Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 6
( Hlé á milli bylja í 20 ár, 1757-1777 Næstu 20 árin eru ekki talin harð- indakafli, því að þá skiptust á góð- æri og harðindi, líkt og gerist enn. Þó kom það fyrir að mannfellir varð sum árin, því að lengi gætti afleið- inganna af því, að bændur höfðu ÖNNUR CREIN misst bústofn sinn á hallæristíman- um. Þó þótti hin mesta furða hve fljótt fjölgaði sauðfé og kúm í sum- um héruðum. Var sem náttúran sjálf kæmi þar til hjálpar því að kýr voru tvíkelfdar og ær tvílembdar eða þrí- lembdar langt fram yfir það sem venjulegt var. Eins var hin mesta furða hvað þjóðin rétti við á þessum árum, því að 1777 var fólkið orðið álíka margt og verið hafði 1703, eða langt um fleira en nokkurn tíma síð- an Stórubólu. Þetta var þeim mun merkilegra sem bólusótt hafði geng- ið yfir landið 1762—63, og margt fólk hafði dáið í landfarsóttum 1763 og 1767. Auk þess voru miklar slysfar- ir og með ýmsum hætti. 1758 fórust 8 eða 10 skip í ofviðri í október 1766 brptnuðu 126 bátar á Reykjanes- skaga og undir Jökli, 1767 fórust 18 skip og drukknuðu 80 menn á 2 dögUm á vertíð, en. árið eftir drukknaði Eggert Ólafsson. Árið 1772 er sagt að í Skálholtsbiskups- dæmi hafi 11 drukknað, 17 orðið úti og 5 kafnað í reyk. Þá fórust og margir í snjóflóðum, bæði á víða- vangi og í 7 bæjum, sem snjóflóð tóku af á þessum árum. Þá brunnu og mórg stórbýli, svo sem Burstar- fell í Vopnafirði, Leirá í Leirársveit, Eskiholt í Borgarfirði, Akrar á Mýr- um og Munkaþverárklaustur. J. vö hafísár voru verst á þessu tímabili. 1759 voru hafþök fyrir Norður- landi, en er kom fram um Jónsmessu rak ísinn austur fyrir land og síðan vestur með suðurströndinni og allt vest- ur í Faxaflóa. Var ísinn svo mikill und- an Rangárvallasýslu og Árnessýslu, að ekki sá út yfir hann af hæstu fjöllum. 1770 var mikill hafís fyrir Norðurlandi og Austurlandi langt fram á sumar. Varð þá víða heylaust og mikill fellir sauðf jár og hesta í Suður-Múlasýslu „svo margir sem áður voru fjárríkir áttu ekki eftir af ám meira en eitt kúgildi." 1 Skaftafellssýslu féllu þá 600 hross og 1200 sauðfjár. 1766 gaus Hekla. Hófst gosið 5. apríl og stóð allt sumarið. Fylgdu þessu mikl- ir jarðskjálftar og hrundu nokkrir bæ- ir, þar á meðal 3 í Ölfusi. Fjallið þeysti úr sér óhemju af sandi og varð sand- hrönnin álnardjúp í nærsveitum, og af þessu mikla sandfalli lögðust 10 bæir í eyuí. Eftir það breyttist vindátt til suðurs og lagði þá mökkinn norður um Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur. Varð þá svo dimmt þar um miðjan dag, að ekki sáust handaskil. Einhver óhollusta fylgdi sandinum, því að nú tók fé að hrynja niður, „svo að við auðn lá sums staðar." E: I n versta áfallið varð þó fjárklá'ð- inn, sem kom upp í fjárræktarbúinu á Elliðavatni 1762 og breiddist óðfluga út í allar áttir. Fylgdi honum og önnur fjárpest, sem sennilega hefir verið gin og klaufaveiki, eftir lýsingum að dæma, því að kindurnar fengu bólgu í höfuð og fætur, augun gróf úr þeim og af féllu horn og klaufir. Ein kýrin á Elliðavatni sýktist líka af þessari pest. Eftir skamma hríð hafði kláðinn og pestin borizt aust- ur að Jökulsá á Sólheimasandi og norð- "•*.»€¦.•.••¦»»;:".*.••• ur að Skjálfandafljóti, nema hvað Vest- firolr sluppu að mestu við þenna ófögn- uð. Var svo fyrirskipaður almennur nið- urskurður, en síðan reyndu bændur að fá fé frá ósýktum héruðum, þótt ekki gengi það vel, vegna þess hvað sauðfé var þá fátt í landinu. Til dæmis má geta þess, að þremur árum eftir niður- skurðinn voru ekki nema 180 kindur í Kálfatjarnarsókn, en höfðu verið um 700 þegar Jarðabókin var gerð. Svipaða sögu mun hafa verið af nágrannasveit- unum að segja. Þess er getið, að 1761 hafi rjúpur flykkzt niður að sjó á Suðurnesjum, aldrei þessu vant, og „lágu þar dauðar í fjörum; þær settust einnig á skip úti á sjó, sem var á móti venju". Þetta er sama sagan og gerðist fyrir frostavet- urinn mikla 1918. Sögðu þá gamlir menn, að rjúpan vissi á sig harðan vetur. Og veturinn 1761—62 var líka óvenju harð- ur um Suðurnes frá jólum. Kyngdi þá ni'ður snjó og voru hörkufrost fram um þrettánda, en á Þorranum jukust frost- in mjög. Vorið var einnig óvenju hart og féll fé víða úr hor. Síðan komu tvö góð ár og voru vetur þá svo mildir, að menn lögðu garða á jólaföstu, en ristu torf á Þorra. Síðan komu nokkrir harðir vetur (1770, 1771 og 1773) en sumarveðrátta þó enn verri, því að þá gekk á með krapahríðum og frosti svo að lítt heyja'ðist og 1773 lágu töður sums staðar undir fönn á túnum í september. Af þessu urðu þrengingar, einkum eystra, og 1774 féll fólk í Múlasýslum. oOo „Þessi 20 ár voru því engin Mómgun- arár, og má furðulegt kallast, að þá skyldi fólki geta fjölgað", segir Hannes biskup Finnsson. Það voru fiskveiðarn- ar, sem björguðu, því að flest þessi ár veiddist vel og stundum ágætlega, eink- um í verstöðvunum við Faxaflóa. 1 Reykjavík og grennd mun hagur manna hafa verið sæmilegur á þessum árum. M, Likið breytti um til batna'ðar hér þegar konungur tók við verzluninni 1758. Þá urðu vðrur betríL en atfur og verð sanngjarnara, og það varð alménn- ingi til mikils hagræðis, að nú var verzl- unin opin bæði vetur og sumar, en áður hafði aðeins verið verzla'ð á sumrin. Iðnstofnanirnar í Reykjavík nutu góðs af breyttum verzlunarháttum, því að nú voru þær eigi lengur ofsóttar, heldur hlynnt að þeim á marga vegu. Hófst nú blómaskeið þeirra og árið 1762 starfaði hjá þeim nær hundrað manns. En framundan voru nú áföll stór og rak þau á hvert af öðru sem reiðarslög. B'yrst var það f járklá'ðinn og pestin, sem drápu sauðfé unnvörpum í næstu sveit- um og sýslum. Var þá ekki lengur hægt að fá ull til klæðagerðar, því að ullin af pestarfénu var óhæf til vinnslu. Var þá með ærnum kostnaði reynt að fá ull frá fjarlægum héruðum. Annað áfallið var bruninn mikli í verksmiðjuhúsunum í marz 1765, sem olli miklu tjóni og framleiðslustö'ðvun. Svo hætti konungur verzluninni 1763, en við tók hið svonefnda Almenna verzl- unarfélag. Keyrði þá um þverbak í verzlunarmálum, og varð félag þetta brátt álíka illa þokkað og Hörmangara- félagið hafði áður verið. Gegn vilja Skúla var því fenginn rekstur iðnstofn- ananna í hendur og kom brátt í ljós, að forstöðumenn verzlunarfélagsins vildu stofnanirnar feigar og unnu að því öllum árum a'ð koma þeim á kné. Og það tókst þeim að mestu leyti. Þegar Arv Guðmansen varð „fullmektugur" verzlunarfélagsins hér 1767, var það eitt af hans fyrstu verkum að reka rúmlega 30 af starfsfólki iðnstofnananna, og komst margt af því fólki á vonarvöl vegna þess. Auk þessa lækkaði hann kaup allra hinna, er eftir urðu. Enn- fremur tók hann af þeim grasnytjar, sem Skúli hafði fengið þeim upphaflega, til þess að þeir gætu haft kýr. Auk þessa má geta þess, að Arv lét af ásettu ráði vefa svo lélega dúka, a'ð enginn vildi líta við þeim. Og allt var eftir þessu. Verzlunarfélagið varð óvinsælla með hverju árinu sem leið og átti í vök að Framhald á bls. 11 Stjórnarráðshúsið var reist á árunum 1759—1764. 6 - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.