, því að Jersild er hugmynda-
ríkur höfundur. Ekki svíður ætíð undan
ádeilunni, til þess er hún oft of al-
menns eðlis; réttara væri kannski að
segja, að Jersild henti gaman að ýms-
um fyrirbærum samtímans og fer hans
eigin stétt, læknastéttin, ekki varhluta
af. Sjálfsagt hefðu læknar gaman af
að lesa þessa bók, þótt því fari fjarri,
að hún eigi ekki erindi til fleiri. Samt
finnst mér Jersild áhrifaríkari höfund-
ur, þegar hann setur sér þrengri skorður
í frásögn; raunhlítur frásagnarháttur-
inn í Prins Valiant och Konsum virðist
persónulegum boðskap hans eðlilegri
farvegur, smásjáin vænlegri til árang-
urs en spéspegillinn.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
2. júlí 1967