Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Blaðsíða 7
MORAKJI DESAI I varaforsætisráðherra lndlands Síðan 1950 hefur enginn gegnt embætti varaforsætisráðherra í Ind- landi þar til nú, að Morarji Desai var falið embætti varaforsætisráð- herra með fjármálaráðherraembætt- inu eftir síðustu kosningar í Ind- landi. Morarji á langan stjórnmála- feril að baki, hafði verið ráðherra í 17 ár, þar til Nehru vék honum ásamt fleirum úr stjórninni árið 1963. Sú ráðstöfun Indiru Gandhi, forsætisráðherra, að taka Morarji inn í stjórnina, vakti furðu og ekki voru menn innan flokksins á eitt sáttir um, hversu heppileg sú ákvörðun mundi reynast. Morarji hefur alla tíð stefnt sjálfur að for- sætisráðherraembættinu og bauð sig fram í það embætti á móti Indiru Gandhi í síðustu kosningum. Að vísu skipti hann um skoðun daginn eftir og tilkynnti að hann styddi frú Gandhi, en Morarji hefur alla tíð átt andstöðu að mæta innan flokks síns, Kongressflokksins. Hann hefur verið talinn ósveigjanlegur í stjórn- málum, ráðríkur og afturhaldssam- ur. Og nú óttuðust margir, að ráð- ríki hans mundi bera ofurliði frjáls- lyndari stefnu forsætisráðherrans og stuðningsmanna hennar. M, Lorarji Desai fæddist árið 1896 í fylkingu Gujurati, og samkvæmt si'ð- venju þar er hann ætíð ávarpaður með fornafni sínu. Faðir hans var fátækur skólakennari, sem framdi sjálfsmorð þrem dögum fyrir brúðkaup Morarjis. Morarji var þá 15 ára, en brúðurin 11 ára. Þrátt fyrir giftinguna og dauða föður síns tókst Morarji að ljúka námi með aðstoð styrks er honum var veittur. Hluta styrksins sendi hann samt heim fjölskyldu sinni til framfæris. Morarji vandist því snemma á ráðdeild og hóf- semi. i\ ð námi loknu gerðist hann starfs- maður ríkisíns í Bombay. Um þa'ð leyti varð Gandhi foringi Kongressflokksins og laðaði marga unga menn til fylgis við sig. Morarji fór sér þó hægt, var ekki hrifnæmur. Sagt er, að hann hafi jafnvel hótað yngri bróður sínum aB neita honum um fjárhagslega aðstoð, etf hann hætti skólanámi til að styðja Gandhi í þjóðernisbaráttunni. Síðar skipti þó Morarji um skoðun, þegar hon- um varð ljóst, aS honum sem Indverja var enginn frami búinn í ríkisþjónust- unni til jafns við Breta. Opinber starfs- maður brezkur hafði auk þess sakað hann um stuðning við Múhameðstrúar- menn í óeirðum sem urðu í borginni; þessi ásökun var á röngum forsendum byggð og Morarji sagði upp stöðu sinni og hóf virkan þátt í starfi Kongress- flokksins og gerðist ákafur fylgismaður Gandhis. Sama ár var hann fangelsaður í fyrsta sinn, en á næstu 15 árum var hann þrásinnis handtekinn og mun fang- elsisdvöl hans í allt nema 7 árum. .zXrið 1937 vafð Morarji ráðherra í Bombay-fylki, en þegar Kongressflokk- urinn fór úr ríkisstjórn, var hann fang- elsaður á ný og sat í fangelsi flest stríðs- árin. Árin 1946 var hann aftur orðinn ráðherra, og þegar Bombay var lagt nið- ur sem sérstakt fylki, bauð Nehru hon- um ráðherrasæti í ríkisstjórninni í New Delhi. Sagt er, að Morarji hafi talið sig sjálfsagðan eftirmann Nehrus, og hafði raunar gert sér vonir um, að Nehru væri sama sinnis. Afstaða Nehrus varð þó ljós, þegar hann vék Morarji úr ráðherraembætti. Morarji sat áfram á þingi fyrir flokkinn, en tók aldrei til máls allan þann tíma, er hann var utan ríkisstjórnarinnar. Segja þeir, sem kunnugir eru að hann hafi þar hegðað sér í samræmi við eigin skoðanir um óbrigðulan flokksaga: geti menn ekki lýst yfir samþykki, sé betra aS þegja en valda sundurþykkju. »3 agt er, að kjör Shastris og Indiru Gandhi hafi jafnframt verið óbein yfir- lýsing flokksins um að þeir vildu ekki Morarji í forsætisráðherraembættið. Morarji þykir harður og ósveigjanleg- ur stjórnmálamaður og ósamvinnuþýð- ur. Honum verður aldrei hvikað frá ákvörðun, sem hann hefur tekið og er oftast sannfær'ður um, að hann hafi rétf fyrir sér í hverju máli. Þeir sem óttuð- ust nokkurs konar einræði af hans hálfu, ef hann kæmist til valda sem forsætis- ráðherra, höfðu nokkuð til síns máls. Mönnum er enn minnisstæð þingræða, sem hann hélt í fyrri ráðherratíð sinni, er hann tilkyhnti þingheimi, er sér- stakt mál bar á góma, að hann yrði að sniðganga álit þingmanna jafnvel þótt samdóma væri, ef hann skynjaði „æðri vilja" í málinu. Hann hefur einnig sagt við einn undirráðherra sinn, sem var ósammála honum í einhverju smáatrfði: Ef þú ert ekki sammála, verður þú að segja af þér. Hann er fljótur að gera sér grein fyrir kjarna hvers máls og fljótur að taka afstöðu, hann er sam- vizkusamur og vandvirkur embættis- maður og starfslið hans ber honum vel söguna. Hann kemur frám við það af fyllstu virðingu og gerir til þess strang- ar kröfur; hins vegar munu þeir tæpast reyna að hafa áhrif á afstöðu hans í neinu máli. Reynslan hefur kennt þeim, að þýðingarlaust sé að reyna að fá Morarji til að skipta um sko'ðun. I þingræðum er Morarji ætið vandur að virðingu sinni og gætir þess að segja aldrei neitt særandi eða persónulega niðrandi um andstæðinga sina. Hann er slyngur fjármálamaður og talið er, að hann muni njóta sín betur sem fjármála- ráðherra nú en i tíð Nehrus, þegar hann var bundinn í báða skó af framtíðar- áætlunum fjármálasérfræðinga. Vanda- málin, sem bfða Morarjis nú, eru erfið úrlausnar. Langvinnir þurrkar hafa or- sakað verðhækkanir á öllum sviSum og verðbólga og samdráttur í iðnaði ógnar efnahagskerfi Indlands. Fjárlagafrum- varpið, sem Morarji lagði fram í maí s.l. þótti allstrangt, en hinir raunsærri og sanngjarnari meðal stjórnmálamanna telja þó, að Morarji hafi ekki átt ann- ars völ eins og allt var í pottinn búið. Hann kom einnig á óvart með að lýsa því yfir, að hann mundi svo fljótt sem kostur yrði, auka framlög til fjölskyldu- mála og verklegra framkvæmda. Þykir Mörarji hér hafa komizt næst því að viðurkenna réttmæta gagnrýni á gerðir sínar. En jafnvel andstæðingar Morarjis setja nú traust sitt á hann sem fjármála- ráðherra; á efnahagsvandamálunum verði að taka með festu og þvi sé Moraji réttur maður á réttum stað. Mc Lorarji gerir ekki síður strangar kröfur til sjálfs sín en annarra. Sjálfsagi hans er næstum takmarkalaus. Sjálfur segir hann, að allt sitt líf hafi hann stefnt að fullkomnun. Síðustu 45 árin hef ég unnið markvist að þvi að hafna reiðinni úr huga rnínum, en, bætir hann við, þalð var auðveldara meðan ég sat ekki i rikisstjórn. Hann er ekki mein- lætamaður í þess orðs fyllsta skiiningi, en vissum grundvallarreglum í persómt-! Framhald á bls. 12 8. október 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.