Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 14
Nýjar erlendar bœkur Michael D. Reagan: The Managred Eco- nomy. Oxford University Press, New York 1967. 1.75. Michael D. Reagan er prófessor í stjórnmálavísindum við Kaliforníuhá- skóla. I þessari bók setur hann fram í stuttu og greinargóðu máli hvert hlut- verk stjórnarvalda sé og geti verið með tilliti til áhrifa á þróun efnahags- mála þjó'ðfélagsins. Hann kynnir hug- myndir hagfræðinga og annarra fræði- manna um sambandið á milli eigna ein- staklinganna og efnahagsstjórnar ríkis- ins og gerir einnig í ljósu máli grein fyrir eigin skoðunum á þessum málum. í fyrsta kafla ritsins fjallar höfundur um eignir og völd og skilgreinir inntakið í amerískri stjórnmálahugsun. í öðrum kafla ræðir hann almennt gildi eignar einstaklingsins og drepur í því sam- bandi á völd og áhrif í viðskiptaheim- inum. í þriðja kafla fjallar svo um hlut- verk stjórnarvaldanna og hvernig sýni- leg hönd þeirra geti látið að sér kveða og haft áhrif á þróun viðskipta og efna- hagslífs. í lokakafla bókarinnar er svo gtrð grein fyrir efnahagsþróun í fram- tíðinni. Þessi bók Reagans kom fyrst út ár- ið 1963, en hefur nú verið endurprent- u'ö. Hún er fróðleg fyrir alla þá, sem áhuga hafa á efnahagsmálum og láta 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sig nokkru varða framvindu þeirra mála á okkar dögum, því enda þótt hér sé fjallað um efnahagsmál Bandaríkjanna eru þó skilgreiningar algildar og geta átt við hvaða land sem er. Bókinni fylgir ítarleg nafnaskrá og nokkrar skýringagreinar. The United Nations as a Political Institution. H. G. Nicholas. Oxford Uni- versity Press, New York, 1966. 1.75. Bók þessi var fyrst gefin út ári'ð 1959 og hefur nú verið endurprentuð í þriðja sinn. Höfundurinn rekur sögu Samein- uðu þjóðanna sem stofnunar og gerir nokkra sagnfræðilega grein fyrir þeim hugsjónum, sem að baki stofnuninni liggja. 1 formála segir hann, að fyrir sér vaki að lýsa starfsemi Sameinuðu þjóðanna, en hvorki að hefja til skýj- anna né fordæma aðgerðir þeirra. Á Ijós- an og skilmerkilegan hátt gerir hann grein fyrir stefnuskrá Sameinuðu þjóð- anna, lögum og framkvæmdaratriðum. Nákvæm og gagnor’ð framsetning ger- ir margvíslegri og margþættri starfsemi Sameinuðu þjóðanna glögg skil. Carl Bridenbaugh: Mitre and Sceptre, Transatlantic Faiths, Ideas, Personalit- ies, and Politics 1689—1775. Oxford University Press, New York. 1.95. Höfundur þessarar bókar, Carl Briden- burgh, er prófessor við Brown háskól- ann í Bandaríkjunum og talinn í fremstu röð fræðimanna um landnámssögu Bandaríkjanna. Hefur hann í fyrri rit- um fjallað um líf frumbyggjanna í Bandaríkjum Norður-Ameríku og lýst sögu og þróun frumbýlingsaldanna. 1 þessari bók, Mítur og veldissproti, tekur hann til meðferðar trúarsögu frumbýl- ingsaldarinnar, sem hann telur veruleg- an þátt í þroskasögu Bandaríkjanna. Sýnir hann meðal annars fram á hvernig trúarbragðafrelsi á ríkan þátt í því að árangur næst í almennri frelsisbaráttu, er undirstaða hennar og aflvaki. Bar- áttan milli andlega og veraldlega valds- ins er rakin af þekkingu og vísindalegri nákvæmni og sýnd þróunin sem leiðir að lokum til frjálsra kirkjudeilda í frjálsu landi. Bókin er 354 bls. að stærð. Fylgir henni skrá um heimildarit og listi yfir atriðisorð. Hegel’s Philosophy of Right. Transla- ted with Notes by T. M. Knox. Oxford University Press, New York. 2.25. Réttarheimspeki Hegels var síðasta meginritverkið eftir hann, sem gefið var út að honum lifandi. í þessu verki setur hann fram skoðanir sínar á lögum, rétti, siðfræði, fjölskyldu, efnahagslífi og ríki. Bókin kom fyrst út árið 1821, en hefur síðan verið endurprentuð mörgum sinnum og þýdd á fjölda mála. Eins og kunnugt er hafði réttarheim- speki Hegels mikil áhrif á Karl Marx og þróun kommúniskra hugmynda. Bo- sanquet taldi þetta rit á hinn bóginn grundvallarrit lýðveldisins. Þá hafa ýms- ir talið að nazisminn eigi rætur sínar að rekja til þessa rits Hegels. Hér er um að ræða heildarþýðingu á réttarheimspeki Hegels. Þýðandinn, T. M. Knox, er prófessor í almennri sið- fræði við St. Andrews háskólann í Bandaríkjunum. Hefur hann gert sér far um að ná persónulegum blæ Hegels í þýðingu sinni. Þá hefur hann einnig samið ítarlegar skýringar við verk He- gels. Bókin er 382 bls. að stærð, þar af eru skýringar og athugasemdir Knox 158 bls. Skrá yfir atri'ðisorð fylgir. J. B. Trend: The Civilization of Spain. Oxford University Press. 1.85. Bókinni er skipt í átta kafla. Fjallar hinn fyrsti um komu Fönikíumanna til Spánar nálægt 500 f. Kr. og er þar rakin saga landsins allt til þess tíma er Márar lögðu það undir sig. Annar kafli fjallar um Márana, en síðan er kristna kon- ungdæmið tekið til meðferðar og þann- ig áfram unz kemur fram á okkar daga. Höfundurinn, J. B. Trend, er fyrrver- andi prófessor í spænsku máli við há- skólann í Oxford. Fjallar hann um við- fangsefnið af víðtækri þekkingu og setur það fram í stuttu máli á lifandi og skemmtilegan hátt. Bókinni fylgir mjög ítarleg skrá um heimildarrit og listi yfir atriðisorð. SVIPMYND Framhald af bls. 16 ingi þa r sem nemendum vœri kennd nákvæmni í skilgreiningu texta, œtti að vera sjálfsagður þátt- ur móðurmálskennslu í skólum á skyldustigi. VirSing gagnvart heim ildum og krafa um heiðarlega máls meðferð er undirstaða allra vís- indalegra vinnubragða, en vísinda- leg vinnubrögð þurfa ekki að vera sérgrein háskólamenntaðra manna — þeim má einnig beita á öðrum sviöum. Meö sameiginlegu átaki skóla og fjölmiðlunartœkja, mœtti opna augu alls almennings fyrir því, að slík vinnubrögð eru heppi- legust hverjum málstað og á hvaða vettvangi sem hann er rœddur. Svava Jakobsdóttir. 22. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.