Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 2
 '00 0 gert ráð fyrir röðum af sarjl^jiicrum sex hæða húsum, en efst, fte.e.a.s. ofan á þökum húsanna var sjálft gatnakerf- ið. í kring um húsin á jörðu á*iu ein- ungis að vera gras og fagrir garðar og þar áttu allir að geta labbað um í þeim friði, sem fyrir var hér á jörð- inni áður en vélknúin farartæki voru fundin upp. Enn gallinn á friðsæld Mot- opiu var þó sá, að útblástursloft bíla- umferðarinnar uppi á þökunum mundi að sjálfsögðu síga niður til jarðarinn- ar. Samkvæmt því mundi fótgangandi fólk í Motopiu ekki verða fyrir bílum, en það mundi verða fyrir barðinu á útblástursgasinu eins og hvar annars staðar. Nú er mjög á dagskrá, að þessu þurfi að breyta; bílaframleiðendum beri skylda til að finna upp bíla, sem ekki eitra andrúmsloftið. í bandarísk- um borgum, þar sem umferðin er mest, er talið, að gegnum útblástursrör 70 til 80 milljón vélknúinna farartækja, berist í andrúmsloftinu samtals 75 milljón tonn af kolsýringi, 9,5 millj. tonn af kolefni, 1,8 milljón tonn af köfnunarefni og þar fyrir utan brenni- steinsildi og ýmsar aðrar eitraðar loft- tegundir. í Los Angeles einni saman framleiða bílar á degi hverjum 8 þús- und tonn af eiturgasi og þar með 69% af þeim lofttegundum sem mynda „smog“; alþekkt fyrirbrigði í stórborg- um, samansett af orðunum smoke (reyk- ur) og fog (þoka). Reynt hefur ver- ið að ráða bót á þessu með sérstökum útblásturssíum, en hingað til hafa þær ekki gefið góða raun. Sá vandi sem hetfur skapazt í stór- um borgum af völdum hávaðans og af útblásturslofti bifreiðanna verður ekki leystur fyrr en upp verður fundin og í notkun tekin ný gerð af mótor, sem hygglst á elnhverju öðru en elds- neytisbruna. Helzt hefur mönnum kom- ið til hugar, að rafmagnið mundi leysa vandann, en það reynist örðugur tækni- legur hjalli að búa till notlhætfan raf- magnsbíl. Sá vandi er einkum fólginn í því, að rafhlöðurnar eru geypilega stórar og þungar og stór hluti af orku bílsins fer beinlínis í að flytja þser. Þar við bætist, að þessar rafhlöður end- ast tiltölulega skammt. En sífellt eru gerðar nýjar tilraunir og nýlega til- kynntu bandarísku fyrirtækin Americ- an Motors og Gulton Industries, að þau myndu í samvinnu reyna að framleiða rafbíl, sem hlotið hefur nafnið Amit- ron. Hann er ætlaður fyrir þrjá far- þega; nýtízkulegur mjög í útliti og er ætlunin að hann verði reyndur þeg- ar á þessu ári. Hingað til hefur aðeins verið hægt að láta eina rafhlöðu koma bíl 130 km. vegalengd, en gert er ráð fyrir að rafbúnaðurinn í Amitron dugi til a’ð koma bílnum í um 240 km. áður en nýja hleðslu þarf. Það á að vera mjög auðvelt að endurhlaða þessar nýju rafhlöður og á þriggja ára tíma- bili eiga þær að þola endurhleðslu allt að 1000 sinnum. Hvort Amitron mark- ar þýðingarmikil tímamót er ek'ki hægt að spá á þessu stigi málsins, en verði hægt að gera nothæfa rafmagnsbíla til notkunar í borgum, mundi sú uppgötv- un hafa feiknarleg áhrif á skipulagn- ingu þeirra og útlit. Sökum útblásturs- loftsins af venjulegri bílaumferð er erfitt um vik áð gera víðáttumikil gatnakerfi neðanjarðar, en með raf- knúnum bílum yrði það vandamál úr sögunni. Fyrir nokkrum árum spáðu amerískir sérfræðingar því, að nálægt aldamótunum 2000 mundi öll borgar- umferð vélknúinna faratækja komin New York, frumskógur úr stáli og steinsteypu, sem vaxið hefur upp í loftið. Engin borg í heiminum er eins tröllsleg og ómennsk og ekki þykir hún heppi- leg fyrirmynd að æskilegri framtíðarborg. Ömurlegt borgarhverfi, samsafn óhrjálegra kofa í negrahverfi Jóhannesar- borgar í Suður-Afríku. Aðstreymi fólks til sumra borga er svo gífurlegt að upp- bygging þolanlegs húsnæðis hefur aldrei undan. Borg í fæðingu: Bandarískur smábær á sléttunni miklu um 1890. Þarna er aðeins lítilsháttar umferð hestvagna. Borgir nútímans og fram- tíðarinnar um bíla á ári. Almenn velmegun í hin- um vestræna heimi gerir það að verk- um, að bílaeign er keppikiafli og ár- lega stóraukast vandræðin í þeim borg- um, sem skipulagðar voru eiruhvem tíma löngu áður en bíllinn var fundinn upp. Það er augljóst mál, að hér verð- ur að koma til geypilegt átak, ef ból- arnir eiga ekki beinlínis að kætfa borgirnar. Það gæti farið svo að fót- gangandi fólki yrði aðeins leyft að ferðast neðanjarðar í miðborgum, því hvað sem það kostar verður að finnia rými handa bálunum. Samt eru allir sammála um að þessari þróun þurfi að snúa við og það sé bíllinn, sem verði að víkja fyrir mannfólkinu. En hvað er hægt að gera? Vissulega koma margar leiðir til greina og sérfræðing- ar í skipulagningu eru sammála um margar þeirra. í fyrsta lagi þarf tvenns konar sam- göngukerfi; annað fyrir vélknúin far- artæki og hitt fyrir gangandi fólk. Bíl- arnir þurfa að komast hratt gegnum borgirnar á svipaðan hátt og á hinum glæs:legu akbrautum, þar sem ekkert truflar, og hvorki eru gangbrautir né umferðarljós. 1 gömlu borgunum verð- ur áð byggja þetta umferðarkerfi á fleiri en einni hæð. í London, New York og Diisseldorf hafa verið lagðar brýr eða hágötur fyrir bílaumferð og á þeim kemst umferðin oftast óhindr- að áfram, og hefur orðið til mikilla bóta. Mörg framtíðarborgin og fyrirmynd- arborgin hefur orðið til á teikniborð- um skipulagssérfræðinga og arkitekta, og þar kennir að sjálfsögðu margra grasa, allt frá því að banna bílaum- ferð gersamlega, til hinnar gagnstæðu lausnar, sem flestum sýnast viturlegri: Að gera ráð fyrir bílum sem staðreynd og meira að segja ánægjulegri stað- reynd fremur en plágu. Áætlun um framtíðarborg, sem ekki gerir ráð fyr- ir bílum, virðist harla óraunhæf. Enski arkitektmn Jellicoe gerði fyrir nokkr- um árum módel af framtíðarborg, sem hlaut hjá hönum nafnið Motopia, sam- sett af orðunum motor og utopia. Það var gert ráð fyrir, að þessi borg yrði ein af útborgum Lundúna. Þarna var 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Zi. januar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.