Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 6
ISLENZKIR LISTAMENN ÉG VIL KYNNAST HONUM ENN BETUR Spjallað við Cunnar Eyjólfsson um Ga Idra-Loft Endir leiksins: engar leikmyndir, engir skrýddir biskupar með mítur á höfði, enginn Gottskálk grimmi í predikunarstólnum með „bók mátt- arins“ í höndum. Aðeins raddir af segulbandi og Loftur einn á sviði í vitfirringu sinni og daiuða. Og tjald- ið fellur. — Tvisvar áður hefur Gunnar Eyjólfsson leikið Galdra- Loft, í Iðnó hjá Leikfélagi Reýkja- vikur árið 1949 og á Akureyri árið 1905. í bæði skiptin stóð hann þá augliti til auglitis við Gottskálk biskup. — Gunnar, hvort fellur þér betur, að sjá hann eða sjá hann ekki? — Persónulega vil ég 'hafa hann því að mér finnst það hjálpa svo mik- ið, en mér finnst ekki nauðsynlegt að hann birtist í fullum skrúða og mér finnst heldur ekki nauðsynlegt, að hann sé leikinn af einhverjum yfirförðuðum leikara sem þekkist undireins á röddinni. Ég vil, að við finnum einhverja lausn með aðstoð þeirrar tækni sem nútíminn á yfir að ráða, til dæmis með ljósum, jafn- vel kvikmyndum; tæknin ætti að geta komið því til leiðar, að Gott- skálk birtist með einhverjum þeim hætti sem áhorfendur gætu ekki á augnablikinu gert sér grein fyrir, en sem skapaði óyggjandi óhugnað og skelfingu, svo mikla, að það nægi til að Loftur fái hjartaslag. En það er sjálfsagt erfitt að gera Gottskálk og dauðann svo úr garði, að öllum líiki. En ég er hlynntur því að hafa raddir hinna biskupanna á segul- bandi og það verður að vera rödd Lofts sjálfs. Jóhann Sigurjónsson kallar þær sjálfur raddir samvizk- unnar í textanum. En ef það er á annað borð hægt að gera tilraunir í leikhúsi, finnst mér sjálfsagt að gera þær, og í sambandi við þessa sýningu varð að taka tillit til tón- listarinnar sérstaklega. Hafi óhugn- aðurinn í lokin ekki komizt til shila, má allt eins vera að það sé leikur minn sem veldur og við megum heldur ekki gleyma því, að Galdra- Loftur hefur verið settur á svið á 10-16 ára fresti, fólk hefur saman- burð og þá er því gjarnt að vera lok- að fyrir nýjungum. — í einum leikdómi gat leilkdóm- arinn þess að sökkva hefði mátt leiktjöldum niður aftur og leika nið- Ég vona, að ég hafi náð því að gera hann ógeðfelldari. urlagið eftir bókinni, færa leikinn aftur niður á jörðina. — Já, ég held, að Jóhann Sigur- jónsson hafi haft góða og gilda ástæðu fyrir þeim endi að láta fólkið, Dísu, Ólaf og biskupinn, koma inn og segja þessar fáu setningar. Þess- um endi var sleppt á sýningunni í Iðnó árið 1949, þá breyttist sviðið ekki neitt og þau kom.u ekki inn, en á Akureyri gerðum við þetta þann- ig, að raddir samvizkunnar voru á segulbandi, kirkjan fékk annar- legan svip fyrir áhrif Ijósa og Gott- skálk biskup grimmi sást í predik- unarstólnum, síðan komu þau þrjú og luku leiknum eins og leiktexitinn segir til um. Persónulega er ég hlynntur þeim endi og er búinn að reyna hvort tveggja. — Þú sagðir áðan, að það hjálpaði að hafa Gottskálk á sviðinu. Finnst þér þú vera í allmiklu tómi eins og nú er? — Já, það er viss einmanakennd í þessu fólgin; þetta er erfiður endir líka vegna tónlistarinnar. Hún hjálp- ar mikið í særingunum, en hún krefst þess, að maður bíði iðulega meðan raddir samvizkunnar tala. Tónlistin ræður þannig lokahraðan- um í leiknum, leikhraðinn getiur ekki orðið jafnmikill og ella og það er stundum erfitt að þuirfa samtímis að hlusta eftir tónlistinni og einbeita sér að leiknum. — Þú þekkir orðið Galdra-Loft nokkuð vel. — Og ég vil kynnast honum enn betur, þó ég eigi ekki eftir að leika hann oftar. — Hvern mundir þú sjálfur telja helztan mun á túlkun þinni á Lofti nú og árið ’4'9 í Iðnó? — Ég álíit, að ég skilji Loft betur nú en þá; hann var rómantískari þá, hann er kaldari núna, og ég vona, að ég hafi náð því að gera hann ógeð- felldari, þetta er ekki geðfelldur maður. Hann er fram úr hófi sjálfs- elskur, valdafílkinn og metorðagjarn, hann talar um það sjálfur — svo segir hann eitt sem er, held ég, rojög þýðingarmikið réttum skiln- ingi á lyndiseinkunn hans, og það er þessi setning sem hann segir við Steinunni: Ég veit ekki, hvorit mér er það gefið að geta þótt vænt um nokkra manneskju. Annars uppgötv- ar maður svo marga-r lykilsetningar og lykilorð að skapgerð Lofts og sálarlífi, þegar maður fer að kynn- ast honum. — Álítur þú sjálfur að þú sýnir Galdra-Loft nú þroskaðri en Jóhann Sigurjónsson ætlaðist kannski til? — Nei, það geri ég ekiki, en þetta hlýtur auðvitað alltaf að vera vanda- mál. Það eru miklar mótsagnir í Lofti — þetta er ungur íslenzkur sveitaspiltur sem Jóhann hefur jafn- framt gefið svo mikið af heims'borg- aranum í sjálfum sér; þetta skapar andstæður sem svo oft er erfitt að sameina og lýsa rétt. — En það eru auðvitað til ungir menn sem eru géní, og þá er Galdra-Loftur einn af þeim. — Þú hefur sjálfur fengizt við leikstjórn? — Jú, ég hef fengizt við það og vil kannski í framitíðinni gera meira af því, en það liggur ekkert á. Leik- stjóri verður fyrst að starfa sem leikari, þekkja þau vandamál s:em leikarar eiga við að glíma, þegar þeir eru að vinna hlutverk sín. Síð- an verður hann að afla sér víðtæk- ari menntunar; það er ákjósanlegt að leikstjóri fari utan og bindi sig ekki við eitt land. Það hefur orðið leiklisitarlífi okkar til góðs, hve víða er sótt til fanga nú. Áður voru menn bundnir — fyrir stríð við Danmörku, eftir stríð við England, núna fara menn til Frakklands, Svíþjóðar, Rússlands, Ameríku .......... — En geta menn ekki talsvert lært af útlendum gestaleikstjórum? — Það má alltaf læra af öðrum. Geti maður ekki lært eitthvað sem þroskar mann, getur maður að minnsta kosti lært hvað maður á að varast. — Þú hefur sjálfur dvalizt erlendis við nám? — Já, í Englandi, Ameríku og Svíþjóð. En við skulum ekki fara út í æviaitriði mín hér, ég er alltaf að þylja þetba. — En einhvern tíma ætla ég samt að láta skrá ævisögu mína — og ég ætla að fara að ráðum Har- aldar Björnssonar og hafa hana í þrem bindum. sv. j. SMÁSAGAN Framhald af bls. 5 — Sammála, okkar á milli sagt í trún- aði. Það finna margir það sem þeir óska að finna og skiptir minnstu þó það sé blekking. í trúnaði sagt. Hann fór og bauð í dans fallegri stúlku í skærgulum kjól. Þetta var orðið langt kvöld, fannst mér. Mig langaði heim. Ég stóð upp, þakkaði fyrir þessa fal- legu veizlu og fór. Fyrir innan garðshliðið stóð maður- inn, sem talað hafði við mig fyrr um kvöldið. Hann brosti á eftir mér út í bjarta vornóttina: Útlagi! Útlagi! Þá heyrði ég sjálfan mig hvísla: Ég bið að heilsa. Síðan vék ég út af malbikaðri götunni og gekk lyngmóana heimleiðis. Fór úr háhæluðu skónum og gekk ó sokkaleistunum, naut þess að finna jörð- ina við iljarnar, fannst við vera systur, jörðin og ég. Ég reikaði um garðinn, veðrið var lygnt og hlýtt. Ég tímdi ekki að fara strax inn að sofa. Ég var að hugsa meðan ég gekk milli blómanna: Blóm og fólk, það er ekki algerlega óskylt. Sum blóm leggja krónublöðin saman þegar kvöldar og breiða ekki úr þeim hvað sem á dynur fyrr en aftur birtir af degi. Önnur loka ekki krónum allt sumarið, vaka og ilma svo lengi sem þeim endist aldur. Fjölæru blómunum get ég heilsað á hverju vori nýjum og ferskum. Þau eru örugg um hag sinn. En sumarblómin, sem aðeins er gefið eitt sumar, ég held mér þyki vænzt um þau. Kannski er þetta vitleysa, sem ég hugsaði um fólk og blóm, ég er ekki visis.... Næsta morgun, þegar ég kom í mjólk- urbúðina biðu þar margar konur. Ég komst ekki hjá áð heyra þær hvíslast á: Undarlegt uppátæki, alltaf í fjólulblá- um kjól, skrýtin í kollinum, drekkur sennilega.... Mér varð li'tið á upplituðu, marg- þvegnu vinnubuxurnar mínar og köfl- óttu blússuna. Flýgur fiskisagan, hugsaði ég, tjóir ekki að leggja eyru við slíku skrafi, fiskisagan deyr á undan mér og önnur fæðist, kannski um þig, kannski um ein- hvern annan. í dag ætla ég að reyta mikið af arfa, hlynna betur að sumarblómunum og vökva burknana, ég veit að þeir eru þyrstir þegar sólin er svona heit, dag eftir dag. Og í huganum verst ég ekki hlátri yfir fjólubláa kjólnum. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.