Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 5
SMÁSAGA EFTIR UNNI EIRÍKSDÓTTUR FJÓLUBIÍR EJÚLL E g var boðin til veizlu. Miki'llar og glæsi- legrar véizlu. Og þá mundi ég að ég átti engan kjói eem hæfði. Það er nú svona með ckkur, sem höfum garð- yrkju að starfi, við igleymum oft að hugsa um föt, og hendur okkar og allt útlit sýna að við erum ekki sér'lega fínt fólk, nánas't moldarfólk. Mér þykir þó gott að tifheyra þessari stétt. Margvísleg blóm, suðandi fl'ugur, glaðleg fiðrildi sem hugsa ekki til næsta dags, það er góður félagsskapur. Ekkert nudd og nag um náungann, ekki svo mikið sem góðlátleg vorkunnsemi, sem er skaðræðis- skepna oft á tíðum, heyrist í blómagarðinum. Já, kjól þurfti ég að kaupa. Ég fór úr vinniufötunum og þvoði minar moldar- hendur eins vel og hægt er að þvo slíkar hendur. Vatt mér inn í eina af betri kjólabú'ðum borgar- inar. Fljótlega kom ég aug,a á kjól, sem mér leizt vel á. Hann var í daufum gu'lum lit, og þegar ég mát- aði hann kom í ljós, að hann var eins Oig saumaður á mig, mig og enga aðra. — Ég ætla að k,aupa þennan kjól, sagði ég við afgreiðsiustúlkuna. Hún leit á mig með undrunar- svip. — Þær nota nú yfirleitt ekki-þeninan lit í ár, sagði hún mjög kurteislega. — Þetta er sá eini, sem mig langar að eiga þó úrvalið sé vissulega litskrúð'Uigt og glæsilegt, svai» aði ég. Ég var glöð og léttstig þegar ég gekk inn í veizlusalinn, heilsaði brosandi yfir allan hópinn, sem kominn var á undan mér, talandi og hlæjandi fólk. Andrúmisloftið var hæfilega virðulegi og bó létt. En þegar ég birtist í dyrunum var sem þögn slægi á hóp- inn. Það var mjög óþægilegt, likast því að ég hefði gert eitt- hvað illt af mér. Ég vissi þó ekki til þess að ég hefði lagt illt til nokkurs manns, enda oftast ein að dunda í garðinum, Mér var heilsað fáiega og það var undrunar- og tor- tryggniissvipur á fólkiau. Ég fann mér sæti úti í horni, þar sem minnst bar á mér. Það reyndist þó ekki nóg, af einhverjum miér óskiljan- legum ástæðum hafði ég valdið óþægindum. Hvað gat það verið? Ég virti fólkið fyrir mér og sá að það var reyndar engin í fölgulum kjól nema ég. En hverju skipti það? Hinar konurnar voru í gylltum kjólum, grænum, bláum og hvítum. Roskin kona, sem ég hafði lengi þekkt, kom og settist hjá mér. — Góða mín, hversvegna ertu í fjólubláum kjól, það er alls ekki í tízku, það er rétt eins og þú fylgist ekki með, ertu kannski veik, mér sýnist þú óvenjuföl? — Nei ég er hraust sem betur fer. En að kjóllinn minn sé fjólublár, eins og þú segir, er nú ekki alveg rétt. Hann er gulur og ég keypti hann vegna þess að mér líkaði bæði liturinn og sniðið. Mér finnst hann klæða mig vel. — Guð minn góður, þú hlýtur að vera veik á einhvern hátt þó þér sé það ekki ljóst. Ertu kannski farin að drekka eða nota eiturlyf? — Það hlýtur þá að gerast í svefni, svaraði ég og reyndi ekki að leyna ku'ldanum í röddinni. • — Allir, sem hér eru, pískra um þig, af hverju gengur manneskjan í fjólubláum kjól. Hún stingur i stúf við um- hverfið og þá tízku, sem er viðtekin af okkur öllum. Ég hef líka heyrt að þú hafir yfirgefið saumaklúbbinn, sért hætt að baka, þvo gluggana að utan og sitthvað fleira er um þig talað. Mér hefur alltaf verið hlýtt til þín, viljað þér vel, þess vegna reyni ég að vara þig við. — Ég er þér að sjálfsögðu þakklát. En ef ég á að segja þér eins og er þá fékk ég þá undarlegu flugu í höfuðið einn daginn þegar vorið var í algleymingi og allt var tekið að va?ca og blómstra í garðinum mínum, að vera ég sjálf. Ég fékk þá flugu í höfuðið að vilja vera ég sjálf, frjáis gerða minna þá skömmu ævi, sem gefin er. Og hverju ég klædd- ist kæmi mér einni við. — Þú ert illa á vegi stödd. Þegar þú ætlar að fara að lifa eftir eigin geðþótta stendurðu ein uppi. Fólk ályktar, eins og eðlilegt er, að það sé eitthvað bogið við líferni þitt. Núna eru allir að pískra um fjólubláa kjólinn þinn. — Þetta er mál s-em ég hef ekki hugleitt, en þú hefur áreiðanlega ré.tt fyrir þér um pískur fólksins. En þó þú hafir af góðmennsku varað mig við, get ég ekki snúið við. Ég verð að fá að vera ég sjálf, lifa í samræmi vi'ð eðli mitt og jafnvel klæða mjg eins og mér sjálfri líkar. Annars er mér lífið aðeins leikaraskapur og einskis virði. Ég áreiti ekki fólk, læt það að mestu leyti í friði, á fámennan en góðan vinahóp, sé þessvegna ekki að ég hafi brotið stór- vægilega af mér. Að kjóllinn minn sé fjólublár er skyn- rilla eða litblinda þessa ágæta fólks. — Þú álítur að þú vitir betur en við öll, ©em hér erum stödd og sjáum að kjóllinn er fjó'iublár. — Já, og auðvi'tað géeti ég fengið litasérfræðinig til þess að skera úr þessu, en mér finnst ekki taka því. — Jæja, ég varaði þig við, mundu það, og ég gerði það af góðum nug. — Ég veit að þér gekk gott eitt tii, en ég hef vaiið með hverjum hætti ég vil eyða ævi minni og mér er ókleift að skipta um skoðun. Smátt og smátt færðist aftur gleði yfir hópinn, hæversk, tiihlýðileg gleði. Fólkið fór að dansa og ég sat vel geymd úti í horni. Auð- vitað bauð enginn stúlku í fjólubláum kjól upp í dans. Mér leið satt að segja ekki reglulega vel, ég hafði ekki kynnzt því fyrr að vera útskúfuð. Það var ekki beinlínis sárt en skrýti'ð og ný reynsla. Ég hefði held ég ekki viljað vera ókunnug þessari tegund reynsl-u. — Útlagi hvað ert þú að gera hér? Ég leit á manninn, sem talaði til mín. Hann var ungur, skolhærður, augnalitur óákveðinn og veizluklæddur var hann sannarlega ekki. Þó virtist enginn sjá neitt athugavert við hann. Fólkið virtist jafnvel sækjast ©ftir félagsskap hans. — Útlagi, hvað áttu við? — Nú, þú ert öðruvísi, ekki befðbundin, órímuð ef ég mætti orða það svo. — Hvað um sjálfan þig, ert þú rímaður og hefðbundin-n? — Nei. Ég er líka öðruvísi, aðeins á annan hátt en þú. Ég er öðruvísi á viðurkenndan og vinsamlegan hátt. — Það er og. Þessvegna þorir þú að tala við mig. — Já, mér er óhætt. Ég veit upp á hár hvernig á að fara að því að v-era öðruvísi. — Ég skil. Ég hef hinsvegar aldrei reynt að vera öðru- vísi. En ég viðurkenni að ég vorkenni litblindu fólki þann að hugsa um. Þurfum ekki og langar ekki að vera öðru- vísi. En ég viðurkenni að ég vorkenni litblindu fólki þann dag, sem það verður leitt í fullan sannleika. Vorkenni því öll orðin, sem það hefur talað í blindni og hugsunarleysi. Og þó. Það íinnur sér eitthvað annað í staðinn. Framhald á bls. 6 22. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.