Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 11
EF(F) r/R 5ÍfNDUÍM) H Te K [[JffiEf ö ATAR BS B RRflORT y '/Jrí?fl {) '/ HER AFLfí t> EV RR fí O C\ dRRUTWDIRS lOLft N VER þRRÓ) ENN brk'iv Le4 F Tt i f(rTT D - MYNDAGATAN LAUSN - Lausnin verður ])VÍ: — EFTIR SÍENDURTEKNAR ÖGRANIR GERÐI ISRAEL ARAS A ARABA, TVÍSTRABI HERAFLA ÞEIRRA OG BRAUT UNDIR SIG LAND. ER ÞAR ENN ÓFRIÐLEGT OG VÍGAFERLI ANNAÐ VEIFH). Lausnir skiptu hundruðum eins og á krossgátunni, og voru flestar þeirra réttar. Ýmsir höfðu LANDA Þ í stað AFLA Þ, og getur það einnig staðizt (tvístraði her landa þeirra). Dregið var um verðlaunin. Þau hlutu: Kr. 1 000,00: — Sigrún Stefánsdóttir, herbergi 24, Heimavist M.A. á Akureyri. Kr. 500,00: — Fjölskyldan Tunguvegi 40, Reykjavík og Elín Jósefsdóttir, Reykja- víkurvegi 34, Hafnarfirði. vegar var Slgmunður Brestlsson leigu- þý erlends valds.“ „Þú heldur þá, að Færeyingar geti séð um sig sjálfir, þó að fáir séu?“ spurði ég. „Enginn efi, séu kunnáttumenn f stjórn. Stjórnmál eru ekkert annað en viðskipti. Sé landsstjórnin þjálfuð í vi'ð- skiptum, gengur allt vel.“ „Svo að við víkjum aftur að starfi þínu, bílstjóminni, hefur þér aldrei hlekkzt á?“ „Aldrei. Hættan á bílslysum er hverf- andi, ef menn læra nógu ungir og eru sí- fellt í þjálfun. Menn þurfa helzt að læra innan við fermingu.“ „En hvað þá um ölvun við akstur?" „Ölvun er langalgengust orsök bif- reiðarslysa. Það er brjálæði af öku- mönnum að neyta víns. Þann munað hef ég aldrei leyft mér.“ Svo fer Andreas að segja mér frá dvöl sinni á íslandi fyrir áratugum síðan: „Einu sinni var ég staddur hjá Gísla Johnsen við Túngötuna. Þá kom land- skjálftakippur, svo áð bollarnir hoppuðu á borðinu. Fólkið í húsinu varð dauð- skelkað, en ég fann ekki til hræðslu, líklega af tómum óvitaskap og reynslu- leysi.“ Margt fleira bar á góma. Andreas lauk erindi sínu í Leirvík, sneri við og skilaði mér aftur að skólahúsinu. Þar ■frétti ég, að Jakob væri farinn að þurrka hey sitt í Norður-Götu, enda kominn brakandi þerrir. Sneri ég því þangað út eftir og velti við með honum hey- inu. Að snúningi loknum héldum við heim til hádegisver’ðar. Síðdegis varð ég skólastjórahjónunum samferða gangandi til Norður-Götu. Víðs vegar gengum við fram hjá fólki, sem var í óða önn að taka saman hey, glatt og ánægt yfir að hafa loks fengið góð- an þurrk. Skólastjórahjónin buðu því gott kvöld. Það heilsaði á móti og bætti við: „Þetta hefur verið mikill hamingju- dagur.“ Svo fór frú Ragnhildur að fóst vi'ð heyið, ásamt syni sínum, en Jakob gekk með mér þangað, sem talið er, að Þránd- ur hafi búið. Fyrst gengum við til kirkj- unnar. Hún er sérkennilegt hús með torfþaki og hafði fyrr um daginn vakið athygli mína álengdar. Jakob brá sér í næsta hús og náði í lykilinn að henni, kom svo að vörmu spori aftur, og hún opnaðist, eftir nokkra fyrirstöðu þó. Kirkjan í Götu var bygg'ð 1830. Hún fór vel við umhverfið og var einkar hlýleg hið innra, bitar þvert yfir á milli lausholta. Hins vegar fannst mér altar- istaflan ekki eiga þar heima. Hún var máluð í allt of sterkum litum og bar ekki færeyskan blæ, enda gerð af dönsk um listamanni. En skírnarskálin, um 220 ára gömul, hæfði vel fornum stíl kirkj- unnar. Rétt utan við kirkjugarðinn benti Jakoib mér á grjótundirstöðu undir •beitusikúr eða öðnu úthýsi. „Munnmælin segja, að þetta sé undir bæ, Þrándar", mælti hann af hógværð. Frá kirkjunni gengum við inn eftir I áttina að túni skólastjórans. Brátt náði Andreas okkur á bíl sínum, bauð okkur far, en beið hjá túninu, me'ðan ég kvaddi hjónin og son þeirra, sem voru þegar viðbúin að láta heyið inn í hlöðu. „Þetta hafði verið mikill hamingju- dagur,“ eins og öllum í þessu friðsæla þorpi kom saman um. Og undir það gat ég tekið af heilum hug. Svo veifuðu þau til mín í kveðjuskyni, skólastjórahjónin, sem voru að ljúka aðalævistarfinu, en um leið að byrja nýtt líf, og sonur þeirra, sem ég hef nú gleymt hvað heitir. Því næst ók Andreas me'ð mig af stað, einan farþega. Leið okkar lá yfir brúna á Stórá, rétt ofan við Götuvík. „Hér var Þrándur forðum skírður," sagði Andreas og benti ofan í straum- vatnið. „Enda þótt lítið virtist gefinn fyrir kirkju og kristindóm," bætti ég við. „Hann var nú samt betur kristinn en Sigmundur Brestisson," sagði Andreas bílstjóri. Eftir það ók hann með mig að Tóft- um. Pílagrímsganga mín til Götu var enduð, og lengi þráð ósk hafði náð að rætast. S einasta daginn sem vi’ð dvöld- umst í Þórshöfn, 20. ágúst, borðuðum við hádegisverð á Hótel Hafníu, ásamt Jóhannesi, konu hans og tveim dætr- um. En að lokinni máltíð fórum við um húsið, og sýndi hóteleigandinn okkur helztu vistarverur þessarar stærstu byggingar í Færeyjum. Síðan gengu þau Jóhannes og mæðgurnar með okk- ur um Þingnes og aðra helztu hluta Þórshafnar. Væri of langt mál að endur- segja hér allan þann fróðleik, sem hann lét í té um þennan litríka bæ, sögu hans, fegurð og fjölbreytni. Seig nú á seinni hluta dags. Enn átt- um við þó eftir að lifa eitt merkilegasta ævintýri'ð í þessari Færeyjaför. Það var heimsóknin til Sönnu av Skarði, ekkju Símunar lýðháskólastjóra, og Bergljót- ar dóttur þeirra, í fylgd með Jóhannesi og þeim mæðgum. Frú Sanna var þá 91 árs að aldri og hin hressasta, spurul og vakandi. Minnti hún mig flestum frem- ur á orð Steingríms Thorsteinssonar: „Fögur sál er ávallt ung undir silfur- hærum.“ Virtist hún þekkja til furðu margs á Islandi, enda voru þau hjónin íslandsvinir, Símun av Skarði góður í íslenzku og las mikið af bókum á því máli. Hékk ágæt mynd af honum á vegg í stofunni, gerð af færeyska mlálaranum Samuel Joensen Mikines. Bergljót er kvenna högust og sýndi konu minni ýmislegt, sem hún hafði ofið snilldar- lega. Loks buðu þau frú Pálína og Jóhann- es av Skarði okkur með sér heim til kvöldverðar. Kvöddum vi'ð síðan þessa fjölskyldu, sem greitt hafði götu okk- ar meir en nokkurt annað fólk í Fær- eyjum. Ifaldið úr Ilöfn. ÍClukkan 8 á mánudagsmorgun 21. ágúst var búizt við Krónprinsinum frá Kaupmannahöfn til Þórshafnar, en vegna mótvinds kom hann ekki fyrr en hálftíma eftir hádegi. Okkur varð reikað um götur höfuðstaðarins, að nokkru í verzlunarerindum, meðan við biðum komu og brottfarar skipsins. Franskmaðurinn Jean B. Comtet, sem við bjuggum hjá, bauðst til að aka okkur og farangrinum til skips, og þág- um vi'ð það góða boð. Tók hann um leið á móti móður sinni, sem er kennslu- kona í París, en kom með Prinsinum frá Kaupmannahöfn til að heimsækja þennan son sinn. Jóhannes av Skarði kom niður að skipinu til að kveðja okkur, stundar- korni áður en það lagði frá bryggju. Um það leyti sem landgöngubrúin var losuð frá skipinu, tókum við eftir manni, hárlausum á höfði, sem var að tala við Jóhannes me'ðal fólksins. „Þetta er myndhöggvarinn Janus Kamban,“ kallaði Jóhannes til okkar yf- ir borðstokkinn, rétt áður en skipið lagði frá; „höfuð hans er fátækt af hári, en því auðugra af hugmyndum." Svo veifuðum við hvor til annars, meðan til sást. Klakksvík stendur við fjarðarbotn, sem skerst inn í niorðvestanverða Borð- ey milli brattra fjalla. Við vildum gjarn- an litast um í bænum þá stopulu stund, einn klukkutíma, sem skipið stó'ð við, gengum því upp á götu nokkra og skyggndumst kringum okkur. Vestan fjarðar ofan við veginn inn frá bryggj- unni vakti athygli okkar nýleg kirkja. Gengum við þangað. Á eftir okkur kom fleira fólk. Dyrnar á kirkjunni opnuð- ust, og út kom frekar ungur maður, kurteis og prúðbúinn með virðuleika- blæ. Þegar við báðum hann leyfis að mega sjá kirkjuna, kvað hann það eigi aðeins velkomi'ð, heldur sýndi hann gest unum og útskýrði það, sem fyrir augu bar, af miklum fróðleik, talaði einkum ensku, en brá einnig fyrir sig þýzkri tungu og íslenzkri, því að hann tók eftir því, að í hópnum var fólk, sem talaði öll þessi tungumál. „Kirkjan í Klakksvík er svo að segja ný,“ sagði hann, „reist eftir 1960. Þessi mikla mynd yfir altarinu er freskó— mynd, gerð af danska málaranum Joa- kim Skovgaard." Náði hún hér um bil frá gólfi og upp í loft, var stórkostleg að fegurð, helgiblæ og hughrifum. Var mér síðar tjáð, a'ð altaristaflan hafi upprunalega verið ætluð danskri kirkju, en ekki notuð handa henni. Síðan var hún geymd alllanga hríð ónotuð og loks gefin Klakksvíkurkirkju. Að lokinni skoðun og útskýringu alt- aristöflunnar, gekk leiðsögumaðurinn að skírnarfonti miklum. „Hann er gerður úr graníti, sýnist mér,“ sagði ég, „en fóturinn undir hon- um úr færeysku basalti.“ „Alveg rétt,“ sagði hann, „og granít- fonturinn fannst í Danmörku, er talinn vera um 4000 ára gamall og mun hafa veri'ð notaður sem hlhutbolli í heiðnum sið.“ Uppi undir loftinu framarlega í kirkj- unni hékk skip, fagurt og forkunnarvel gert, en ekki ýkja stórt að vonum. „Það er áttæringur," sagði hann. „Slík skip eru algeng í færeyskum kirkju, eins konar tákn eða symból kirkjunnar, sem er bjargvættur fólksins í lífsins ólgu- sjó.“ Kona frá Ástralíu (Sidney) og þýzk- mælandi maður í hópnum gerðu ýms- ar fyrirspurnir, sem þau fengu viðhlít- andi svör við. „Eruð þér ef til vill presturinn?“ leyfði ég mér að spyrja þennan vin- veitta mann, sem var svo fróður um hið veglega hús. „Nei, nei,“ anzaði hann með au'ð- mýkt, eins og ég hefði spurt um ein- hverja fjarstæðu og ætlað honum óverð- skuldaðan heiður. „Ég er skólastjórinn hérna og ofurlítið hjálplegur við kirkj- una. Má ég ekki annars aka fólkinu ofurlítið um bæinn, meðan skipið tef- ur?“ Kona mín og ég, ástraláka konan og þýzkumælandi maðurinn, sem voru nú orðin ein eftir í hópnum, tóku þessu vinsamlega boði me'ð þökkum. Og svo ók þá skólastjórinn oss fjórum, hverju úr sinum heimshluta, um bæ- inn Klakksvík, sem er ef til vill ný- tízkulegust bæja í Færeyjum og hefur mest athafnalíf, meðal annars er það- an gerður út mikill floti, sem stundar fiskiveiðar við ísland, Grænland og á Nýfundnalandsmiðum. Þó að tíminn væri naumur, gátum vér séð nokkrar helztu byggingar í bænum: skóla, sjúkra hús, fiskiðjuver, síldarsöltunarstöðvar og síðast, en ekki sízt, veglegt minnis- merki yfir drukknaða sjómenn, er Fær- eyingar virðast vanda mikið til víðs vegar. (Eitt slíkt er mjög veglegt í Þórshöfn). Á'ður en skólastjórinn skil- aði gestunum að skipshlið, fékk ég að skrifa hjá mér nafn þessa greiðamanns við alókunnugt fólk: Hann hét Alex 21. janúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.