Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 2
DuHerin lávarður voru hann og félagar hans gestir hjá Trampe greífa, stifíamtmanninum, í merldlegri veizlu. D, "ufferin lávarði farast vel orð um gestrisni íslendinga, á meðan hann var staddur í Reykjavik, en betta var í júní 1856. Meðal annars var hann í boði hjá gtiftamtmanninum, Trampe greifa, þar sem hann hitti nokkra helztu menn bæj- arins, þar á meðal Bjarna Johnsen rek- tor, Jón Hjaltalín landlækni, Þórð Svein- björnsson háyfirdómara og Helga Thor- dersen biskup. Lýsingin hans á boðinu er hin skemmtilegasta. Hann skrifar: „í gaer — nei, var það ef til vill í fyrradag? — £g man ekki, satt að segja, hvaða dag það var. Það eina sem ég veit er þa'ð, að ég hef ekki farið í rúmið síðan — en þá borðuðum * við hjá stiftamtmanninum. Þó er orðið „borða" allt of lítilfjörlegt til þess að lýsa þessari skemmtun. Hiis stiftamtmannsins er byggt úr timbri eins og önnur hús í bænum, og stendur á hól einum. Eina virðingar- merki þess er lítill kálgarðsblettur, illa hirtur, er hangir fyrir framan það, eins og óhrein svunta, niður að götunni. Á dyrunum er hvorki lás, húnn, dyra- bjalla, né dyrahamar, en þjónn einn kom strax fram, er við nálgu'ðumst, og visaði okkur inn í stofuna, þar sem Trampe greifi beið tii þess að taka á móti okkur. Þegar við höfðum verið kynntir fyrir konu hans, heilsuðum við hinum gestun- um með handabandi, en flesta þeirra þekkti ég þegar. Ég var því feginn, að ekki skyldi vera talið nauðsynlegt á íslandi að eyða tímanum, áður en mat- urinn er reiddur fram, eins og gestirnir f iræru komnir saman til þess að fylgja gestgjafanum til grafar, en ekki til borðs. Helztu virðingarmenn landsins voru viðstaddir, eins og til dæmis biskupinn, Myfirdómarinn og fleiri. Nokkrir voru nes svaf hljótt og vært í annarlegrl Wrtu. Miðnætursólin skein enn á tind Snæ- fellsjökiiis, .þótt við sæjum hana ekki , lengur, og eldfjöllin' gnæfðu, í kringum okkur, hrik'aleg og dularfull — allt þetta lofaði okkur nýju lífi ..." Wilson. í einkennisbúningi, og allir með helgi- dagssvip." f ið borðið var Dufferin látinn sitja á milli húsbóndans og rektors, en á móti honum var landlæknirinn. Hann viðurkennir því, að minningar hans um veizluna séu ekki sem skýrastar. Eitt atriði er honum þó vel ljóst, og það er það, að honum hefði fundizt heiðiu- sinn sem írskur aðalsmaður og sonarsonar- sonur langafa síns velta á því, að hann léti ekki í minni pokann fyrir greifan- um þar sem um skálirnar var að ræða. Vinur hans, Fitzgerald læknir, skrifaði niður eftirfarandi lyfseðiL að veizlunni lokinni, sem virtist hafa verið skrá um vínið, sem hann drakk sjálfur: Bordeaux vín 3 flöskur Kampavín 4 — Sherry hálf-flaska Rínarvín 2 f löskur Ákavíti 8 glos Og þá voru ræðurnar. Erlendu gest- unum til heiðurs, hélt biskupinn ræðu á latínu, og Dufferin tókst að svara á sama máli, þótt stíll hans væri varla talinn klassískur af latínufræðingum. Ræða hans byrjar: „Viri illustres, insoli- tus ut sum ad publicum loquendum, ego propero respondere ad complimentum quod recte reverendus prelaticus mihi fecit ..." (háttvirtir herrar, þótt ég sé óvanur að halda ræður, ætla ég mér að svara þeim lofsamlegum ummælum, sem háæruverðugur biskupinn hefur mælt mér. . . ). Frásögn Dufferins lýsir bátsferð, sem hann og Fitz fóru út til Engeyjar þessa nótt, þar sem áhrifin af veizlunni gerðu þeim ómögulegt að fara að hátta. Hann skrifar: „Ég held, að ég gleymi aldrei, hvað mér fannst yndislegt a'ð halla mér makindalega aftur í skutnum og hlusta á öldurnar gjálfra við kinnunginn, er báturinn skreið út að eyjunni. Lands- lagið var sveipað þokumóðu — hvert E, 1 hafróti. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS l n á Engey komst hann í kynni við mjög einkennilegai skepnur. Hann kallar þær kanínur „ ... er sátu mjög hátíðlegar fyrir utan holur sínar, og voru alhvítar, eyrnalausar og skærrauðar á trýninu. Ég gerði nokkrar einbeittar til- raunir til að handsama fáeinar þessara kynjaskepna og komst mjög nærri einni eða tveimur þeirra, en þá, þegar ég þótt- ist viss a'ð geta náð þeim, spruttu vængir á þeim með einhverjum óskiljanlegum hætti og þær flugu burt. Þar að auki, sýndist mér kanínurnar alltaf fljúga tvær og tvær saman, en það getur verið að sjónin í mér hafi verið eitthvað göll- uð á sama hátt og hjá lækninum. Kanínur með rauð trýni og vængi! Aldrei hafði ég heyrt talað eða lesið um þessa tegund fyrr og var þessvegna mjög ákveðinn í því, að ná i sýnishorn þess- ara sjaldgæfu dýra handa enska náttúru- fræðingnum okkar. Me'ð talsverðum erf- iðismunum tókst okkur að handsama fáeinar, sem höfðu hlaupið inn í holur sínar, í stað þess að fljúga burt. Þær bitu og klóruðu eins og villikettir og örguðu eins og páfagaukar, enda varð ég tilneyddur að kannast við það, að þær reyndust við nánari athugun hafa yfirbragð fugla, sem er ef til vill nokk- ur skýring á því, að þær gátu flogfð. Ég er þó enn í töluverðri óvissu um það, hverskonar skepnur þetta hafi í rauninni verið ..." Kynjaskepnurnar voru sjálfsagt lund- ar, sem Dufferin hafði efalaust séð ann- arsstaðar til dæmis á Skotlandseyjunum, en sennilega þá við ólik skilyrði. Mr eir félagar komu aftur í bæinn um níuleytið og borðuðu hádegisverð hjá rektornum, þar sem Dufferin segist hafa tekizt að gæta meiri hófsemi held- ur en hjá stiftamtmanninum, með því að hann ætlaði a'ð sýna dóttur rektors, Ragnhildi, og vinum hennar nokkrar skuggamyndir. Eftir þetta voru margar kveðjuheimsóknir í bænum, og honum leizt alls ekki illa á þann sið hjá Is- lendingum að kyssast, þegar ungar og fagrar stúlkur áttu í hlut. Loks lagði leiðangurinn af stað, fyrst til Þingvalla og þá til Geysis. Frá þess- ari ferð verður ekki sagt hér, og ekki heldur frá ferð snekkjunnar Foam í íshafið alla leið til Jan Mayen og Sval- barða, og þá heim meðfram strönd Nor- egs til Danmerkur og svo til Englands — alls 6.000 sjómílna sigling. — En saga hennar er bæði fróðleg og skemmtileg. Aftur á móti, vil ég ljúka þessari stuttu kynningargrein með því a'ð vitna til orða Dufferins, þegar hann kvaddi Sigurð, islenzka förunautinn sinn. Þá segir hann: „Samveran með honum hef- ur verið bæði mér og Fitz til mikillar ánægju alla ferðina ... Frá þeim degi, er hann kom um borð, algjörlega ókunnur, þangað til nú, er við skiljum sem beztu vinir, hefur aldrei nokkurntíma verið minnsta vitund af missætti milli okkar — þrátt fyrir þau óþægindí og ðrðug- leika, sem hef ðu getað valdið skapraun- um vfð slik skilyrði, þar sem við vorum innilokaðir á litlu skipi í fjóra mánuðL Þegar ég heyri Islendings getið eftir þetta, mun orðið ekki hljóma í eyrum mínum með kaldranalegum eða leiðin- legum endurminningum. Þótt ég hafi hingað til haft mest gaman af sögu þess- arar sérstæðu eyjar frá liðnum öldum, mun nútíð hennar vera mér hugstæðari framvegis, og þetta á ég SigurSi að þakka". Piscators Eftir Lars Storléer JL hópi þýzkra leikhúsmanna er nú- tíminn oft kallaður öld leikstjóranna. Nöfn manna eins og Jessner, Fehling, Martin, Hilpert, EngeL Berger, Falken- berg, Weichert og Hartung mynda horn- steina þess pýramída, sem Max Rein- hardt, Bert Brecht og Erwin Piscator krýna. Reinhardt var í upphafi hinn mikli meistari, sem bæði Piscator og Brecht tóku sér að læriföður, en smám saman tók þróun þeirra ólíkar brautir. Brecht var einnig lærisveinn Piscators, sem hafði álíka djúptæk áhrif á leik- stjórn og Brecht á leikritun vorra tíma. Vinnubrögð Piscators báru í sérkenn- um sínum einkum vott þeirrar skoðun- ar, að nýja tegund af leikhúsi þyrfti til að ná verulega til áhorfenda nútímans. Leikhús, sem þróaðist tæknilega og líkt- ist því, sem áhorfendur ættu að venjast í hversdagslífi sínu. Piscator fann upp margar tækninýjungar fyrir leikhús, en í ennþá ríkara mæli vann hann braut- ryðjendastarf með því að hagnýta fyrir leikhúsið ýmsa tækni, sem notuð var á öðrum list- eða þjóðfélagssviðum. Með- al annars var hann fyrsti leikstjórinn, sem notaði kvikmyndir í leikhúsi, — en aðeins til uppfyllingar í því verki, sem sýnt var. Þá notaði hann einnig leikmyndir, sem kastað var á tjöldin úr skuggamyndavélum, og hann útfærði betur tæknia'ðferð Stanislavskis með kynni eða kallara (eins og t. d. er not- aður í „Marat/Sade" eftir Peter Weiss). Af öðrum tækninýjungum mætti minn- ast á hreyfanlegt sviðsgólf og gagnsætt sviðsgólf, sem hægt var að lýsa í gegn- um. Auk þess tók hann upp þá aðferð að draga tjaldið ekki fyrir í leikhús- um, heldur Iáta hreyfa til og skipta um leikmyndir, meðan áhorfendur fylgdust með. Þá var hann einnig sá fyrsti, sem hagnýtti sér hátalaratækni í leikhúsi og notaði segulband. Notkun áletraðra spjalda, heimildamynda, blaðaúrklippa og talna var ioks tekin upp í tækni hans, sem fyrst og fremst miðaðist vfð að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir áhorfenda og bar mestan keim af áróðri á fjölda- fundum. I Ijósi þessara heimilda er varla of- mælt að segja, að höfundar eins og Rolf Hochhut, Heinar Kipphardt, H. H. Kirst, Gúnter Grass og Peter Weiss hefðu átt í erfiðleikum með að koma á framfæri boðskap sínum á þann hátt, sem þeir gera nú, ef Erwin Piscator hefði ekki verið búinn að leggja grundvöllinn að þeim tjáningarmáta, sem þeir hagnýta sér allir. JU rwin Piscator hóft leiklistarferil sinn í Miinchen árið 1914, 19 ára gam- all sem leikari við Hofteater. Eftir fyrri heimsstyrjöldina skýtur hann upp koll- inum í hópi dadaista, sem stó'ðu að hinu fræga tímariti Aktion í Berlín, — þá sem ljóðskáld, án þess þó að missa sjónar á leikhúsinu. Eftir starf sem leikstjóri víðs vegar um Þýzkaland, var honum falin stjórn Central-leikhússins í Berlín, árið 1923. Fjórum árum síðar, 1927, fékk Piscator sitt eigið leikhús, Piscator- Biihne í Berlín, og þá gat hann loks gert tilraunir með „hömlulaust leikhús", — fyrst með leikriti Ernst Tollers „Húrra, við lifum." En á þessum tíma hafði 8. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.