Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 13
skipshafnarinnar. Drukknuðu þrír menn. Það voru Tómas Ólafsson hús- maður á Arnarhóli, Hannes Hannesson vinnumaður á Arnarhóli og Jón Eiríks- son frá Lúnansholti. 1872, 13. júní. Þennan dag fóru þrjú eða fleiri skip úr Vestmannaeyjum, þar sem þau höfðu verið í kaupstaðar- ferð. Fyrir einu var Guðni Magnússon bóndi á Forsæti í Vestur-Landeyjum, föðurbróðir Magnúsar Torfasonar sýslumanns. Lögðu þeir út frá Eiðinu, og settu upp segl þegar skammt var komið frá landi. Snörp hviða kom í seglin og hvolfdi skipinu. Fórust þar tíu karlmenn og ein stúlka. Stinnings- kaldi var á austan, en föllin munu hafa verið föst. Meðal þeirra, sem fórust, voru þessir menn: Brynjólfur Guð- mundsson frá Strönd, Jón Jónsson frá Strönd, Jón Jónsson ráðsmaður á Kálfs- stöðum, Guðmundur Eiríksson piltur frá sama bæ, Eileifur Hermannsson vinnumaður á sama bæ, Geir Pálsson piltur frá Eystra-Fíflholti, Jón Jónsson frá Álfhólum og Guðmundur Nikulás- son frá Eystra-Klasbarða. 1875, 12. apríl. Þann dag fórst í lend- ingu sexæringur úr Vestur-Landeyjum og með honum átta menn. Formaður með skipið var Ingvar Runólfsson bóndi í Hól. Bandamennirnir komust upp, en hinir drukknúðu allir. Slysið vildi til með þeim hætti, að seilarbandið var of stutt, eða stjórinn, eins og það var nefnt. Eyrarföllin drógu seilarnar til sín og bátinn um leið, svo að banda- mennirnir misstu böndin. Landsjórinn kæfði síðan bátinn. Með Ingvari fórust: Þorgils, 'sonur hans, 14 ára unglingur, Guðmundur Bjarnason og Jón Einars- son, vinnumenn hans, Ámi Helgason bóndi á Grímsstöðum, Guðni og Jóhann Sigurðssynir frá Ytri-Hól. Mér eru ó- kunn nöfn hinna. 1879, 30. apríl. Þá fórst á Júli við Landeyjasand Magnús Guðmundsson bóndi á Búðarhóli, ásamt 10 mönnum. Barst bátnum á á Austureyrarhálsinum, á utasta falli. Var báturinn að koma úr kaupstaðarferð í Eyjum, er hann fórst þarna fyrir Kirkjulandssandi. Meðal þeirra, sem fórust var Húni Sig- urfinnsson frá Yzta-Bæliskoti undir Eyjafjöllum, og Jórunn, systir Húna, vinnukona í Vatnahjóleigu, Símon Einarsson bóndi í Miðey, Guðmundur Jónsson bóndi í Syðri-Vatnahjáleigu, Guðmundur Ólafsson bóndi í Hólmahjá leigu og Filippus Jónsson vinnumaður í Búðarhólshjáleigu. Einnig fórst þarna Guðrún Þórðardóttir, vinnukona í Mið- ey. 1881, 5. apríl fórst sexróinn bátur undan Vestur-Eyjafjöllum. Formaður var Benedikt Andrésson bóndi í Efri- Holtum, og stundaði hann sjó úr Vest- mannaeyjum þessa vertíð. Austankaldi var á þennan dag. Hlaðafli var undir Landeyjasandi og sigldu skipin þaðan, en náðu sum ekki nema Skerinu. Það- an var síðan róið fyrir Klettinn. Bene- dikt náði Faxaskeri, en þegar þeir komu suður fyrir Klettsnef ætluðu þeir að setja upp segl og sigla inn Víkina. En í þeim svifum fyllti bátinn og hvolfdi honum síðan. Öll skipshöfnin fórst, ellefu að tölu. Var skipshöfnin undan Eyjafjöllum og úr Landeyjum, bændur og vinnumenn: Jón Guðmunds- son frá Hemlu, Jón Ólafsson, Núpi, Eyvindur Árnason, Núpi, Auðun Ein- arsson bóndi, Núpi, Eiríkur Ólafsson bóndi á Hól, Sveinn Jakobsson bóndi á Dalskoti, Bjarni Gíslason vinnumaður frá Fitjarmýri, Ketill Jónsson kvíhólma og Páll Einarsson bóndi Vesturholtum. Ókunnugt er um nafn á einum manni. 1884, 16. apríl. Þennan dag drukkn- uðu tveir menn undir Eyjafjöllum í lendingu. 1890, 19. maí. Þá hvolfdi skipi í lend- ingu undir Austur-Eyjafjöllum. Atvik- um er þannig lýst í bréfi að austan, sem prentað er í Fjallkonunni: „Sjór var dauður, en ofurlítið hornriðabrim af austri. Skipið hreppti ólag í lend- ingunni og hvolfdi því í brimgarðinum. Bandamennirnir og þeir, sem utan undir áttu að fara, sáu hvað verða vildi og fleygðu sér í sjóinn, og skolaði upp öllum, en hinir, sem undir árum voru, urðu innan í skipinu. Neglunni varð undir eins náð úr, en engin ráð voru að lyfta skipinu upp, og höfðu fjörutíu manns, sem utan um það voru, engin ráð til þess, og ekki gátu þeir heldur komið gati á það, því byrð- ing er öll úr eik á skipum hér um slóðir. Svo var sent til bæjar eftir sleggju til að brjóta skipið, og fór til þess meira en klukkutími. Þá náðust tveir menn lifandi úr skutnum. Þeir höfðu ekki geta brotið skipið, sem inni voru, en töluðust lengi við. Þeir, sem af komust, voru tíu, og var einn þeirra formaðurinn, Vigfús Einarsson frá Hlíð. Níu drukknuðu: Skæringur Árnason frá Skarðshlíð, gamall bóndi og lengi hreppstjóri, Sigurður Snjólfsson vinnu- maður hans, Kjartan Jónsson frá Drangshlíð (var um tíma í latínuskól- anum), Bárður Pálsson frá Raufarfelli og Ólafur, sonur hans, Gísli Guð- mundsson frá Seljavöllum, ungur bóndi, Jón Eyjólfsson, vinnumaður frá Hlíð, Jón Jónsson bóndi frá Klömbru og Einar Einarsso,n ungur maður frá Felli í Mýrdal.“ 1893, 25. marz og 26. apríl. Þessa daga fórust tvö skip úr Landeyjum. Slysunum er lýst í Fjallkonunni á þessa leið: „Skiptaparnir í Landeyjunum. Þaðan hafa farizt tvö skip í vetur. Annað fórst 25. marz, í bezta veðri, og var sá dag- ur annar sá blíðasti á vertíðinni, brim- lítill sjór og hægur straumur, lítill kaldi við austur, en smá og skipgjörn bára. Þetta skip gekk til fiskjar úr Vest- mannaeyjum og voru á því: Jón Brandsson frá Hallgeirsey, formaður, Jón Einarsson, aldraður bóndi frá Kára gerði, Sigurður Gíslason bóndi frá Oddakoti, Magnús Jónsson bóndi frá sama bæ, Guðmundur Diðriksson vinnumaður frá Bakka, Guðni Guð- mundsson vinnumaður frá Skíðbakka- hjáleigu, Sigurður Einarsson vinnumað- ur frá Bryggjum, Jóhann Kristmunds- on vinnumaður frá Úlfsstöðum, Guð- mundur Ólafsson vinnumaður frá sama bæ, Jóhann Þóroddsen vinnumaður frá Úlfsstaðahjáleigu, Magnús Ólafsson vinumaður frá Hólminum, Guðlaugur, bróðir hans, vinnumaður frá sama bæ, Guðmundur Sveinsson, vinnumaður frá Vatnskoti, Páll Jónsson vinnumaður frá Arnarhóli og Ólafur Einarsson, drengur frá Hallgeirsey. Flestir voru þessir menn á bezta skeiði og allir nýtir í héraði sínu. Eft- ir suma þeirra eru fyrirvinnulaus og fátæk heimili, og uppgefin gamal- menni, eftir fjórar syrgjandi ekkjur og munaðarlaus börn. Þetta er fjórða skips höfnin (að fjórum mönnum undantekn- um), sem ískyggilegar orsakir hafa velt í sjóinn úr Landeyjum á tuttugu árum og formenn þeirra hafa verið Ingvar frá Hól, Guðni frá Forsæti, Magnús frá Búðarhóli og nú seinast Jón Brands- son. 26. apríl fórst enn skip úr Landeyj- um með fjórtán manns í fiskiróðri. For- maður var Sigurður Þorbjörnsson frá Kirkjulandshjáleigu. Hinir voru: Árni Jónsson frá Lágafelli, Hjörtur Snjólfs- son frá Álftarhóli, Magnús Magnússon frá Vatnahjáleigu, Jón Guðmundsson frá sama bæ, Magnús og Helgi Guð- mundssynir frá Hólmahjáleigu og Bakka, Guðmundur og Jón Þorsteins- synir frá Rimakoti og Kirkjulandi, Finn bogi Einarsson frá Bryggjum, Grímur Þórðarson frá Norðurhjáleigu, Guð- mundur frá Brúnum, Jón Ólafsson Páls sonar frá Hvammi í Mýrdal og ónefnd- ur bóndi frá Suður-Hvammi í Mýrdal. Tuttugu og fjórir menn hafa alls drukknað í vetur úr Landeyjum.“ Hinn ónefndi var Einar Þorsteinsson, bóndi frá Syðra-Hvammi. Mýrdæling- arnir voru á leið út í Eyjar og fengu að fljóti menn. 1901, 16. maí. Þennan dag fórst sex- æringur undan Fjöllunum með tuttugu og sjö manns, nítján karlmönnum og átta konum. Var skipið í kaupstaðar- ferð á leið til Eyja, og sökk skammt undan Klettsnefi. Einum manni var bjargað, Páli Bárðarsyni. Náðist hann af kjöl. Stinningsvindur var á austan og liðug sigling. í smásævinu á Beina- keldu gerði mikla ágjöf, svo ekki hafð- ist undan að ausa. Skipið var of hlað- ið og alltof seint gripið til þess að varpa farangrinum fyrir borð. Þessir menn og konur fórust: Björn Sigurðsson, formað- urinn, frá Skarðshlíð, Magnús, bróðir hans, Stefán Tómasson frá Rauðafelli, Halldór Jón Stefánsson bóndi á Rauf- arfelli, Finnur Sigurfinnsson frá Stóru- Borg, Sigfús Jónsson á Lambafelli, Steinn Guðmundsson frá Drangshlíð, Sigurjón Bjarnason, skósmiður frá Eystri-Skógum, Einar Einarsson bóndi á Raufarfelli, Oddur Oddsson frá Ytri- Skógum, Kort Hjörleifsson frá Berjanes koti, Árni Runólfsson frá Yztabælis- koti, Árni Sigurðsson frá Raufarfelli, Bjarni Ingimundarson frá Raufarfelli, Árni Björnsson frá Minni-Borg, Guð- mundur Ólafsson frá Hrútafellskoti, Guðmundur Jónsson vinnumaður frá Leirum, Vilborg Brynjólfsdóttir frá Sitjanda, Þuríður Bergsdóttir frá Skarðs hlíð, Þóranna Sigurðardóttir frá Nýborg í Vestmannaeyjum, Rannveig Gísladótt- ir, vinnukona frá Skógum, Sveinbjörg Þorsteinsdóttir frá Hrútafelli, Svein- björg Sigurðardóttir frá Raufarfelli, Guðný Bjarnardóttir frá Löndum í Vest mannaeyjum og Anna Salómonsdóttir vinnukona frá Eyvindarhólum. Eins og áð líkum lætur þekktust ekki fyrir aldamót neinar lífgunartil- raunir, þegar sjóslys bar að höndum. MIKILL fjöldi þeirra jafntefla, sem ávallt tíðkaðist meira eða minna í sterkum skákmótum, á ekki rót sína að rekja til minnkandi baráttugleði. Miklu frekar er ástæðan oft sú, hversu skákmenn standa jafnir að vígi. Hin gífurlega þekking í byrjun- um orsakar oft, að menn tefla „sam- kvæmt bókinni“ langt fram í mið- taflið. Sífellt aukin sérþekking og mikil .leikni í vörn gerizt æ tíðari jafnvel meðal skákmanna sem ekki telijast almennt til hinna beztu. Himir fremistu stórmeistarar mæta því sí- fellt harðari mótspyrnu sem reynir á þá til hins ítrasta og knýr þá til að leita að sífellt beittari vopnum til að knýja fram vinning. Hinn stórglæsilegi árangur Bents Larsens á síðasta ári; hver sig- urinn á fætur öðrum í hinum ýmsu stórmótum, á Kúbu, Canada, Túnis og Spáni, má einmit.t rekja til þess- arar aðferðar hans: að koma andstæð- ingnum á óvart. Gott dæmi um þetta, er skák hans við Taimanov frá Sovétríkjunum, sem þeir tefldu í Havana á síðasta ári. Ég sýni aðeins fyrstu leikina, en síðan lokaþáttinn. Hvítt: Mark Taimanov Svart: Bent Larsen Nimzo-indversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e€ 3. Rc3 Bb4 Taimanov hefur skrifað tvær bæk- ur um þesisa byrjun: Nimzo-ind- verska vör.n. Svartur verður því að hafa eitthvað sénstakt í pokahorninu ef hann ætlar að koma andstæðingi sínum á óvart. Þess má þó g.eta í þessu samibandi, að núverandi skák- meistari Reykjavíkur, Benóný Bene- diktsson, tefldi við Taimanov er hann va.r hér á ferð eitt sinn, og tókst einnig að koma honum á óvart með sínum leik og náði jafntefli! 4. e3 o—o 5. Bd3 c5 6. Rf3 d5 7. o—o Rc6 8. a3 dxc4 Þetta var þá leynivopn Larsens! Hann tekur nú fyrsta sporið af al- faraleið. Lang algengasta svarið er 8. — Bxc3. 9. Bxc4 Hin sálræna barátta er nú þegar hafin og Taimanov eyddi nokkrum tíma í þennan svarleik. 9. —- Ba5 Annar óvaentur leikur. Eftir 9. — Bxc3 er komin upp algeng staða. Þegar þannig er hörfað með biskup- inn, stendur dr.-riddarinn venjulega á d7. Larsen hefur tekizt að rugla andstæðing sinn með nokkrum smá- vægilegum hreytingum á leikjaröð og knýr nú andstæðing sinn til að finna lausnina við skákborðið í stað þess að g.eta rifjað hama u.pp úr bók- um sínum. Eftir 28 leiki var komin upp þessi staða: 29. fxg6 hxg6 30. h5 gxh5 31. Hhl c4t 32. Kf4 Re7 33. Ba5 b6 34. Bxd7 bxa5 35. Ba4 Rg6t 36. Kf5 Hc5t 37. Kf6 Re5 38. Bb3 ? Kc8 var 38. Bdl. 39. Kg7 ? Rg4 40. Hdl Hg5t 41. Kh8 Rf6 42. Ba4f 43. Gefið. Ke7 21. janúar 1968 LESBÓK MOHGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.