Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 11
S veinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jórunn Steinunn Sæmunds- dóttir JÓnssonar bónda í Haganesi og konu hans, Bjargar Jónsdóttur, prests að Undirfelli. Þau eignuðust 3 börn sem upp komust, Svein, Valgerði Guð- rúnu og Björgu. Jórunn dó árið 1903. Síð ari kona Sveins var Hólmfríður Sig- tryggsdóttir Jónatanssonar, bónda að Framnesi í Blönduhlíð og konu hans, Sigurlaugar Jóhannesdóttur. Þau eignuð- ust 5 börn. Sigurlaugu, Jórunni, Pál, Rannveigu og Jóhannes. Með Hólmfríði bjó Sveinn í Felli um 30 ár, eða þar til hann dó, 16. júní 1936. Sveinn var ekki talinn sérstakur bú- höldur, til þess hneigðist hugur hans of mikið til sjávar og smíða. En hann var svo heppinn, a'ð eignast Fell. Það bregzt sjaldan beit í Hrolleifshöfða. En langt er að ganga niður að sjó þar sem féð hélt sig, eða um einnar klst. gangur. Lítið er að átta sig á þegar slétt er yfir allt af fönn, en þessa leið fór Sveinn æ'ði oft í svarta stórhríðum, en aldrei heyrðist að honum hefði skeikað um átt- ir. Ef segja mætti að Sveini væri áfátt um búhneigð, þá var það almæli, að hús- freyjur hans hefðu borið nokkuð af hita og þunga dagsins af búskapnum. S veinn var líka nokkuð bundinn við störf utan síns heimilis. Hann var hreppstjóri Fellshrepps frá 1899—1935. Oddviti frá 1901—1906. Sýslunefndar- maður frá 1924—1925. Auk þess var hann kirkjubóndi í Felli allan sinn bú- skap, símastöðvarstjóri frá því að sími var lagður. Jörðin liggur í þjóðbraut, og var því alltaf mjög gestkvæmt á heimilinu, en eins og fyrr segir kunni Sveinn því vel. Á síðustu árum í búskap- artíð Sveins voru tímar orðnir breyttir. Það var orðið vont að fá vinnufólk, en Fell er fólksfrek jörð, ef nýta á hana til fulls. Einyrkjabúskapurinn varð því of erfiður, jafnvel þó að oftast væri eitt- hvað af börnunum heima. Sjósókn var hætt með öllu og margt blés á móti þess- um stórbrotna víkingi. Stundum kom þetta fram í ergelsi og kala til nábú- anna. Þó var hann alltaf sami höfð- inginn heim að sækja, og vildi sízt láta á því bera a'ð hallaði undan fæti. Það var ekki að hans skapi að láta bugast eða láta bera á því sem miður fór. Ég hitti Svein ekki löngu áður en hann lézt. Líkaminn hafði hrörnað en skapið virtist svipað. Hann tók upp í gráa skeggið og greiddi það niður með fingr- um sínum. Við vorum líka að tala um uppáhalds umræðuefni hans, sjómennsku og sjósókn. B. J. ÁRNI ÓLA Framhald af bls. 6 verjast. Verzlunarleyfi þess var miðað við 20 ár, en það gafst upp 1774. Tók konungur þá aftur við verzluninni (og iðnstofnunum), en þá voru iðnstofn- anirnar komnar á fallanda fót og réttu aldrei við eftir þa'ð. (jTeta má þess, að á þessu timabili voru reist nokkur steinhús hér á landi og standa öll enn. Viðeyjarstofa var reist á árunum 1754—1759, Nesstofa og Bessa- staðastofa reistar á árunum 1760—62, Hólakirkja á árunum 1760—63, og tugt- húsið í Reykjavík (nú Stjórnarráð) reist á árunum 1759—1764. Og svo var hafin smíð á Landakirkju í Vestmannaeyjum og Bessastaðakirkju í lok tímabilsins. Árið 1763 var fálkahús konungsins, sem staðið hafði á Bessastöðum, flutt til Reykjavíkur. Hús þetta var úr einfaldri múrbindingu og með tvöfalda boið- Skálholt eins og staðurinn leit út nokkrum áratugum áður en þar hrundi hvert hús í jarðskjálfta. klæðningu. Það var sett niður á sjávar- kambinum þar sem nú er austurendi verzlunarhúss O. Johnson & Kaaber og var talið eitt af húsum kóngsverzlun- arinnar. Hin verzlunarhúsin voru þá í Örfirisey og var það skylda leiguliða konungs að bera fálkana frá fálkahúsinu út í eyna, þegar skip var komið að sækja þá. Auk þess urðu leiguliðar að leggja til hey handa nautgripum þeim, sem ætlaðir voru fálkunum til fó'ðurs á leið- inni út. En svo er að sjá, að fálkarnir hafi verið ærið þurftarfrekir. Árið 1760 var smalað saman á Mosfellsheiði 12 nautum, þrevetrum og eldri handa fálk- unum, og árið 1761 var Brynjólfi Sig- urðssyni, sýslumanni í Árnessýslu, boðið að senda 24 naut, þrevetur og eldri suð- ur til Gufuness handa fálkunum. Óaldarárin 1777-1785 etta tímabil vai’ð íslenzku þjóð- inni þungt í skauti vegna harðinda og náttúruhamfara, og eitt af verstu áföll- um, sem yfir landið hafa dunið. Frásögn af því verður ef til vill skilmerkilegust, sé hverju ári lýst sérstaklega, enda þótt það verði gert í stuttu máli. 1777. — Veturinn var ekki slæmur, oftast frost og bjartviðri. En vorið var kalt og sumar þurrviðrasamt framan af, svo að grasvöxtur varð enginn. Um miðjan slátt hófust úrkomur, en síðan gekk á með stórrigningum og fannkomu er á lei'ð. Heyskapur varð því mjög bág- borinn. Ekki varð haustið betra, þá voru stormar og stórhríðar, svo að snemma varð jarðlaust. Lóguðu þá margir Norð- lendingar kúm sínum vegna heyskorts. Fiskafli var góður fyrir sunnan og vest- an, en í Múlasýslum fékkst ekki bein úr sjó. Brugðu þá nokkrir á það ráð, fyrir forgöngu prestsins á Hofi í Vopna- firði að fara skrei'ðarferð vestur í Þing- eyjarsýslu og Eyjafjarðarsýslu en það hafði aldrei áður skeð í manna minnum. Var gjaldeyrir þeirra ull og smjör, til- búin föt og fjallagrös. Þetta heppnaðist svo vel, að nokkrar slíkar skreiðarferðir voru farnar á næstu árum. 1778. — Vetur var ekki mjög harður á Austurlandi, en hinn harðasti fyrir norðan og vestan. Þá drápust 100 kýr í Eyjafir’ði úr hor, og hestar þó tiltölulega miklu fleiri. Eins varð stórfellir á fé og hestum í öðrum sýslum, einkum Þing- eyjarsýslum. Þá lá snjór á túnum sums- staðar nyrðra fram til 20. júlí. Sumar varð mjög slæmt, gekk á með kafaldi og krapaéljum framan af, en síðan látlaus- ar rigningar. Hinn 23. september kyngdi niður snjó, svo að fé fennti víða, en fólk sem var á grasafjalli komst naum- lega til byggða, og varð þó tvennt úti. Norðlendingar komu ekki til Alþingis þetta sumar. Óveðrahamurinn hélzt al- veg fram að nýári. Hey voru bæði lítil og skemmd og lóguðu menn því meira en þeir höí'ðu ætlað sér. 1779. — Veturinn var svo snjóléttur, að norðanlands var farið til grasa á Þorra og Góu. Vorið var áhlaupasamt og varð þá mikill fellir á sauðfé og hrossum og nokkrir menn dóu úr hungri. Mánuði eftir páska gerði svo mikla hríð og snjókomu á Rangárvöllum að þar fennti 11 hesta til dauðs, en 30—60 kindur á mörgum bæjum. Sumarið var mjög illviðrasamt og skemmdust hey mjög, fúnuðu eða brunnu. Ekkert hey var komið í garð í Bar’ðastrandarsýslu um höfuðdag. Fiskafli brást alls staðar og hófust nú sóttir mannskæðar. Dóu 34 úr taksótt í einni sýslu, og svo gekk svonefnd „farsótt" í ungbörnum, svo eigi lifði nema um þriðjungur þeirra. Tók nú að aukast vergangur og um- ferð öreiga. 1780. — Vetur var allgóður framan af, en með Góu gerði kulda og umhleyp- inga. Um sumarmálin gerði austanstorm og stórhríð, sem stóð látlaust í sex dæg- ur um land allt. Urðu þá miklir fjár- skáðar; hrakti fé í sjó á Vestfjörðum, en fennti annars staðar. Var þá jarðlaust öllum skepnum til fardaga og hestis var á öllu Lagarfljóti í maílok. Nyrðra og eystra lá snjór víða á túnum fram að Jónsmessu. Sláttur hófst ekki fyrr en í ágúst. Síðan gerði óþerra mikla allt að veturnóttum og hröktust hey, svo að sumu sem komið var í garð, varð að moka út aftur, og fram á jólaföstu voru menn að draga saman marghrakin hey. Var alls staðar mikill bjargræðisskort- ur, því að kýr gerðu litið gagn, en sauð- fé hafði nú verið skorið niður um mik- inn hluta landsins. Sauðfé það, er bænd- ur höfðu fengið í staðinn var fátt og flest ungt, og vegna þess að það var óhagvant, var lítt hægt að beita því. Óöld var mikil um allt land og um vor- ið höfðu nokkrir menn fallið úr hor undir Eyjafjöllum. Nú var svo komið, áð jafnvel þeir, sem verið höfðu góðir bændur á fyrra harðindatímabilinu og hjálpað mörgum, áttu nú við ramman reip að draga. Fiskafli var misjafn og skemmdist fiskur víða af votviðrum. Of- an á þetta bættist svo allskonar krank- leiki um haustið svo að heilsufar var með langversta móti. 1781. — Þá var vetur sæmilegur eystra, en mjög harður syðra og vestra Dó margt fólk um vorið úr hungri og kröm í Vestmannaeyjum, Flóa (einkum Eyrarbakka), Borgarfii’ði og undir Jökli. Gekk þá og landfarsótt og maga- veiki í börnum og gamalmennum og varð skæðari vegna þess, að nú skorti mjólk og holla lífsbjörg. Við sjóinn reyndu menn að bjargast við hrá söl og önnur fjörugrös, en margir lifðu á illa möluðu og strámiklu byggi, er þeir suðu í sjó eða vatni og gerðu af grauta. Fiskur kom seint, en nokkuð aflaðist af háfi, og átu menn hann blautan upp úr sjónum. Hafís kom um vorið og sögðu menn að honum hefði fylgt óhollusta íyrir skepnur, enda féll þá tiltölulega margt fé. 1 maí gerði stórhríð og dráp- ust þá 19 kýr á bæjunum meðfram Varmá í Ölfusi, og margar drápust ann- ars staðar. — Á þessu vori flosnuðu margir upp, fluttust í verstöðvarnar og settust þar í búðir, en þar beið þeirra eigi annað en hungurdauði. Það er nefnt sem dæmi um vanhöld á búpeningi þetta ár, að í Snæfellsnessýslu, þar sem meira var treyst á sjóinn en landbúnað, féllu 260 kýr, 4355 sauðkindur og 334 hestar. Þar löskuðust líka í stormum og brotn- u'ðu 43 skip, og varð mönnum því örð- ugra um að bjarga sér, er þeir gátu ekki stundað sjóinn. Á þessu ári dóu 926 fleiri en fæddust í Skálholtsstifti, en 63 í Hólastifti. Varð manndauðinn mestur í verstöðvunum í Árnessýslu, Gull- bringusýslu og Snæfellsnessýslu, en fyrir norðan drap landfarsóttin 45 í einni sýslu, og nokkrir (10) dóu úr hungri. Vorvertíð brást syðra og vestra, en Eyjafjörður fylltist af síld og var henni ausið upp. 1782. — Vetur var harður fyrir norðan fram á Einmánuð. Hafísinn kom á Góu og fyllti alla firði fyrir norðan og austan. Lá hann fyrir Austfjörðum fram í sept- ember, og þótti eindæmi. Þá var sumarPð svo kalt að á Hundadögum voru aðeins tvær nætur frostlausar. Varð því mikill grasbrestur. Vetur lagðist að í september með stórhríðum og fennti þá fé eystra. Þá var kúm fækkað á hverjum bæ á Norðurlandi og Austurlandi, enda voru flestar kýr þá kálflausar vegna þess hve þær höfðu átt illa ævi. — Fiskafli varð nokkur syðra og vestra, en í Borgarfirði eystra kom enginn uggi á land og hafði slíkt aldrei skeð í manna minnum. — Svo voru vetrarfrostin mikil norðan lands, a'ð um krossmessu á vori var gengið á ísi frá Reykjaströnd út í Drang- ey, og var þá flest fé í eynni dautt úr hor og hungri. 1783. — Vetur var harður og áfrera- samur fram í apríl. En þá kom bati er bjargaði, svo að menn misstu ekki allan búpening sinn, en það fé, sem lifði var mjög magurt og varð gagnslítið. En um sumarið tóku Lakagígar að gjósa, og hef- ir það gos oftast verið nefnt Skaftár- eldar. Séra Jón Steingrímsson á Prest- bakka segir svo um upptök þeirra: „Þann 8. júní, á Hvítasunnuhátíð, gaus hér eldur upp úr afréttarfjöllum, sem eyðilagði land, menn og skepnur með sínum verkunum. Svo fljótur skáði kom þá yfir skepnur, að laugardaginn áður en pestin á kom, var frá kvíum og stekk heim bornar 8 fjórðungsskjólur af mjólk, en næsta laugardag 13 merkur. — Frá 12. ág. 1783 til 24. júní árið eftir, átti ég engan mjólkurmat í mínu heimili. Pest- in í loftinu var svo þykk, að ég vogaði 8. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.