Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 7
pg á Vesturlöndum. Mönnum fannst brýn nauðsyn að ná til margra manna með blessun heilagra sanninda, það taldist til góðra verka. Þetta er auð- velt með prentuðu máli þar sem til er ritmál og nokkur lestrarkunnátta er fyrir hendi. En viða um heim verður fyrst að framleiða sjálft ritmálið, finna heppilegt stafróf og setja fram mál- fræði, svo að ritað mál verði ekki allt- of laust í reipum. í fjölmörgum löndum hafa kristhiboðar unnið þetta verk, ásamt fyrstu kristnu mönnum þjóðanna, og þeir hafa kennt mönnum að lesa. Upphaf vestrænna fréttablaða. Tilgangur manna með prentun fyrstu bóka var trúarlegur og fraeðilegur, að dreifa efni, sem áður var til í hand- ritum. En tilgangur fyrstu blaðanna, bæði í Róm og Peking, var að segja almenningi frá tíðindum, einkum stjórn arfarslegum. Öldum á undan prentuðu máli voru til handskrifuð blöð, ætluð embættismönnum konunga. Þegar prentun var til komin, var hægt að leyfa sér þann munað að svala forvitni sinni og annarra. Blaðamaður einn skrifaði á þessa leið árið 1725: „Fíkni vor í fréttir er afar skrítin; samt verður að fullnægja henni, og þótt útlendingum virðist hún spaug, þá er hún samt skemmtun, sem vér getum ekki án verið, og sprettur vissulega upp úr frelsistilfinningu, sem blæs oss í brjóst forvitni á að vita skil á málum yfirmanna vorra, til þess að gagnrýna þá eða hrósa þeim, eins og vér sjáum ástæðu til" (Steed, 106). Áður en þetta var skrifað, hafði margt borið við, sem heppilegt var til að vekja forvitni manna. Kólumbus skrifaði bréf skattmeistara Spánarkonungs árið 1493 og greindi frá ferðum sínum og fundi nýrrar heimsálfu. Var bréfið þýtt á margar tungur og má með nokkrum rétti telja það til fyrstu fréttablaða, þeg- !iXjfKÍPrtf;o:\. ::;;': me £f«ir Vcrídi- ;iíí gyptisfhf: rvtiwi ;i;í WiW'tO. l»fírtt&tft-::>::' ifcyjrt <*.«;;» 'j'ntfi-^;; jxSi .íVjfiv-^i.í't. l>r 15--v('.'.; -i^rrte <íT*t )*riR*S(Bt dasAusmaji áixr'Q Kjíyptjsrfw:; Jíw«<>í:aí*ií kísr. Nítch ;| ¦iítíw' MttittUfijf ist uiít C':;íu>« öíkíííJ ;ifmB*w;ts:;xu mímt», w«m **|i úfZP.móikiíií ái(- £í«aíe VvðJufÍftÍtS ítfew dm .Krf** wíihit. £Jie B«íri««;;í 4«t-.^iiUái. JwimtttUtfítt si»á (íit* «-. *U>n*y&a n&tat ðmtíi (íis Ktúrw*j::;i Zcrœm £(¦$•<: Hx-.-n sind, . ;; SftS '.'isrdWW tetttwiUBfw ft.^sstí hí~ «ii* p^iftiid) Átvm. ?*cuA wi4 S S(Kfit>JWíi>(\ ;ih». j«Jýíí> ;"*JiónIítí) .':'; *i*-/.<m-x)I**:. s^íif A^wo^jpsM) ¦wwr-.'íji: <iöi> v^i V..j;tv.íwy.i.ilv.^« *4W<iftíi<fcn,í>.; Zu tnruMí y-,\'l'.'r-í-:.i )).-! í:lSJi.-t:<^> íinjlt ;;;;•:. t;<öS*éftfrí; Daq ]i>u:&> ;<t^Kc--l-l«rt(i8(í((:íí PK*M«Rt &«:>' Xtfiitw.. \v. S-ihrí. <Jí-,S>:S ..¦"" ;->- vím% hwíio.u)! A.-.-AS. iv. vtwr .ASV-V'v 'i'ur :*r. V'aíi tJíii-'o, íftMítn Hi-j)>ii»iHfn fcnwvwpn «*ÍVtft, ^: ».(«!»-ifcf jíí' Sst fcítivi unt>tf{jrí«;<Jf:t> Av«o»ni»« <¦:•-• KniwM&;;jig & KaJc* ;jWtviwfcí<:t. ttRJtwwíeiíC-íJit Vtí>SMJi*- VjjotRftrrn st>w*»v:(-j) í/.<i w«Utn, ín- ri<>ío *i fttíé Gowalt ott '«& rv::ít! A>S Siwvtiv.rfaViwrt. ftls tl*-atftrtmg«- <ÍkÍ, •>!.* i^t'íítíhrer. Í5s t<𻫠»;•»•., tUÖ áí-s girt9» Ki-títt tt.«3i Öttf Miii- (ifttUí;.: In Agypttfí *»?*!.' k<wn*»t tíf» «; ftiíjttf ;rfit>: rtí:r Ktmul «ttt Sylci mtt <l^[>íx*ii<-in tíixit-n, wítal .tT.dií: Ar.v.X"r ítjyntf itólcí 6) í(<*- ItfcÆtr MííAjatíaííUfí.i ;.. Asíftf* ¦;íi.\w^<>;>4*wsr5.-.^'tí<tfejtoAíc*rt-'^ ¦ <><;:<:»: ííp.^cíjt Aí:' ,....., . . ...¦:¦>!¦>>:¦<¦ £í-iíy»;; ,.At *>u:útS V<crcfvti«^ toSÍXt>rtfXf stfiSÍVvf.wtíwS:: í>iiim;<)'f>^- ¦'- -Sí...^t W.i^Oííd Í-4WÍ ;:!.»>¦, í-;fci(VS>-íii-tv:::-;:; lí-aowi : ^¦t:>í.x!>rtý:í.'í.;:Clten 1 ' ¦: ¦::. -;-'~'::-S ¦i:! wSít^tttfSCÍíiB <: Vt«»<l «v.W5>:-\. ,VJ!íi.»:i,tói.sí:;: <iV>:í)t ¦:.': , ^,::.-;u.f! fíISfi. Th-V ":^:<>;:-..-i:-t: Kí'ÍKfis:- . f wis<*t«r Síívfmwftáttv Ksdrí y f.-ív w)t- ¦¦-. ¦ íiís^rt :'^ ¦ ¦ ,.*¦* íf-í^''^;- -» Wft«? ÍSwi'w ;'.;;<«- ..¦...^¦fX.fcftXvtÍWfVJJí ::'yv-.ír'Si.í:'.fí:vj>, <ií-: «i- ;¦; FRETTABLOB HEIMSIIMS ÞRéU^ Í>E1HRA OG SAGA ar frá eru talin stjórnarblöð valdhafa. Um og eftir aldarnótin tóku verzlunar- félög og sumir „athafnamenn" að gefa út frumstæð tíðindablöð um mikilvæg mál. Þeim fjölgaði smátt og smátt á sið- bótaröldinni, en lítil voru þau og frum- stæð og útgáfa óregluleg. Blaðamennskan var friðsöm og ein- hæf meðan hún var í höndum stjórn- arvalda, en þegar einstaklingar tóku að prenta fréttablöð, fór að koma líf í tusk- urnar. Yfirvöld hófu afskipti þegar í stað. Saga enskrar blaðamennsku og útgáfu er mikilvæg, þvi áhrif hennar á útgáfu blaða um víða veröld voru ómetanleg. Hinrik áttundi, samtíðarmaður Lúth- ers, var konungur Englands frá 1503 til 1547. Skotland var þá sjálfstætt. En þegar konungur komst að því að menn höfðu prentað fréttir af bardögum hans við Skota, lét hann boð út ganga að brenna skyldi blöðin innan sólarhrings að viðlagðri handtöku prentaranna. 1 stjórnartíð Elísabetar I, 1558 til 1603, komu út handskrifuð fréttablöð, og fjölgaði þeim stöðugt. Þegar Jakob I tók við, máttu menn prenta fréttir frá öðrum löndum, en prentun heima- tíðinda var bönnuð. Þetta takmarkaða fréísi leiddi þó til þess að ýmiss konar smáblöðum tók að fjölga í tíð næsta kohungs, sem var Karl I, 1625—1649. Báru þau kynleg heiti, „Merkúrar, Ga- zettur og Kórantar". ííkki munu þó þessi smáblöð hafa verið sem áreiðanlegust í smáatriðum, því að við messugjörðir háskólans í Ox- ford fundu menn ástæðu til að flytja svohljóðandi bæn fyrir blaðamönnum þeirrar aldar: „(Almáttugi Guð), vér þráum að Kóranta útgefendur megi innblásnir verða af Anda sannleikans, svo að menn megi vita hvenær vegsama beri þitt lof- aða og dýrlega nafn, og hvenær gera bæn til þin; því að oft lofum vér og vegsömum þitt heilaga nafn fyrir sigra Svíakonungs, en eftir á heyrum vér að enginn slíkur viðburður hefir átt sér stað, og oft biðjum vér þig að bjarga sama konungi í þrengingum hans, og vér heyrum sömuleiðis að engin ástæða hefir verið til þess" (Steed, 107). Sá konungur Svía, sem naut fyrir- bæna háskólamanna í Oxford um þess- ar mundir, var Gústaf Adolf. En há- skólamenn voru nákvæmir og sam- vizkusamir, og vildu ekki ónáða Guð að ástæðulausu né þakka fyrir aðra sigra en þá, sem unnir voru. Ónákvæmni blaðanna gerði mönnum erfitt fyrir £ flutningi viðeigandi bæna. Var því rök- rétt aS biðja fyrir blaðamönnunum sjálfum, að þeir mættu innblásnir verða af anda sannleikans. (Vér höfum einn- ig beðið fyrir blaðamönnum hérlendis um árabil, og höfum ástæðu til að þakka að blöðin hafa ekki versnað. En ef blöð- in skyldu nú fara á hreppinn eða ríkið, þurfa margir að taka þátt i fyrirbæn fyrir þeim). Fyrstu blöð á meginlandi Evrópu. í Bretlandi gáfu menn út blöð þegar þeim fannst tilefni til, en útgáfudagar voru óvissir. Ef stormasamt var og lítið af fréttum frá meginlandinu, gerðu menn hlé á útgáfunni svo lengi sem henta þótti. Mætti sennilega taka þetta snjallræði upp aftur, og þegar forystu- greinar eru lesnar upp í útvarpi, gæti verið skynsamlegt að láta þær nægja suma daga og safna þeim saman í sunnudagsblöðin, og rétta þannig við fjárhag blaðanna, Það var á meginlandinu, sem blöð tóku að koma út á fyrirfram ákveðn- um dögum, hverju sem viðraði Sagn- fræðingar telja að fyrsta reglulega fréttablaðið hafi verið Avisa-Belation oder Zeitung, prentað í Wolfenbuttel og „Relation" í Strassborg, en bæði hófu göngu sína i jan. 1609. Tilgangur fyrra blaðsins var að sætta mótmael- endur og rómversk-kaþólska, en tals- vert var í því af fréttum. Þriðja elzta reglulega blaðið, sem nú er kunnugt um, var „Gedankenwiirdige Zeitung" í Köln, útg. frá og með maímánuði 1610. (Steinberg, bls. 243—245). Næsta áratug á eftir var tekið að gefa út meira og minna regluleg fréttablöð í Amster- dam, London og Faris. Regla komst þó ekki á blaðaútgáfu í París fyrr en árið i 1631, og þetta fyrsba franska blað tók sótt og dó eftir skamman tíma, en annað nýtt tók við, Gazette, sem naut stuðnings þess volduga kardínála, Ri'che- lieus. Það er ekki ný íþrótt að drepa frjáls blöð með ríkisstyrktum blöðum og mun meira um það að segja síðar. í sögu fréttablaðanna veldur það ekki litlum glundroða að elztu útgefendur hirtu ekki um að halda sama nafninu frá einu blaði til annars, og er því erfitt að segja til um hvenær regluleg út- gáfa blaða hefst í ýmsum löndum. Ein- faldara er málið ef aðeins er miðað við regluleg vikublöð, og er það stund- um gert í sögu blaðanna. Þjóðverjar urðu fyrstir til að gefa út dagblað í eiginlegum skilningi, Leip- zigrer Zeitung, frá 1660 allt til 1921. 1 höfuðborg Noregs tók vikublað að koma út árið 1763. Fyrsta dagblað Frakklands, „Journal de Paris", hóf ekki göngu sína fyrr en 1777, og var það 75 árum síðar en fyrsta enska dagblaðið tók að koma út. Belgískur prentari í Antwerpen er merkur fyrir þá sök aS hann notaði að staðaldri myndir í blaði sínu, sem hann tók að gefa út frá árinu 1620, en það var ekki dagblað. Annars var lítið um myndir í blöðum í hálfa aðra öld. Elztu blöðin voru í mjög litlu broti, miðað við það sem nú gerist, að jafn- aði voru þau í sama broti og bækur, oft eindálka, en stundum tvídálka. Gömlu handskrifuðu blöðin voru mjog vinsæl, enda oft falléga skrifuð, og þess vegna stældu prentsmiðjur þau með því að Framhald á bls. 13. 2. j'úlí 1967 -LESBÖK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.