Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1967, Blaðsíða 12
Mismunur
kynþáttanna
Framhald af bls. 2
því að i*.ota slíka kynþátta-
skiptingu til þess að meta gildi
manna. Svo naumur er skiln-
ingur manna á hinni flóknu
lífefnafræðilegu þróun og á
menningaráhrifum umhverfis-
ins án tillits til erfða, að eng-
inn getur ótvírætt ákvarðað
það greindarhlutfall, sem mað-
urinn fæddist með og það hlut-
fail, sem hann ávann sér. Séu
það erfðir, sem mynda hæfi-
leika hans til þess að læra,
ákvarðar menningin hvað
hann lærir — og í sumum til-
fellum hve mikið honum verð-
ur leyft að læra. Sú þvingun,
sem BandaríkjanegTarnir hafa
búið við síðan þeir komu hing-
að hlekkjaðir, speglast ömur-
lega í menningarástandi þeirra.
UMHVERFI OG MENNING.
Allt mannkynið er líkamlega
mjög margbreytilegt. Allir
menn eru fróbrugðnir. En all-
ir eru menn einnig eins. Það,
sem er iíkt með þeim yfir-
gnæfir mismuninn, segir M.
Fried, í hlutfallinu 95 á móti
5. Á þeim tíma, þegar menn-
irnir reikuðu um jörðina án
fastrar búsetu, það er að segja
á tímaskeiði, sem náði yfir
2.000.000 ára, hafa þeir óhik-
að blandazt sínum líkum og
hrist arfeindirnar kyrfilega
saman. Einhvern tíma kann að
verða mögulegt að hrista sund-
ur hina mannlegu arfeinda-
blöndu. Þar til svo verður, er
nauðsynlegt að greina á milli
hópa og ákvarða yfirburði eins
kynþáttar yfir öðrum án þess
að líffræðilegum aðferðum sé
beitt. Án teljandi andmæla
hefur mannfræðin tekið þessa
stefnu. Fulltriiar á heimsmóíi
kynþáttasérfræðmga og mann-
fræðinga árið 1964 voru á eitt
sáttir um, að „þjóðir heimsins
í dag virðast búa yfir sömu
líffræðilegu möguleikum til
þess að ná hvaða menningar-
stigi sem vera skal. Munur-
inn á árangri hinna ýmsu þjóða
verður eingöngu skrifaður á
menningarsögulegan reikning
þeirra.“
Líklegt má þykja, að áður
en viðkvæm vandamál kyn-
þáttafordóma leysist muni efld
vísindi, eða jafnvel áframhald-
andi þróun manngerðanna
þröngva þjóðfélaginu til þess
að leysa þau. Þrir fimmtu
hlutar af íbúum jarðarinnar
eru nú þegar litaðir, þ.e.ais.
annað en hvítir. Erfðafræðing-
arnir B. Slass og C. C. Li spa
því, áður en tíu aldir séu liðn-
ar, eða svona hér um bil, og
með sama áframhaldi muni
erfðafræðilega veiða ómögu-
legt að þekkja Bandaríkja-
negrann frá hvítum mönnum
þar í landi. Á miklu skemmri
tíma en það, segir erfðafræð-
ingiurinn J. Lederberg við
Stanfordháskólann, munu vís-
indin hafa komizt að raun um
svo margt um starfsemi erfða-
eindanna, að hafa megi óhrif
á þær og setja inn í mannlega
litninga gerviefnahvata, sem
ráðið geti öllu frá hörundslit
til tónlistargáfu.
Þar til heimurinn viðurkenn-
ir þá ályktun, að sameigindir
BK’nnkynsins séu miklu fleiri
en séreigindir^ar vetður hald-
ið áfram að bollaleggja mikil-
vægi iþismunarins. Líkamleg
margbreytni manna er augljós,
svo er einnig um hið stóra svið
mannlegra viðfangsefna, Það
er á rökum reiist, að þau áhrif,
sem úrslitum ráða séu áhrif
menningar og umhverfis. Ekk-
eru af því, sem maðurinn hef-
ur uppgötvað um sjálfan sig
hingað til, rennir nokkrum
skynsamlegum, vísindalegum
stoðum undir þá ályktiun, að
einn kynþáttur sé frá náttúr-
unnar hendi öðrum æðri. Eng-
inn veit það. Og menn framtíð-
arinnar, sem líta til baka munu
ef til vill furða sig á því hvers
vegna fólk fékkst yfirleitt við
slíkan samanburð.
Þýtt úr Xime Magazine.
BYSSAN
Framhald af bls. 9
á eftir tækniþróuninni og oft með
hryllilegum afleiðingum og flestir hinna
svonefndu sigursælu hershöfðingja
hafa verið menn sem þverbrutu hin-
ar viðteknu reglur og kennisetningar
herskólanna og rugluðu þannig hina
lærðu herforingja í ríminu.
í mörg hundruð ár eftir a'ð handbyss-
ur og fallbyssur voru komnar til sög-
unnar fylktu hershöfðingjar liðssveitum
sínum upp til orrustu eins og taflmönn-
um á skákborði, samkvæmt viðtekn-
um venjum og aðferðum löngu úr-
eltra kennslubóka í herstjómarlist.
Þessar þéttu fylkingar voru hin klass-
iska aðferð frá tímum höggvopnanna.
Síðan létu þeir fylkingar hermannavesl-
inganna marséra hverjar móti annarri
unz komið var í skotfæri. Þá var hafin
skothríð, þar sem naumast var hægt að
missa marks, unz önnur fylkingin missti
kjarkinn og lagði á flótta eða reyndi í
örvæntingu að knýja fram úrslit með
áhlaupi og höggorrustu.
Bandariska borgarastyrjöldin var
einhver hin bló'ðugasta í sögunni vegna
þess að hershöfðingjar hennar höfðu
lítt átta’ð sig á því hve drepandi kúlna-
hríð hinna nýju skotvopna var orðin.
Krimstríðið sem var háð rétt á undan
er þó líklega síðasta stríðið þar sem
þéttar fylkingar hermanna voru send-
ar beint á móti fallbyssukjöftunum.
Hefur Tennyson gert þá „herstjórnar-
list“ ódauðlega i kvæði sínu The Charge
of the Light Brigade.
Þó tók fyrst í hnjúkana í fyrri heims-
styrjöldinni þegar Bandamenn og reynd
ar Þjóðverjar líka öttu hundruðum þús-
unda æskumanna móti látlausri vél-
byssuskothríð og fallbyssusprengjum.
Hershöfðingjarnir höfðu að vísu lært
að láta hermennina sækja fram í dreifð-
um hópum en hinar nýju vélbyssur sem
gátu skotið fast að 20000 skotum á min-
útu og voru varðar í sprengjuheldum
byrgjum áttu auðvelt með að brytja
hina ungu hermenn niður hversu marg-
ir sem þeir voru og hversu mikinn
hetjuskap sem þeir sýndu.
Hinir grunnreifu hershöfðingjar voru
þegar hér var komið sögu hættir að
fylgja hersveitunum fram á vígvellina
og gáfu fyrirskipanir sínar símleiðis í
öruggri fjaríægð. Það var ekki fyrr en
eftir fjögurra ára þrátefli skotgrafanna,
þar sem blómi evrópskra æskumanna
hafði verið stráfelldui niður til einsk-
is, að í heila þeirra fæddist sú hugsun
að sóknaraðferð liðinna alda væri orð-
in úrelt fyrirbigði á 20. öldinni. Tuttugu
milljónir fallinna eða særðra ungmenna
kostuðu þau heilaköst.
Fullyrða má að í dag hafi byssan lok-
ið hlutverki sínu sem hernaðartæki í
stórstyrjöld. Hermaður me’ð jafnvel
hinn fullkomnasta riffil milli handanna
er orðinn jafn úrelt fyrirbrigði á atóm-
öld, eins og skinnklæddur steinaldar-
búi með tinnuöxi sína enda þótt byss-
ur verði kannski enn um nokkurt
skeið notaðar í staðbundnum styrj-
öldum og lögregluaðgerðum éða smá-
byltingum. Sem dæmi þess hve venju-
legur herriffill er úreltur má geta
þess að ef skotið er af honum aftur úr
hraðfleygustu herþotu, fer kúlan að
visu út úr hlaupinu, en ferð hennar
verður gagnstætt skotáttinni vegna þess
að flugvélin fer me'ð meiri hraða en
byssukúla. Sé skotið af öflugri vélbyssu
fram úr sömu flugvél fara kúlurnar í
upphafi með hraða byssukúlunnar að
viðbættum hraða flugvélarinnar, en
þar sem hraði þotunnar er stöðugur og
kúlumar missa hins vegar hraða sinn
mjög fljótt getur farið svo að þotan
lendi í sinni eigin skothríð.
Þess verður stundum vart í dagbók-
um hinna fornu vísindamanna að þeir
þögðu yfir ýmiss konar möguleikum
á smíði drápstækja sem snilligáfa þeirra
hai’ði uppgötvað á þeim forsendum, að
stjórnmálamenn þeirra tíma hefðu ekki
þann þroska til að bera að óhætt væri
að fá þeim slík tæki í hendur. Þessir
menn horfðu langt fram í tímann og
báru umhyggju fyrir mannkyninu sem
heild en ekki fyrir stundarhagsmunum
einhvers kotríkis, sem þeir vissu að
væri forgengilegt eins og öll ríki ver-
aldar hafi verið og munu verða. Því
miður virðist ekki hægt að segja hið
sama um vísindamenn vorra tíma. Þeir
eru ólatir við að finna upp ný og ný
gjöreyðingartæki, enda þótt þau sem
fyrir eru séu sögð nægilega öflug til
þess a’ð tortíma hverri lifandi veru á
jarðríki a. m. k. þrisvar sinnum!
Þoð virðist þverstæðukennt, þó að
það sé líklega satt, að hinn mikli eyði-
leggirgar og tortímingarmáttur vigbún-
aðar nútímans beri í skauti sér einu
friðarvonina því að stjórnmálamenn og
stríðsbraskarar nútímans eru ekki það
skyni skroppnir að þeir vita vel að hver
sem byrjar heimsstyrjöld hefur kveð-
íð upp dauðadóm mannkynsins — og
sinn eigin um leið. Enda þótt þeir
geti frestað sínum eigin endalokum,
með því að lifa eins og holdsveikar
roítur í mílu djúpum neðanjarðarbyrgj-
um, mun það enn vesælla hlutskipti en
þeirra sem í Surtarlogunum brynnu til
csku.
Að grípa til slíkra örþrifaráða mun
þurfa sálarástand það sem almennt kall-
ast vitfirring, en í því sambandi hlýtur
hugur hvers heilbrigðs manns að minn-
ast þess með hrolli hversu á öllum öld-
um vitskertum mönnum hefur haldizt
upp me'5 að hafa örlagaþræði heilla
þjóða í hendi sér og tignaðir sem guð-
ir eða ofurmenni í þokkabót.
Verði hins vegar mannkynið sett á
munu byssurnar gegna sínu hlutverki
svipað og önnur vopn liðins tíma, svo
sem steinaxir og sverð, notaðar eflaust
eitthvað til manndrápa, en mest til
dægrastyttingar, t.d. veiða og þess, sem
þær eru mest notaðar í dag, þrátt fyrir
allt, -— að gera göt á markskífur frið-
■amra íþróttamanna.
BÓKMENNTIR
Framhald af bls. 3
tilfinningabælingar, sem sprottin var
a? kynnum hans við Engilsaxa. Eftir
þetta gaf hann út skáldsöguna „Ni Ange,
ni Béte“ (Hvorki engill né illfygli), og
þótt það verk næði ekki sömu vinsæld-
um og hin fyrri, markaði það þau tíma-
mót, að bókmenntir voru honum ekki
lengur aðeins ánægjuleg tómstunda-
iðja.
Hörmulegur missir rauf svo endan-
lega öll tengsl hans við gamla umhverf
ið. Vorið 1924 lézt hin unga eiginkona
hans af völdum blóðeitrunar. Til að
v.nna bug á harmi sínum, tók hann upp
harðan sjálfsaga þeirra, sem hafa kosið
starf rithöfundar.
Hann þjálfaði sveigjanlega hæfileika
sina við iðkun ýmissa greina bók-
mennta. Hverja á fætur annarri gaf
hann út bækurnar „Ariel ou la Vie de
Shelley” (Ariel eða ævi Shelley.-O,
„Dialogues sur le Commandment" (Rök-
læður um valdbeitingu), (þar sem
hann neyiir reynslu sinnar sem for-
stjóra stórs fyrirtækis og kannar sem
talsmaður réttlætis, beitingu valds),
„Bernard Quesnay" (skáldsögu, sem
sækir efnlvið í þrengingaskeið hjá ullar-
iðnaðinum) og „Disraeli".
Eftir missi konu sinnar, bjó André
Maurois í Neuilly ásamt börnum sínum.
Hann lifði einangruðu lifi, þar til
Grasset bókaútgefandi bauð honum dag
nokkurn til Périgord að heimsækja
móður Simone de Caillavet og hitta þar
Paul Valéry. Rithöfundurinn varð sam-
stundis hugfanginn af landslaginu í
Férigord og þeirri mannveru, sem sýndi
honum það.
Stðara hjónanbandið.
Simone de Caillavet var sonardóttir
frú Armand de Caillavet. Hún hafði
alltaf dáðst mjög að skáldsögu ömmu
sinnar og Anatoles France. Þegar hún
varð frú Simone Maurois, árið 1936,
vildi hún verða hinum nýja manni sín-
um eins ómetanlegur samstarfsmaður
og frekast væri unnt (fyrra hjónaband
hsnnar hafði farið út um þúfur). Ár-
sngurinn varð einstakt dæmi um full-
kominn skilning tveggja einstaklinga,
sem lífið hafði leikið grimmilega, og
sem þóttu þau hæfa hvort öðru ger-
samlega, meira að segja við vinnu.
Firomta skáldsaga Andrés Maurois,
„Climats" tók fram vinsældum
„Bramble", og þrem árum síðar varð
,Le Cercle de Famille" (Svið fjölskyld-
ur.nar) til að tryggja frægð þessa djúp-
skyggna könnuðar leyndardóma manns-
hjartans.
í bókunum „Le Peseur d’Ames“
(Vigtarmaðurinn í Ames) og „Machine
á Lire les Pensées“ (Hugsanalesturs-
vélin) spreytti hann sig einnig í hugar-
flugi. Hugmyndina að „Peseur d’Ames“
fékk hann af þvi að lesa klausu, sem
birtist í amerisku blaði, þar sem skýrt
var frá því, að hálfgeggjaður læknir
hefði rannsakað breytingu á þyngd
líkamans rétt eftir dauða. Þyngdin
minnkaði hægt, en eftir einn og hálfan
klukkutíma féll vísirinn skyndilega,
-17 hundruðustu hiuta úr milligrammi.
Af þessu var sú ályktun dregin, að
þarna hefði sálin yfirgefið líkamann....
Mannkynssagan freistaði hans líka.
Árið 1937 gaf hann út „Sögu Englands"
og tíu árum síðar „Sögu Bandaríkj-
anna“, þar sem hann staðfestir hlýhug
sinn til engilsaxneskrar menningar. En
það er í ævisögum frægra manna, sem
fjölbreyttir hæfileikar Andrés Maurois
hafa kannski notið sín bezt. Eftir „Ariel
ou la Vie de Shelley" kom löng röð af
ævisögum: „Byron“, „Dickens", „Lyaut-
ey“, „Turgenjev", „Volltjaire", „Edvard
VII et son Temps“, „Chateaubriand*1,
„Proust” og „Le Trois Dumas“.
Að síðustu kom svo þríþætt snilldar-
verk, „Balzac, George Sand og Hugo“,
sem vegna litauðgi og ferskra heimilda,
að viðbættum skýrum stíl, mun tryggja
stóran lesendahóp.
Þar sem hann getur með þakklæti
þeirra, sem gert hefðu honum kleift að
rannsaka svo frábærlega ævi Balzacs,
gleymdi André Maurois ekki kennara
sínum „Alain“, sem hafði, á sama tima
og hann opinberaði honum heiminn og
alla hluti, steypt honum á höfuðið ofan
í „Le Comédie Humaine".
„Ég hef aldrei komizt alveg upp úr
henni síðan“, skrifaði hann. „Aldur
minn varnar mér þass að færast í fang
slíkt stórvirki framar. Þessi ævisaga
verður hin síðasta, sem ég skrifa. Ég
er hamingjusamur, að Balzac skuli vera
sóguhetja hennar".
Að kvöldi lífs síns gat André Maurois
reyndar gert reikningsskil fyrir langa
tiiveru stöðugrar vinnu, sem hann
sagði, að hefðá veitt sér m.klu meira en
hann hafðd vænzt.
Vegsemd og virðing.
Hann var kjörinn í Académie Fran-
caise árið 1938 í stað René Doumic.
Hann var meðlimur i Société des Gens
de Lettres og Comité de Lecture við
Comédie Francaise, forseti Fransk-amer-
íska félagsins og af æðstu gráðu Heið-
unsfylkingarinnar. Stanfsemi hans sem
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
3. desember 1967