Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 9
„Almenningur". Hið upprunalega matborð og bekkir á miðju gólfi. um yfirvöldum. Nýlendurnar vestra heyrðu undir biskupsdæmið í London, en biskupinn þar neitaði að senda presta vestur. Þá tók Wesley málið í sínar hendur og skipaði þrjá menn sem yfirmenn hinna nýju safnaða vestra, og einn þeirra, Francis Ashbury, sem biskup Meþódista í Ameríku með fullum réttindum biskups. Þar með var síðasti hlekkurinn slitinn til fullkom- ins aðskilnaðar við ensku kirkjuna. Þetta gerðist ár- ið 1784. Charles, bróðir Johns, var sem þrumvu lostinn yfir þessu atferli bróður síns. f tilefni þessa orti hann einn af sálmum sínum, þar sem hann biður Guð fyrirgefningar á atferli bróður síns. Þetta var einum of mikið, fannst honum. Hann vissi, að bróðir hans hafði áður virt að vettugi fyrirmæli kirkjunnar, en þetta var ekki hægt, enginn gat skipað biskup nema vígður biskup, og það var John Wesley ekki. v3 jálfur setti John Wesley þarfir mannanna öllu öðru ofar. Hann vildi sjá menn breytast til hins betra fyrir boðskap sinn, en hann vissi að hann gat ekki prédikað fyrir fólki með árangri, án þess að líta líka til líkamlegra þarfa þess, og þar voru ótal verkefni. Það þurfti ekki nauðsynlega að fara til Kingswood til þess að sjá hið auma líf fátæklinganna; þeir voru víða í Bristol í daunillum og öheilnæmum grenum, hiungraðir og margir sjúkir. Til þessa fólks vildi John Wesley ná. Sumir af fylgjendum hans voru betur á sig komnir, og komust betur af. Meðal þeirra safnaði hann gjöfum til þess að hjálpa hinum sem í mestri neyð voru. Veturinn 1740 var harður og kaldur og litla vinniu að fá. Margir fátæklingar liðu hungur. Fyrir peninga, sem John Wesley safnaði, keypti hann brauð og aðra matvöru, sem hann deildi út til þeirra, sem verst voru settir. Á þann hátt brauð- fæddi hann þennan vetur 100-150 manns á dag. 36 árum síðar var hann látinn gefa yfirlýsingu um eigur sínar til skatts. Eignaskýrsla hans var á þessa leið: „Ég á tvær silfurskeiðar í London og tvær í Bristol. Þetta er alkir borðhúnaður minn nú sem stendur, en ég ætla ekki að kaupa meira meðan ég veit af svo mörgum í kringum mig, sem vantar brauð". Enginn skildi betur þarfir fátæklinganna en hann, og enginn var fúsari þeim til hjálpar en hann. Eng- in furða þótt hann ætti hug þeirra allan. Hin mikla fátækt og eymd fjölda manna leiddi til ýmiskonar glæpa. En svar yfirvaldanna við því var á einn veg: að reisa fleiri gálga umhverifs borgina sem hræðilega viðvörun til hins hungraða lýðs, sem freistaðist til að stela. En engin miskunn var sýnd, jafnvel efcki börnum. Fangelsin voru full af fólki, sem ekki gat greitt skuldir sínar, og þar varð það að dúsa, án þess að hafa nokkra möguléika til þess að greiða skuldirnar. Wesley var tíður gestur hjá þess- um föngum og gerði það sem hann gat fyrir þá. Iðulega heimsótti hann þá, sem dæmdir voru til dauða og bjó þá undir dauða sinn. Hann hvatti og vini sína til þess að gera slíkt hið sama. Þetta var aðeins byrjiunin, en með því hafði hann stigið ör- lagarík spor yfir mörkin sem aðgreindu hina ríku frá hinum fátæku, hina „saklausu" frá hinum „seku", og það átti betur eftir að koma í ljós síðar. Meðan Jöhn Wesley gaf sig að hinum fátæku og föngum í fangelsurn kom það sárasjaldan fyrir að hann mætti andúð eða mótspyrnu, en það varð annað uppi á teningnum þegar hann fór að skipta sér af hinum „betri borgurum", sem mest höfðu hagnazt á þrælasölunni í Ameríku og safnað með þeim hætti miklum auði. Þetta var meinsemd, sem Wesley réðst gegn og vildi uppræta. Hann hafði verið í Ameríku sem ungur maðiur og séð þar meðferðina á svert- ingjum, sem seldir voru af hinum ríku þrælasölum í Bristol — hvernig fjölskyldum var tvístrað sinni í hverja áttina og farið með hið svarta fólk verr en skepnur. En hinir ríku kaupmenn, sem mest höfðu hagnazt á þrælasölunni, ætluðu ekki að líða neinum að ráðast á verzlunarhætti sína eða spilla arðvæn- legri atvinnugrein með slúðri, og þeir tóku til sinna ráða. Þeir söfnuðu saman sínu harðsnúna liði og gerðu árás á húsið, þar sem John Wesley var að prédika. Sjálfur lýsti hann því á þessa leið í dagbók sinni: „Það var um það bil í miðri ræðu minni. Dauðaþögn var í salwum og fólk hlýddi ræðu minni með mikilli athygli. Þá allt í einu kvað við ein- hver ógnarhávaði, enginn gat áttað sig á hvað um var að vera. Óttinn og glundroðinn sem fylgdi var óskaplegur. Það var einna líkast því sem borg væri tekin með skyndiáhlaupi. Fólk ruddist um, bekkir voru brotnir, pústrar, slagsmál og hrindingar, allir virtust gripnir einhverri ógnarskelfingu". MT etta gerðist í „Nýju stofu", fyrstu og elztu kapellu Meþódista í heiminum. Hús þetta byggði John Wesley árið 1738. Hinn 9. apríl þ. á. keypti hann landsskika við Horsefair fyrir 50 sterlings- pund í þeim tilgangi að byggja þar lítið samkomu- hús, en þó nægilega stórt til þess að rúma trúfélögin, sem hann hafði stofnað í Nicolasarstræti og Bald- winstræti. Þetta skyldi vera þeirra suðs'þjónustu- hús, en jafnframt íbúð Wesleys og samastaður fyrir aðstoðarmenn hans. 12. maí lagði Wesley sjálfur hornsteininn að húsinu og nefndi það „Nýju stofu". Hornstein þennan er enn hægt að sjá í norðaiustur- horni hússins. Húsið var tekið í notkun 3. júní s. á., en árið 1748 var það stækkað í það horf sem nú er með „almenningi" og svefnherbergjum og vinnustof- um prédikaranna á efri hæð hússins. í húsagarðinum fyrir framan húsið, þeim megin sem snýr að Broadwead, er mjög vel gerð stytta af John Wesley á hestbaki, eins og hann var svo oft á ferðum sinum. Nærri aðalinngangi hússins er lítið sérstakt hús, hesthús Johrus Wesleys og félaga hans, en að baki hússins, í garðinum sem snýr að Horse- fair, er stytta af Charles Wesley, sálmaskáldinu, bróður Johns. Það fyrst sem auga manns mætir þegar inn kemur í „Nýju stofu" er allstór salur, sem meira líkist sam- komusal en kirkju (enda kallaði John Wesley þetta aldrei kirkju, í mesta lagi kapellu) með svölum :il beggja hliða og uppi yfir inngangi. Bekkjaröð er eftir miðjum salnum og undir svölum til hliðanna. Gegnt aðalinngangi rís hár og mikill ræðustóll, og annar á efra palli heint upp af hinum. Það mun hafa verið venja í tíð Johns Wesleys að hafa ræðupúlt tvö. Hið neðra fyrir þann er las úr Heilagri ritningu <einsk. Lectari), og hið efra fyrir ræðumanninn. Það vekur athygli í „Nýju stofu" að ekki er unnt að komast í ræðustólana úr salnum, svo sem venja er, heldur einungis af efri hæð hússins. Þetta var eðlileg •varúðarráðstöfun og skiljanleg, ef það er haft í huga, að John Wesley mætti mikilli andúð frá yfir- stéttum borgarinnar og átti jafnvel á hættu líkam- legar árásir. Af sömu ástæðu er það og skiljanlegt, að engir gluggar eru á neðri hæð hússins. Þetta var líka varúðarráðstöfun, gerð til þess að eiga síður á hættu grjótkast af götunni inn á ræðumann og isöfnuð. Þó er ekki dimmt í salnum^ Birta kemur inn um glugga á efri hæð hússins og niður um mikinn loftglugga á mlðju lofti salarins. Éf óaldalýðux rudd- ist inn á samkomur Meþódista, sem fyrir kom oftar en einu sinni, var auðvelt fyrir ræðumann að komast •út um efri hæð hússins. Þetta voru róstusamir tímar, og það var aldrei logn umhverfis John Wesley. Fyrir framan ræðupúltin tvö getur að líta látlaust 18. aldar borð, sem þeir bræður notuðu við attaris- göngur í kapellunni (að hætti Anglíkönsku kirkjunn- ar). Frá þessu einfalda borði, sem fer vel við ein- tfaldleik kapellunnar, útdeildu þeir bræður heilögu altarissakramenti til mörg hundruð manna stundum. M. il hægri handar -við kapelluna, þegar komið er inn, er lítið dimmt herbergi, sem John Wesley notaði sem einskonar skriftaherbergi fyrir þá, sem „frelsuðust" og gerðust Meþódistar. Þar voru líka haldnar ráðstefnur leiðtoga Meþódista fyrstu árin undir forsæti Johns Wesleys. Einn af dýrgripum kapellunnar er lítið pípuorgel, sérlega hljómfagurt, eitt hið minnsta pípuorgel, sem ég hefi séð. Það var byggt 1761 af þýzka orgelsmiðn- um John Snetzler. Það er aðeins eitt nótnaborð, án fótstigs og er enn notað. Að svölum kapellunnar liggja tröppur upp í íbúð húsvarðar og þaðan inn í „almenninginn" og vistar- verur hinna fyrstu Meþódista. „Almenningur", sem þeir kölluðu svo, er stórt við- kunnanlegt herbergi um það 'bil 30 fet á lengd, málað í ljósgrænum lit með kremgulum hurðum, lofti og gluggum. John Wesley notaði þetta herbergi sem kennslustofu. Hér kenndi hann ungum prédikiurum guðfræði, æfði þá í ræðuflutningi og tilvitnunum í iHeilaga ritningu. Jafnframt var þetta notað sem mat- .stofa. Þar er ennþá hið upphaflega matborð þeirra á miðjiu góMi og setubekkir sinn hvors vegar. Skáp- ar eru með einum vegg stofunnar, upphaflega áhalda- og matarskápar, en eru nú notaðir sem bóka- •skápar. Þar er að finna ágætt safn bóka um upphaf Meþódismans og ævisögur frumherjanna. Mestu dýr- gripir þessa safns eru bænabók Johns Wesleys og sálmabók Söru Wesleys, konu Charles. Tvö góð málverk eru í stöfu þessari. Annað af „Heilaga félaginu" í Oxíford, en hitt af húsbrunan- um á prestssetrinu í Epworth, bernskuheimili Johns Wesleys, en hann var þá sex ára, þegar sá atburður gerðist. Stór og mikil standklukka stendur við einn vegg „almennings", ekki ólík gömlu Borgundar- hólmsklukkunum. Þessi klukka minnir á bernsku Johns Wesleys. Klukku þessa smiðaði Charles Mas- on, klukkusmiður i Rotterdam, árið 1S70, og var hún í eigu foreldra Wesley-bræðra og kom til þeirra úr búi foreldranna. Hún gengur enn eins og góðri klukku sæmir, þótt hún sé nærri 300 ára gömul. Ú, 't frá „almenningi" á báðar hliðar eru svo einkaherbergi „frumherjanna", og hafa þau að geyma ýmsa einkamuni þeirra hvers um sig. Þar standa þessi nöfn: John Fletcher (sem John Wesley tilnefndi sem eftirmann sinn), Adam Clark (mikill málamaður og bezt menntaður hinna fyrstu Meþó- dista), Francis Ashbury (fyrsti biskup Meþódista í Ameríku), Charles Wesley og John Wesley. Þrír hinna fyrstnefndu höfðu að vísu ekki sérstök herbergi, því þau voru notuð jafnt af öllum, sem komu í heimsókn, prédikurum, sem dvöldu 1-2 næt- ur eða lengur hverju sinni. Charles Wesley átti heima í „Nýju stöfu" aðeins í eitt ár, eða þar til hann kvæntist Söru Gwynne; þá fluttust þau í íbúð annars staðar í borginni og &íðar til London. Þau lifðu í mjög hamingjusömu hjóna- bandi, en urðiu fyrir þeirri miklu sorg að missa S börn sín ung. TVeir synir þeirra, Charles og Samuel, urðu kunnir tónlistarmenn. Sara hafði sjálf mjög fagra söngrödd. íbúð Johns Wesleys var stærst 2 herbergi: vinnu- stofa og örlítið svefnherbergi. Einnig þar eru ýmsir persónulegir munir. Þar eru t.d. tveir gamlir stólar. Annar er skriffoorðsstóll Johns Wesleys, en hitt ex -stóll sem hann sat í þegar hann prédikaði síðast 8. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.