Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 4
E, I nn haf ði heimurinn tekið veltu. Og allt var á sínum stað. Ég einn varð eftir hangandi á hvolfi. En enginn veitti því at- hygli. Þann tólfta ágúst var fanginn sem náðist á flótta, múraður inní vegginn á fjórðu álmu. Rökkur. Er þa'ð færist yfir, verður allt í herberginu annar- legt og draugslegt. Og allt sem kom inn með því fyllir herberg- . ið efnisvana hreyfingu, nærri hljóðlausu hvísli — og þessum kynjasögum. Þær fylgja mér ávallt. Þær eru í mér. Fyrri hluti. ÞÖGN Rökkur. Einsog hárbeitt lag gegnum heila minn. Höfuðverk- ur. Ringulreið. Ókunnugir menn komu í herbergi mitt. Og allir hlutirnir í því hreyfðust úr sín- um föstu skorðum og liðu af stað. Síðan varð allt eðlilegt aft- ur. Þögn. Nema raunalegt hljóð af kæfðum höggum. Það er ef til vill blóði'ð sem dunar í gagnaug- um mínum. Eða ómur af klukku. Hugur minn er ringlaður, hugsanir mínar á reiki. Ég næ þeim saman en þær ganga mér úr greipum. Ég get ekki lengur haldið þeim í holum lófa. Hvern- ig veit ég, hver þeirra er mikil- væg? Hvernig finn ég sannleik- ann? Höfuð mitt er fullt af þoku og vatnssósa heili minn skýtur upp hvítum, lífvana gróðri — hug- myndum en ekki sannleika. Hann fyllir huga minn. Þokan er í huga mínum. Ég drukkna í henni. Einn, tveir, þrír. Frá opnum glugganum berst kaldur, hrá- slagalegur vindur og með hon- um eitthvað annað, ólýsanlega dapurt. Og kuldinn og hryggðin skolast inn í æSar mínar, smjúga inn í hjarta mitt. Einn, tveir, þrír. Þau mynda dreggjar í lung- um mínum, þau loka munninum, þau herpast aS hálsinum eins og stálhringur. Einn, tveir. Rökkrið þéttist. Úr myrkrinu, eins og gegnum gruggugt vatn, skríður eitthvað græhleitt upp á gluggann. Það loðir vi'ð glugga- rúðuna, þrástarir inn í herbergið. Ég læt aftur augun. Þrír, fjórir, fimm. Ég lít upp. Það er horfiS. En starandi augnaráSið er eftir. ViS flúSum úr fangabúSunum. Við hlupum. Við gengum gegn- um skóginn. Við gengum um nætur. Þá tognaði hann í ökkla- lið. Ég bar hann á bakinu. Aft- ureldingin stöðva'ði okkur. Við leyndumst í hlöðunni. Þar var þefur af rotnandi heyi og mykju. Allt í fari okkar var uppljóstr- un — föt okkar, tærð, órökuð andlit okkar. Slasaður ökkli hans. Við földum okkur í hlöð- unni í skóginum. Maður gægðist inn gegnum gluggann. Ég man eftir augum hans. Ég vissi að hann myndi framselja okkur. Ég sá það í augum hans. Mér var ljóst að þetta var endirinn. Annað varð mér einnig ljóst þar sem ég fann hann horfa á okkur. Það var þá sem mér virtist heimurinn hafa tekfð veltu: það augnablik varð möndullinn, sem veröldin snerist um. Ef til vill var það eingöngu fjarlægu maura EFTIR ALEXANDER URUSOV vegna þess að ég var hálf-sof- andi. í þvingaðri, óeðlilegri stell- ingu. Svo þvingaðri, að skyndi- lega stóð allt skýrt fyrir mér. Mér varð Ijóst að tími var til kominn að fara. Einn. Ég vissi þá að ég myndi fara, einn. Ég skildi við hann liggjandi í hlöðunni, sem þefjaði af rotn- andi heyi og mykju. Ég leit aftur. Hann lá hreyfingarlaus. En ekki sofandi. Einnig hann skildi allt á þessu augnabliki. Að biðja einhvers hefíii verið' fjar- stæða. Svo hann lá þögull. Og nú er hann múraður í vegg. En ég lifi. Og hann kemur oft að finna mig. Þegar hann kem- ur, tölum við aldrei um það sem gerðist. Eða um sekt mína. Hann hefur aldrei nefnt hana einu orði við mig. Alexander Urusov er ungur sovézkur rit- höfundur úr hópi svonefndra SMOG- rithöfunda. Sagan, sem hér birtist, er þýdd úr ensku. Nótt. Ljósnálar í umlykjandi' myrkri. Og fölur, útmáður fern- ingur gluggans. Skiki af skýgrá- um himni. RAUNASÖGUR SAGÐAR MÉR MEÖAN ÉG HAFÐI HÖFUÐ- VERK, AF MANNINUM SEM VAR INNIBYRGÐUR 1. Fjarlægur mauratroðningur. Við ferðuðumst með lest, augu okkar einblíndu á gluggana. Fyr- ir utan sá ég ekkert nema þoku. Við geystumst yfir endalausa eyðimörk og kringum okkur var aðeins þoka og myrkur. Eina hljóðið var urgandi hvinur í hjólunum. Endrum og eins birt- ust borgir í nóttinni og við sáum ljós. Þetta var aðeins sjónhverf- ing og við vissum það. Kringum okkur var þokan ein. Og nóttin var ekki til. Þó viku augu okkar aldrei frá gluggunum. Gegnum þokuna sá- um við endalausa lest naura hreyfast meðfram brautinni. Endalausan mauratroðning. Öðru hvoru jókst fjarlægðin milli okk- ar og maurarnir hurfu í þokuna, svo minnkaði hún á ný og við gátum jafnvel heyrt lág^ærar raddir þeirra, hvísl þeirra. Þær voru eins og þurr, skrjáfandi lauf í skógi. Óendanleg fylking maura, sem skríða gegnum þokuna nótt og dag. Þeir eiga sér enga nótt. Og við, að eilífu farþegar í þessari lest, þyrptumst kringum glugg- ana og hlustu'ðum á raddir þeirra. Raddir eins og þurrt skrjaf í laufi. Laufin feykjast og fólk, hæg- fara og gult eins og laufin. And- lit þeirra eru þurr og skrælnuð eins og aldagamalt bókfell. Að- Framhald á bls. 14 LATUM Stríð hér, stríð þar, eldar um allan heim; og manuúðin talar með æðru um óráð í fari mannsins, finnur til með þeim sem glötuðu og þjáðust ans hún tryði að stríð kæmu til af slysni. Grúskarar leita enn eftir svörum til bóka ans þeir tryðn að sagan gæti frætt þá um manninn og eilífar drápsaldir hans. Suniir gengu svo langt að trúa á framþróun lífsins, dirfðust að nefna með kulda ýmis nöfn, Khan, Makkíavelli, Hitler, Stalín, orsök, morð, mannhatur, ans þeir héldu að manninum væri sjálfrátt, ans þeir héldu að Kromwell og Hitler væru hið ílla, og samkvæmt ræðum þeirra og hundruðum bóka Iáðist þeim að sjá hvaða hjúkrun þeir inntu af hendi. Og þeir dirfðust í barnskap mannelsku og heilagrar bræði að hugleiða guðmannlega tilveru, lángtum meir en þurfti um amstrandi fátæki mannsins, nefndu stríðum orðum: göígi, mannúð, bræðralag, minulusl á ríki þúsund ára án þess að blygðast sín, ans þeir héldu að maðurinn tæki tali, ans þeir tryðu að sagan segði eitthvað af viti, ans þeir þættust þess vísir að maðurinn vissi hvað væri að gerast dag með degi. Þeir gengu svo lángt að hrópa: Stríð eru slysni í sögu mannsins! Johnson, Gandi, Mússolíni, segja þeir öld eftir öld og gera upp á milli hæíni eins og annars, ans nokkru skipti hvort einhver er öðrum djarfari að benda á veg, allir jafn blindir; en öld eftir öld fylgist með okkur tíminn, giottandi, þögull, hversu margir sem myrða. Sá grunur vaknar: hvort okkur er sjálfrátt, hvort Hitler ber ekki þökkum huga að nefna eða kaþólska kirk ju, sem manninn tamdi um aldir; eða hver hefur aflað honum þvilíks aga, að honum var haldið í skcfjum öld eftir öld, talinn og merktur ans gripur svo hann týndist ekki? Eða voru þeir hótinu betri sem gáfu hjörtu sin guði, kærleiksrík flónin þau arna sem trúðu að gruð væri mildur, blygðuð ans hundar þegar þau bar fyrir hann, því guðlnum væmdi við sætlegum kærleik þeirra, þar til þeim skildist að hann var miskunn firrtur og barði þá þar til þeir hröktust á braut. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.