Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 11
upsdæmið og slBar ðnnur hönd biskups því Ög- mundi fór mjög að förlast sýn. Eitthvað ekki lítið hefur Þuríður haft fram yfir- kynsystur sínar, að hún er svo eftirsóknarvet'ð sem kona, að séra Sigmundur skyldi laðast að henni, en Sigmundur heíir getað valið úr kvennablóma landsin.s. Máske hafa þau verið kunnug frá fyrri tíð Sigmundur og Þuríðar, þá líklega kynnzt í Skál- holti á unglingsárum. Þar á þeim stað, sem allar leiðir lágu til úr þrem landsfjórður.gum. Ekki er að efa að Þuríður hafi verið búkona og mikilvirk til verka, þess vegna hagkvæm staðnum og forsjá staðarfólks. Sigmundur og Þuríður attu eina dótt- ur barna sem upp komst, Katrínu sem líklega hef- ir borið nafn Katrínar Halldórsdóttur ábóta frá Helgafelli móður séra Þórðar. Katrín Sigmundsdótt- ir var f. um 1532 og átti síðar Egil bónda á Snorra- stöðum í Laugardal Einarsson prests 1 Görðum á Álftanesi Ólafssonar. Af þeim hjónum eru komnar mestu ágætis og mannfjölgunar ættir í landinu og mun lítillega sagt frá því síðar. Var nú Þuríður stóra í góðum mágsemdum við Ögmund biskup í Skálholti og það Hjallafólk. Virð- ist nú stór heiður brátt ætla að falla í skaut henni og Sigmundi. í a'.durdómi sínum kaus Ögmundur biskup Sigmund sér til eftirmanns í Skálholtsstói og sendi hann til vígslu út til Noregs árið 1537. Leit nú svo út um hríð að Þuriður mundi taka húsfreyjusess í Skálholti sem vinstrihandar kona. Sigmundur var vígður til biskups í Skálholti í Niðarósi af erkibiskupi þar, Ólafi Lunga Engel- bertssyni, sem ári síðar varð landrækur ger úr Noregi af siðbótarkonunginuim Kristjáni III. Virðist Jón Hólabiskup Arason hafa mjög tekið hi'nn merka erkibiskup Ólaf af Niðarósi sér til fyrirmyndar í sinni baráttu fyrir frelsi kirkju og lands og verður það ekki rakið hér. Af Sigmundi er það að segja að nóttina eftir að hann vígðist dreymdi hann að kona kom til hans og mælti: „Ef þú verður biskup XX nætur þá verður þú það einnig í XX ár að Skálholti." Um morguninn hafði Sigmundur feng- ið fótaverk, það var átumein og nef.nt jötunuxi og dó hann af því, þá er hann var búinn að vera 19 nætur biskup. Árni Arnórsson frá Ökrum á Mýr- um var prestur biskups og fékk snert af meini hans, en enskur læknir (bartskeri) þar staddur læknaði Árna og fór hann til íslands og Björn Þor- steinsson, smáisveinn biskups, síðar bóndi á Keldum á Rangárvöllum. Færðu þeir þessi tíðindi út hingað sem voru raun mikil Ögmundi gamla biskupi í Skálholti og Þuríði stóru í Hitardal, er nú frétti lát fylgima.nns síns í annað sinn erlendis frá. Ekki snerust hugir þeirra saman, séra Árna sem nú tók við Hítardal og Þuríð- ar. Séra Árni kemur síðar mjög við siðaskipta- baráttuna, var mjög mótsnúinn Jóni biskupi Ara- syni. Þuríður mun hafa flutzt suður í ættbyggð sína í Árnesþingi, ef til vill fyrst til föður síns (á Vatnsleysu) eða í Skálholt. Síðar rekur hún við búi Ögmundar biskups á Reykjum í Ölfusi, merku höfuðbóli og vildisjörð. Katrín dóttir hennar er tek- in í fóstur af foreidrum Sigmundar, ömmu hennar og afa, Ásdísi og Eyjólfi á Hjalla í Ölfusi og þar er Katrín litla níu vetra gömul árið 1541, er Ög- mundur biskup er þar handtekinn á náttskyrtunni af dátum Kristófers Hvidfelds riddara og höfuð- manns kóngs yfir íslandi. Svaf Katrín þá til fóta í rúmi ömmubróðir síns, aldna biskupsins í Skál- holti, sem blindur og ellimæddur hélt fast við trú feðra sinna. Verður Katrín áhorfandi þeirra hörmu- legu atburða og smánar, afsali jarða biskups og ráni silfurgripa sem Ögmundur og Hjallafólk varð fyrir í það sinnið. Var ICatrín siðar heimildarmaður son- ar síns séra Jóns Egilssonar prasts að Hrepphólum í biskupaannálum hans um þessa atburði alla. Þriðja manni sínum hefur Þuríður kynnzt í Skál- holti á árunum 1533—39, Sá er Oddur Gottskálks- son, biskups á Hólum Nikulássonar, sá eini manna Þuríðar, sem tók hana fyrir löglega eiginkonu. Sagt er að Óddur settist í bú með henni að Reykjum og bjó með henni nokkur ár ógiftur, þangað til hann átti við henni son Pétur að nafni, tók hana síðan til ekta eða eiginkonu. Hér verður lítillega sagt frá Oddi, en hann var eins og áður er sagt sonur Goitskálks Hóiabiskups Nikulássonar, sem var af norskum aðaisættum konungbornum í ættir fram, Móðir Odds var Guðrún Eiríksdóttir slógnefs bónda á Grund í Eyjafirði Loftssonar ríka Gutt- ormssonar íslenzkrar ættar. Oddi er svo lýst, hann var hár maður og þykkur og fríður í andliti, en lýti nokkur á eftir hnífsstungu. Oddur fór ungur til náms í skóia í Björgvin í Nor- egi undir handarjaðar Guttorms lögmanns Nikulás- sonar, föðurbróður síns, sem fyrr bjó að Grund í Eyjafirði. Eftir skólaveru þar kom hann til lands- ins og var með föður sínum um hríð á Hólum, en eftir andlát Gottskálks 1520, sigldi Oddur og dvaldi nokkur ár erlendis, í Þýzkalandi og Danmörku, og kynntist siðbreytm Lúthers og aðhylltist hana. Búningur karlmanna á tímaskeiði Þuríðar stóru. Heldrimenn á reið. Teikn- ing úr liandriti frá 16. öld. og Reyki í Ölfusi sem kóngur sló eign sinni á. Þá fékk hann Reynisstaðaklaustur að léni og sýslu í Hegranesþingi eða Skagafirði árið 1553 og fluttist norður til Reynisstaðar og Þuríður að líkindum með honum. Oddur var einnig lögmaður norðan og vest- an á íslatndi 1552—55. Var þar með Þuríður stóra» sem þá var ektavíí lögmanns, komin í eitt mesta tignarsæti, sem hústrúr landsins gátu óskað sér og var mikils metið á þeirri tíð og henni ætlaður sess með tignustu konum landsins. Var nú langt liðið fná því hún bar fiilluheiti í Hítardalsdómi 1530. Oddur Gottskálksson lögmaður drukknaði í Laxá í Kjós á Norðlingsvaði árið 1556. Fer tveim sögum hvort hann hafi drukknað og dáið samstundis eða verið dreginn upp úr ánni með lífsmarki og tjald- að þar yfir hann á árbakkanum og andazt þar í því tjaldi, eins og segir í samanskrift Odds bisk- ups Einarssonar í Skálholti um drukknun lögmanns. Oddur biskup bar nafn Odds lögmanns. Hafði Odd- ur beðið þess áður en hann andaðist að hann væri fluttur til Skálholts til greftrunar. Sagt er að tvær Kom til landsins að því loknu hálærður og tal- inn forspár af alþýðu og þjóðsagan segir að hann hafi skilið fuglamál, svo mikið orð fór af lærdómi Odds manna á milli. Oddur réðist nú í þjónustu Ögmundar biskups í Skálholti, var sveinn hans og átti þar á staðnum nána samvinnu við siðbótarmenn eru voru í þjónustu biskups, þá Gizur Einarsson, Martein Einarsson og Gísla Jónsson, sem allir urðu biskupar í Skálholti, Gleraugna-Pétur kóngsfógeta, Eggert Hannesson síðar hirðstjóra og Odd bryta Eyjólfsson frá Haga, en í hans húsum á staðnum áttu siðbótarmenn fundi saman. Það er sagt að Odd- ur ynni úti í fjósi að þýðingu sinni á Nýja-testa- mentinu á íslenzku, er var prentað í Hróarskeldu árið 1540. Fleiri rit mun Oddur hafa þýtt í Skál- holtd. Er ekki ólíxlegt, og getur tímans vegna ver- ið, að þau Þuríður og Oddur hafi hitzt til ástar- funda úti í fjósi í Skálholti meðan Oddur var að leggja seinustu hönd á „heilaga ritningu“, en Þuríð- ur borið honum ljós og hressingu. Má telja að Þuríður hafi verið mjög nákomin siðskiptamönn- um á staðnum og verið einna fyrst kvenna hér á landi að kynnast þeim rækilega, siarfsemi þeirra og ritum. Eins getur verið að í kjöltu hennar hafi Nýja-testamentið legið nýprentað og hún lesið það og hugleitt, á undan öllum öðrum konuim í land- inu. Svo mikill iðju- og ástundunarmaður var Oddur við ritstörf, þá hann átti ekki við öl, eða var eigi hindraður af öðrum mönnum, að hann tók sér ekk- ert annað fyrir hendur en að lesa og skrifa og út- leggja bækur. Hann átti stóra kistu sem taka myndi 20 vættir smjörs. Hún var fuU af skrifuðum bókum, þar hafði hann margt skrifað sjálfur og útlagt og var gagn- samastur sínu móðurlandi með þessum störfum, sem Þuríður átti mikinn þátt í með að veita honum næði til að hann gæti stundað. Hefur hún sinnt allri bú- sýslu með dugnaði og skörungsskap. Á Odd hlóðust síðar mikil embættisstörf eftir siðaskiptin í landinu. Hann fékk veitingu fyrir prestssetrunum Reykholti og Melum í Borgarfirði og hélt þar kapellána (aðstoðarpresta) til þjónustu brauðanna. Þá hafði hann Stóra-Hóima í Leiru að léni sem var útvegsstaður og verstöð í konungseign bækur væru þurrar í barminum á honum er hann. náðist úr ánni, bænabók og reikningsbókin (em- bættisbók). Gerð var kista um lík hans og fylgdu 60 menn honum til Skálholts. Það var ósk Odds, að hann væri grafinn framundan prédikunarstóln- um sem þá var í Skálholtskirkju, en það var eigi gert sökum grjóts og settu þeir hann niður fyrir framan studíum í krossstúkuna skammt frá legstað Gizurar biskups Einarssonar. Ef Þuríöur hefur ver- ið stödd á Reynist.að er þetta gerðist var löng henn- ar leið og ströng suður, vel getur hún hafa verið í fylgd lögmanns, þó heimildir geti þess ekki, en að líkindum hefur húr. dvalið á Reykjum í Ölfusi, búi þeirra. Pétur sonua Odds og Þuríðar var ekki full- tíða er þessi atburður gerðist og hafði Þórður lög- maður umboð hans, sem átti Jórur.ni hálfsystur hans eins og er getið hér áður. Pétur kvæntist hérlendis og bjó nokkur ár, sigldi síðan til Noregs með konu sína, en þar átti hann frændur ágæta. Hafði Þórður fjárhaldsmaður hans áður sölsað undir sig nokkuð af eignum hans. Eftir þennan sorgaratburð, lát Odds, mætti ætla að Þuríður hafi dvalið hjá börnum sínum, Jórunni búsettri í Borgarfirði, eða Katrínu, húsfreyju á Snorrastöðum í Laugardal, móður þeirra merku presta séra Ólafs Egilssonar prests á Ofanleiti í Vestmannaeyjum, sem Tyrkir tóku ásamt fjölskyldu 1627, og séra Jóns Egilssonar annáiaritara sem var 18 ára að aldri, þegar amma hans, Þuríður stóra, andaðist árið 1561. Hefir Jón numið margan sögu- fróðleik við kné ömmu sinnar Þuríðar. Stendur islenzk sagnfræði auðvitað í þakkarskuld við Þuríði stóru Einarsdóttur, sem þrjá átti mennina og mætti kalla biskupsfrú og varð lögmannsfrú, allt slíkt var mikilsmetið í fyrri daga og þá var hún kona eins mesta siðskiptamanns landsins, þýðanda Nýja- testamentsins á íslenzku og Corvínspostillu og fleiri rita merkra. Lýk ég hér ritgerð minni og bæti þeir um sem betur vita . (Heimildir: Árbækur Espólíns, Arinálar (Fitja- anr.áll), íslenzkrar æviskrár, Saga íslendinga IV bindi, Lögréttumannatal E. Bj. og fl.) 22. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.