Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 4
T T X' öl i 1 Jll Jju Hr Lreyfing er eitt aðaleinkenni ljóða sænska skáldsins Tomas Tran- strömers í Ijóðabókinni Klanger och spár, sem kom út hjá Bonniers á síð- astliðnu hausti. í einu stuttu ljóði rúmast margs konar landslag, sí- breytilegt umhverfi: sjónvarpstæki í stofu, borg og skógur, himinn og haf. í örfáum dráttum þar sem ein líking, oft aðeins eitt orð, nægir til að rýmka sjónhring ljóðsins, skapar hann heim þar sem vítt er til veggja og hátt til lofts, en samt er þessi heimur lokuð og fullkomin heild, um- gjörð um tilfinningu skáldsins hverju sinni. Emvera, þrá eftir kyrrð og friði er ríkur þáttur í skáldskap Tranströmersr Att alltid vara synlig — leva i en svárm av ögon — máste ge ett sárskilt ansiktsuttryck. Ansikte överdraget med lera. Jag máste vara ensam tio minuter pá morgonen och tio minuter pá kvállen. — Utan program. I náttúrunni finnur skáldið oft þá kyrrð sem hann sækist eftir, en borg- in er samt ætíð nálæg. Hún er veru- leikinn sem gerir náttúruna sýnilega og áþreifanlega: Man kan fortfarande hasa fram pa skidor i vintersolen mellan dungar dár fjolárslöven hánger kvar. De liknar blad rivna ur gamla telefonkataloger — dbonnentemas namn uppslukade av kölden. JL omas Tranströmer er ungur maður, fæddur 1931. Klanger och spár er fjórða ljóðabók hans; fyrsta ljóða- bókin kom út 1954 og nefndist 17 dikter. Síðan hafa ljóðabækur hans komið út á fjögurra ára fresti, Hem- ligheter pá vágen árið 1958 og Den halvfárdiga himlen árið 1962. Hann hefur hlotið mikla viðurkenningu í heimalandi sínu, er á föstum lista- mannalaunum og hlaut á síðastli'ðn- um vetri Bellmansverðlaunin, s.kr. 30.000, sem Sænska Akademían út- hlutar árlega. Verðlaun hlaut hann einníg fyrir fyrstu Ijóðabók sína, er hún kom út, og hefur hann þannig frá upphafi talizt einna eftirtektarverð- astur ungra sænskra ljóðskálda. En nú brá svo við, er Klanger och spár kom út, að óánægjuraddir tóku að heyrast. Gagnrýnendur og skáld yngstu kynslóðarinnar báru Tran- strömer þeim sökum, að hann léti sig samtímann engu varða, ljóð hans væru of persónuleg og afskiptalaus gagnvart þeim vandamálum mann- kynsins, sem skáld og rithöfundar ættu að láta sig varða. Spurningin sem þessir gagnrýnendur báru upp, var því þessi: á Tranströmer nægi- lega brýnt erindi með þessum ljóðum sínum? Me’ð þetta í huga hef ég lesið ljóð Tomas Tranströmers og það er rétt, að hér eru engar bumbur barðar né lúðrar þeyttir. Þeir sem vilja vígorð og áróðursljóð, hafa lítið til Tran- strömers að sækja. En hitt álít ég mikla skammsýni, að Tranströmer sé lokaður fyrir samtímanum; ljóðið sjálft er lokuð, listræn heild, en skáldið horfir á umheiminn augum manns, sem lifir í tryggum öruggum heimi, og úr þeim heimi horfir hann á hörmungar sem gerast annars stað- ar á hnettinum, jafnvel þótt hann sjálfur kunni í ljóðum sínum a'ð vera staðsettur þar sem hörmungarnar gerast, í Afríku eða í Ameríku. Þessa tvo heima, heim friðar og heim of- beldis, setur Tranströmer upp sem andstæður; fjarlægðin milli þeirra er staðfest í ljóðum hans. En áherzlan hjá Tranströmer er á friðsældinni, kyrrðinni. Heimur ofbeldis og hörm- unga er á baksviði, en grunurinn um hann er samt ætíð fyrir hendi. Þessi grunur gerir hinn friðsæla heim Tranströmers hverfulan, jafnvel tregablandinn. Einmitt þessi áherzlu- munur virðist mér sýna yfirburði Tranströmers og gera hann sannara skáld en marga sem hrópa vígreif mótmæli sín úr þægilegum hægind- um heima hjá sér. Dæmi um þennan áherzlumun á andstæðum þessara tveggja heima sjáum við í ljó'ði sem heitir I det fria. Ljóðið er of langt til að prenta í heild, en í því er lýst næturgöngu skáldsins í þögulu út- hverfi borgarinnar. Bréf frá Ameríku hefur rekið skáldið út í nóttina, hvað í bréfinu stendur fáum við ekki að vita, en það vekur honum ugg. Hann reikar út með óró í huga og bréfið í vasanum. Á göngunni stanzar hann Tomas Tranströmer. frammi fyrir sofandi húsi sem fyrir augum hans verður nánast að ljóð- rænni náttúrumynd: Lángt borta rákar jag stanna fram- för en af de nya fasaderna. Mánga fönster som flyter ihop till ett enda fönster. Natthimlens Ijus fángas in dár och trádkronornas vandring. Det ár en speglande sjö utan vágor, upprest i sommarnatten. Váld kánns overkligt en kort stund. Kyrrðin og friðurinn gerir ofbeldi'ð óraunverulegt, en aðeins stutta stund, og þessi stutta stund laðar fram í huga lesandans andstæðuna: allar þær löngu stundir er ofbeldið er óhagganlegur veruleiki. I ljóðinu Ur en afrikansk dagbok mætast þessar tvær andstæður, heimarnir tveir standa augliti til auglitis. Hvítur mað- ur og svartur mætast fyrir tilviljun og afleiðing þessa óvænta fundar er úrræðaleysi, óvissa. Þeir vita ekki hvað þeir vilja hvor öðrum, eru óviss- ir um eigin afstöðu og afstöðu hvors annars. Vilja þeir vera vinir eða vilja þeir það ekki ? Og er þetta ekki, þegar allt kemur til alls, sönn ni'ð- urstaða í samtímanum? sv.j. Pétur Gunnarsson er ungur Reykvíkingur, nemandi í 6. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Áður hafa birzt eftir hann sögur og ljóð í Lesbók Morgunblaðs- ins. B átar sigldu inn og út fjörðinn. Þeir sem komu ristu djúpt og manni fannst að þá og þegar myndi vatna yfir borðstokkana. Fjörðurinn var lygn og speglaði fjöllin og stöku ský. Við bryggj- una kepptust menn við að landa og mik- ið lá við að hafa snör handtök, því nóg var síldin og skammt á góð mið. Þetta var fyrsta hrota sumarsins og síldin valin til söltunar. Á plönunum var ys og þys, og þa’ð gljáði á síldarnar á færi- böndunum unz snarar hendur gripu þær og slægðu og röðuðu í tunnur. Kven- fólkið var í allavega litum svuntum og flónelsskyrtum og berir handleggirnir voru roðaðir slori. Hálfvaxnir strákar keyrðu burt fullum tunnum og komu með tómar. Ef þeir höfðu ekki nógu snör handtök fengu þeir það óþvegið og klúrt og svöruðu enn klúrar. Það var mikið um sköll og hlátra. Drukknir að- komumenn stríddu kellingum og stelp- um og klipu í rassinn á þeim þar sem þær bogruðu yfir tunnunum. Matsmað- urinn var þá ó’ðar kominn, lágur rið- vaxinn og kiðfættur, og sagðist skyldi láta lögregluna hirða þá ef þeir ekki hypjuðu sig af planinu og hættu að þvælast fyrir vinnandi fólki. Þeir hlógu og buðu honum sjúss, og ef þetta voru almennilegir menn, þáði hann sjússinn og sagði: „Elsku strákar veriði ekki að klæmast utaní stelpunum það er nóg samt þegar brælan er.“ Tvær kellingar fóru í hár saman og krakkarnir espuðu þær og það voru fúk- yrði og það var slorugur löðrungur og það var hártogun og þáð voru tvær kell- ingar sem veltust í hroðanum og fólk- ið sló um þær hring, matsmaður! Mats- maður! MATSMAÐUR!! og matsmaður- inn hljóp til að skakka leikinn og koma fólkinu til vinnu og beitti bænum og fortölum á víxl. Það var mikill ys og bys. A mæni og þaki sparisjóðshússins var krökkt af máfum. Þeir sátu og biðu átekta, horfandi vökulum augum á bryggjuna fyrir neðan, þar sem síld var keyrt burt á bílum. Félli síld á bryggj- una voru þeir óðar flognir og börðust matgráðugir um hvern bita. Það féllu oft síldir og máfamir sem fyrstir flugu gripu þær og sporðrenndu heilu lagi, og það sást móta fyrir þeim í hálsi og maga. Ef þeir ná'ðu ekki að sporðrenna þeim áður en hinir komu, flugu þeir til hafs í leit að næði. Þá fylgdi hverjum fangfugli hópur máfa sem flugu slyppir, og það var barizt grimmilega um ætið. Einn tók frá öðrum unz sundurslitin síldin maraði í grútarskorpu hafsins. U nglingurinn sat á kefli á hafnar- bakkanum og horfði á máfana sporð- renna síldunum. Það var heitt og hann var latur. Hann henti smásteinum uppí loft og lét þá lenda lóðrétt á sjónum og skvamphljóðið var holt. Hann heyrði nafn sitt kallað að ofan og fyrir aftan og leit við. Ung stúlka stó'ð á efstu 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.