Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 13
Tieiml, BandarfkJuTHim og Kanada, er þegar vitað um þrjátíu þúsund fjöl- skyldur. Hvað Evrópu snertir, þá eru höfuðstöðvar í París, deildarstöðvar í Dússeldorf, London, Zurich, og Stoíkk- hólmi, og hröð útbrelðsla í Saarhérað- inu. Japanska móðurhreyfingin gerir ekki neiinar yfirr.áðakröfur yfir fylgj- endum Sóka gakkai í öðrum löndum, heldur lætur þeim eftir fullt sjálfstæði. En pólitískra áiirifa hreyfingarinnar er ekki farið að gæta enn utan Japans, nema ef vera skyldi í Vesturheimi. 5. Félagsleg þróun hreyfingarinnar varð á þá lund, að hún fékk mest fylgi nreðal fátækra bænda, verkamanna og kennara, einnig atvinnulausra manna. Síðar bættust hermenn við, þar næst háskólagengnir menntamenn, og síðast verzlunarmenn og auðugir kaupmenn. Blaðakostur hneyfingarinnar er frábær. Annað aðalblað þeirra kemur daglega út í rúmum þrem milljónum eintaka, hitt í tveim milljón.um, og önnur út- gáfustarfsemi stendur með miklum bló'ma. Þessi stórblöð eru oft mettuð vitnisburðum einstaklinga, sem segja frá þeirri djúptæku reynslu, sem þeir hafa orðið aðnjótandi til líkams og sál- ar í síraum nýja átrúnaði. Leiðtogi hins sigursæla stjórnmála- flokks Komeito, segir á þessa leið í sin- ■um vitnisburði: „Hreyfing vor er átrúnaður fyrst og fremst. Ef þér lítið á hluti þá og tákn- myndir, sem vér notum við tilbeiðsluna, munuð þér sjá papplrsrúllur. „Hvað er það?“ munuð þér spyrja. Þér munuð ennfremur spyrja hvort pappírssneplar geti linað mannlegar þjáningar. Hve mjög sem menn spreyta sig, þá er ávallt nokkuð, sem lendir utan þess sviðs, sem vér höfum vald á, eins og t.d. krabbameinið, sem réðst á móður mína. Læknirinn skar hana upp, og hún losn- aði við það um stund. En krabbameinið brauzt út á ný. En bæn læknaði hana. Svo var og um mig. Atvinnulaus var ég að loknu námi við Háskólann. Ég hafði verið kommúnisti, og enginn vildi veita mér stöðu. Erfiði mitt bar engan árang- ur. En með því að treysta þessum trúar- brögðum, fókk ég það sem ég þurfti. Ég fékk góða stöðu og náði heilsu. Þú getur ekki látið það hjá liða, að bera vitni trúarbrögðum, sem hafa veitt þér aora eins hjálp og þessi“ (VI. 12-8-1967, bls. 5). Vér kunnum vissulega betur að halda oss saman um vora trú en þessi jap- anski stjórnmálaleiðtogi um sína, þótt vér höfum þegið mikLu meira en hann. Meðan stríð og sultur svarf að Jap- önum — unz sprengjan batt enda á stríðið — nutum vér að mestu leyti frið- ar og veisældar, þeir sem hérlendis voru. En þakklæti í djúpum sálarinnar ónáð- ar ekki oss. Margir virðast vera alveg vrxnir upp úr því að finna til þakklætis gagnvart GuðL Eftir stendur að segja frá tiibeiðslu, kcnningum og öðrum andlegum innvið- um Sóka gakkai. Það er hætt við því að fáir, nema guðfræðingar, skilji hvað um er að ræða. Almenn trúarbragðaleg þekking hérlendis getur minnt mann á „leirburðarstag.1 og holtaþokuvæl“, og viiðist hafa staðnað á þroskastigi skóla- drengja. Þess vegna vantar gmmdvöll- in,n undir málefnalegan samanburð trú- arbragða hérlendis, og í blöðum má oft og' einatt sjá hvernig menn vaða elg- inn frá einni markleysu til annarrar. Svo þarf þó ekki að vera hér, ef menn vilja hafa það öðru vísi, því til er grein- argóð lýsing á Búddhadóminum á ís- lenzku í bók Sigurbjörns biskups, „Trúarbrögð mannkyns“. En Sóka gakkai er grein á meiði japansks Búddhadóms, Líkt og Bahaisminn er grein af Shía-deild Múhameðstrúar, svo sem sjá má af ritum Bahaista sjálfra. Út frá dönskum barnaskólalbókum dreg ég þá ályktun að danskir kraikkar kunni að vera talsvert fróðari um trúar- btögð mannkyns en allur þorri íslenzkra menntamanna, svo sem læknar, lögfræð- ingar, kennarar og ýmsir aðrir í leið- togastöðum meðal þjóðar vorrar. Menn hér á landi virðast ekki vita hvenær þeir standa innan og hvenær utan sinn- ar eigin kirkjudeildar, ekki heldur hvort einhver trúarflokíkur er almennt í heiminum talinn innan eða utan kristninnar. Blöð og útvarp tala t.d. um Alkirkjuráð, þótt hvorki Alkirkja né Alkirkjuráð sé til á þeim hnetti, sem vér byggj.um, svo framarlega sem blaða- menn vorir hafa þá ekki sjálfir stofnað slíka kirkju. Það er því varla von að menn viti hvernig þeir eiga að hneigja sig, snúa sér eða tala þegar þessi austræna speki knýr að dyrum vorum. Jóhann Hannesson. Hörmangararnir Framhald af bls. 4 málaráðherra. Þetta embætti fékk hann 1743 og hélt þá einnig embætti sínu sem forstjóri Eyrarsundstollsins. Hann reyndist hinn nýtasti fjármálaráðherra og er það m.a. talið honum til gildis, að hann reyndi 1744 að fá konunginn, sem þá var algerlega einvaldur, til að láta tekjur og gjöld í ríki sínu standast á og sýndd honum fram á að útgjöld ríkisins hefðu vaxið gífurlega, síðan konungur kom til valda. Var hafizt handa um að lagfæra þetta, en svo dó konungurinn 1746, og rétt á eftir var Osten sagt upp stöðunni sem „fjármála- ráðherra.“ Osten hlaut matagjöf frá félaginu 1743, 1745 og 1746, og hann er meðal hinna útvöldu, því að hann fær úr tunnu af söltuðum sauðatungum. Auk þess fær hann tvær tunnur af kinda- kjöti, annars gaf félagið yfirleitt ekki hverjum nema eina tungu af því, hann íær ennfremur eina tunnu af þorski og 15 lísipund af öðrum fiskafurðum. Þetta var óvenju stór skammtur, en hann var líka óvenju háttsettur em- bættismaður á meðan hann var „fjár- inálaráðherra." Eftir að hann lét af því starfi, 1746, fékk hann ekkert. Ottó Manderup Rantzau greifi var uppi 1719--1768. Hann varð stiftamt- maður yfir fslandi og Færeyjum eftir andlát von Ochsen 1750. Hélt hann því embætti til dauðadags og var jafnframt dómari í Hæstarétti. (Hægt er að fræð- ast meira um hann t.d. í Sögu íslend- inga, 6. bindi, bls. 307 og víðar). Hann var náttúrulega strax settur í stiftamt- manns^kammt hjá félaginu, fékk hið sama og fyrirrennari hans, þar með talið hinar gómsætu sauðatungur. En hvernig sem á því hefur staðið, fékk hann enga úthlutun árin 1753, 1754 og 1755. Þetta eru sömu ár og „harðinda- árin“ hjá öðrum ríkisstarfsmannL sem þegar hefur verið nefndur, Paul Heltz- en, Hann fékk heldur engan mat gefins hjá félaginu þessi ár. Hvað félagið hef- ur meint með því að setja þá báða hjá þessi ár, er ekki gott að segja. En vér getum lesið það á blaðsíðu 326, að 1756 fá þeir aftur matarbitann sinn ókeypis hjá félaginu, svo að þetta virðiist hafa „lagazt.“ Matthias Guldencrona var uppi 1703— 1753. Hann gegndi ýmsum embættum. Hann varð Deputeret for Finanserne 1750, sem var háttsettur maður í Rentu- kammerinu. Af því starfi lét hann 1752 og varð þá amtmaður í Haders- lev. Hann fékk matargjafir hjá félag- inu þau ár, sem hann var Deputeret og einnig fyrsta starfsár félagsins 1743. Það var nokkuð misjafnt hve marg- ir fengu matargjafir. Fyrsta árið voru þeir 33, síðasta árið (1757) voru þeir 30. 1751 voru þeir flestir: 40 alls. Fæst- ir árið 1753, alls 27. En þótt Hörmangarafélagið virðist þannig hafa verið ákaflega gjafmilt er sjálfsagt rangt að líta á það sem góð- gerðarstofnun. Þetta er líka lj'óst af þeim orðum, sem standa skrifuð á bls. 27 í Delibera- tions og Subscriptionsprotokolli félags- ins. Fyrsti gjafalistinn, fyrir árið 1743, hefst á þessari síðu og á undan stend- ur: „Designation over Presenter af Is- landske Vahre som aarl. til dennem der har Umage med Compagniets Aff- airer, forhent har været Costume at uddele, som Direktionen finder for got efterdags at lada continere, hvilke Vahre Pakhuusskriveren Hans Hansen Schovert til vedkommende altsaa har at udlevere, nemlig:“ Á vorri tungu mundi þetta útleggj- aist eitthvað á þessa leið: „Skrá yfir gjafir gefnar í íslenzkum vörum, sem hefur verið siður að deila árlega út meðal þeirra, sem hafa fyrirhöfn vegna málefna félagsins og stjórn félagsins telur rétt að halda áfram hér eftir. Á pakkhúsmaðurinn, H.H. Schovert, að aflienda viðkomandi þessar vörur nefnilega ......“ Elftir þessu að dæma virðist það vera nauðsynlegt til að vera hæfur sem þiggjandi matgjafa félagsins, að hafa einhver afskipti af því á einn eða annan hátt, einhverja fyrirhöfn, Umage, í sambandi við það. Ef málið er skoðað r.iður í kjölinn er þá hér eiginlega uim þjónustu að ræða, sem hefur verið af því tagi, að ekki var heppilegt eða jafnvel ekki hægt að kaupa hana á venjulegan hátt og bókfæra síðan á venjulegan hátt- En í hverju sem sú þjónusta hefur verið fólgin, sikulum vér vona, að þessum sómamönnum, sem hér hafa verið taldir, hafa orðið gott a,f fiskinum og kjötinu frá hinni fjar- lægu eyju í Norðurhöfum. Hitt er svo annað mál, hvort sönn mynd fáisit af rekstri félagsins með því að bókfæra þetta sem kostnað við lag- er íslenzkra vara í Höfn eins og félagið virðist hafa gert. (Sbr. það sem þegar hefur verið uilfært í samtoandi við gjafalistann 1748). Það er ennfremur íhugunarvert, hve sjálfsagður og nauð- synlegur þessi útgjaldaliður var. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6 Sími 22480. Útgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavík HJÓLIÐ Eftir Svein Bergsveinsson Ástin er hjól, sem hraðfara snýst, þú hefur á engu stjórn. Sá sem við hinu bezta býst verður blekkingar sinnar fórn. Hjólið hreif þig, er leið þín lá um lífsins markaðstorg, því furðulegt margt er og fagurt að sjá í feiknar stórri borg. Loks færðu sæti, ef lánið er með. Þú lítur stoltur í kring. Fyrir öllu er af sérfræðing séð, svo að þú komist í hring. Unaðsleg tilfinning! Upp þú ferð. Enn þá verðmætin fást. Allt er dásamlegt, sem þú sérð. Svona er hin glænýja ást. Svo kemstu á toppinn. ó, himnanna her! Slíkt hefurðu ei lifað fyrr. Og ástin víðáttu opnar þér. Aðeins hún stæði kyrr! Nú ber hjólið þig niður með hægð. Þú nýtur fallsins um hríð. En ástin, hún þolir enga lægð, og örskömm er sælunnar tíð. Hjólið þér lyftir hæðir í, hringi snýst marga enn. Svo yngist tíðum ástin á ný. En úti er spilið senn. Hringferð er lokið, hjólið ei snýst. — Þú hugsar stundum um það: Á álmunni saztu, það eitt er víst. En átti sér nokkuð stað? 22. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.