Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 15
i%fZ$T^3
li'^díBI ÍlÍllitf^i:
Power, Politics & People, The Collec-
ted Essays o£ C. Wright MUIs. Edited by
Irving Louis Horowitz. Oxford Universi-
ty Press. New York, 1967. 2.95.
Irving Louis Horowitz, prófessor í
þjóðfélagsfræði við Washington Uni-
yersity og höfundur margra fræðibóka
í grein sinni, hefur hér annazt útgáfu
fjölmargra ritgerða eftir þjóðfélagsfræð-
inginn C. Wright Mills. Ritgerðir þess-
ar hafa áður birzt á víð og dreif í tíma-
ritum. í formála gerir Horowitz skil
lífi og starfi Mills og skilgreinir megin
inntak hugmynda Mills um hlutverk
Þjóðfélagsfræðinnar sem fræðigreinar.
í þessum ritgerðum fjallar Mills um
fjölmörg þjóðfélagsleg fyrirbrigði með
áherslu á amerísku þjóðskipulagi, en
hann hefur verið talinn einn fremsti
gagnrýnir nútímans í þjóðfélagsfræðum.
Hann er nú látinn en eftir hann liggja
fjölmörg rit.
C. Wright Mills: The Sociological
Imagination. The Oxford University
Press, New York, 1967. 1.75.
Bók þessi eftir ameríska þjóðfélags-
fræðinginn C. Wright Mills var áður gef-
in út af sama forlagi árið 1959, en er nú
endurprentuð í vasaútgáfu. Bók þessi er
að stofni til fyrirlestrar sem höfundur
flutti við Kaupmannahafnarháskóla ári'ð
1957. 1 bókinni gagnrýnir hann þá
stefnu, er þjóðfélagsfræði sem fræði-
grein hefur beinzt inn á. Hann telur m.
a., að hún hafi fjarlægzt um of þann
grundvöll, er hún raunverulega byggir
á, þ. e. a. s. hið lífræna og starfræna
þjóðfélag, manninn sjálfan og hegðun
hans í þjóðfélaginu. Með því að ríg-
binda þjóðfélagsfræði í kerfi, fjarlægist
hún sjálft rannsóknarsvið sitt og geti
því ekki gegnt hlutverki sínu.
Hlutverk þjóðfélagsfræðinnar sé að
gera allan almenning sififerðilega ábyrg-
an; þekking án slíkrar ábyrgðar verði
eingöngu tæki til að hjálpa hinum
slyngari einstaklingi til að „komast
áfram í lífinu", og gari upplýstri þjóðar-
heild kleift að neyta valds í stað ábyrgra
áhrifa. Hann telur, að þjóðfélagsfræðin
hafi brugðizt því hlutverki sínu að
þjálfa hvern þjóðfélagsþegn til ábyrgrar
gagnrýni. „Mannleg samskipti eru því
aðeins lýðræðisleg, að bæ'ði almenning-
ur og forustumenn séu opnir og ábyrgir,
og lýðræði er því aðeins framkvæman-
legt, að þekkingin sé í tengslum við líf-
rænt þjóðfélag."
í lok bókarinnar er kafli sérstaklega
ætlaður háskólastúdentum með ráðlegg-
ingum um, hvernig þeir eigi að nálg-
ast viðfangsefni sitt og ættu raunar
fleiri en þeir að hafa gagn af. Þar
leggur Mills áherzlu á vandvirkni í mál-
flutningi, og nauðsyn þess a'ð einstakl-
ingurinn og vandamál hans verði aldrei
slitin úr tengslum við þjóðskipulagið
í heild, eigi þjóðfélagsfræðin að geta
gegnt hlutverki sínu. Þess vegna verður
að fordæma kerfisbundna framsetningu
^. /vis^ir:--------
Qpgpi.
VY\L c\
^]*V^1j
©PIB COPENHAGíH
og sérfræðilegt tungumál; skýrt og skilj-
anlegt mál verði að haldast í hendur
við vísindaleg vinnubrögð.
RABB
Framhald af bls. 16
mitt þessvegna er lítil þátttaka í
ýmiskonar sporti, sem hægt er að
iðka úti. Almennustu fylgi að fagna
á laxveiðin, en margir stunda hana
með viðlíka offorsi og vinnuna;
þeytast óraleiðir fyrir stuttan tíma,
aka dag og nótt og koma stundum
þreyttir heim.
Ef á annað borð eitthvað hefst
upp úr þessu harðsvíraða kapp-
hlaupi, þá er óhœtt að slá því föstu,
að þaö er dýru verði keypt. Stund-
um er jafnvel kostað til því sem
dýrast er af öllu, andlegri og líkam-
legri heilsu. Það er nógur tími til
að hvíla sig, þegar maður er dauð-
ur, heyrist stundum sagt, en því
miður byrja menn að greiða gjaldið
fyrir of mikið álag löngu áður en
þeir eru dauðir. Það er kaldhœðni
örlaganna, að það sem í upphafi átti
að verða til að skapa hamingju,
verdur síðar til að koma í veg fyr'vr
hana og jafnvel til að myrða ham-
ingjuna. Ég heyrði eitt sinn tvo af
prestum höfuðstaðarins bera saman
bœkur sínar um hjónaskilnaði og
töldu þeir ,aS þreyta, sem leiddi af
óhóflegu vinnuálagi ásamt með
fjárhagsáhyggjum, væri ekki veiga-
minni ástæða en framhjáhóld og
drykkjuskapur. Islendingar hafa að
minnsta kosti fram til þessa haldið
því fram, að þeir vildu vera frjálsir
til að gera það sem þeim sjálfum
sýndist. En upp á síðkastið hafa
alltof margir smíðað sér hlekki; ofið
sér ófrelsi og neitað sér um þann
munað að lifa mannsœmandi Ufi
vegna þess að löngunin til að kom-
ast í álnir yfirskyggir allt annað.
En einstaklingarnir eru þó naum-
ast einir í sökinni. Margir vinnu-
veitendur keyra á eftir álaginu og
telja sig lítið hafa að gera við það
fólk í vinnu, sem ekki vill taka að
sér að vinna frameftir kvöldinu.
Gísli Sigurðsson.
Framkv.stJ.:
Ritstjórar:
Ritstj. fltr.:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Útgeíandi:
Sigfús Jónssor.
Sigurðui Bjarnason írá Vtgur.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson
Gisli Sigurðsson
Arm Garðar Knstmsson.
Aðalstræti 6 Sími 22480.
H.f Arvakur, líeykiavík
8. október 1967
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15