Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Side 4
BONNARD frá föður sínum: „Ómögulegt ... ég er farinn áð vinna fyrir mat mínum ... ég hætti námi.“ Bonnard lætur slag standa, laumast inn á Académie Julien og teikn- ar nektarmódel. Vegna uppburðarleysis forðast hann að láta nokkurn kennara sjá myndir sínar og fær enga tilsögn. Alla ævi sína sem málari kvartar hann undan því að hafa ekki haft neinn kenn- ara, engan Ingres eða Gustave Moreau, að hafa aldrei lært annað en það, sem hann gat tileinkað sér með sjálfsnámi. Skyldi það hafa verið rétt athugað hjá honum? Það gæti verið, að skólunar- leysið sé sú gúðsgjöf, sem við getum þakkað þann Bonnard, sem við þekkj- um og dáumst að. Hið hjartahreina. Sjón hans hefur ekki hneppzt í viðjar vana- skynjunar. Ósnortin snilligáfa æskunn- ar þróast ótrufluð og heldur ferskleika sínum allt til dauðadags málarans á átt- ugasta aldursári. Bonnard fékkst við þau viðfangsefni, sem á vegi hans urðu. Barnshugur hans stafar þau gulli og lyft- ir þeim í ævintýraheim. Lofsöngvar hans til lífsins, til barna í kátum leik við hundana sína, til konunnar, sem stígur upp úr baðinu fyrir framan spegilinn, — vatnadísir í baðvatninu, mjúkar lín- ur kvenlegra líkama, sem snyrta sig til, eins og þegar værukær dýr snyrta feld sinn. Konur hans eru útgeislun alheims- guðdómsins, sem umbreyta öllu í kring- um sig. Lökum, óumbúnum rúmum, vösum, krukkum, veggjum og blaktandi gluggatjöldum breytir hann með töfra- sprota í dýrindis djásn, smaragða og túrkisa. Ger’ð úr rauðgulum, ryðrauðum, purpura og blágrænum lit. Bjartir hita- sóttarkenndir draumar litaunnandans. B onnard kvartar stöðugt undan kunnáttuskorti, vöntun á fræðara og leiðbeinanda og finnst hann vera gjör- samlega fákunnandi listmálari. Samt varðveitir hann fáfræði sína ósnortna, þrátt fyrir breytilegar stefnur innan málaralistarinnar. Hann er kominn und- ir fertugt, þegar Cézanne andast 1906, á árunum milli 1916 og 1923 blómgast dadaisminn og fútúrisminn, og súrreal- isminn fylgir í kjölfarið. Hann fylgist með þessu af áhuga, en þetta eru að- eins mýraljós fyrir Bonnard. Hann get- ur ekki afsalað sér litla töfrandi hljóð- færinu sínu, ótrauður leikur hann léttar trillur á panflautu sína í borgarum- hverfi Prousts og Pauls Bourgets í loft- lausum herbergjum, þar sem úir og grú- ir af útsaumuðum púðum, hilluborðum með alls kyns smáum skrautmunum. Afstaða hans til kúbismans er platónsk, og þýzki expressjónisminn hrífur hann ekki. Kapphlaupið um að vera sem frumlegastur hefst, hver listmálari á helzt að heyja stríð með sinni einka- fallbyssu, finna upp nýjan isma. Bon- nard sér, heyrir og heldur til haga. En hann er fangi eigin takmarkana, háður hlutunum í kringum sig, sem öðlast ljóðræna töfra fyrir hugarsjónum hans. Lífið og Ijóðrænan eru samofin, eins og dyggðin og lösturinn. I hans augum eru nýjar stefnur aðeins fátækt, mæli- kvarði, tilraunir, æfingar, sem eru leiði- gjamar. Hann vill leika verkin í heild, lætur ekki spila því auðþekkjanlega út úr höndunum á sér. í málverkum hans getur fleira og meira verið sagt en skáldið gerir í löngu kvæði. Hann hefur yndi af því að segja sögu, smáskrítlu úr daglega lífinu. Himinn og haf, dýr og manneskjur, allt er þrungið lífi. Það má búa til skopsögu, nota efnivið úr goða- fræði, mannkynssögu eða hverju því, sem andinn innblæs. Nótnaborð málara- listarinnar er fjölþættara en tónlistar- innar, næmt auga skynjar meira en eyr- að. Bonnard heldur sínu striki og lætur ekkert glepja sig. T il tólfta febrúar sl. ríkti Picasso í Petit Palais, aðeins 100 metrum frá L’Orangerie, þar sem sýning Bonnards var. Það gat verið einkennileg tilvilj- un eða með ráðum gert. Á öðrum staðn- um voru sýndar furðulegar og töfrandi dásemdir hinna einföldu hluta. Undir hvolfþökum hinnar byggingarinnar etur Picasso af skilningstrénu. Hann tætir náttúruna í sundur me’ð ógnvekjandi brandi skynseminnar. Andstæð skaut listarinnar: Ijómandi lofgjörð til lífsins og niðurrif. Af þolinmóðri nákvæmni, eins og þegar hjartað slær, dregur Bon- nard hvern skínandi pensildráttinn ofan á annan, og skapar heim töfra og fegurð- ar, en dregst óhjákvæmilega aftur úr eldflaugahraða okkar tíma. Bonnard hefur skrifað hjá sér á vasabókarblað: „Málari, sem var að mála rimlagirð- ingu, sagði í dag: Fyrsta yfirferðin geng- ur af sjálfu sér, hr. Bonnard. Það eru hinar, sem á eftir koma, sem skipta máli.“ í Petit Palais fara hin myrku öfl hamförum, rista sundur lifandi ver- ur, breiða úr þeim, og hengja þær snyrtilega til þerris á málverkastriga og járnstandmyndir. Þetta hagar sér eins og eldgos, hver sundurlimun er dagsett, allar á sama degi. Næsta dag verður Picasso sér úti um eitthvað nýtt til ni'ðurbrytjunar. Hinn formyrkvaði meistari er afkasta- mikill, finnur upp og skapar. Nýjustu afrek hans fara eins og eldur í sinu um gjörvallan heiminn, sem gleypir við þeim. En hvað Bonnard viðkemur, er það fyrst nú, hundrað árum eftir fæð- ingu hans, að heimurinn gerir sér ljóst, að hann hafi verið til. Það kann að vera, að sá sem lifir lífi sínu í kyrrþey, lifi góðu lífi. Það á sennilega við um þá, sem hafa komið ár sinni vel fyrir bor’ð, ekki óuppgötvaða snillinga. B onnard var að eðlisfari ákaflega hæverskur maður, og það sem merki- legra var, hann gerði ekki veður út af hæversku sinni, sem hefur þó reynzt mörgum kostadrjúgt. Hann faldi sig, eins og hann væri landflótta, í tveimur smáhýsum, öðru í hverfinu Eure, hinu í Le Cannet í Alpes-Maritimes. Hvort tveggja voru híbýli, sem einungis al- mennur verkamaður með láglaunatekjur hefði gert sér að góðu. Um líf Bonnards gat ekki skapazt nein goðsögn. Hann skar ekki af sér eyrað, eins og Van Gogh, eða bjó sem jafningi meðal gleði- kvenna og melludólga, eins og sá end- emafrægi hertogi og alkóhólisti, sérvitr- ingurinn Lautrec. Það var ekki um neitt að ræða, sem gat leitt athygli heimsins — þess heims, sem alltaf þyrstir í lista- mannarómantík — að Bonnard. Aftur á móti var Bonnard fullur óendurgold- innar ástar á heiminum. En hann stóð utan dyra, tyllti sér á tá við þröskuld fyrirheitna landsins og teygði sig til þess að sjá betur inn fyrir. Nokkrum mánuðum fyrir dauða sinn málaði Bonnard sjálfsmynd. Augun urðu ekki annað en dimmar holur. Það er eins og sólin hafi brennt augun úr málara ljóssins, en augnaráð Picassos er ennþá hvasst og dáleiðandi á 85. aldursári hans. Picasso, hryllings- og véfréttamálar- inn dansa’ði á rósum, lifði lífinu í frægð- arljóma, allt hlóðst að honum, auðævi, hallir, fagrar ástmeyjar, hann var dáð- ur og hylltur af öllu mannkyni. Það er betra að vera hraustur og ríkur en sjúk- ur og fátækur. Bonnard, hamingjumál- arinn, aðeins vesæll draumóramaður, heilsutæpur, óframfærinn, og útlitið var ekkert til þess að falla í stafi yfir. Báð- ir voru þeir börn aldarinnar og synir sömu móður. En það var Bonnard, sem hún elsk^ði. Þýtt úr Politiken. EFTIR H. E. BATES „Ég er oft að hugsa um, hvort ekki væri hægt að gera það með því að halda niðri í sér andanum í fimm mínútur," sagði stúlkan. „Ég býst við, að það væri kvalaminnst." Sumsstaðar þar sem ekki voru til varnar hinar sævidrifnu, löngu sandöldur hafði fjaran haldið innreið sína á golfvöllinn. Stór svæði hans voru sendin og hrjóstrug og þar seigluðust sultarlegir grastoppar við að spretta eins og gulgrá hár. Annarsstaðar höfðu vindar liðinna vetra hrúgað upp smásteinum. Sumir voru gráir, aðrir brúnir, nokkrir eins og Ijósbleik egglaga sápustykki, en flestir snjó- hvítir, sjávarfáðir, nákvæmlega eins og egg, sem löngu horfnir fuglar höfðu verpt í óreglulegar hrúgur. Einhversstaðar innan um eggin hafði Phillips týnt golfkúlunni sinni. Hann var alltaf að týna þeim einmitt þar. Það var svo fjári erfitt að koma auga á þær og þegar þetta kom fyrir aftur og aftur, var það nóg til að gera mann vitlausan. „Þær eru líka svo fjandi dýrar,“ sagði hann. Þess vegna hafði hann komið í annað skipti til að leita þetta sumarkvöld, þegar allir voru annaðhvort að skemmta sér í félagsheimilinu eða löngu farnir heim. „Ég meina, það gerir allt svo .. „Hvenær týndirðu henni?“ „í morgun. Um klukkan hálftólf. Auðvitað gat ég ekki hætt þá, var enn að leika. Ég býst ekki við, að þú hafir verið hér þá?“ „Ég er búin að vera hér í allan dag.“ „Ég meina, ég býst ekki við, að þú hafir séð nokkuð eða heyrt á þeim tíma. Mér datt í hug, að þú hefðir kannske heyrt eitthvað.“ „Ekki hljóð.“ Á hverjum sunnudagsmorgni lék hann átján holur við sömu þrjá mennina, Robinson, Chalmers og Forbes. Hann minnti, að þeir hefðu leikið þannig í tíu, kannske tólf ár, að minnsta kosti síðan í stríðinu, nema þegar þeir höfðu leikið í keppni og þá auðvitað við annað fólk, sem alls ekki var það sama. „Þú gætir ekki hafa slegið hana í sjóinn?“ sagði hún. Hann leit hvasst á hana. Hún lá ennþá á nákvæmlega sama stað og hann hafði rekizt á hana og í sömu stellingum, samanhjúfruð, ljósir, naktir handleggirnir spenntir aftan við brúnt hárið, allur líkami hennar samanhnipraður í hvítu sand- fanginu. Augu hennar voru mjög dökk og kyrr eins og hún væri hálfsofandi, þar sem hún horfði upp í himininn. Honum fannst áhugaleysið í svip hennar næstum nálgast fyrirlitningu. Ungt fólk var oft þannig á svipinn, og hann hélt, að hún væri aðeins nítján eða tuttugu ára. Hann fann einnig til óljósra leiðinda. Nýlega hafði hópur fólks notað golfvöll- inn til alls mögulegs: Hafði lagt þar bílum sínum, fengið sér að borða, elskazt í sandinum, viðrað hunda sína og gert allan fjandann. Gæzlumaðurinn hafði gert alvarlegar tilraunir til að stöðva þetta, en það var fjári erfitt, þar sem fjaran og völlurinn lágu svo vfða saman. „í sjóinn?" sagði hann. „Nei, bíddu nú við, svo lélegur er ég ekki.“ „Ég hefði nú haldi'ð, að það væri heilmikið afrek að slá hana alla leið út í sjó.“ Hún hafði greinilega ekkert vit á leiknum. Raunar var það fremur eftirtektar- vert á þessum tímum, þegar svo margar konur slógu kúluna jafnkröftuglega og karlar. „Jæja, ég ætla að leita betur,“ sagði hann. „Ég ætla að finna fjandans kúluna, þó að það gangi af mér dauðum." Hún lá ennþá og starði upp í himininn, hálfsyfjuleg og samanhnipruð og sagði: „Ef þú verður ekki dauður eftir fimm mínútur, skal ég hjálpa þér að leita.“ Hann gekk burtu án þess að svara. f lægðum sandaldanna var kvöldlofti’ð ennþá hlýtt. Þungur hvítur sandur sog^ aði að sér skóna hans, og frá sjónum barst þessi létti sumarblær, sem er svo skemmtilegur, unz hann verður leiðigjarn. Er hann gekk eftir fjörunni, voru dreifðar steinahrúgurnar alveg eins og hvít egg stöðugt að gabba hann. Einu sinni eða tvisvar var hann að því kominn að hlaupa af stað til að taka upp kúluna sína. Honum féll alltaf mjög illa að týna kúlu. Þó ekki væri litið á kostnaðinn, snerti það heíður hans. Einu sinni áður hafði það hent hann að koma aftur og aftur þrjú kvöld í röð til þess að leita að kúlu, sem allir aðrir hefðu fyrir löngu gefið upp á bátinn. Hann hafði líka verið svo heppinn að finna þrjár, sem einhverjir aðrir áttu. Það sýndi bezt, að það borgaði sig ekki að gefast upp. Eftir að hafa þrjóskast vi'ð að leita aðrar tuttugu mínútur í sandöldunum, fann hann allt í einu til ákafrar þreytu. Hann var farinn að þyngjast, ekki þó eins mikið og Chalmers og Forbes, sem báðir voru með ístru, en meira en Robinson, sem var fimmtíu og fimm ára og þremur árum eldri en hann. Þegar hann kom aftur í sandöldurnar, þar sem stúlkan var, sá hann hvar hún var hálfsetzt upp og beygði knén. Að öðru kné sér hafði hún ofurlítið silfurbréf, sem hún sléttaði úr með hægum strokum. Við bjarmann af silfurbréfinu í kvöld- sólinni sá hann í fyrsta skipti greinilega litinn á kjólnum hennar. Hann hafði haldið hann einfaldlega brúnan. Nú sá hann, að í honum blönduðust tveir litir dökkrauðbrúnn og bláraúður. Kné hennar voru fagurlöguð, þar sem þau komu niður undan kjólnum. Tá- broddunum hafði hún borað niður í sandinn. Hún sléttaði silfurbréfið á næstum vélrænan hátt. 1 raun og veru horfði hún alls ekki á það. „Fannstu hana?“ „Nei,“ sagði hann. „Ég verð líklega að koma aftur á morgun. Þetta er nóg til þess að koma manni til að drekka eða fremja sjálfsmorð eða hvorttveggja.“ „Er það svo slæmt?“ „Gremjulegt, það gæti gert mann vitlausan." 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.