Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 14
Mun svo hafa verið nokkuð fram á þessa öld, að raunhæfar björgunaraðgerðir hefur skort. Það eru ekki fá manns- líf, sem líkur eru til að hefði mátt bjarga, ef þekking manna hefði verið meiri í þessum efnum. Ég veit með sönnu um eitt atvik, að maður nokkur vaknaði til lífsins a%- ur, vegna þess að óafvitandi voru við hafðar að mestu þær hreyfingar, sem nú á dögum þykja gefa beztan árang- ur við lífgunartilraunir. Maður nokkuð hafði farið í sjóinn við lendingu. Var hann talinn örendur, er hann náðist. Ekkert var aðhafzt honum til bjargar. Hann var reiddur til bæj- ar á grúfu um bak á hesti, þannig að höfuðið hékk öðru megin, en fætur hins vegar. Vegna þess að frost var mikið og fötin orðin freðin á líkinu, var það látið inn í fjós. Tók fólkið síðan á sig náðir. Um nóttina var guðað á baðstofu- gluggann. Þar var kominn hinn sjó- drukknaði maður. Fólkinu brá svo við, að það ætlaði ekki að þora til dyra. Hélt það í fyrstu, að maðurinn væri afturgenginn, sem hann að vissu leyti líka var. En þarna varð heimreiðslan og fjóshitinn honum til lífs. Varð honum ekki meint af volkinu, en dó þegar kallið kom, eðlilegum dauða. RABB Framhald af bls. 16 mynd er. Nú fellur þessi eini mað- ur skyndilega frá, og þá standa aöstandendur hans uppi meö Ijós- myndasafn, sem hvorki þeir né nokkur annar geta nafngreint til hlítar. Safnið er því ekki lengur sú sögulega heimild, sem það var. Við þessu má slá varnagla ef menn setja sér það að reglu og merkja mannamyndir í einkasöfnum sín- um. Með því móti geta þau er fram líða stundir, orðið gagnmerk- ar heimildir. Jón Hnefill Aðalsteinsson. Nýjar erlendar bœkur Jonathan Swift: Gulliver’s Travels Tobias Smollett: Humphry Clinker. — Laurence Sterne: The Life & Opinions of Tristram Shandy. — — George Eliot: Daniel Deronda. — Penguin English Library 1967. 5/—, 6/ —, 7/6 — 10/6. Gulliver’s Travels kom út 1726 og var ætlað að „angra heiminn, fremur en að skemmta honum“ og síðan hafa þessar bækur verið lesnar af börnum og full- orðnum, þótt sumum köflum hafi oft verið sleppt í útgáfu ætluðum börnum. í óstyttum ritunum, má enn finna smá brodda, sem ætlaðir voru samtíðar- mönnum Swifts, og bíta reyndar enn- þá. Humphey Clinker er talin bezta bók Smolletts. Þar segir hann ferðasögu fjölskyldu um hluta Englands á tímum Georgs III. Þjóðlífið birtist á þessum blaðsíðum, litauðugt, gróskumikið og oft ruddaíegt. Bókin kom út 1771 og hefur síðan verið lesin af mikilli ánægju. Tristram Shandy þótti sérstæð og undarleg saga, þegar hún tók að koma út 1759 og ýmsir gagnrýnendur álitu að hún myndi fljótlega gleymast, en hún gleymdist ekki. Höfundur læt- ur móðan mása og setur saman „með- vitundarflóð" aukið innskotsköflum um allt milli himins og jarðar. Auk þess gerir höf. ýmsar tilraunir með ný- yrði og setningaskipun. Daniel Deronda er síðasta verk Eliots og fjallar um ást og tilfinningaleg samskipti manna, sið- gæði og eins og aðrar bækur hennar, er þetta mjög góð samtímalýsing á Vikt- oríutímabilinu. Nú eru komin út tuttugu bindi í þessum bókaflokki Penguin útgáfunnar, en þar á að birta öll helztu verk enskra bókmennta. Útgáfan er vönduð og sú ódýrasta og bezta sem nú er á mark- aðnum, henni fylgja greinagóðir inn- gangar ritaðir af fræðimönnum. The Odes of Horace. Translated with an Introduction by James Michie. Penguin Books 1967. 6/—. Þeir, sem lesa Horatíus að einhverju ráði, verða fljótlega góðvinir hans. Hann hefur verið vinsælastur róm- verskra skálda um aldir, þótt ljóð hans hafi verið notuð til kennslu. Vizka hans, umburðarlyndi og tregi, ásamt humor og mildu háði hafa gert hann vinsæl- astan skálda. í þessari útgáfu er latneski textinn prentaður andspænis þýðing- unni. Excelsior. Albero Ongaro. Translated from the Italian by Gilles Cremonesi. The Bodley Head 1967. 21/— Ongaro stundaði nám við Háskólann í Padua, las bókmenntir og heimspeki. Hann er fæddur í Feneyjum, dvaldist átta ár í Suður Ameríku og fæst nú við blaðamennsku, þetta er fyrsta skáldsaga hans. Sagan gerist í fæðingarborg hans og þar segir frá snauðum ungkennara Mario og auðugri konu Gloríu að nafni og sambandi þeirra. Höfundur lætur hugrenningar Marios segja söguna, hann er ýmist mjög sjálfsrýninn eða kastar sér út í furðulegustu fantasíur. Sagan er mjög lipurlega samin og skemmtileg aflestrar og er frábrugðin þeim skáldsögum sem settar eru sam- an á norðlægari breiddargrátum um inntak og mat. Mongolia. In Search of Marco Polo and Other Adventures. Silvio Micheli. Hollis and Carter 1967. 42/— Höfundurinn fæddist 1911, las verk- fræði í Pisa á Ítalíu. Eftir styrjöldina tók hann að setja saman bækur, eink- um um andstöðuhreyfinguna og baráttu bennar gegn Þjóðverjum og fasistum í styrjöldinni. Hann stundar nú blaða- mennsku og hefur ferðazt víða, þar á meðal um Asíu, en þaðan eru frásagn- irnar í þessari bók hans. Höfundurinn ferðaðist á jeppa um Gobí-auðnina, á- samt bílstjóra og túlki, sem jafnframt var leiðsögumaður. Hann fór í fótspor Marco Póló. Höfundur átti í miklum brösum við túlkinn, sem var harðsvír- aður kommúnisti og vildi nota ferðina sem áróðursefni fyrir kommúnistastjórn Mongólíu, hann lenti í miklu stappi út af sambandi sínu við innfædda konu, sem hann varð mjög hrifinn af. Höf- undur kynntist náið ýmsum fjölskyld- um, sem voru tengdar vinkonu hans og aflaði sér þannig nánari þekkingar um hugsunarhátt og samfélag Mongóla, en almennt er um ferðamenn. Höfundur skrifar lipurlega og persónuleg tengsl hans við nokkra íbúa þessara land- svæða auka innihald bókarinnar. Mynd- ir fylgja. 'T' 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.