Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1967, Blaðsíða 15
Nýlega var frumsýnd í London fevikmynd sú, sem John
Lennon lék í í Þýzkalandi: How I Won The War. Meðfylgj
andi myndir voru teknar við £rium.sýningun'a og má þar líta
herra og frú Manfred Mann, George og Patty Harrison, herra
og frú John Lennon og Paul McCartney ásamt beztu vinkonu
sinni Jane Aster.
BEMDIX
Hér á myndinni sjáum við hljómsveitina Bendix, en hún var ein
af hljómsveitunum sem kom fram á hljómleikunum í Háskóla-
bíói fyrir skömmu. Meðlimir hljómsveitarinnar eru aliir mjög
ungir og eru að okkar dómi all efnilegir og þá sérstaklega söngv-
ari þeirra sem bar af öðrum meðlimum hennar.
THE BOX TOPS hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarið og þá að sjálfsögðu með lagið
sitt THE LETTER, en það lag hefur nú hlotið miklar vinsældir vi'ða um heim.
Box Tops koma frá borginni Memphis, Tennesse,, en það er einimitt fæðingarborg konun'gsins,
Elvis Presley. Það eru aðeiris tvö ár síðan þeir hófú að leika saman, en The Letter er fyrsta
lag þeirra sem vakið hefur yerulega athygli. Platan, hefur nú selzt í yfir 2 milljónum eintaka
sem verður að teljast mjög gött þegar tekið er tillit til þess að: hér ,er um nær óþekkta hljóm-
sveit að ræða og einnig það að piltarnir eru allir undir tvítugu. Tveir þeirra eru aðeins 18 ára
gamli rythmagítarieikarinn Biilly Cunningham og söngvarínn Alex Chilton. Aðrir meðlimir hljóm-
sveitarinnar eru 19, en það 'eru: Carry Talley sóló-gítar, trommarinn Danny Smythe og John
Evans sem' leikur á bassa.
The Box Tops hafa nú undanfarið unnið að L.P. plö<u sem væntanleg er á markaðinn innan
skamms og er ekki að efa að margir munu bíða þejrrar plötu með mikilli eftirvæntingu.
llÖIUii JÁM
í IXIM M H
Þrátt fyrir gengisfellingar og verðhækkanir halda Bítlarnir alltaf sínu striki og virðist sem
þeir hafi aldrei verið jafn svívirðilega athafnasamir og 'einmitt nú. Eins og flestum er kuninugt
hafa þeir ný nýlega gefið út tveggjalaga plötu. Bæði lögin eru eftir þá félaga Lennin og Mc-
Cartney en þau heita HALLO GOODBYE og I AM THE WALRUS, en það lag er úr sjónvarps-
þættinum Magical Mystery Tour. Áætlað er að þættinum verði sjónvarpað í Englandi um jólin
og um sama leyti munu koma út tvær plötur með lögum út þættinum. Þá hafa þeiir nnl nýlioík-
ið við tvo stutta sjónvarpsþætti sem gerðir voru í þeim tilgangi að kynna hina nýútkomnu plötu.
En ekki er öll sagan sögð enn, því áð um þessar mundir eru Bítlarnir að leika í nýrri, langri
kvikmynd er ber nafn sem allir ættu að þekkja, nefnilega Yellow Submarine. í þessari mynd
verða 3 ný lög eftir Lennin og McCartney ásamt8 lögum af Sgt. Peppers plötunni og ef allt fer
eins og ætlað er verður myndm væntanlega frumsýnd í maxz eða apríl n.k.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15
3. desember 1967
í