Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 4
SKÁLD HVERSDAGS- LEIKANS Ijóð vísindamanns séu þurr staðreynda- upptalning, eins og skýrsla úr rann- sóknarstofu." Þannig er járntjald skilningsleysis og fordóma byggt milli hinna ólíku heima og það er eitt af hlutverkum Ijóðlist- ar- og bókmennta yfirleitt — að brjóta niður múrinn milli fólks af ólíkum upp- runa og gerð. En til þess þarf mikið áræði og and- legt þrek . Holub veit hvað hann syngur, þegar hann segir: ,,Ég er hræddur um, að ég mundi ekki skrifa neitt, ef ég hefði til þess allan þann tíma, sem ég vildi.“ Þetta er áreiðanlega reynsla fleiri ljóðskálda, ekki sízt þeirra sem sækja efni sitt í hversdagslegl líf mannsins DYRNAR Farðu og opnaðu dyrnar. Úti fyrir er kannski tré? eða skógur, garður, eða töfraborg. Farðu og opnaðu dyrnar. Kannski er þar snuðrandi hundur. Kannski sérðu andlit, eða auga, eða mynd af mynd. Farðu og opnaðu dyrnar. Ef það er þoka birtir til. Farðu og opnaðu dyrnar. Jafnvel þótt aðeins heyrist tifið í myrkrinu jafnvel þótt aðeins heyrist tómahljóðið í vindinum jafnvel þótt ekkert sé þar farðu og opnaðu dyrnar. Par er þó dragsúgur. KENNSLUBÓK í DAUÐU TUNGUMÁLI Þetta er drengur. Þetta er stúlka. og eru staðráðin í að láta ekki þröng- ar stefnur eyðileggja tengslin milli lífs og skáldskapar, stundum vill brenna við að góð skáld komast aðeins í sam- band við fjarlægan eða harla langsótt- an veruleika, sem lítt á skylt við mann- líf, hvað þá samtíð. Slíkur skáldskapur virðist einkar hugstæður gagnrýnend- um, sem „komast í tízku“. Holub er ekki þeirra maður. í fyrrnefndu samtali og formála A. Alvarez eru ágætar upplýsingar um þetta sérstæða tékkneska skáld. Hann orti fyrstu ljóð sín undir hefðbundn- um eða rímuðum háttum, en sneri sér ríðan að „atómskáldskap“, sem svo er nefndur hér á landi, þ.e. órímuðum ljtóðum. Segkt hann hafa lært hið frjálsa form af bandaríska skáldinu William Carlos Williams, en ekki þykja þeir ýkja líkir. Sannleikurinn er sá, að einatt er meiri munur á svonefndum atómskáldum innbyrðis, en jafnvel atómskáldum og hefð- bundnum skáldum, þótt fáir virð- ist hafa gert sér grein fyrir þvL Auð- Drengurinn á hund. Stúlkan á kött. Hvernig litur er hundurlnn. Hvernig litur er kötturinn. Dengurinn og stúlkan leika sér að holta. Hvert skoppar boltinn? Hvar er drengurinn grafinn? Hvar er stúlkan grafin? Lesið og þýðið á allar tungur, lesið í þögnlna. Skrifið hvar þið sjálf eruð grafin! ÞORPSLJÓÐ Minnismerki um hetjur okkar hefur molazt, síðasta mannfall seinasta stríðs. Himinninn yfir þessum stað græðir örin, vængþytur gæsarinnar kaliar særðan svörðinn aftur til lífsins. En undir grjóthrúgunni segir ein mús við aðra, sem er að því komin að gjóta: Ekki hér, komdu dálítið lengra! vitað er ljóðlist hverju skáldi köllun, en eins og Wallace Stevens lítur Holub á yrkingar, eins og hvert annað auka- starf. Aldrei hefur Holub dottið í hug að reyna að sætta þessi tvc ólíku form, eins og reynt hefur verið bæði hér og annars staðar. Slíkar sáttatilraunir eru harla hæpnar og margir telja að þarna gildi: annaðhvort — eða. En um það má auðvitað deila. Holub segir að ein af ástæðunum fyrir því, að hann notar iíkmgar í ljóðum sínum sé sú, að hann vilji með því forð- ast „þurra skynsemi", eins og hann orð- ar það. Önnur ástæðan sé sú, „að mér þykir gaman að leiik eða dansi líking- anna. á sama hátt og ég hef gaman af leik hugmynda í ljóði. Ljóð mín hefj- ast álltaf á hugmynd, ásækinni hug- mynd af einhverju tagi.“ Loks segir hann um lengd línanna í Ijóðum sínum, að þær séu ekki mis- jafnlega langar af fordild eða einskærri tilviljun: „Með löngu ljóðlínunum reyni ég að ná áhrifum kvíða eða ó- NAPÓLEON Barn, hvaða ár var Napóleon Bónaparti fæddur, spyr kennarinn. Fyrir þúsund árum, svarar barnið. Fyrir hundrað árum, svarar barnið. Enginn veit. Barn, hvað hefur Napóleon Bónaparti afrekað, spyr kennarinn. Hann vann stríðið, segir barnið. Hann tapaði striði, segir barnið. Enginn veit. Slátrarinn okkar átti eitt sinn hund, segir Franz litii og hann hét Napóleon og slátrarinn barði hann og greyið dó úr hungri fyrir einu ári. Og nú vorkenna öll börnin Napóleon. HJÁLPARHÖND Vi3 réttum grasinu hjálparhönd og það breyttist í korn. Við réttum eldinum hjálparhönd og hann breyttist í eldflaug. Hikandi, varlega réttum við fólki hjálparhönd, sumu fólki..... UNDIR SMÁSJANNI Hér eru einnig draumlönd tunglauðn, yfirgefin. Hér er einnig fjöldi, yrkjendur jarðarinnar. Og frumur, stríðsmenn sem fórnuðu lífinu fyrir söng. vissu og geysilegum áherzlum með stuttu línunum". Þetta ætti kannski að verða til skiln- ingsauka einhverjum þeirra, sem halda að allt sé tilviljun í óhefðbundnum skáldskap. „í ljóðum sínum", segir A. Alvarez um Holub í fyrrnefndum formála, „eins og líklega einnig í vísindastörfum sín- um reynir hann stöðugt að komast undir yfirborð viðtekinnar, hversdags- legrar reynslu til að draga fram ný merkingarsvið, til að afhjúpa nýjar til- finningalegar staðreyndir. Það er eins og Ijóð hans og smásjá vinni á sama hátt, og að sama marki“. Og um Ijóð sín sagði Holub í sam- tali í Pragútvarpinu: „Mest þyíkir mér gaman að skrifa fyrir fólk, sem hefur ekki komizt í tæri við ljóðlist; t.d. þá sem vita jafnvel ekki að hún er fyrir þá. Ég mundi vilja að þeir læsu ljóðin eins eðlilega og þeir lesa blöð eða fara á knattleik; þannig að þeim finn- ist þau ekki erfiðari, ókarlmannlegri eða lofsverðari". Hér eru einnig kirkjugarðar, orðstír og snjór Og ég heyri kurrinn, uppreisn fjölmennra stétta. LÆÐAN Úti var nótt eins og bók án orða. Og myrkrið eilífa draup á stjörnurnar gegnum sáld borgarinnar. Ég sagði við hana farðu ekki þú verður aðeins fönguð, og heilluð og þjáist tii einskis. Ég sagði við hana farðu ekki af hverju vilja ekkert? En gluggi var opinn og hún fór, svört læða inn í svarta nóttina, hvarf hún, svört læða inn í svarta nóttina, hvarf hún og enginn sá hana aftur. Ekki einu sinni hún sjálf. En þú getur heyrt í hennl, stundum, þegar kyrrt er og vindur á norðan og þú hlustar ákaft á þinn innri mann. Nokkur Ijóð eftir Miroslav Holub í þýðingu Matthíasar Johannessen Hörmangararnir Framhald af bls. 2 að hann lagði það á sig fyrir hana að lifa í tvíkvæni. Hann hafði gengið að eiga hana áður en sú kona andaðist sem bar dönsku drottningarkórómuna fyrstu áratugi 18. aldar, og enginn efaðist nokkru sinni um að væri lögmæt eigin- kona hans. Sumir segja, að það hafi verið i launa- skyni fyrir björgunina að hinum snar- ráða konungsþjóni voru næsta ár boðin ýmis embætti, sem hann þáði þó ekiki, en árið þar á eftir, það var árið eftir dauða Árna Magnússonar, bauðst hon- um embætti, sem honum líkaði. Gerð- ist hann þá borgarstjóri og lögreglu- stjóri í Kaupmannahöfn og gegmdi borgarstjóraembættiniu til dauðadags, 1764, en lögregiustjóraembættinu sagði hann af sér þrem árum fyrr. Torm hefur hlotið mjög góð eftirmæti sem embættismaður. Hann er talinn hafa hæft ágætlega í embætti sín, sérstak- lega lögreglustjóraembættið. — Hör- mangarafélagið úthlutaði honum mat- argjöf í fyrsta skipti árið 1746 og síðan á hverju ári meðan gjöfunum var út- hiutað. Muhle, kammerráð, er Peder Muhle, sem var embættismaður í Renbukamm- erinu frá 1734 til dauðadags, 26. jan. 1749. Honum úthlutar félagið matar- gjöf í fyrsta skipti 1744 og síðan á hverju ári meðan hann lifði. Holst, kammerráð er Edvarð Holst, sem var Renteskriver í Nordenfjeldske Renteskrifer kontor, 1729-1750. Þetta var deild úr Rentukammerinu, sem annaðist endurskoðun reikninga. Holst fékk matargjöf á hverju árþ frá því félagið tó'k við verzluninni þar til hann lézt. Hann andaðist 18. apríl 1750. Lövenörn étatsráð er Frederik de Lövenörn, uppi 1710-1774. Hann var hæstaréttardómari og varð 1746 Depu- teret í Admiralitets og General komm- issariatskollegium. Árið 1751 tók hann við nýju embætti, varð þá amtmaður í Korsöramti. Hann hlýtur matargjöf frá byrjun (1748) og þar til hann varð amtmaður. Síðast fær hann gefins mat hjá félaginu 1750. Sumir þeirra, sem félagið gaf mat eru ekki á lista ársins 1748. Meðal þeirra má nefna Osten, forstjóra Eyr- arsundstollsins og fjármála ríkisins. Directör for Finanserne var það kall- að. Það mundi nánast samsvara íjár- Framhald á bls. 13 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.