Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 15
Ný L. MEÐ Eins og flestum mun kunn- ugt er væntanleg á markaðinn ný 12 laga plata með hinum sí- vinsælu Hljómum frá Kefla- vik. Platan er tekin upp í Chappels Studio i London og gefin út af S. G. hljómplötu- fyrirtækinu, en ráðgert er að hún kami út um mánaðamót- in okt.—nóv. Plötualbúmið, sem er sérstaklega vel unnið, gerði ungur og efnilegur lista- maður hér i borg Hilmar Helgason. Á þessari nýju hljómplötu kennir mangra graisa en Hljóm- ar leika þarna af sinni al- kunnu snilld bæði innlend og erlend lög og má segja að ------------------------------ P PLATA HLJÓMUM ERJC BURDON Það eru ekki mörg ár síðan að The Animals voru í hópi beztu og vinsælustu hljóm- sveita heims. Plötur þeirra runnu út og skipuðu ávallt efstu sæti vinsældalistanna. Má þar m. a. nefna lög eins og „House of the rising Sun“, „I’ts my Life“, „I’m crying“ o. fL En svo fór að syrta í álinn hjá þeim félögum. Eftir að Alan Price hætti í hljómsveitinni fóru vinsældir hennar sífellt rénandi og að lokum var svo komið að varla heyrðist nokkuð til þeirra. En þá tók söngvarinn Eric Burdon til sinna ráða og stofnaði nýja Animals sem nú nýtur sívaxandi vinsælda, bæði í Englandi og Ameríku, þó að ennþá sé það ekkert á vi'ð það sem áður var. Eric hefur um langt skeið verið talinn einn bezti blues söngvari Englands og þótt víð- ar væri leitað og virðist sem hann hafi verið sérlega hepp- inn með val þeirra sem nú skipa hljómsveitina því að þarna eru komnir menn sem líklegir eru til mikilla afreka á sviði blues-tónlistar í fram- tíðinni. Þess má geta að þegar tíðindamaður síðunnar var í Englandi ekki alls fyrir löngu, sá hann tvenna hljómleika með hljómsveitinni og minnist hann þess ekki a'ð hafa heyrt í ann- arri betri. Á myndinni sjáum við Eric Burdon og hans nýju Animals og er ekki annað að sjá en að kappinn sé þarna virkilega í essinu sínu, eins og hann er reyndar oftast þegar hann kem- ur fram. sjaldan eða aldrei hefur þeim tekizt betur upp er. einmitt á þessari plötu, og geta menn þá sagt sér til um hvað hér er á ferðinni. íslenzku lögin eru eftir Gunnar Þórðarson, Rúnar Gunnarsson og Þóri Baldurs- son en textana sömdu þeir lendan markað sem innlendan. Lögin á þessari plötu nefnast „Show me you like me“ en það lag sömdu piltarnir allir í sameiningu og „Stay“ sem er eftir Gunnar Þórðarson. Það er ekki að efa að marg- ir munu bíða óþreyjufullir eftir þessum piötum, sem er ekki nema eðlilegt þar sem Hljómar hafa sýnt það og sannað undanfarið, að þeir bjóða upp á það bezta sem völ er á hérlendis. Ómar Ragnarsson, Ólafur Gaukur og Þorsteinn Eggerts- son. Aðspurðir kvaðust Hljómar vera mjög ánægðir með upp- tökuna sem rók um 15 kl.st. En ekki er öll sagan sögð enn, því að 24. október kemur út í Bandaríkunum tveggja laga plata með þeim félögum sem ætluð er jafnt fyrir er- ÍSLAND: 1. San Francisco .............. Scott McKinsey 2. Even the Bad Times are Good . Tremeloes 3. Glókollur ...........Póló og Bjarki 4. Deth of a Clown .................Dave Davis 5. The House that Jack Built ......... Animals 7. She’d Rather be with me ............ Turtles 8. Lási Skó . Póló og Bjarki 9. Sælt er sinni kellu að kúra hjá . Þorvaldur og Ingimar Eydal 10. Itchycoo Park .................. Small Faces ENGLAND: 1. The Last Waltz ...... Engelbert Humperdinck 2. IIolc in My Shoe .................. Traffic 3. Massachusetts ..................... Bee Gees 4. Flowers in the Rain .................. Move 5. Reflec Diana Ross og The Supremes 6. There Must Be a Way .......Frankie Vaughan 7. The Letter Box Tops 8. Excerpts From a Teenage Opera .... Keith West 9. Itchycoo Park ............. Small Faces 10. The Day I Met Mary ............ Cliff Richard AMERÍKA: 1. To Sir With Love ...................... Lulu 2. The Letter Box Tops 3. Never My Love .................. Association 4. How Can I Be Sure ............ Young Rascals 5. It Must Be Him .................. Vikci Carr Keith Moon, trommuleikari í hijómsveitinni WHO, hefur sannarlega ástæðu til að vera í gó*ðu skapi þessa dagana því að hann hefur nú eignazt eitt glæsilegasta og nýstárlegasta trommusett sem sögur fara af. Settið er af gerðinni Premier og eru trommurnar 10 talsins en á hverri þeirra eru listi- lega gerðar myndir í öllum regnbogans litum. Pete Towns- hend varð yfir sig hrifinn af settinu þegar hann sá það í fyrsta sinn og lét svo um mælt að fleiri trommuleikarar ættu eftir að fylgja í kjölfarið í framtíðinni. Ekki fara sögur af því, hvað settið muni hafa kostað, en ef að líkum lætur hefur það ekki verið nein smá upphæð sem Keith hefur odðið að gefa fyrir það. 22. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.