Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1967, Blaðsíða 1
Horft til suðurs yfir Þingvelli og Þingvallavatn sl. • Jónsmessunótt. £7 £7 £7 □□ —\nnonnnor?\nnnnr?\nn n n n r ^ nn m f— )T fXI TT trptrTi r\ - n 1 m rpmm m cU s Jl S uuLU / ® \ DJ AJ l/ ULJ i Jónsmessunóttin er kynngimögnuð og þá ber margt við. Björn M. Ólsen taldi, að kristnitakan hefði verið gerð á Jónsmesssu. Þá hefði það verið á Jónsmessu nótt, sem Þorgeir Ljósvetninga- goði lá undir feldinum á Þingvöllum, er úrslitaátök kristni og heiðni stóðu yfir. Á síðustu Jónsmessunótt fór Jón Hnefill Að- alsteinsson til Þingvalla og gekk þar um sögustaði. í þessari grein rifjar hann upp ýmsa atburði fornrar sögu á Þingvöll- um, aðdraganda kristnitökunnar, mannfórnir og heiðið helgi- hald. J ónsmessunóttin er samkvæmt þjóðtrúnni önnur tveggja kynmgi- mögnuðustu nátta ársins. Þá nótt ber margt það við, sem ekki gerist endranær, náttúrusteinar fljóta upp í vötnum og brunnum o>g koma upp úr jörðinni. Var betra að vera handfljótur, ef maður vildi ná slík- um steini. Á Jónsmessunótt átti að taka lásagras, mjaðurt og þjófarót, ef þau áttu að duga til þess, sem þurfti, að opna lása og sjá þjófa. Á Jónsmessunótt var döggin talin svo heilnæm, að miönnum bötnuðu allir sjúkdómar, ef þeir veltu sér upp úr henni allsberir. Eru dæmi til, að þetta hafi verið gert fyrir fáum árum hér á landi. Loks var Jónsmessunótitin vel til þesis fallin að sitja úti á krossgötum og gekk í því efni næst nýársnóttinni. Margir merkir hlutir hafa gerzt á Jónsmessu hér á landi. Um þær mundir hefur landið venjulega verið orðlð vel fært til yfirferðar eftir veturinn og tími mannfunda og þinga farið í hönd. Síðari hluti júnímánaðar, tími björt- ustu nátta ársins, er kjörinn til mann- funda og samkomuhalds og var það ekki sízt fyrr á öldum þegar meira þurfti að byggja á náttúrlegri birtu en nú. Um þessar mundir komu menn líka saman til fundarhalda á Alþingi þjóðveldisaldar sem kunnugt er. Árið 1000 kom þingið saman skömmu fyrir Jónsmessu og Björn M. Ólsen telur, að kristni hafi verið lögtekin á sjálfri Jónsmessunni, 24. júní. Sé þetta rétt hef- ur það verið á Jónsmessunótt, sem Þorgeir Ljósvetningagoði lá undir feld- inum á Þingvöllum, en það gæti haft þýðingu þegar dómur er lagður á at- ferli hans og þáttur þess í kristnitök- unni metinn. A síðustu Jónsmessunótt ákvað ég að skreppa austur til Þingvalla. JÉg gekk þar um sögustaði og rifjaði upp fyrir mér atvik liðinnar sögu, einkum aðdraganda kristnitökunnar. Degi var tekið að halla, þegar ég renndi í hlað á gistihúsinu Valhöll á Þingvöllum. Þar beið mín herbergi í vistlegu gisti'húsinu, að vísu númer 13, en ég lét það ekki á mig fá. Þetta her- bergi var ágætlega í stíl við verkefni mitt, það er með gamla baðstofulaginu, en munurinn á því og göml.u baðstof- unum er sá, að herbergið er allt klætt innan með furu og í alla staði vist- legt og þokkalegt og gólfið lagt teppi. Hér eru því hvergi til staðar rifurn- ar, sem menn kannast svo vel við úr gömlu baðstofunum, en andblær þess- ara gömlu vistarvera leikur um súð og rjáfur. Gistihúsinu er lokað kl. 11,30, en þegar ég segi gestgjafanum, að ég þurfi að safna efni úti í nóttinni, fellst hann strax á að hleypa mér inn ein- hverntíma eftir miðnætti. Og nú hófst 'rannsóknarleiðangur um sögustaði Þing- valla og upprifjun á sögu kristnitök- unnar. F rá Valhöil hélt ég fyrst eftir stíg vestan Öxarár í átt til Lögbergs. Veðuir var milt og kyrrt og bjart yfiir að öðru leyti en því, að þokuslæðingur vair á fjöllum í fjarska. Þegar ég hafði skammt farið, lá leiðiin framhjá Njálsbúð, sem nú sér vart lengur móta fyrir, en nafnið, 'höggvið í stein, gefur til kynna hvar búðin hafi staðið. Ekki er talið öir- uggt, að Njáll hafi dvalizt í þessari búð, en þó verðux mér hugsað til hans, er ég virði umhverfið fyrir mér af búð- argrunninum. Njáll kom líka við sögu kristniboðsins á íslandi, að því er segir í kristna þætti Njáls sögu, en þátturinn er betri heimild en sagan sjálf sem kunnugt er. Þar segir: „Þá mæltu margir, svá at Njáll heyrði, at slíkt væri mikil firn at hafna fornum átrúnaði. Njáll sagði þá: „Svá lízt mér sem inn nýi átrúnaður rouni vera miklu betri, ok sá mun sæll, er þann fær heldr, ok ef þeir menn koma út hingat, er þann sið bjóða, þá skal ek þat vel flytja". IHiann fór oft frá öðrum mönnum einn saman ok þulði.“ Á leiðinni til Lögbergs rifjaði ég upp þá atburði, sem þennan dag eru sagðir hafa gerzt á Þingvöllum fyrir réttum 967 árum, miðað við það, að tímatal Bjarnar M. Ólsens sé rétt. Daginn áður höfðu þeir Gissur og Hjalti komið með flokk sinn á þingið og þá lá svo nærri, að til bardaga kæmi, „að eigi of sá á milli,“ segir Ari. En einhvern- veginn tókst að firra vandræðum og daginn eftir, þ. e. 23. júní samkvæmt útreikningum Bjarnar M. Ólsens, gengu þeir Gissur og Hjalti til Lögbergs og báru upp erindi sín. „En svá er sagt, at þat bæri frá, hve vel þeir mæltu“, segir Ari í Islendingabók. Hann segir síðan frá því, að heiðnir menn og kristnir hafi sagt sig úr lögum hvorir við aðra, kristnir menn beðið Hall af Síðu að segja upp þau lög, er k-ristn- inni skyldu fylgja, en hann hafi leyst sig undan því við þá með því að kaupa af Þorgeiri Ljósvetningagoða, lögsögu- manni, að hann segði upp, „en hann var enn þá heiðinn“. (Ari). í öðrum heim- ildum er frásögnin af þessum atburðum yfirgripsmeiri og flýtur þar fleira með. Þannig segir í Ólafs sögu Tryggvasonar enni mestu, að kristnir menn hafi byrj- að þennan dag á Alþingi með þvi, að Jónsmes.sunótt á Þingvöllum. Ilandan Oxarár aðeins til vinstri á myndinni eru rústir Njálsbúðar, lengra frá rís fánastöngin á Lögbergi. Mynðin er tekin skömmu eftir miðnætti. (Ljósm.: Sv. J.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.