Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 1
Nú er liðið á aðra öid frá því Duffei in lávarður kom hingað til íslands á skemmtisnekkju sinni. í þessari grein rifjar Alan Boucher upp nokkur atriði úr ferðabók hans, veizluhöldin í Reykjavík og vornæturferð út í Engey. herra minn. Fitz: Þú hlýtur þó að hafa séð marga farþega sjóveika? Röddin: Oft, herra minn; mjög sjó- veika. Fitz: Nú, og hvað voru þeir lengi að jafna sig, að meðaltali? Röddin: Sumir jöfnuðu sig aldrei, herra minn. Fitz: En hinir, sem gerðu það —? Röddin: Ég þekkti einu sinni prest og konu hans, er voru sjóveik alla ferðina, i fimm mánuði. Fritz: (Þögn) Röddin: Þa’ð kemur stundum fyrir, að þeir deyja, herra minn. Fitz: !!! Aftur á móti varð þessi hrakspámað- ur sjálfur sjóveikur áður en ferðinni var lokið og lsekninum tókst að hefna sín rækilega með því að skammta hon- um meðul.“ Og svo bætir höfundurinn við: „Nokkru eftir þetta gerðist mjög sorg- legur atburður. Við höfðum fengið hana, ásamt fáeinum hænum, í Stornaway (á Suðureyjum). Fyrir nokkrum dög- um hafði ég teki'ð eftir því, að um leið og dró norðar og næturnar fóru að stytt- ast, varð þessi vesalings fugl algjörlega ruglaður í ríminu um fyrirbrigði það, er heitir dögunin. Satt að segja, efast ég mjög um, að hann hafi nokkurntíma sof- ið nema í fimm mínútur samfleytt, án þess að hrökkva upp með andfælum, hræddur um, að hann hefði ef til vill sofið yfir sig og orði'ð af hanagali. Þeg- ar svo var loks komið, að nóttin hætti alveg að vera til, varð það honum of- raun. Hann gól nokkrum sinnum ámát- lega, fékk síðan þunglyndiskast og stökk fyrir borð og drukknaði. Honum hefur líklega einnig verið eitthvað niðri fyrir, vegna þess með hve einkennilegum hætti hafði fækkað í kvennabúri hans á hverjum degi.“ Foam kom til Reykjavíkur 21. júní 1856, og vegna kynningar Sigurðar var Dufferin teki'ð tveim höndum, hvert sem hann fór. Hann minnist lofsamlegum orðum á gestrisni landsmanna og fegurð stúlknanna. Þar sem gestgjafarnir kunnu hvorki ensku né frönsku, tókst honum oft að halda uppi samtölum með þeim á latínu, en honum leizt miður vel á það að þurfa að hafa Sigurð sem túlk fyrir kvenþjóðinni og segir glettnislega: „Eg er sannfærður um það, að sá herramað- ur hefur notað tækifærið og tileinkað sjálfum sér fegurstu blóm málsnilldar okkar í sína eigin þágu. Samt sem áð- ur voru þær virðingarfullu athugasemd- ir okkar, sem hann leyfði að koma að tilætluðum notum, mjög vel þegnar og endurgreiddar með mörgum brosum." Sólarhæffin tekin. Dufferin lávarffur. ]\okkrum dögum var varið til stuttra könnunarferða um nágranna- sveitir til undirbúnings lestarferðarinn- ar — Dufferin keypti 26 hesta með beizlum, klyfjum og öðrum nauðsyn- legum útbúnaði — og til heimsókna. Hann segir: „Ég hef ekki tíma til að telja upp öll þau merki vináttu og gest- risni, sem mér voru sýnd. Eg verð að láta nægja að segja, a'ð ég kynntist mörgu skemmtilegu fólki, leit margar fagrar ásjónur og var boðinn í óteljandi hádegisverði. Sannleikurinn er sá, að það er eins óhjákvæmilegt að neyta mat- ar — eða öllu heldur víns — með hús- bóndanum, þegar maður fer í heim- sókn, eins og að takast í hendur, og væri talið eins mikil ókurteisi að neita því að dreypa á glasi eins og að taka ofan . . . Og ennfremur, þegar það eru húsfrúrnar sjálfar sem ganga um beina, þá verður öllum ljóst, a'ð ekki tjáir að hika. Hvað á maður líka að gera, þegar lítil, ögrandi, ljóshærð stúlka vill endi- lega hella í glasið hjá manni og maður hefur engin orð til þess að mótmæla? Auðvitað yrði maður að hneigja sig og drekka, þótt eitur væri. í bikarnum, enda gerði ég það alltaf. Annars verö ég að taka það fram, að ég aflaði mér ýmiss skemmtilegs og gagnlegs fróðleiks með þessum heim- sóknum, þrátt fyrir talsverða vínneyzlu, og undantekningarlaust voru mennirnir sem ég kynntist vel menntaðir, siðaðir og auk þess kátir og glaðlyndir og sam- talið við þá því gætt sérstökum töfrum. 4 Um þessar mundir var mikil eftir- vænting í bænum vegna væntanlegrar komu hans keisaralegu hátignar Napo- leons prins.“ Dufferin hitti Prinsinn, son Frakka- keisara Napoleons III, seinna við Geysi, þar sem þeir borðuðu saman, og þegar þeir komu til Reykjavíkur aftur, var ball á frönsku freigátunni, Reine Hor- tense, sem var mikill atburður í skemmt- analífi höfuðstaðarins. En á'ður en ferða- hópur Dufferins fór af stað úr bænum EFTIR ALAN BOUCHER Frederick Temple Hamilton-Tem- ple Blackwood, jarl og markgreifi af Dufferin og Ava, ambassador og einkasendiboði Viktoríu Englands- drottningar í ýmsum löndum, lands- stjóri í Kanada og varakonungur Indlands, var merkilegur og mikil- hæfur maður. Hann var af írskri ætt og móðir hans var sonardóttir Richards Brinsley Sheridan, hins kunna írska leikritaskálds 18. aldar. Þ egar þessi ungi og glæsilegi að- alsmaður heimsótti ísland í skemmti- snekkju sinni sumarið 1856, skrifaði hann móður sinni bréf um ferðina, og voru þessi bréf seinna gefin út í bókar- formi undir nafninu „Letters from High Latitudes" — bréf frá norðlægum breiddargráðum — en sú bók er án efa skemmtilegasta lýsing um Island á 19. öld, sem hefur verið skrifuð á erlenda tungu, því Dufferin lávarður var bráð- skemmtilegur maður og hleypidómalaus með öllu, og auk þess gæddur óvenju- legum hæfileikum sem skáld. Leiðangurinn í 80-lesta snekkjunni Foam (Drífa) var ætlaður til Jan Mayen og Svalbarða, sem voxu þá lítið kunnar slóðir, og þurfti talsverða dirfsku að hætta sér út í slíka ferð á svona litl- um báti. Förunautar Dufferins voru, meðal annarra: írski læknirinn Fitz- gei-ald (Fitz), skipstjórinn Ebenezer Wyse, íslendingurinn Sigui'ður Jónasson frá Auðunnarstöðum í Víðidal, lögfræði- nemi við Kaupmannahafnarháskóla og þjónninn Wilson, sem var „bölsýnis- maður að atvinnu". Wilson þessi hafði verið þjónn á gufuskipi úti í Ástralíu. F itz þjáðist mikið af sjóveiki á leiðinni til Islands, og Dufferin lýsh' eftii'farandi samtali þeii-ra Wilsons, sem hann heyrði, þegar vesalings Fitz hugð- ist fá huggun og hughi'eystingu frá þjón- inum. Hann spurði Wilson með upp- gerðar glaðværð: „Jæja, Wilson, ég býst við því, að þessi sjóveiki sé aðeins tímabundið fyr- irbi'igði, ekki satt?" Rödd eins og úr gröf: Það veit ég ekki, A íslenzkum hesti. Dufferin lávardiir á islandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.