Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 14
ÁRNI ÓLA Framhald af bls. 12 A'ðalorsök sjúkdómanna var hin eitr- aða móða frá Lakagígum og fæðuskort- ur. Allir voru meira og minna veikir og höfðu lítið mótstöðuafl gegn kvefi og bólu. Mannfallið samsvarar því að 5. hver maður hafi dáið í Reykjavík. Ef til vill blöskrar mönnum ekki í fljótu bragði að heyra eða sjá tölur, en ef þeir athuga að mannfallið 1785 samsvarar því að einhver „pest“ dræpi nú 16.000 manns á einu ári í höfuðborginni, þá má vera að þeim finnist nóg um. Af iðnstofnunum er það að segja, að þær voru komnar á fallanda fót þegar Almenna verzlunarfélagið gafst upp og konungur tók við þeim og verzluninni. Um mörg ár háfði þá ekkert verið hugs- að um viðhald húsanna og voru sum þeirra orðin léleg, en önnur fallin, og á þetta einkum við um torfhúsin, því að timburhúsin stóðu sig betur. Þó var klæðagerð rekin þar öll þessi ár (1774— 84), en rekstrarhalli nam á þeim tíma 13.000 rdl. Fyrstu árin sem konungur rak iðn- stofnanirnar, var þar dansk-þýzkur for- stjóri, sem Giese hét. Árið 1794 tók Runólfur Klemensson við forstjórastöð- unni og litlu seinna Þorkell Bergmann, og var hann seinasti forstjóri þeirra. Þegar verzlunin var gefin frjáls 1786, var afráðið að selja öll húsin, þó með því skilyrði, að klæðagerðin héldi áfram. En enginn fékkst til að bjóða í fyrirtæk- ið allt, og varð þá að ráði að selja eitt og eitt hús á uppbóði. Fyrstu húsin voru seld 1791 og síðan smátt og smátt. Og um aldamótin má kalla að verksmiðj- urnar liði alveg undir lok, eftir nær hálfrar aldar fjárhagsbasl, lítinn skiln- ing landsmanna, en nægan fjandskap af hálfu einokunarinnar. En þrátt fyrir allt urðu þær þjóðinni að miklu gagni og voru upphaf að frekari viðleitni hennar til sjáifsbjargar. Þó er það merkast við sögu þeirra, að þær voru vísirinn að höfuðborg Islands. Landsnefndin fyrri, sem skipuð var 1770, vildi auka veg og gengi Reykja- víkur með því,' að flytja þanga'ð biskups- stól og skóla frá Skálholti og hún lagði til, að þá skyldi breytt nafni staðarins og hann kallaður Kristjánsvík upp frá því, til heiðurs við konunginn. Þessum tillögum hennar var ekki sinnt og aldrei komst nafnbreytingin á, sem betur fór. En biskupsstóll, dómkirkja og skóli flutt- ust þó hingað frá Skálholti og réðu því sérstök örlög. J. jarðskjálftunum miklu 1784 hrundi Skálholtsstaður svo að segja til grunna. Kom svo út konungsbréf 20. apríl 1785 um að flytja skyldi biskups- stól, dómkirkjuna og skólann til Reykja- víkur og reisa þar hús handa þessum stofnunum. Var samsumars byrjað á því að reisa skólahús á Hólavelli, og skyldi þar einnig reist hús handa kennurum, en úr því varð aldrei. Þá var og rá'ð- gert að reisa biskupssetur á Melshúsa- lóð, en sú fyrirætlan komst aldrei lengra, því að Hannes biskup sat kyrr í Skól- holti til dauðadags. Dómkirkjunni var ákveðinn staður þar sem hún stendur enn, en ekki var byrjað á smíði hennar fyrr en 1790. Fleira átti að gera. Haustið 1785 lagði Levetzow stiftamtmaður til, að reist yrði gistihús í nánd við skólann. Þar áttu ferðamenn a'ð geta leitað athvarfs, en skólapiltar fengið fæði fyrir hóflegt gjald. Þetta varð aðeins loftbóla og hjaðnaði niður og aldrei var byrjað á gistihúsinu. Skólinn átti sér heldur ekki langa sögu. Húsið var sá gallagripur að annað eins hefir ekki þekkzt hér um slóðir. Var svo skólinn fluttur að Bessa- stöðum 1805, en skólahúsið rifið. Af dýdð Skálholtsstaðar, sem hingað skyldi Bylgjur af gagnrýni um skólamál hafa risið víðs vegar, og virðist fjölga, en ekki fækka. Þó hafa skólamál ekki þá sérstöðu, sem ætla mætti. Mörg þjóðmál eru að veru- legu leyti uppeldismál, önnur en skólamálin sjálf. Þjóð- aruppeldi er stór heild, sem tekur til margra menningar- sviða, bæði meðal vor og annarra þjó'ða. Nokkur samúðarskilningur þarf jafnan að fylgja gagn- rýni, ef hún á að hitta í mark og leiða til umbóta. Ýmis- legt fer úrskeiðis af því að of fáir færir menn vinna að of stóru og vandasömu verki, verja of litlum tima til þess, eða verkið er af vanefnum gert. Annað missir marks, af því að mark hefir aldrei verið sett, og menn hafa ekki gert sér ljóst hvað þeir vildu, heldur létu skeika að sköpu'ðu, héldu sér að því auðvelda og „skemmtilega", en sniðgengu vandann, líkt og Pétur Gautur. Sjálfs- blekking sniðgöngunnar sýnir sig víða, í uppeldi, skáld- skap, listum og kirkjulegri virkni — og í einkalífi manna. „At digte, det er at holde dommedag over seg selv“, sagði Ibsen — en meiri hluti skáldskapar er þó fremur drauma- hyggja en dómur yfir eigin sjálfi. Hins vegar er sjálfs- þekking og sjálfsgagnrýni að verulegu leyti dómur eða mat á eigin sjálfi, og mat á eigin menningu má ekki án þessa þáttar vera. Þá þola sumir enga gagnrýni, og móðgast, ef hún hittir þá sjálfa fyrir, þótt henni sé ætlað að hjálpa þeim og öðrum. Erlendis biðja menn einatt um gagnrýni og ábendingar vina, kunningja og andstæðinga, sem þeir treysta. Slík hugsun er flestum framandi hér á landi, og það á sér ýmsar orsakir, meðal annars að sum gagn- rýni er svo vinglkennd og neikvæð áð ekkert „gagn“ er að henni, og leysist upp í neikvætt nöldur og mark- leysur um annarra manna verk. Auk þess er hér að finna leynda ást á menningarlegri einokun, sem vill stjórna menningunni út frá öðrum sjónarmiðum en hennar eigin. Það eru þó til nokkrar almennt viðurkenndar reglur og aðferðir um vísindalegan málefnaleika og einnig um gagnrýnina. Stærðfræðin er hér til fyrirmyndar, því inn- an hennar vébanda fást menn við sjálfsagða hluti. Reynsla Galilei reyndist mjög gagnleg: „Mælið allt hið mælanlega, teljið allt hið teljanlega og vegið allt, sem hægt er að vega“. Enda segir í Spekinnar bók að Drott- inn hafi skipað öllu niður eftir tölu, mæli og vog. Er þá átt við sýnilega hluti. — Að mæla, telja og vega er ekki tiltakanlega vandasamt, nema mikillar nákvæmni sé gætt eða fengizt sé við mikinn fjölda eða magn. Lífið er reyndar flóknara en svo að þessari reglu verði hvarvetna við komið. Eins og Einstein sagði: Stjórn- málin eru flóknari en eðlisfræðin. Þetta er skynsamlegt að hafa í huga til að komast hjá ósanngjörnum og ómildum dómum um verk þeirra, sem ekki fást við mælanlega hluti, heldur lifandi manneskjur og flókin mál í þjóðlífi og stofnunum. — Stofni menn til „stærð- fræðilegrar þrætu“, hvort fimm sinnum sjö séu fjöru- tíu, fimmtíu eða þrjátíu, þá þarf enga snilld til að skera úr málinu og finna hið rétta. — En spyrjum vér hvort rétt sé að hækka söluskattinn, draga úr áfengissölunni eða kenna unglingum frumatriði siðfræðinnar, þá vand- ast málið. Hlutaþekkingin er á vorum tímum einfaldari en mannþekkingin, auðveldara er að telja peninga en a'ð hjúkra sjúklingum og kenna börnum — enda vantar ekki bankana fólk, eins og skólana og sjúkrahúsin. Sá er tilgangur sannrar gagnrýni að greina fyrir- bærin og meta, en tilgangur efahyggju að losa sig við ótrausta þekkingu og meiningarlausa. Þar með er þó leiðin aðeins hólfnuð. Eftir stendur leitin að hinni já- kvæðu þekkingu, því annars endar allt í „negatívism- um“. Menn mega ekki láta blekkjast af því að vér ná- um ekki þeirri nákvæmni í hugvísindum, sem auðið er að ná í raunvísindunum. Að sleppa hugvísindunum fyrir þá sök, er blátt áfram að gefast upp vi'ð að vera mann- eskja. Markmið hugvísindanna hlýtur að vera málefnaleiki á öllum sviðum þeirra. Hér verður að viðhafa reglu, sem beinist í aðra átt en regla Galilei: Mælið ekki hið ómæl- anlega, teljið ekki hið óteljanlega, vegið ekki hið ómet- anlega, en leitið mólefnaleikans. Annars lendið þér í sjálfsblekkingu og sóun tímans og vinnið ekkert á. Stöndum vér þá án allra mælikvartSa og viðmiðunar? Svo kann ýmsum að finnast. En málefnaleikinn er ekki strik og punktar á mælitæki, heldur raunveruleiki í líf- inu sjálfu, í manneskjunum fyrr og síðar og þeirra verk- um. Það er ekki auðið að rétta hann öðrum, líkt og tommustokk eða reiknivél, heldur verður að finna hann út frá reynslu og löngum rannsóknum. Og það er aug- ljóst að þar hlýtur sumt að vera rétt og annað rangt. í mörgum greinum menningar er ekki við að glíma augljósar fjarstæður, eins og í rangt reiknu'ðu dæmi. Hætturnar eru þar af annarri gerð: Útþynningar, fals- anir, rangtúlkanir, villur, ósamræmi, mótsagnir, nauð- ung, ofvöxtur, blekkingar, sjálfsblekkingar, kyrrstaða, ófrjó endurtekning, vanrækslur, fáfræði o. s. frv. Það er auðvelt að finna hvort vatni hafi verið blandað í mjólk, erfiðara að finna útþynningu í skóla, kirkju, blöðum eða útvarpi! Samt verður að vinna það verk. Það er gleðilegt að sjá vilja manna til að losa sig og aðra undan blekkingum og sjálfsblekkingum, svo sem sjá mátti af yfirlýsingum skólastjóranna — og alveg nauðsynlegt að forðast inngöngu í nýjar blekkingar, sem sé þær, að nýtt kerfi muni leysa vandamálin. Kerfi er fyrst og fremst form, en þetta form er auðið að fylla margvíslegu innihaldi. Eitt bezta dæmi um þetta frá síðari tímum er saga þýzka skólans á tímum nazista og fyrir tíma þeirra. Þjóðverja skorti ekki uppeldisfræð- inga og kerfi, ekki heldur kunnáttu né vísindi. En naz- istum tókst svo vel að snúa skólanum til fylgis við sig, að undrum sætir (mótspyrna kirkjunnar var hins vegar harðsnúin) — og það gerðist ekki í fyrstu umfei'ð með því að breyta skóla-kerfinu, heldur markmiði skólans — og troða síðar inn í hann því, sem ríkisvaldinu þóknað- ist. Hvað skólann sjálfan snertir í lýðræðislöndum, varðar það allan almenning mjög miklu að vita, að það eru ekki sérfræðingarnir, sem rá’ða gerð skólans, heldur almenn- ingur, gegnum sína þjóðkjörnu fulltrúa, þingmennina, sem á Alþingi setja lög um það, hvernig skólinn skuli vera — og hvernig hann ekki skuli vera. Það varðar því afar miklu, að fólk almennt láti sína skoðun í ljós, og byggi álitsgerðir sínar á eigin reynslu, bæði um það, sem skólinn gerði vel, og hitt sem ekki var vel gjört, og segi einnig frá um það sem vantaði. Fólkið, sem á börn og unglinga í skólunum, þarf því bæði að lesa margt og hugsa um uppeldismál og skólamál. Það til- heyrir almennum mannréttindum áð foreldrar ráði miklu um menntun barna sinna — og auk þess er það nauðsyn oss, sem í skólunum störfum, að fá stöðugar fréttir af því hvernig menntunin reynist í lífinu sjálfu, þar sem á reynir. Vantar eitthvað, sem er verulega nauðsynlegt — og er einhverju ofaukið, sem mætti hverfa? Ein almennasta sjálfsblekking hér á landi er sú, að skólar vorir séu eins og þeir gerast á Norðurlöndum. Því fer fjarri að svo sé. Heilan flokk skóla, sem eru um öll Norðurlönd, vantar með öllu hjá oss. Þá eru bæði barnaskólar, og einkum þó æðri skólar, mörgum vikum lengri hjá þeim en oss, og vonlaust með öllu að kenna jafn mikið hér og þar. Á kennslubókum er reginmunur, bæ'ði að efni og frógangi, og ekki sízt úrvali. Mikill mun- ur er á menntun barnakennara, í sumum greinum svo að fullmenntaðir kennarar hjá oss hafa ekki fengið jafn mikla fræðslu og fermingarbörn hjá þeim í sumum greinum. Hins vegar er tiltölulega lítill munur á sumum sérskólum vorum og þeirra. Hjúkrunarskólarnir eru ná- lega alveg eins og svo er um nokkra aðra. En þeim tekst að kenna börnum í barnaskóla miklu meira en oss er unnt í vorum skólum. Jóhann Hannesson. -r flytjast, var þá ekki annað eftir en dómkirkjan og hún var sýnu tilkomu- minni heldur en kirkja Brynjólfs í Skál- holti. Verzlunarhús Hólmshafnar voru flutt úr Örfirisey til Reykjavíkur á árunum 1779—80. Varð Reykjavík þá fyrst verzl- unarstaður og skipti hún þá nokkuð um svip. Svo var það á öndverðu árinu 1785 að konungur skipaði Landsnefndina seinni til þess að íhuga málefni íslands og með hverjum hætti viðreisn þess gæti hafizt. Lagði nefndin þá eindregið til að verzlunin yrði gefin frjáls. Fór þá og svo, að með opnu bréfi 18. ágúst 1786 gaf konungur fyrirheit um að gefa verzlunina frjálsa við alla þegna Dana- konungs. Jafnframt var þá Reykjavík (og 5 öðrum stöðum) veitt kaupstaðar- ráttindi, og með því er talið að hefjist saga Reykjavíkurborgar. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.