Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1967, Blaðsíða 12
EITT TUNCUMÁL FYRIR ALLAN HEIMINN Eftir dr. Mario A. Pei, prófessor í rómönskum málum við Columbia University í N.Y. Þorsteinn Þorsteinsson þýddi III. Framtíðaiiausnin 4. Aðstaða aðalkeppinautanna í nútíð og framtíð. Enska gagnvart rússnesku. — Hefur kínverska nokkrar líkur? — Endurreisn frönsku og þýzku. — Tilkall spænsku og ítölsku. — Hvað xun smærri málin? — Klassisku málin og gervimálin. — Er vak- andi meðvitund um þörfina? Heimurinn verður áreiðanlega ekki í vandræðum með frambjóðendur í alþjóðamálsstöðuna, þar sem þjóðtung- urnar eru taldar 2S00 og gervimál 600 eða fleiri. Svæðatungumál samkvæmt uppá- stungu Stalíns eru aðeins viðurkenning á núverandi ástandi, en engin lausn á vandamálinu. Samband svæðatungu- mála, eins og Thommeret gerði ráð fyr- ir, er jafnófullnægjandi, en eykur erfið- leikana með lærdómi þriggja eða fjög- urra mála. „Monde bilingue“ (tvítungna- kerfið), sem byggt er á ensku og frönsku (eða einhverjum tveim tungumálum, sem kosin væru) gæti verið ágætt fyr- ir mælendur á þessar tungur, en fyrir alla aðra yrði það tvöföld byrði af mála- lærdómi og mundi lenda í þriggja tungna aðstöðu, en það er of mikið heimtað, að nokkur læri til fullnustu meir en eitt mál auk móðurmálsins. Ef leysa á úr þessum vanda fljótt og vel, verður heimurinn að velja eitt ein- asta mál, þjóðtungu eða gervimál, til þess að greiða fyrir alþjóðlegum við- skiptum og vísa því til stöðu við hUð hverrar þjóðtungu í hverju landi. Hvaða tungumál á það að vera? rátt fyrir hinn mikla fjölda þjóð- tungnanna er víst engum vafa bundið, að einungis örfá þeirra mundu koma verulega til álita af lýðum heims. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að eitt- hvert lítilsmegandi mál geti náð tölu- verðu fylgi við sambræðslu vegna and- úðar gegn stórmálunum, líkt og kem- ur fyrir á stjórnmálafundum („dark horse“). Og þrátt fyrir hinn mikla fjölda gervimála, sem stungið hefur verið upp á, eru ekki nema tvö eða þrjú, sem hafa náð svo mikilli hylli að þau þekk- ist, að minnsta kosti að nafni, utan nánasta umhverfis höfunda þeirra. í fremstu röð eru enska og rússneska vegna yfirburða á sviði stjórnmála, her- mála og efnahagsmála. Kínverska, tunga mesta mannfjölda á jörðinni hlýtur lika að koma til álita, franska, áður tunga erindrekstrar milli ríkja og alþjóða- menningar, þýzka, að mælendafjölda og einnig að öðru leyti höfuðtunga norð- urálfu, spænska, tunga mikils hluta hins nýja heirns, ítalska, tunga söngs og lista — öll þessi mál geta vísað í margt sér til stuðnings. Vér megum auðvitað heldur ekki gleyma stórtungum austur- landa, svo sem japönsku, hindústaní, indónesísku og arabísku, en það mælir gegn þeim, að þær eru ekki dreifðar um víða veröld. Öll þessi mál, einkum þó forustutungurnar tvær, enska og rússneska, sæta töluverðum andbyr vegna alþjóðlegrar tortryggni og ásak- ana um menningarlega yfirdrottnunar- stefnu. Þetta gæti orðið til þess að greiða götu lítt þekktum smátungum, sem eru óskyldar stórtungum og því ekki hugsanlegt að ásaka um menning- arlega yfirdrottnun. Af gervimálunum eru aðeins tvö, sem geta talið sér til gildis nokkurn árang- ur og almennar viðtökur. Það eru esper- anto ásamt afbrigðum hennar og niðjum svo sem ido, og svo interlingua. að er litlum vafa bundið, að á alþjóðlegum tungumálafundi mundi við fyrstu atkvæðagreiðslu atkvæði fulltrúa enskumælandi landa falla á ensku, en það verður aðeins leitt getum að því, hve margir fulltrúar sem ekki mæltu á enska tungu mundu veita þeim liðveizlu. Enska befur sýnt mikinn mátt til þess að ná fösturn tökum í svo að segja öllum löndum, en jafnvel þótt útbreiðsla hennar haldi áfram að auk- ast á ýmsum svæðum, þá sjást merki um undanhald annars staðar, ekki að- eins bak við jámtjaldið. Mexíkó og önniur latnesk-amerísk lönd amast við of mörgum enskuhreiðrum. Frönsk blöð mótmæla innrásum enskra orðtækja, svo sem „living-room“, „week-end“ og „knock-out“. Rússland neyðir fylgiríki sín til þess að taka upp kennslu í rússnesku í stað ensku áður. Filipps- eyjar, Suður-Afríka og ísraelsríki eru smám saman að afnema ensku sem ríkismál. Þær fregnir sem berast frá Asíu eru ekki sérlega uppörfandi fyrir ensku sem alþjóðamál. Á Bandung-ráðstefnunni var að vísu enska notuð sem aðal- tungumál, en Ceylon leggur niður ensku sem ríkismál og tekur upp singhales- isku og tamíl í staðinn, og Pakistan tek- ur upp úrdú og bengalí í stað hennar. Indland leggur ekki aðeins niður ensk veganöfn heldur tekur hindí upp í stað ensku í framhaldsskólum, þrátt fyr- ir meðmæli Nehru’s með því að halda áfram að nota ensku þar sem það get- ur orðið til léttis. Jafnframt lækkar tala fréttablaða sem gefin eru út á ensku í Indlandi niður fyrir tölu þeirra blaða sem gefin eru út á hindí. Samt sem áður er ennþá lögð meiri stund á ensku heldur en önnur mál í menntaskólum og háskólum í svo að segja öllum löndum hins vestræna heims. Það er e.t.v. ýkjur, sem stóð í júgóslavnesku 'blaði, að með ensku mætti gera sig skiljanlegan fyrir 600 milljónum manna, en sú tala er þó lík- lega ekki mjög langt frá réttu lagi. Rússneska er vissulega í uppgangi. Fyrir ekki mörgum árum náði hún ekki til meir en rúmlega helmings íbúa Sov- étsambandsins, en nú þenur hún sig út í allar áttir, um fylgiríkin og til austurs. En rússneska mætir fjandskap og mót- spyrnu við jaðra heims kommúnista. Henni hafa hlotnast tUtölulega fáir nem- endur á Vesturlöndum, og svo að segja enginn utan yfirráðasvæðis kommún- ista mundi hirða um að mæla með henni sem alþjóðamáli. Þótt aðstaða frönsku hafi töluvert versnað upp á síðkastið er hún samt ægilegur keppinautur. Frönsk menning er í miklu áliti og vald erfðavenjunnar er mikið. Einnig getur franska gegnt hlutverki nokkurs konar brúar milli austurs og vesturs, því að hvorki mundu unnendur ensku né rússnesku hafa eins magnaða óbeit á henni og hvorir þeirra á tungu hinna. Þó að franska geti ekki stært sig af jafnhárri mælendatölu og sumar aðrar þjóðir, þá er hún samt móðurmál nærri 70 millj. manna, en er einnig töluð reiprennandi af millj- ónum manna að auki, sem njóta þess álits að vera menntuðustu mennirnir í landi sínu. Það hefur á síðari árum komizt í tízku meðal formælenda frönsku að tengja kerru sína við upp- rennandi stjörnu enskunnar og mæla með nokkurs konar enskfrönsku tví- tungnakerfi. Það mundi líklega frem- ur veikja heldur en styrkja aðstöðu þeirra, því að í hverri slíkri samein- ingu mundi enskan verða drottnandi aðilinn, og kommúnista heimurinn sem hugsanlegt væri að fengist til þess að fallast á frönsku eina, mundi vera jafn- illa við samveldi ensku og frönsku eins og við . ensku eina. Aðstaða annarra stórtungna mót- ast mjög af því, sem færa má þeim til foráttu. Spænska er fyrst og fremst. vesturálfumál (eins og portúgalska), en hinar miklu menningarerfðir þýzkunnar og ítölskunnar eru faldar í skugga hins stjórnmálalega, hernaðarlega og efna- hagslega vanmáttar þjóðanna sem talar þessi mál. Asíumálin miklu, kínverska, japanska, arabíska, hindústaní og indó- nesíska eru utan við aðalathafnasvið veraldar, að minnsta kosti nú sem stend- ur, og allar eru þær, nema japanska, bagaðar af mjög almennu ólæsi og skiftingu í margar frábrugðnar mál- lýzkur. Vegna óviðráðanlegs ósamkomulags um stórtungurnar er hugsanlegt að sameining gæti orðið um eitthvert af smærri tungumálum, en valið á því mundi verða geysilegum vandkvæðum bundið. Allmörg af þessum málum mundu verða fyrir því ámæli að vera hliðholl þeim stórtungum sem þeim eru skyldar, og mæta því fullkominni andspyrnu annarra stórtungna. Nor- rænu málin og hollénzka mundu verða sökuð um að draga taum germönsku stórtungnanna ensku og þýzku, smærri slafnesku málin mundu hallast að rússnesku og smærri Asíumálin geta fallið undir umráðasvæði kínversku, indversku, indónesísku eða arabísku. Mál eins og finnska, tyrkneska eða ung- verska, sem eru fulltrúar lítilla tungu- málaflokka, er enginn mundi saka um hneigð til yfirdrottnunar, gætu ef til vill haft einhverjar líkur. Ennfremur má nefna mál Ameríku-indjána, Afríku- negra og Suðurhafseyjamál, en að gera eitthvert þeirra að almennu viðskipta- máli fyrir menninga.rþjóðir heims mundi vera geysierfitt viðfangsefni, en þó ekki óviðráðanlegt. ]\íeðal gervimálanna eru mörg ágætlega hæf, en það er óneitanlegt að nú eru aðeins tvö þeirra, esperanto (eða afbrigði hennar) og interlingua, sem njóta nokkurrar lýðhylli og fylgis. Á alþjóðafundi esperantista í Osló voru um 1600 hluttakendur frá 32 lönd- um*. Mælendur á esperanto um allan heim munu vera nálægt hálfri milljón (þó er sagt, að um átta milljónir muni hafa einhver kynni af málinu) og esperanto er kennt að minnsta kosti í 625 skólum um allan heim. Esperanto hefur verið notuð sem mál innrásar- hers ,,fjandmanna“ við heræfingar Bandaríkjahers, útvarpssendingar á esperanto frá Evrópulöndunum aðeins eru meir en 50 mánaðarlega. Meir en 7500 bækur, þýddar eða frumsamdar eru fáanlegar á málinu og auk þess rúmlega 100 tímarit. Frímerki á esper- anto hafa verið gefin út í fjórum lönd- um og leyft hefur verið að nota málið, eins og latínu, í símskeytum milli landa. í Bcindaríkjunum og Bretlandi hefur esperanto verið reynd í skólum sem undirbúningur undir nám erlendra tungumála, og tUraunin heppnaðist, því að unglingarnir, sem æfingu höfðu feng- ið í esperanto, reyndust betri í þeim tungumálum sem þeir hófu síðar nám í heldur en þeir sem ekki höfðu fengið þá æfingu. Sem merki um lýðhylli es- perantomálsins má geta þess, að skoð- anakönnun Gallups í HoUandi og Nor- egi sýndi, að esperanto gekk næst ensku um fylgi fólks við val alþjóðatungumáls. Interlinqua, sem er miklu síðar kom- in fram á sjónarsviðið, virðist njóta hylli vísindamanna og tæknifræðihópa, er telja málið einkar hentugt fyrir prentaðar ritgerðir til þess að láta ganga milli sérfræðinga á sama sviði. Ljóst dæmi um þetta gafst nýlega í Waishington á annarri heimsráðstefnu um hjartasjúkdóma, þar sem 2200 full- trúum frá 50 þjóðum kom saman um, að þeir hefðu átt í litlum sem engum erfiðleikum um að skUja gervimálið, að minnsta kosti á prenti. Meðal gervimálanna er, eins og meðal þjóðtungnanna, fjöldi mála sem hvert fyrir sig hafa aðeins örfáa formælendur. Og á heimstungumálaráðstefnu, sem ætti að velja eitt tungumál, þjóðtungu eða gervimál, til þess að vera alþjóða- tungumál framtíðarinnar, er það jafn- vel ekki óhugsandi, að einhver fulltrú- inn vildi reisa upp frá dauðum Volapúk eftir Schleyer, Solresol eftir Sudre, Latíno sine flexione eftir Peano eða jafnvel hinar gleymdu hugsmíðar eftir Wilkins biskup eða samtíðarmenn hans. T ími til umræð na, ráðagerða, rannsókna og sköpunar er umliðinn. Þörfin er aðkallandi. Heimurinn nú á dögum þarfnast ekki meiri fágunar á þeim kerfum, sem til eru, heldur út- valning eins af hinum mörgu, sem eru fyrir hendi. Ráðagerðirnar hafa staðið yfir í fjórar aldir. Það er nú kominn tími til framkvæmda. Eins og glögglega hefur komið í ljós við kannanir Gallups og annarra, þarfn- ast mannkynið tungumáls, sem það geti allt notfært sér sameiginlega. AUar þjóðir heims þarfnast þess til þess að geta betur kynnst hver annarri, því að þær finna til hins mikla skyldleika, þrátt fyrir allt sem aðskilur þær. Þær þarfnast þess til þess að vandamál lífs- ins verði auðveldari viðfangs og að einum af stærstu steinunum verði rutt úr vegi virkra samskipta. En umfram allt þarfnast þær þess vegna bama sinna, sem eiga að lifa í heimi fram- tíðarinnar, þar sem fjarlægðir og aðrar slíkar tálmanir standa ekki í vegi fyrir samskiptum manna, og þar sem fólk af mismunandi kynflokkum, þjóðerni og siðvenjum neyðist til miklu nánara samneytis og verður að gera sig skiljan- legt fljótt og auðveldlega. Hvers vegna á að fresta málinu lengur? Hvers vegna á að bíða eftir meiri umbótum á þvi, sem ekki verður umbætt gjörsamlega, mannlegri tungu? * Esperantoíundurinn í Oslo var hald’nn 1952, Frá 1905—65 h,afa verið haldnir 50 alþjóða- fur.dir á esperanto víðsvegar um lönd, hinn síðasti i Tokíó í Japan 1965. I’ar voru hlut- takendur uim 1700 frá 45 löndum (Þýð.). 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. júlí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.